Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981.
Spurningin
Ef þér byðist ferð
til tunglsins myndir
þú þá fara?
Rósa Halldórsdóttir: Nei, það er um
svo marga fallegri staði hér á jarðriki
að velja, að lítii ástæða er að fara
þangað.
Niels Knudsen: Já, ég myndi án efa
skella mér.
Þorbjörg Guðlaugsdóttir: Já, vissu-
lega. Það yrði svo mikil tilbreyting frá
þessum jarðbundnu ferðum hérna
megingufuhvolfsins.
Magnús Ebeneserson: Nei, ég hef
annað með tímann að gera.
Brynja Jóhannesdóttir: Já, þvi ekki
það? Það yrði öruggiega forvitnilegt.
Lesendur Lesendur Lesendur
horfðu á þáttinn með mér einn Finni
og einn Svíi. Þeir hlógu sig máttlausa
að tungu ráðamannanna.
Finnar eiga í miklum erfiðleikum
með að tala sænsku. Finninn fullyrti
samt að barnaskólakrakkar í
Finnlandi gætu betur gert sig
skiljanlega á hinum Norðurlöndun-
um en íslenzku ráðamennimir.
Að ég tali nú ekki um meðferð
ráðamanna íslendinga á tungum
frænda okkar á þingum
Norðurlandaráðs. Þann framburð
ætti að nota í kennslu í hvernig ekki á
að tala, né móðga aðrar þjóðir.
Þið sem ekki vitiðbetur, fyrir alla
muni gerið eins og Vilhjálmur frá
Brekku, talið frekar íslenzku.
Vegamálin:
Látið endurskinsstikurnar í f riði
— hugsum okkur þær sem Irftryggingu en ekki leikföng
Ökumaður skrifar:
Um daginn ók ég snemma morguns
eftir einu af hinum gleymdu börnum
vegagerðar ríkisins, þ.e.a.s. veginum
milli Garðs og Sandgerðis. Það var
myrkur og blindbylur hluta leiðarinn-
ar svo ekki sá út úr augum.
Þessi vegur, sem er u.þ.b. 5 km
langur, var lagður bundnu slitiagi
fyrir, að mig minnir, þrem árum, en
ennþá er hann ófrágenginn.
Meðfram honum eru gapandi sár;
moldarflag með stórgrýti og í vatns-
veðri stórum pollum sem enginn öku-
maður væri öfundsverður af að
lenda í.
Er ekki venja að sá grasfræi í þau
sár sem koma í landið vegna vega-
gerðar? í fyrrahaust voru síðan settar
meðfram veginum stikur meðendur-
skinsmerkjum en nú hafa einhverjir
hugsunarlausir vesalingar skemmt sér
ýmist við að aka þær niður eða taka
upp og fleygja út um alla móa, þar
sem þær koma að litlu gagni.
Það er mikil umferð um þennan
veg og þá mest fiskflutningur, sem
síðasta vetur fór fram stórslysalaust,
þökk sé glitmerkjastaurunum er þá
voru enn í friði.
Vill nú ekki Vegagerð ríkisins vera
svo væn að setja upp endurskins-
stikur fyrir okkur aftur, svo þessi
nauðsynlegi vegarspotti verði ekki of
vandrataðuf í vetur. Raunar vil ég
þakka fyrir góða frammistöðu i snjó-
ruðningi á vegum hér syðra sl. vetur.
Einnig vil ég skora á fólk að brýna
fyrir börnum og unglingum nauðsyn
þess að glitmerkjastaurarnir með-
fram vegunum fái að vera í friði. Við
skulum öll hugsa okkur þá sem líf-
tryggingu en ekki leikföng.
Vegna árs aldraðra:
Nefnd um nefnd frá
nefnd til nefndar
Góð þjón-
usta hjá
Tryggingu
Ásgeir Þormóðsson, Flúðaseli 64,
Reykjavík, skrifar:
Mig langar að koma á framfæri
þakklæti til tryggingafélagsins
Trygging hf. fyrir skjóta og góða
úrlausn sem þeir veittu mér í tjóni,
sem ég varð fyrir sl. sunnudag 8.
nóvember. Þremur dögum siðar var
ég kominn á annan bíl í stað þess sem
eyðilagðist. Ég vildi gjarnan tryggja
sjálfur hjá tryggingafélagi, sem veitti
svona fyrirgreiðslu, ef ég ylli sjálfur
tjóni, en Trygging hf. er ekki það
félag, sem ég tryggi bílinn minn hjá.
Elísabet Helgadóttir skrifar:
Þetta verða nú orð í tíma töluð, því
nokkur tími er enn til áramóta og þá
byrjar það ár sem gamla fólkið má
hlakka til. Það hlýtur að verða ein-
hver ending í þvi sem lofað verður á
því árinu.
Ég set þessar línur á blað í tæka tíð
svo timi verði til þess að kjósa nefnd
til þess að koma þessu og hinu í
kring, eins og m.a. að kjósa aðra
nefnd til þess að koma einhverju af
því í framkvæmd sem fyrri nefndin
stingur upp á.
Til hægðarauka fyrir fyrri nefnd-
ina ætla ég að koma með tillögu sem
ég tel bráðnauðsynlegt að seinni
nefndin sinni, þegar hún er búin að fá
framkvæmdavaldið frá fyrri nefnd-
inni. Og sannið nú í verki hversu
bráðnauðsynlegt það er að kjósa
nefndir.
Ég legg til að gamla fólkið fái frian
síma og að allir ellilífeyrisþegar fái
fritt í strætisvagnana. Komi einhverj-
ar nefndir þessu í framkvæmd þá er
ég viss um að það er það bráðnauð-
synlegasta og bezta sem hægt er að
gera fyrir gamla fólkið.
Símalaus getum við ekki verið og
getum heldur ekki borgað hann svo
dýr sem hann er nú orðinn. Verið
duglegir nefndarmenn fyrir gamla
fólkið.
—erum við léleg í Norðurlandamálum?
— að koma f rá Reykjavík
Björn S. Lárusson skrifar frá Noregi:
Tilefni þessa bréfs er, að tvær
norskar stúlkur skrifuðu fyrirspurn
til Háskóla fslands um nám i
viðskiptafræðum. Þær skrifuðu á
norsku, en tóku fram að svarið mætti
vel vera á íslenzku. En hvað gerðlst?
Skömmu seinna barst svarið, sem
ekki þarf að tíunda frekar, en það var
á ensku og nú er mér spurn, af
hverju? Hvernig stendur á því, að
íslendingar eiga svona erFitt með að
tileinka sér Norðurlandamálin?
Eftir kosningarnar 1978 var t.d.
viðtal í danska sjónvarpinu við
íslenzka stjórnmálamenn. Aðeins
einn, Benedikt Gröndal, skildist, hin
viðtölin voru textuð.
Hér í norska sjónvarpinu var
sýndur finnskur þáttur um ísland, í
tilefni af komu forsetans hingað. í
þættinum voru viðtöl við þriá
ráðherra og enginn þeirra skildist. Þó
Kópavogsbúi skrifar:
Ég hef búið núna hátt á annað ár i
Kópavoginum. Að mörgu leyti fellur
mér það vel en að öðru leyti illa, eins
og gengur. En það er eitt sem mér
finnst vera svartur blettur á mínu
ágæta bæjarfélagi, bæði í eiginlegri
og óeiginlegri merkingu. Það er
hversu illa bærinn er lýstur. Að koma
akandi úr Reykjavík og inn í
Kópavoginn er eins og að aka inn í
vegg myrkurs. Þeir fáu ljósastaurar
sem við göturnar eru eru með veikum
perum, það er langt á milli þeirra og
oftar en ekki er aðeins lýsing öðrum
megin við götuna. Þarf engin orð að
hafa um hversu slæmt þetta er.
Eða þá hættulegt. Gangstéttir eru
mjög af skornum skammti i Kópa-
vogi þannig að fólk neyðist iðulega til
að ganga eftir götunni. í lýsingunni
eins og hún er sést fólkið hreinlega
ekki. Ég þakka til dæmis mínum sæla
fyrir það að ég ók ekki yfir tvo drengi
í fyrravetur. Þeir voru á gangi á
Nýbýlaveginum. Ég sá þá allt í einu
rétt fyrir framan bílinn hjá mér. Sem
betur fer voru þeir fljótir að forða sér
ogsluppuþví.
í alvöru þá verður að gera
eitthvað í þessu áður en verra hlýzt
af. Við höfum ekki efni á því að
Björn S. Lárusson skrífar okkur frá Noregi og segir, aö islenzkir ráöamenn verði
til athlægis vegna lélegrar frammistöðu i Norðurlandamálunum, og ekki sé Há-
skóli tslands þar til fyrirmyndar.
missa okkar unga fólk í bílslysum. Þá miðbæjarskipulags. Öryggið verður kostar.
er betra að vera án íþróttahúsa og að sitja í fyrirrúmi, hvað sem það Betri lýsingu í Kópavog.
Okkur hafa borizt tvær ábendingar, vegna væntanlegs árs gamia fólksins. Önnur er að það fái frían sima og hin að það fái
hitt i strætisvagnana. Einhver stakk þvi siðan að okkur um daginn að ellilifeyrisþegar ættu ekki að greiða afnotagjöld af út-
varpi og sjónvarpi ef þeir búa einir.
ENSKIHÁSKÓUNN Á ÍSLANDI?
Slæm lýsing í Kópavogi: '
EINS 0G AÐ AKAINNIVEGG MYRKURS