Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 90
90
Jakob Benediktsson
pessa af vinum sínum og Augustusi, sem einmitt á þess-
um árum lagði mikið kapp á að vekja pjóðarstolt Róm-
verja og rjetta við hinn gamla rómverska anda. Dótti
honum því auðvitað minkun að pví, að Rómverjar skyldu >
ekki geta jafnast við Qrikki í episkum kveðskap. Vergill
hafði pegar á únga aldri ætlað sjer að yrkja rómverskt
hetjukvæði. Nefnir hann pessa ætlun sína í Bucolica, en
segir um leið, að Apollo hafi forðað sjer frá að íram-
kvæma hana. í Qeorgica heitir Vergill pví, að hann
muni síðar kveða um afrek Augustusar. En er til kom,
hvarf hann pó frá þeirri fyrirætlun, og mun aðalorsökin
hafa verið sú, að nú er friður var fenginn, kusu Róm-
verjar heldur að líta á Augustus sem friðarhöfðingja, er
hefja skyldi nýja öld árs og friðar, en að minnast bróð-
urvíga borgarastríðsins. Dví tók Vergill pað ráð að yrkja
um sögukappann Æneas, sem að sögn var ættfaðir júl-
isku ættarinnar, en af þeirri ætt voru Cæsar og Augustus
komnir. Qafst Vergli pannig kostur á að lofa Augustus, r
. án pess að yrkja beinlínis um hann sjálfan.
Er Vergill hafði unnið að verki pessu í tíu ár, hafði
hann að mestu lokið kvæðinu. En hann var maður
geysi-vandvirkur og seinn að yrkja, svo að hann vildi
eyða premur árum enn í að leggja síðustu hönd á verkið.
Tók hann sjer ferð á hendur til Qrikklands og Litluasíu,
ef til vill til að sjá með eigin augum staði pá, er hann
hafði lýst í Æneasarkviðu. En í Aþenu mætti hann
Augustusi, er var á leið til Ítalíu, og fjekk hann Vergil
til að snúa við með sjer. Á leiðinni yfir Qrikkland
veiktist Vergill. Hann hafði alla æfi verið heilsuveill og
var óvanur öllu volki. Doldi hann pví ekki hitabreyting-
ar pær, er peir urðu fyrir á ferðinni. Fárveikur steig
hann á skip og var fluttur dauðvona á land í Brundisium.
Par dó hann fáum dögum síðar, 21. sept. árið 19 f. Kr.