Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 32
„Hvessum klærnar eftir áramótin” — segir Pétur Sigurðsson forseti ASV „Við vonum enn að svarskeyti ríkisstjórnarinnar við kröfum okkar hafi verið fljótfærni. Við trúum því ekki fyrr en á reynir að hún vilji ekki jafna þann aðstöðumun sem lands- byggðin býr við,” sagði Pétur Sig- urðsson, forseti ASV, í samtali við DV í morgun en algjör kyrrstaða er nú í samningaviðræðum fyrir vestan. Pétur Sigurðsson sagði að í við- ræðum við forsætisráðherra hefðu fulltrúar ASV bent á 2 leiðir sem gætu verið 1. áfangi til að jafna að- stöðumuninn og um leið flýta fyrir samningum. Það er að segja að sölu- skattur yrði felldur niður af flutn- ingsgjaldi og að innheimt olíugjald yrði notað allt til að jafna hitunar- kostnað. Nú eru aðeins 26 milljónir af 90 milljónum í olíusjóði notaðar. „Við bíðum átekta fram yfirað- ventu í þeirri veiku von að ríkisstjórn- in sjái að sér. En ef ekkert gerist þegar komið er fram yfir áramótin er ekki annað sjáanlegt en að við verðum að hvessa klærnar,” sagði Pétur. Hann sagði einnig að þeir fyrir vestan hefðu litinn áhuga á því að gera tilfinningalausan tölvusamning eins og ASÍ. Og víst væri um það að ef ASÍ hefði ekki verið svona mikið í mun um að semja strax hefði þessi holskefla verðhækkana sem nú dynur yfir ekki verið sett af stað. -KS. Mjólkurfræðingar boda verkfall: Náum varla lægsta taxta — segirformaður félagsins Mjólkurfræðingafélag íslands hefur nú boðað verkfall frá og með mánu- deginum 14. desember. Samningar þeirra voru lausir frá 1. nóvember og hefur aðeins verið einn samningafund- ur hjá sáttasemjara, þar sem mikið bar á milli. „Okkar eina krafa er að komast inn í kjarnasamningana sem tóku gildi hjá ASl fyrir rúmu ári, f stað þess að búa við gamla flokkakerfið,” sagði Sig- urður Runólfsson, formaður félagsins, í samtali við DV í morgun. Aðspurður um þær prósentutölur sem forstjóri Mjólkursamsölunnar hefur gefið upp um kröfur þeirra eða allt að 27%, hækkanir, sagði Sigurður að slíkar fullyrðingar væru bara talna- Ieikur forstjórans. Kjör mjólkurfræð- inga væru mjög léleg og byrjunarlaunin svo lág að þau næðu varla lægstu Dagsbrúnartöxtum. Það er út í hött að fagmenn skuli búa við slíka kjarasamninga og standa utan við þær reglur sem gilda almennt á vinnumarkaðnum,” sagði hann. Taki verkfallið gildi er ljóst að fljót- lega verður mjólkurskortur, ekki sízt á höfuðborgarsvæðinu. Var ekki á Sig- urði að heyra að mjólkurfræðingar hefðu neinar tilslakanir í huga, heldur stæðu allir sem einn að verkfallsað- gerðum. Annar samningafundur hefur enn ekki verið boðaður í deilunni. -JB. ÓhappiðíLíbýu: „Jahá, ég œtia sko aö verða listamaður þegar ég verð stór," sagði Irtli snáðinn á myndinni sem tekin er í barnabás menningarvökunnar Líf og list fatlaðra sem lýkur í dag. í kvöld kl. 8.30 hefst lokahóf vökunnar í Víkingasal Hótels loftleiða og er ástœða til að hvetja alla, fatlaða sem ófatlaða, að láta sjá sig því þar verður margt til skemmtunar. -SER/DV-mynd Einar Ólason. frfálst, úháð dagblað FÓSTUDAGUR 4. DES. 1981. Viðræðurvið Alusuisse: Staðhæfingar stangastá í viðræðum fulltrúa islenzkra stjórn- valda og Alusuisse sem hófust í gær lögðu Svisslendingar fram þau gögn sem búizt var við. Þar er um að ræða sérfræðilegar og lögfræðilegar skýrslur sem ganga þvert gegn þeim gögnum sem iðnaðarráðuneytið hefur stuðzt við í ásökunum um „hækkun i hafi” og undandrátt Alusuisse undan skatti. Seinni viðræðufundurinn átti að hefj- ast í morgun. í íslenzku viðræðunefndinni eru fjórir fulltrúar ráðuneytisins og fimm fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum. -HH. Erveriðað gera gys að borgarstjórn? Afgreiðslu á beiðni myndbanda- klúbbsins Keðjunnar um að grafa fyrir köplum um borgina var frestað í borg- arstjórn í gær. Klúbburinn fór, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, fram á að mega tengja tæki allra notenda sinna saman með köplum. Sá hængur var á að næsta langt var á milli þeirra og lægju því kaplarnir meira og minna um alla borg. Davíð Oddsson fór fram á frestun málsins í gær og var hún samþykkt. Fannst honum vanta nánari skýringar á því hvernig ganga ætti frá köplunum. Sigurjón Pétursson, sem ásamt öðrum Alþýðubandalagsmönnum hefur lagzt eindregið gegn veitingu leyfa til að grafa svona kapla, hafði á orði að líklega væri verið að gera gys að borgarstjórn. Væri verið að láta reyna á það hvort stætt væri að veita ekki öðrum leyfi fyrst Videoson fékk það. Markús örn Antonsson sagði að ef svo væri, þá væri þetta aulafyndni komin frá skrifstofu Alþýðubandalagsins. -DS. Lenti utan flugbrautar Stjómarfundur Landgræðslusjóðs um ólöglega leigu á landinu: Ákveðið að endurskoða alla samningsgerðina — vidrædur við Stálfélagið hefjast á nýjan leik Fokker-vél Flugleiða, sem brotlenti í Líbýu sl. þriðjudag, er töluvert mikið skemmd samkvæmt þeim upplýsingum sem borizt hafa til Flugleiða. Fiugvélin lenti utan brautar en ekki er vitað um ástæðn þess. Vitað er að flugvöllurinn, sem er við olíulind í eyði- mörk suð-suðaustur af Trípóli, er ekki upp á marga fiska og hefur t.d. engin radíótæki. Þegar flugvélin kom niður brotnaði nefhjól undan. Skrokkurinn að framanverðu skrapaðist nokkuð en að öðru leyti er vélin óskemmd að því er talið er. Þór Sigurbjörnsson var flugstjóri vélarinnar en aðstoðarflugmaðurinn líbýskur. Ekki liggur Ijóst fyrir hve margir voru um borð en engan mun hafasakað. -KMU. Stjórnarfundur var haldinn í gær hjá Landgræðslusjóði þar sem rætt var leigumálið svokallaða. Á fundinum var ákveðið að taka alla samningsgerðina til endurskoðunar en að sögn Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra var sam- þykkt I stjórninni að leigja Stálfélaginu landið. Eins og blaðið hefur sagt frá hafa nokkur átök átt sér stað innan stjórnar Landgræðslusjóðs þar sem tveir úr níu manna stjórninni stóðu að samnings- gerð um að leigja Stálfélaginu landið sem eru 5 hektarar austur af Álverinu. Einn stjórnarmaður Landgræðslu- sjóðs sagði í samtali við blaðið í morgun að staðfest hefði verið á fundinum í gær að samningur sá sem gerður hafi verið við félagið hafi verið gerður án undangengins samþykkis fundarinnar og gætti óánægju í stjórn- inni með þann samning. Þessi stjórnarmaður sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fund- inum um að leigja Stálfélaginu landið, fyrst yrði öll samningsgerðin endur- skoðuð. Eru ýmis hagsmunamál sem fundarmenn voru ekki sammála um í sambandi við fyrri samning. Næsta skref verður að ræða frekar við aðila Stálfélagsins um leigu á landinu en engar ákvarðanir teknar. Ekki hefur verið ákveðinn annar fundur í stjórn- inni vegna þessa máls. -ELA. Loki IMú er eftir að vita hvernig mjólkurfrœðingum gengur að mjólka neytendur. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.