Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 1
frjálst, nháð dagblað
Hvaðeráseyöi
umhelgina
— stóra helgardag-
bókin bls. 17-24
IngiBjömaftur
íVal
— sjá íþróttir
bis. 16 og 25
•
LouiseBrown
skaleignast
systkini
— sjá erl. f réttir
bls.8-9
Slagurumleigu-
bílaaksturfyrir
borgogríki
- sjá bls. 2
Erufrændur
frændum verstir?
— sjá lesendabréf in
bls. 6-7
Er ekkert skrímsli
- sjá Fólk bls. 26
Tölvumar
átoppnum
— sjá kjallaragrein
Sighvats
Björgvinssonar
DV-helgarblaðið
verður64síður
ámorgun—2blöð
Sölustofnun lagmetis á Bandaríkjamarkaði:
Umbinn reynir að
stela vömmerkinu
Fyrrum umboösmaður Sölu-
stofnunar lagmetis í Bandaríkjunum
hefur gert tilraunir til þess að sölsa
undir sig vörumerki stofnunarinnar,
Iceland Water. Hefur hann sótt um
að vörumerkið verði skráð á eigin
sölufyrirtæki í Bandarikjunum. For-
svarsmenn Sölustofnunarinnar telja
hins vegar að litlar líkur séu á því að
þeir tapi merkinu.
, ,Menn vöknuðu upp við vondan
draum þegar þetta kom á daginn,
að ekki var búið að ganga frá skrá-
setningu vörumerkisins,” sagði Sig-
urður Björnsson stjórnarformaður
Sölustofnunar lagmetis i samtali við
DV. ,,En við höfum gert ráðstafanir
til þess að við tðpum ekki merkinu.”
Forsaga þessa máls er sú að hér
áður fyrr var SL með eigin söluskrif-
stofu í New York sem viðkomandi
umboðsmaður var forstjóri fyrir. í
ársbyrjun 1980 var þessi skrifstofa
lögð niður og forstjórinn var gerður
að einkaumboðsmanni fyrir SL í
Bandaríkjunum. Hann rak síðan
eigin fyrirtæki sem hét Iceland Wat-
ers Sales. Samningum við hann var
síðan sagt upp i byrjun árs 1981.1 vor
uppgötvaðist síðan að hann hefði lagt
inn umsókn um að fá vörumerkið
Iceland Water skráð á eigin fyrir-
tæki. Þessa umsókn hefur hann ekki
dregið til baka þrátt fyrir að samn-
ingum við hann hafi verið sagt upp.
Sigurður sagði að í sumar hefðu
lögfræðingar unnið að þessu máli
fyrir SL og þeir hefðu nú vissu fyrir
því að þessi fyrrverandi umboðs-
maður fengi merkið ekki skráð.
„Þetta er að vísu ekki mjög stórt
viðskiptahagsmunamáí. Við höfum
ekki lagt í mikinn kostnað við að aug-
lýsa sjálft vörumerkið og mikill hluti
af því lagmeti sem við flytjum út til
Bandarikjanna er selt undir öðrum
vörumerkjum,” sagði Sigurður.
KS.
Býsna skemmtilegt að vera þingmaður
Þessi hefur verið góður hjá Pétri sjómanni, þaðfer ekki milli mála. Matthlas Mathie- I þingmaður. Myndin var tekin á Bessastöðum I gœr, í árlegu síðdegisboði sem forseti
sen flokksbróðir hans hlœr dátt, en Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins tslands býðurþingmönnum og mökum þeirra til.
hreinlega tekur bakföll af hlátri. Ef marka má myndina er býsna skemmtilegt að vera | -D V-mynd Einar Ólason.
Nýtt njósnamál íNoregi:
Lögreglan afhjúpar féril
rússneskra sendiráðsmanna
Frá fréttaritara DV i Noregi, Jóni
Einari Guðjónssyni:
í gærkvöldi birti norska
sjónvarpið frétt um að leynilögregla
landsins vinni nú að afhjúpun eins
stærsta njósnamáls í sögu landsins.
Það eru fjórir starfsmenn sovézka
sendiráðsins í Osló sem grunaðir eru
um ólöglega starfsemi.
Norski dómsmálaráðherrann vildi
.hvorki staðfesta né útiloka þessa frétt
í morgun. Og það að hann neitar ekki
fréttinni rennir óneitanlega stoðum
undir hana. Þessi frétt kemur nefni-
lega á versta tima fyrir ríkisstjórn
Wiloch. Ríkisstjórnin hefur nýlega
hafið samningaviðræður við Rússa,
m.a. um Barentshaf og í dag er
aðstoðarutanríkisráðherra Noregs
einmitt í opinberri heimsókn í
Moskvu vegna viðræðnanna.
Eftir þeim upplýsingum sem sjón-
varpið og aðrir fjölmiðlar hafa birt
um njósnamálið hefur leynilögreglan
unnið að rannsókn þessa máls um
mjög langan tíma. Hinir fjórir
sendiráðsmenn hafa njósnað um
hernaðarmannvirki í Noregi og þeim
er einnig gert að sök að hafa starfað
að neðanjarðarstarfsemi.
Það sem átt er við með neðan-
jarðarstarfsemi er að fá fólk á mála
til að skrifa lesendabréf í dagblöð og
vinna innan ákveðinna samtaka.
Meðal þeirra fjögurra sendiráðs-
manna sem rannsóknarlögreglan
hefur verið að rannsaka er fyrsti
sendiráðsritari sovézka sendiráðsins i
Osló, Stanislav Tsjebótók, sem flestir
þekkja fráuppljóstrun njósnamálsins
í Danmörku.
-SER/JEG. Osló.