Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 92., 98. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta 1 Háa- leitisbraut 107, þingl. eign Egils Guölaugssonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 7. desember 1981 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Hraunbæ 65, þingi. eign Jóns Magngeirssonar fer fram eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar bdl., Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Guðmundar Péturssonar hdl. á eigninni sjálfai mánudag 7. desember 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Langagerði 40, þingl. eign Péturs Andréssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Braga Kristjánsasonar hrl., Jóns Bjarnasonar hrl., Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Ara ísberg hdl., Magnúsar Fr. Árnasonar hrl., Einars Viðar hrl., Haraldar Blöndal hdl. og Björns Ólafs Hallgrfmssonar hdl. á eigninni sjálfai mánudag 7. desember 1981 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Þetta umferðarmerki 0 “kn.» innakstur er öNum bannaður v — einnig þeim sem hjólum aka. |0U^1FERÐAR ELECTRONISK FÓTBOLTASPIL Slock Ho. ET1O0Í Eigum einnig margar aðrar gerðir af elektroniskum spilum HJÁ MAGNA Laugavegi15 — Sími23011 Útlönd Útlönd Útlönd Tilraunagtasaböm: 4C Louise Brown, fyrsta glasabarnið. LOUISE BROWN SKAL Lesley er ómögulegt að eignast barn með eðlilegum hætti því að eggja- stokkarnir eru stíflaðir. — Louise var þar á ofan tekin með keisaraskurði. „Ef það verður drengur að þessu sinni skal hann heita Patrick Robert,” sagði Lesley Brown í gær við blaðamenn. Lesley Brown, móður fyrsta tilraunaglasabarnsins i heiminum, er nú ætlað að verða fyrsta konan sem eignast annað barn með sömu aðferðum. Og þar sem tveim eggjum var komið fyrir i móðurlífi hennar að þessu sinni gæti hún hugsanlega eignazt tvíbura. Hún býr ásamt manni sínum, John, í Bristol en þeim varð fyrst barns auðið 1978 (í júli) fyrir aðstoð frumherjanna Patricks Steptoe og Roberts Edward. Það var telpan Louise sem komst á for- síður blaða um heim allan. EIGNAST SYSTKINI Salim hættir við að afturkalla f ramboðið — Waldheim dró sitt nafn út úr atkvæðagreiðslunum Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur óskað þess við öryggisráðið að ekki verði oftar gengið til atkvæða um hans nafn í fram kvæmdast jórastöðuna. Hinn frambjóðandinn, Salim Ahmed Salim frá Tanzaníu, er þá orðinn einn eftur, því að afrfsku aðildarríkin meinuðu honum á inn- byrðis fundi í gær að draga framboð sitt til baka. Menn munu hafa róið í þeim Wald- heim og Salim að draga framboð sín til baka til þess að opna baklásinn sem valið á næsta framkvæmdastjóra hafði hlaupið í. — Kína hafði 16 sinnum beitt neitunarvaldi sínu gegn Waldheim en Neðri málstofa þingsins í Ottawá samþykkti með yfirgnæfandi meiri- hluta þingmanna ályktun kanadísku stjórnarinnar um að óska þess af Bret- landi að stjórnarskrá Kanada — alda- gömul bresk lög — vérði send vestur um haf. Fulltrúar Quebec-fylkis greiddu at- kvæði gegn, enda stóð Quebec utan við samkomulagið sem Trudeau forsætis- ráðherra náði í síðasta mánuði við for- sætisráðherra hinna níu fylkjanna í Bandaríkin eru talin hafa beitt neitunarvaldi gegn vali á Salim. Waldheim varð við þessari beiðni og hefur vafalítið búizt við því að Salim mundi gera eins, svo að aðrir líklegir, eins og Sadruddin Aga Khan prins og Carlos Ortiz de Rozas frá Argentínu, fengju tækifæri. Mjög hafði verið lagt að Kína að leysa hnútinn með því að hætta að neita Waldheim en Pekingstjórnin verður ekki af því skekin að næsti framkvæmdastjóri skuli koma úr þriðja heiminum. Oleg Troyanovsky, fulltrúi Sovét- ríkjanna, og Jeane Kirkpatrick, fulltrúi Bandarikjanna, sem bæði styðja Wald- Kanada. — Rene Levesque, forsætis- ráðherra Quebec, segist munu leita til dómstólanna til þess að fá úr því skorið hvort ekki þurfi samþykki Quebec til þess að fá stjórnarskrána senda heim. Ályktunin, sem kveður á um að bætt skuli inn í hin aldargömlu lög ákvæðum um mannréttindi og fleira, verður send breska þinginu eftir að efri málstofan í Ottawa hefur fjallað um hana. Atkvæðagreiðsla efri deildar verður sennilega upp úr næstu helgi. heim létu sem ákvörðun Waldheims hefði komið þeim mjög á óvart þegar fréttamenn spurðu þau í morgun. Ráðningartími Waldheims rennur út 31. desember. Allsherjarþingið á að taka ákvörðun um næsta fram- kvæmdastjóra á fundi sínum 15. desember og fer þá að venju eftir með- imælum öryggisráðsins sem mun á fundi í næstu viku ganga aftur til atkvæða um málið. Dæmdur til dauða fyrír að þynna og svíkja vínið Rúmeni sem sagður er hafa stór- grætt á því að selja svikin vín er hann komst yfir með ólöglegum hætti hefur verið dæmdur til dauða fyrir „efna- hagsglæpi”, eftir því sem fram kemur i fréttum blaða í Búkarest. Gheoghe Stefanescu var dæmdur fyrir fjársvik, „sem hefðu haft sérlega alvarlegar afleiðingar” og hafnaði hæstiréttur beiðni hans um mildun refsingar. Mjög alvarlegir „efnahagsglæpir”, morð og föðurlandssvik varða dauða- refsingu í Rúmeníu. — Hæstiréttur hafnaði einnig beiðni tveggja dauðadæmdra manna annarra, sem fundnir höfðu verið sekir um morð. Diplómatar í Búkarest segja að mál Stefanescu hafi komið upp 1978 og hafi fleiri verið flæktir í það með honum. Hann var þó sá eini sem dænvdur var til dauða. Kanada vill stjómarskrá heim f rá Bretíandi Michael Foot. FOOT SNÝST GEGN VINSTRIARMINUM Michael Foot, formaður brezka verkamannaflokksins, snerist í gær gegn hinum valdamikla vinstriarmi flokksins og afneitaði þingmannsefni hinna róttæku í kjördæmi í Suður- London. Lýsti formaðurinn því yfir í umræðum í neðri málstofunni í gær, að Peter Tatchell, 29 ára félagsfræðingur, sem stillt hefur verið fram til aukakosn- inga í Bermondsey af fíokksdeildinni þar, væri ekki staðfestur frambjóðandi verkamannaflokksins. „Og hvað mig snertir mun hann aldrei verða það,” sagði Foot, sem í gegnum tíðina hefur jafnan verið orðaður við vinstri arminn. Góður rómur var gerður að þessari yfirlýsingu af hægri arminum og hinum hófsamari þingmönnum verkamanna- flokksins en vinstrimenn púuðu reiði- lega á formanninn. Hinir síðastnefndu segja að val á frambjóðanda hljóti að vera ákvörðunarefni flokksdeildar í viðkomandi kjördæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.