Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ&VfSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
Alvarieg sölutregða á
grásleppuhrognum
—helmingur f ramleiðslu síðustu vertíðar enn óseldur
Alvarleg sölutregöa er nú á grá-
sleppuhrognum frá fslandi. Aöeins
hefur tekist að selja til útlanda um
helming framleiðslunnar frá síðasta
sumri, um 8.800 tunnur. Annað eins
magn liggur óselt í geymslum víða um
land.
Ástæður þessar eru nokkrar, þær
helztar undirboð Kanadamanna og
Norðmanna og óvenju — góð veiðiár
hérlendis sl. tvö ár.
fslendingar eru langstærsti útflytj-
andi grásieppuhrogna í heiminum.
Sl. áratug hefur hlutdeild fslendinga
á markaðnum verið um 70 af
hundraði en f ár er hún talin 55—60
af hundraði. fslenzka framleiðslan
hefur mestmegnis verið seld til Dan-
merkur og Þýzkalands.
Vegna markaðsstöðu íslenzkra grá-
sleppuhrognaframleiðenda hafa þeir
í raun getað haft afgerandi áhrif á
heimsmarkaðsverð og hingað til
getað selt vöru sína á því verði sem
þeirhafasettupp.
En Norðmenn og Kanadamenn
hafa siðustu árin komið æ meira inn
í myndina og aukið framleiðslu sína
jafnt og þétt. Selja Kandamenn nú
tunnuna á 300 dollara, Norðmenn á
230 doUara en íslenzka verðið er 330
dollarar fyrir tunnuna, við skipshUð í
erlendri höfn.
Mál þessi verða aðalumræðuefni
aðalfundar Samtaka grásleppu-
hrognaframleiðenda, sem haldinn
verður um helgina. Er búizt við að
heitt verði í kolunum. Margir eru
ákafiega tregir til að lækka verðið af
ótta við verðhrun. Minnast menn í
því sambandi ársins 1965 er verðið
lækkaði svo mikið, að aðeins fjórð-
ungur, af því sem fengizt hafði áður,
fékkst fyrir hrognin.
Þá er búist við miklum umræðum
um hvort taka eigi upp stjórnun veið-
anna og þá hverskonar.
Sölutregðan nú hefur komið mis-
jafnlega niður á lansdhlutum. T.d.
hefur grásleppumönnum á norðaust-
urhorni landsins tekist að selja
meginhluta sinnar framleiðslu á
meðan Strandamenn sitja uppi með
mest allt sitt. Veldur mismunandi
veiðitími hér mestu um.
•KMU.
Klúbbur NEFS leggur upp laupana:
„KLÚBBURINN VAR 0RÐINN
AÐ PÓLITÍSKU BITBEINI”
— segir f ramkvæmdast jórinn, Guðni Rúnar Agnarsson
„Það er þvi miður staðreynd að
NEFS-klúbburinn er á leið út af sjónar-
Guflni Rúnar Agnarsson: Rekstrar-
grundvöllurinn var ekki nógu traustur.
sviðinu,” sagði Guðni Rúnar Agnars-
son, forstöðumaður klúbbsins, er DV
ræddi við hann i gær. „Hins vegar eru
ástæðurnar alls ekki þær, sem látið
hefur verið liggja að. Skemmdarverk
hafa ekki verið unnin á eignum í næsta
nágrenni og því síður hefur raunin
orðið sú, að alls kyns vandræðamenn
hafi setzt upp hjá okkur og það þekki
ég bezt sjálfur þvi ég var i húsinu svo að
segja öll kvöld, sem einhver starfsemi á
vegum NEFS fór fram.”
Að sögn Guðna er ástæðan fyrir því
að klúbburinn er að detta upp fyrir fyrst
>g fremst sú, að hann er orðinn að póli-
ísku bitbeini. Ágreiningur varð í stúd-
mtaráði um starfsemi klúbbsins og úr
>ví pólitík er komin í deiluna, er hún
>rðin það flækt að ekki verður úr
henni greitt.
„Hisn vegar má ekki gleyma þeirri
staöreynd að klúbburinn hefði orðið að
hætta starfsemi sinni eftir áramótin, en
af öðrum ástæðum. Ástæðan fyrir því
að starfsemin leggst niður núna, er
fyrst og fremst sá að rekstrargrund-
völlurinn var ekki nægilega traustur
með því fyrirkomulagi er var. Greiða
þurfti kr. 1600 í húsaleigu og dyra-
vörslu fyrir hvert kvöld og þegar að-
sókn var dræm kom það eðHlega niður á
viðkomandi hljómsveitum meira en
ella. Eðlilegra hefði verið að taka
ákveðna prósentutölu af innkomu
hverju sinni, þannig að tekjur hússins
væru i hlutfalli við aðsókn hverju sinni,
en ekki óháðar henni.”
Nýjabrumið fór fljótlega af NEFS-
klúbbnum og var nóvembermánuður
fremur rýr i uppskeru peningalega séð,
en fyrstu vikurnar skilaði klúbburinn
af sér um 60.000 krónum til Félags-
stofnunarstúdenta.Húsnæðið sem slikt
var þannig að erfitt var að skapa
stemmningu — hún varð til hverju
Umfangsmiklar breytingar standa
nú fyrir dyrum á fyrstu hæð Hótel
Esju við Suðurlandsbraut.
Til skamms tíma hefur móttöku
hótelsins og þjónustu verið helst til
þröngur stakkur skorinn, en meining-
in er að innrétta nú húsnæðið þar
vegar var staðurinn vin í eyðimörk
þeirri, sem húsnæðisvandamál poppara
hafa verið um langt skeið.
Fyrirsjáanlegt þykir þvi nú að tón-
leikum i höfuðborgini mun fækka
verulega, ekki hvað sízt í ljósi þess að
Hótel Borg hefur ekki í hyggju að
halda áfram á þeirri braut, sem skapaði
staðnum sérstakt nafn I hugum
poppara. Undanfarið hafa einstakar
hljómsveitir troðið upp á Borginni en
nú mun vera í bígerð að skrúfa endan-
lega fyrir slíkt. Er slæmt til þess að
vita, að popparar nútímans skuli ekki
eiga í neitt hús að venda, ekki hvað sizt
sökum þess að gróskan hefir aldrei
verið meiri en einmitt nú. -SSv.
sem áður var bifreiðaverkstæði til
húsa, til afnota fyrir ýmiss konar
þjónustustasfsemi.
Þarna eiga að koma verslanir, hár-
greiðslu- og rakarastofa, gufubað og
fleira fint, til afnota bæði fyrir gesti
hótelsins og almenninginn utan af
Hellissandur:
Samningarnir
samþykktir
með mjög
naumum
meirihluta
Fundur I verkalýðsfélaginu Aftur-
eldingu á Hetlissandi samþykkti meö
naumum meirihiuta hina nýgerðu
kjarasamninga. Fundurinn harmar
að ekki skyldi betur takast til við gerð
samninganna. Staða heimila verka-
fólks sé nú verri en verið hefur í lang-
an tlma.
Fundurinn gerði þá kröfu, að
verkalýðshreyfingin brygðist harka-
lega við, ef samningar þessir verða á
einhvern hátt skertir. Þá lýsti fund-
urinn og áhyggjum sínum vegna
siglinga fiskveiðiskipa frá Rifi
með fisk til sölu á erlendum mörkuð-
um meðan atvinnuástand I hreppnum
sé ekki betra. Fundurinn hvatti út-
gerðarmenn þessara báta til þess að
endurskoða afstöðu sína hvað varðar
siglingar þeirra til þess að koma í veg
fyrir atvinnuleysi í desember.
Fréttaritari kannaöi stöðuna við
fiskverkunarhúsin og kemur ástandið
þar ekki alveg heim og saman við
áhyggjur fundarins. Vinnan hefur
verið mjög mikil, svo jafnvel hefur
horft til vandræða. Unnið hefur
veriö fram til kl. 22—23 á hverju
kvöldi og einnig um helgar.
-HJ-Hellissandi.
Deilan leyst
Deilan á barnaheimilinu á
Seltjarnarnesi er nú leyst. Hefur
starfsfólk ákveðiö að draga upp-
sagnir sínar til baka.
Lausn deilunnar var í þvi fólgin, að
farið verður framvegis að gildandi
reglum ráðuneytis varðandi fjölda
barna á heimilinu. Innritun verður
i höndum forstöðukonu og
afleysingarfólk verður ráðið að mati
hennar. Fóstrur og foreldrar fái aðild
að stjórnun barnaheimilisins og
starfsfólk verði ráðið á einn ákveðinn
vinnustað hvað barnaheimili varöar.
-JSS
götunni. Þá er ætlunin að gefa andliti
hússins eða móttökunni veglega lyft-
ingu til þæginda og ánægju fyrir við-
skiptavini.
Hins vegar munu öll áform um
fyrirhugaða stækkun hótelsins hafa
verið lögð á hilluna í bili. . rB
sinni, eftir því hverjir áttu í hlut. Hins
FYRSTU HÆÐINNIÁ ESJU
BREYTT ÍÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði
Iðnaðarráðuneytið er saltstassjón
íslendingar vasast í mörgu. Þeir
byggja diskóhallir, sem heita Holly-
wood, Broadway og Dallas, og þegar
þessir staðir eru opnaðir, þá minnir
tilhaldið á konungsheimsóknir.
Feikilegir lyklar eru í gangi, sem eru
afhentir með viðhöfn og státað er af
fimm kílómetra langri gosleiðslu,
væntanlega til að geta náð út i fjörstu
horn með blandið út í vodkað.
Þannig iðkum við af krafti margvís-
legan skemmtiiðnað, sem virðist bera
sig sæmilega miðað við útþenslu, og
mun það eini iðnaðurinn i landinu,
sem það gerir. Pcningastreymið til
þessara staða kemur fyrst og fremst
af áfengissölu, og því er von að mikla
rækt þurfi að leggja við gosleiðsl-
urnar. Fólk er síðan skemmtilega
áberandi á þessum stöðum, og má vel
greina hverjir eru helstu höfðingjar á
sviði skemmtanalífsins. Þeir sjást
gjarnan með mikrófón í hönd, ekki
við að syngja heldur við að halda
ávörp af margskonar tilefni, en þau
eru öll óskiljanleg venjulegu fólki,
enda minnir skemmtanaiðnaðurinn
einna helst á einskonar dulmálsregiu
eða yfirskyggða athöfn, þar sem inn-
vígðir ganga um i glimmerbuxum
meðan helftin af landsfólkinu gerir
krossmark fyrir sér.
En þótt skemmtanalifið sé voldug-
asti iðnaður landsins, heyrir það ekki
undir iðnaðarráðuneytið. Þar kemur
við sögu margvíslegur annar iðnaður
með löngum röraleiðslum, miklu
trukki og löngum orðræðum. Ein-
staka menn virðast hafa það að ævi-
starfi að tilkynna fólki, að nú sé iðn-
aður almennt loksins að fara til hel-
vitis, og svo hefur verið talað
síðustu þrjátíu árin eða svo. Til
áhersluauka er því haldið fram, að
hann hafi aldrei verið verr staddur en
núna. En iðnaðarráðuneytið er alllaf
að móta einhverjar stefnur, og orða-
flauminn dregur í háa pappírsskafla.
Bæði þarf nú að leggja fram tillögur
um miklar framkvæmdir i framtíð-
inni og freista þess að drepa þann
iðnað sem fyrir er í landinu. eða gera
honum illkleift að ná til sín fjár-
munum með „hækkunum i hafi”,
svo ekki sé meira sagt. Nú standa yfir
viðræður einmitt um slíkt tilfelli, og
er sögn manna, að á því sé mikil tvi-
sýna hvort takist að bjarga iðnaðar-
ráðuneytinu frá þvi að lækka i hafi
að sama skapi og ákærurnar stækka.
Eftir að hafa saltað virkjunar- og
stóriðjumál um langa hrið hefur
iðnaðarráðuneytið tekið til við að
efla hugmyndir um sjóefnavinnslu á
Reykjanesi. Þar ku vera hægt að fá
salt framleitt bæði til nota i fisk-
vinnslu og matargerð. Salt er hundó-
merkilegasta framleiðsla, sem
nokkur þjóð getur lagt út i, og sann-
ast mála er, að þeir sem lifa á salt-
vinnslu, hvar sem er i heiminum, eru
uppáskrifaðir fátæklingar meðan
þeir nenna að fást við að moka salti.
En það fer vel á þvi að iðnaðarráðu-
neytið skuli nú sjá sér út einhverja
von til framleiðslu á iðnaðarvarningi,
svo lengi hefur það saltað allar hug-
myndir um raunverulegan iðnað til
viðbótar við þann sem við höfum.
Áhugi ráðuneytisins á sjóefnavinnsl-
unni er i ætt við þann stórhug, sem
þar skýtur öðru hverju upp kollinum
á pappírnum. Og það er auðvilað
ekki litið mál fyrir ráðuneytið að
verða helsta saltstassjón landsins,
bæði í eiginlegum og óeiginlegum
skilningi.
Dæmi um athafnir í þessari salt-
stassjón varð lýðum Ijós i sjónvarps-
fréttum í fyrrakvöld, þegar iðnaðar-
ráðherra lýsti því yfir að hann hefði
fengið saltbauk í ráðuneytið fyrir
nokkru, og væri það mála sannast að
ekki hefði annað salt verið notað í
ráðuneytinu síðan. Þá var tilkynnt
um að saltfiskur yrði óvenju hvitur af
Reykjanessalti. Þingmenn nota gulan
handritapappír, og er þess að vænta
að salt iðnaðarráðherra komi þar að
sama gagni og i saltfiskinum.
-Svarthöföi.