Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 34
42 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Fólk Fólk Fólk Fólk AfmæBshátíö í Grímsey Hinn 11. nóvember héldu Gríms- eyingar að venju hátíðlegan fæðingar- dag síns mesta velgjörðarmanns, Bandaríkjamannsins Daníel Willard Fiske, en í ár eru liðin 150 ár frá fæð- ingu hans. Má segja að 11. nóv. sé nokkurs konar þjóðhátíðardagur Grímseyinga. Kvenfélagið sá að vanda um fram- kvæmd veislunnar, og var þar hlaðið veisluborð, sem kvenfélagskonur út- bjuggu, en einnig sáu þær um alls kyns skemmtiatriði. Gestur Grímseyinga var Halldór Blöndal þingmaður, og hélt hann fróðlegt og skemmtilegt erindi um Daníel Willard Fiske og um skáklist Grímseyinga. Að vísu hefur hinn mikli áhugi, sem Grímseyingar höfðu á skák og voru frægir fyrir, dvínað á seinni árum. Halldór Blöndal og Jóhann Þórir Jóns- son, ritstjóri Skákar, gáfu bókasafni Grimseyinga veglega bókagjöf, og veitti Þorlákur Sigurðsson bókunum viðtöku fyrir hönd heimamanna. Einnig var gestkomandi í Grimsey að þessu sinni séra Pálmi Matthíasson, en hann býður sig fram til Glerár- og Mið- garðaprestakalls í Grímsey. Óhætt er að segja að séra Pálmi hafi heillað jafnt unga sem aldna með skemmtilegri og frjálslegri framkomu sinni, og eigi hann hjá Grímseyingum vísan stuðning í komandi prestskosningum. í veislu- lok var haldið barnaball, en oft dansa þeir fullorðnu fram eftir nóttu, en að þessu sinni varð ekki úr því, þar sem afmælisdaginn bar upp á miðvikudag, og vinnudagur næsta dag. Sá dans- leikur mun því bíða betri tíma. Guðni Walderhaug, Grímsey. **L Þorlákur Sigurösson veitti viðtöku mnni og Jóhanni Þóri Jónssyni. ;r Veisluborðið var hlaðið kræsingum/ sem kven- félagskonur útbjuggu. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík PRÓFKJÖR í DAG Sjálfstæðismenn, munið Konur á fiokkslista Anna K. Jónsdóttir aðstoðarlyfjafræðingur. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt. Hulda Valtýsdóttir blaðamaður. Ingibjörg Rafnar héraðsdómslögmaður. Jóna Gróa Sigurðardóttir skrifstofumaður. Málhildur Angantýsdóttir sjúkraliði. Margrét Einarsdóttir sjúkraliði. Sigríður Ásgeirsdóttir héraðsdómlögmaður. KOSNINGANEFNDIN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.