Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 18
26 DAGBLAÐIÐ & VfSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. Fólk Fólk Fólk Fólk Kynna sér sjúkra- flutninga í borginni Hjúkrunarfræðingar á Borgarspítalanum hafa á undanförnum vikum verið að kynna sér starfs- aðstöðu og vinnuskilyrði Slökkviliðsins í Reykjavík, en það sér sem kunnugt er um alla sjúkraflutn- inga í borginni. Er þetta liður í þeirri viðleitni borgaryfirvalda að gefa þessum tveimur samhliða starfsstéttum innsýn í starf hvor annarrar til þess að þær verði betur upplýstar um hvað gera skuli þegar slys ber að höndum. Myndina hér að ofan tók Ijósmyndari DV, Sveinn Þormóðsson, af einum hjúkrunarfræðingn um, Helgu Einarsdóttur ásamt Magnúsi Helgasyni slökkviliðsmanni á einu þessara námskeiða. -SER. A dögunum hótt Andraas týningu fyrir Iskmdlnga í HískóMúó i Arangri sínum i líkamsrœkt D V-mynd Friöþjófur. 06 SVO... .. er það vísa dagsins. í tilefni vœntanlegra prestskosninga á Akureyri þykir ástœða að birta þessa, en eins og fólk veit, þá er allra bragða neytt l slíkum kosningum til að koma slnum manni að. Mikið or hvaö margir lof'ann monn sem aldrei hafa sóð'ann skrýddan kyrtii Krists aö ofan klæddan skollabuxum neðan. Ekki meira um það. „Ég er ekkert skrímsli” byrjaði að æfa lyfdngar strax á unga aldri í Svíþjóð, auk þess sem ég hef lagt stund á júdó og fjölbragðaglímu frá ellefu ára aldri. Ég fluttist síðan til -Los Angeles fyrir sex árum og lagði þá fyrir mig líkamsræktar- æfingar og hef stundað þær síðan og þetta er árangurinn,” segir Andreas og bendir á íturvaxinn líkama sinn. — En hvað fær menn til að safna þessum líka hrikalegu vöðvabúntum? „Ég lít á líkamsrækt sem hverja aðra íþrótt. Sumir eru áhugamenn og aðrir atvinnumenn og menn leggja mismunandi hart að sér til að ná árangri. Ég er atvinnumaður í þessari iþrótt og vissulega má segja að ég sé öfgamaður i henni, en það eru líka til öfgar i öllum íþróttum. En ég legg áherslu á það að líkamsrækt er fyrir almenning og að sjálfsögðu fer það eftir hverjum og einum hvað hann vill ná langt.” En fylgja þvi ekki viss höft að vera svona íturvaxinn. T.d. hvað klæðnað snertir? „Nei, ég get ekki sagt það. Vissu- lega kemur það fyrir að ég verð að líða fyrir vöðvabyggingu mína, en ég læt mér það i léttu rúmi liggja. Iðkun líkamsræktar er minn lífsstíll og ég tek öllum ókostum hans með jafnaðargeði. Þó svo að ég komi inn í fataverslun og það passi engin föt á mig, þá er ekki þar með sagt að ég sé eitthvert skrímsli. Eins og fólk veit, þá eru föt einungis sniðin fyrir hina venjulegu menn og vissulega má segja að ég sé ekki einn þeirra,” sagði Andreas Cahling heimsmeistari í líkamsrækt. -SER. Hér á landi er staddur þessa dagana heimsmeistarinn í líkams- rækt, Andreas Cahling, á vegum Sambands íslenskra líkamsræktar- klúbba. Fólksíðan hitti Andreas að máli á dögunum þar sem hann var að sjálf- sögðu við æfingar i einum af líkams- ræktarklúbbum borgarinnar. Hann var spurður hvenær hann hefði byrj- að að iðka Ifkamsrækt. ,,Ég er sænskur að uppruna og Og tilþrlfin leyna sér ekki. DV-mynd-Friðþjófur. — heimsmeistarinn í líkamsrækt tekinn tali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.