Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VfSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. SLAGUR UM LEIGUAKSTUR FYRIR BORGINA OG RÍKIÐ —sem mest hefur beinzt til BSR fraf gömlum vana” Borgarstjórinn [ Reykjavik situr nú viö og semur svarbréf til Hreyfils^ vegna ítrekaðra kvartana þess fyrir- tækis út af leiguakstri fyrir borgina og borgarstofnanir, sem Hreyfils- menn telja sig fá allt of litið af og beimst aðallega til BSR ,,af gömlum vana”. Leigubilstjórar á fleiri stöðvum eru álika óhressir og Hreyf- ilsmenn og raunar beinist óánægjan einni að rikinu af sömu ástæðu. 1 samtali DV við Einar Þorsteins- son framkvæmdastjóra Hreyfils sagði hann að reikningsviðskipti borgarinnar við Hreyfil fyrstu niu mánuði þessa árs hefðu numið 65.708 krónum en við BSR 436.798 krónum. Á móti væru gjöld Hreyfils til borgarinnar á þessu ári 212.453 en. gjöld BSR aðeins brot af þvi. Þeim Hreyfilsmönnum þætti súrt að borga þannig óbeint með rekstri BSR. Einar taldi það augljóst réttlætis- mál að borgin dreifði viðskiptum sinum til leigubilastöðvanna í einhverju samræmi við stærð þeirra. „Þaö er ekki að ákvöröun borgar- yfirvalda, ef viðskipti borgarinnar og stofnana hennar beinast til einnar leigubilastöðvar fremur en annarra,” sagði Gunnar Eydal skrifstofustjóri. Hann kvað borgarráð hafa falið borgarstjóra að svara Hreyfli og væri nú aðeins beðiö eftir upplýsingum úr kerfinu til þess að hægt væri að ganga frá svarinu. Enda þótt DV sé ekki kunnugt um stefnu allra ráöuneyta eða stofnana ríkisins f leigubllaviðskiptum, liggja þó fyrir upplýsingar um að stór hluti Stjórnarráðsins skiptir aðallega eða eingöngu við BSR. „Þetta er ekki skipun frá okkur,” sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins, ,,og ég geri ráð fyrir að menn velji leigubfla nokkuð eftir persónulegum viðskiptum sfnum við þær. Stöðvarnar skrifa allar hjá okkur. Hins vegar geri ég ráð fyrir því, ef ég bæði simastúlkuna hérna að panta leigubil, að þá myndi hún hringja i BSR. Þetta hefur verið þannig svo lengi sem ég man eftir og er gamall vani, sem ég kann ekki neina eina skýringu á.” Leiguakstur fyrir borg og riki er að sjálfsögðu feitur biti og þvf umtals- verðir hagsmunir sem leigubflstjórar slást nú um. -herb. STÖÐVUN LOÐNUVEtÐA ÓHJÁKVÆMILEG segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Eins og málin horfa, er ég fyllilega sammála þvi að þessar aðgerðir séu óhjákvæmilegar,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður LlÚ í samtaii við DV í framhaldi af ákvörðun um, stöðvun loðnuveiða næstkomandi sunnudag. Kristján sagöi að aðgerðir þessar bitnuðu mjög misjafnlega á mönnum. Um helmingur flotans sem er alls 52 bátar, myndi ná að fylla kvótann áður en til stöðvunar kæmi, en 14 bátar gætu haldið einhverjum veiðum áfram fram til 20. desember. „Það blasa engin verkefni við þessum bátum eins og er og málið eiginlega i biðstöðu þar til niðurstöður koma af nýrri rannsókn i janúar. Við höfum rætt um það við ráðherra að leita verði leiða til að bæta mönnum þennan tekjumissi og kæmi þá helzt til greina bætur úr okkar eigin aflatrygg- ingarsjóði. Það hafa engin loforð verið gefin um opinbera aðstoð, enda ekki verið leitað eftir slíku, ” sagði Kristján. -JB. Elli- og hjúkrunarbeimilið að Höfn. Ellí- og hjúkranarheimilið Höfn: Aðstaðan stórbatnað meðtil- komu tengi- byggingar Sandkorn Sandkorn Sandkorn úr Kóraninum Fréttin um óhapp Flugleiða- vélarinnar i Libýu hefur vakið taisverða athygli þó svo nánari atburðarás sé næsta óljós. Óljós grunur er um að aðstoðarflugmennirnir séu ekki af betri skólanum, jafn- vel þótt þeir hafi fullgild próf- skírteini upp á vasann. Hefur það verið haft i flimtingum hjá gárungum að þeir hafi tekið sitt próf upp úr Kóran- inum og stórhætta sé að hafa þá í flugstjórnarklefanum af ótta við að þeir kunni i fáti að reka sig í einhver stjórntæki vélanna. Við seljum það ekki dýrara verði en keypt var. NegrifráBermúda sá um glimmer- sprautuní Broadway Við greindum frá óeðlilega hárri tíðni brotinna glasa í hinum nýja og giæsilega veit- ingastað Ólafs Laufdal, Broadway, fyrir stuttu. Giiisin cru einkar lagleg en aðeins hluti af dýrðinni. Það tók aðeins 5 mánuði að reisa þennan glæsilega stað og þykir það undrun sæta, þegar litið er á íburðinn. Ein- setti Ólafur sér þegar 1 upp- hafi að opna staðinn þann 26. nóvember og það tókst þó, sem engan hefði órað fyrir að svo værí mögulegt. Sem dæmi um dýrðina má nefna að negri frá Bermúda eyjum, sem sérhæft hefur sig í glimmersprautun, var feng- inn séstaklega til þess að Ótofur Laufdal áawnt alglnkonu aloni á nýja Broadway. sprauta glimmeri á veggi staðarins. Broadway er gert fyrir um 1300 gesti og sú tala vekur menn óneitanlega lil umhugs- unar, hvort aðrir staðir muní ekki verða fyrir barðinu á minnkandi aðsókn. Hafa menn einna helst i huga Þórscafé, Hótel Sögu og siðast en ekki sist Manhattan i Kópavogi, sem sagt er að gangi ekki allt of vel þessa dagana. Hinn möguleikinn er auðvitað alltaf fyrir hendi, að Broadway verði aðeins viðbót við skrautlegt næturlff höfuð- borgarbúa, en þó þykir okkur liklegra að einhver veitinga- staðanna muni láta I minni pokann þegar frá liður. Mjúkt og heitt áoddinn Við sögðum frá visu ónafn- greinds húsvarðar á Akureyri i tilefni kvennaframboðs þar í bæ. í Degi hefur nú birst önn- ur visa eftir húsvörðinn i kjölfar áskorunar þar um. Er eftirfarandi visa útlistun hans á slagorði kvennanna: Eðlinu færenginn breytt, eða nær að letja, meira á oddinn, mjúkt og heitt munu konursetja. Fornritafundur Tímamanna Í dropum þeirra Tíma- manna hefur það oftar en einu sinni gerst, að sá er ritar pistilinn missir niður um sig buxurnar. Ýmist er um það að ræða að buxurnar leka niður á læri eða jafnvel allt niður að hnésbótum. t Timanum í gær fóru buxurnar rakleiðis niður á hæla. Dropum verður mikið til um bréfið, sem. Erling Aspe- lund hjá Flugleiðum sendi Dagblaðinu & Vísi i tllefnl sameiningar blaðanna. Misskilningurinn hjá Tíman- um er svo alger að erfitl er að gera sér grein fyrir hvort sá er sneiðina ritar hefur verið með fullri meðvitund eða ekki við ritvélina. Dropar taka bakföll af gleði yftr því að Ieiðari DV sé byggður á fréltatilkynningu frá Flugleiðum síöan 1973. Það er nú ekki alveg svo auð- velt. Bréf Erlings var aðeins skrifað i þeim tilgangi að skýra út, hvernig fréttatll- kynning Flugleiða eftir sam- einingu Flugfélags tslands og Loftleíöa HEFÐI getað lítið út. Annað var það nú ekki, svo að fornritafundur Timans varð að engu. Varla hafði sjávarútvegs- ráðherra fyrr tilkynnt stöðvun loðnuveiðanna en fregnir bár- ust af tillögum fiskifræðinga í Stotoartmur •töflvaðl loðnu veiðamar. þá veru að minnka sóknina i karfastofninn allverulega. Nýverið lýstu menn áhyggjum sínum yfir mikilli sókn í þorskstofninn og síldin á eins og allir vita enn undir högg að sækja eftir gegndar- lausa sókn fyrir 15 árum, þar sem stofnlnn var nær þurrk- aður út. Þeim fer að fækka, fisk- tegundunum, sem óhætt er að veiða. Ekki einu sinni laxa- stofninn er svo traustur, að auka megi sóknina í hann. Um það geta stangveiðimenn glögglega vitna i kjölfar lélegs sumars. Menn eru því að velta því fyrir sér hvort ekki sé orðið tímabært fyrir sjómenn að fara að huga að annarri vinnu. Með sama áframhaldi fá menn stórriddarakrossinn fyrir að finna fisktorfu, sem endist út víkuna. Umsjón: Sigtirður Sverrisson Unnið hefur verið í sumar við sam- tengingu tveggja viðlagasjóðshúsa, sem til þessa hafa gegnt hlutverki elli- og hjúkrunarheimilis á Höfn f Hornafirði. Millibyggingin á millli húsanna tveggja gerir það að verkum að við bæt ast 3 vistherbergi auk sjúkrastofu. Auk þessa er kjallari undir tengibygg- ingunni sem enn hefur ekki verið ráð- stafað. öll aðstaða elU- og hjúkrunar- heimUisins breytist við þetta nýja húsnæði. Eldunaraðstaða batnar og nýtt þvottahús fæst. Þá fjölgar eins manns herbergjum einnig. Vistmenn eru nú 27 talsins og er langur biðlisti eftir vistun. í tengslum við elli- og hjúkrunarheimilið er annað hús, sem stendur skammt frá og þar er aðstaða ifyrir eldra fólk, sem getur séð um sig sjálft að mestu’jeyti. Kvenfélagið á Höfn hélt fyrir stuttu árlegan jólabasar til styrktar heimilinu og tókst svo vel til iað ailt seldist upp á 35 mínútum og urðu margir frá að hverfa. -Júlfa, Höfn/-SSv. Ekkifra flokknum Sveinn H. Skúlason, framkvæmda- stjóri fulltrúaráös Sjálfstæðisflokksins hafði sambandi við DV vegna birtingar blaðsins á úrslitum prófkjörsins í heild. Bað hann að láta þess getið að þeir sem stjórnuðu framkvæmd prófkjörsins hefðu gætt ítrustu varkárni í meðferð talna til að koma i veg fyrir að opinber- áðaryrðu atkvæðatölur annarra en þeirra 12efstu. Blaðinu er ljúft að staðfesta, að það fékk listann í heild eftir öðrum leiðum. -SG. Sjómannastemmning í bókadeiid Pennans Þaö verður sannköiluö sjómannastemmning í bókadeild Pennans viö Hallarmúla á morgun, laug- ardaginn 5. desember. Kynntar verða tvœr nýjar sjómannabækur: TOGARAÖLDIN eftir Gils Guðmundsson og SJÓMANNSÆVI eftir Karvel ögmundsson. Höfundarnir verða til staðar og árita bækur fyrir þá er þess æskja. Verður Gils í bókabúðinni frá kl. 13.00 til 14.00 og Karvel frá kl. 14.00-15.00. Hinn lands- kunni harmóníkusnillingur, Reynir Jónasson, kemur í heimsókn og leikur eld- fjörug sjómannalög á harmóníku. Laugardag 5/12kl. 13—15 Reynir ieikur sjómannalög TOGARAÖLDIN 1. bindi ritverks sem fjallar um mesta byltingarskeið fslenskrar atvinnusögu. Bókin ber undirritilinn STÓR- VELDISMEIMN OG KOTKARLAR og fjallar um upphaf togveiða á íslandsmiðum, viðskipti fslendinga við erlenda togaramenn, landhelgisgæslu og fl. Glæsileg bók, lit- prentuð bók, prýdd fjölda mynda sem margar hverjar hafa hvergi birst áður og hafa mikið sögulegt gildi, eins og t.d. myndasyrpa af togaratöku upp úr aldamótum. SJÓMANNSÆVI Æviminningar Karvels ögmundssonar útgerðarmanns og skipstjóra. Bók sem ugglaust verður talin í flokki klassískra ritverka enda segir Karvel sögu sína af látleysi og nákvœmni og bemskusaga hans er jafnframt spegill af íslensku mannlrfi upp úr aldamótum — greinir frá hinni hörðu baráttu fólksins fyrir því að hafa í sig og á, en segir jafnframt frá sórstæðu menningarlífi sem fólkið Irffði. Einstaklega vönduð bók og holl lesning ungum sem eldri. Gils og Karvel árha bækur sínar — Gils Guðmundsson. KarveJ ögmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.