Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Qupperneq 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Fljúgandi frásagnarlist Jóhannas R. Snorrason: SKRIFAÐ í SKÝIN Almenna bókaf«laglð 1981. Það er alkunna, að Jóhannes R. Snorrason er ágætur flugmaður og á að baki langan og gifturíkan flugstjórnar- ferii, sem nær yfir svo að segja alla íslenska flugsögu, allt frá frumstæð- asta vængjablaki hennar til þeirrar tækni og umsvifa, sem nú er búið við. Það vissu líka margir, að hann hafði oft komist í krappan dans á loftsins vegum en jafnan notið giftu til að lenda heilum vængjum. Ekki þurfti í graf- götur um það, að hann ætti í fórum sínum mikil frásagnarefni, þegar hann lenti undir kvöld og liti yfir floginn daginn. Hitt var bæði mér og ýmsum öðrum nokkur spurn — hvort honum léti jafnvel að skrifa og fljúga, hvort hann væri jafn liðtækur frásagnar- maðursem flugstjóri. Þegar ég frétti, að von væri á bók frá Jóhannesi á þessu hausti settist forvitn- in um mig og ég beið hennar með óþreyju. Og nú er þeirri forvitni svalað. Ég var fljótur að opna bókina, þegar hún barst mér í hendur og las hana í lotu. Það er skemmst af að segja, að þetta er einhver skemmtilegasta frá- sagnarbók, sem ég hef lengi lesið. Hún er gædd flestum hinum bestu kostum og þokka áhrifaríkrar frásögu. Mál hennar er létt og lipurt — fleygt, ef nota má það orð af því að það kemur í hugann —. Jóhannes er glettilega vel fleygur í tungutaki, engu síður en á svif- eða vélflugu. Þegar maður les þennan rennilega, mjúkláta og ítæka frásagnartexta eftir mann, sem maður hélt að hefði verið að snúast við annað fremur um dagana en skriftir, sækir heldur ónotaleg hugsun að þeim, sem hefur flesta daga langrar ævi setið við ritvél og barist við eiginn stirðbusahátt með takmörkuðum árangri. Svo dettur bara maður niður úr skýjunum og skrifar eins og gæðingur að gamni sínu að áliðinni ævi. Allt i einu skýtur upp í huga mér mynd af Vilmundi Jónssyni, landlækni. Hann kemur eftir gangstétt- inni í Ingólfsstræti, staðnæmist beint fyrir framan mig, gripur föstu taki í jakkaboðunga mína og segir með þunga — allt að því þjósti: — Þið eruð að tala um, að menn þurfi að læra Jóhannes Snorrason. TIMARITIÐ VERND er komið út - Fæst á öllum blaðsölustöðum. Nr.4 1981 Vernd Fangahjálpin Félagasamtökin Vernd Fyrsti dagurinn utan rimla: „Það horfðu allir ó mín“ — Fangi lýsir H reynsiusinni „Næg innistæða í hugmyndabank- anum hjá Vemd“ — segir Hilmar Helgason um næstu skrefin í starfi fangahjálparinnar Aiþingismenn biðja um úttekt á fangeisismálum Um bjólkann og fhsina: Hver er afbrotamaður og hver ekki? FÓLK Á FÖRNUM VEGI „Miklir íordómar gagnvart íöngum, ogíangelsieru vondirgeymslu- staðir" Um múrveggi og strok úr íangelsum: Er Djöflaeyja Papiilon það VERTU VERNDARI VERNDAR Áskriftarsíminn er 21458 málið í skólum, en ég skal segja þér, að hafi maður ekki lært tungutakið og málið sjö ára, þá lærir maður það aldrei. Nokkuð djúpt tekið í árinni hjá Vilmundi, þetta er nú heldur mikið sagt. En drottinn minn dýri, hvílíkur sannleikur sem i því felst. Ég er viss um að þetta á að einhverju leyti við um Jóhannes, það er ættin og fóstrið, sem er kjarninn í frásagnarlist þessarar bókar, þótt meira komi til. Ég þekkti Snorra föður hans allvel og vissi um neistann, sem sá maður átti til og gat alltaf tendrað í loga snjallrar frásagnar. Ég þekkti Hauk ritstjóra bróður Jóhannesar, lika einhvern léttfleygasta íslenskan blaðamann, sem ég hef kynnst. Og ég hef séð þennan neista líka leiftra glatt hjá þeim Erni og Önnu. Og svona er þá Jóhannes líka. Hann á líka neistann og kann ekki síður með að fara. Það sýnir þessFbók og sannar. Jóhannes er hógværðin sjálf og segir að lyktum formála: ,,Sá, sem skrifar í skýin, getur ekki vænst þess, að þau skrif verði varanieg á himni bók- menntanna”. En ég er illa svikinn, ef þessi bók á ekki eftir að lifa ár og dag í minni þeirra, sem kunna að gleðja sig við lifandi og listilega frásögn. Jóhannes þakkar þetta öndvegisnafn á bókinni — Skrifað í skýin, konu sinni. Það var gott framlag, enda mun hann hafa gripið það á lofti eins og fleira um dagana. Jóhannes gerir þessa grein fyrir bók- inni í formálsorðum: „Þetta er ekki ævisaga í þess orðs venjulega skilningi heldur flugsaga mín eða starfssaga, en á baksviði hennar bernsku- og æskuárin á Flateyri og Akureyri”. Þeta er skilrik greinargerð um bók- ina. Hún hefst á frásögnum af bernsku- dögunum á Flateyri, þar sem Snorri Sigfússon faðir hans var skólastjóri. Þarna rekur hvert barnaævintýrið annað og svo léttilega er frá sagt, að maður hrífst með, brosir og kímir og skellir jafnvel upp úr. Hvílík hvika í þessu æskulífi, og strákarnir alveg óborganlegir. Þetta eru svo sem ekki frægðarsögur allt saman og höfundur- inn ekki tiltakanlega hlífisamur við sig og sína. Síðan koma unglingsárin á Akureyri, — ekki alveg laus við ævintýri. Mér er sem ég sjái þá vinina, örlyg málara og Jóhannes, steypast af KEA-sendi- hjólinu fram af Menntaveginum á brekkunni alla leið niður í kálgarð Gooks trúboða! Og nú er ekki langt í flugsöguna, flugdraumana og svif- fiugið, túlkstörf hjá breska hernum, flugnámið og þjónustu í kanadiska flughernum. Og síðan flugið heima og heiman, söguleg ferjuflug yfir Norður- haf og sitthvað fleira. Spenna, hraði, skýrleiki og lýsingarmáttur geislar af allri þessari frásögn og gerir hana bráð- skemmtilega. Jóhannes hefur ótrúlega næm tök á því að Iýsa því sem gerist, draga fram mynsturþræðina og gefa efninu líf og lit. En efnið er líka í sjálfu sér fullt spennu og ofvæni. Flugið á fslandi og um norðurhaf var á þeim árum tafl á fleiri en tvær hættur og Jóhannes nýtir þá spennu af miklum frásagnarhagleik, sem heldur lesand- anum föstum. Óræk dæmi um það eru tveir síðustu kaflarnir um ferjuflugin frá Ameríku um Grænland. Þó verður höfundur varla sakaður um oflýsingu, eða tilraunir til að gera meira úr en efni standa til, mikla eða æsa. Frásögnin er oftast jafnstreym hvað sem á gengur, aðeins gædd seið og þrótti. En bókin er ekki aðeins gædd þessari listilegu frá- sagnarnáttúru. Þar er slegið á miklu fleiri strengi. Skarplegar ályktanir lífs- reynds manns eru hvarvetna til fylgdar atburðalýsingum, kímni og gamansemi jafnan á vængjunum og alvaran kann að taka í tauma þegar við á. Útsýni frá- sagnarinnar er því aldrei þröngur geiri einsýninnar heldur breitt svið eða þrí- vidd. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Jafnframt því að vera óvenjulega skemmtileg og fræðandi öllum almenn- ingi um bernskuár fiugsins hér á landi, er bókin einnig mjög heimildarík um íslenska flugsögu í strangari skilningi, og til þeirra heimilda verður áreiðan- lega margoft gripið, þegar eyktum þeirrar sögu verður skipað saman í daga og ár. Þess má geta að myndaefni bókarinnar er bæði mikið og gott og fyllir mjög vel í rammann og gerir les- andanum bókarefni og persónur nákomnari. Höfundur segir, að Snorri Snorrason flugmaður hafi mjög lagst á þá lyftistöng, sá ágæti ljósmyndari. Höfundur lætur tjaldið falla á árinu 1946 — eða þegar flugstjórnarferill hans í millilandafluginu er í raun að hefjast. Margt er því ósagt af fiugi hans, og ég er alveg viss um, að les- endum þessarar óvenjulega skemmti- legu og hugtæku bókar gefa Jóhannesi R. Snorrasyni ekki grið fyrr en hann heldur sögunni áfram, og það gerir hann vonandi fyrr en síðar. Flugmaður veit, að hann getur ekki numið staðar á miðri leið — hann verður ætíð að Ijúka ferðinni og lenda. Andrés Kristjánsson. STOfí ó<>' Fimmtudag 3. des. — 18. umferðir Sólar/ancJaferð frá Útsýn Dingó PHILIPS kann tökin á tækninni Borðtennissamband íslands heldur stórbingó í Sigtúni fimmtudag 3. des. og hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.15. FRÁBÆRIR VINNINGAR, meðal annars Philips HiFi hljómtæki og Bose hátalarar, Philips litsjónvarpstæki, Philips og Kenwood heimilistæki og Superia reiðhjól. Heildarverðmæti vinninga um kr. 65 þús. (6,5 millj. g. kr.) Góðir aukavinningar. Verð á spjaldi kr. 30.- Ókeypis aðgangur. Spilaðar 18 umferðir, auk sérstaks leikfangabingós fyrir yngri kynsióðina. Mætið vel og stundvíslega. Borðtennissamband ísiands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.