Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. 39 Sjónvarp ■IJLIIIMIMI ■! II _ __________________I_________BITFWMMI—JIJU___ KVÖLDVAKA - útvarp kl. 20,40: VERSLUNARLÍF í REYKJAVÍK FYRIR r r 110 ARUM SIÐAN 0G FLEIRA GOTT Að loknum lögum unga fólksins, sem Hildur Eiriksdóttir kynnir, hefst kvöldvaka á þvi að Hjálmtýr Hjáimtýs- son syngur þrjú rammislensk lög. „f dag skein sól” eftir Pál ísólfsson, „Heiðbláa fjólan” eftir Þórarin Jóns- son og loks ,,í fjarlægð” eftir Karl O. Runólfsson. Hjálmtýr hefur lengst af starfaö i banka, en haft mikinn áhuga fyrir tónlistinni. Eitt af börnum hans sjö er Diddú, og tvö önnur, Jóhanna Steinunn og Páll Óskar, eru farin að syngja inn á plötur, að vísu með öðrum. Annað atriði vökunnar er frásögn Sighvats Bjarnasonar um verslunarlíf í Reykjavik kringum 1870. Sighvatur var fyrsti bankastjóri Landsbanka fslands. Bankinn tók til starfa árið 1886 og var upphaflega opinn tvisvar í viku, tvo tima í senn. Það er Haraldur Hannesson, hag- fræðingur, sem flytur frásögn Sighvats (eða öllu heldur fyrsta hluta hennar) og getur. þetta orðið bráðskemmtilegur fróðleikur. Að minnsta kosti er gaman að fletta blöðum frá því um 1870. Þá var sparisjóöurinn í Reykjavík í örum •<—------------«K Kvöldvakan hefst á söng Hjálmtýs Hjálmtýssonar. Eru lögln tekin af plötu hans sem út kom 1 fyrra og nefnist „Islensk lög og aríur.” V0R í RÓM sjónvarp íkvöld kl. 22,15: Miðaldra kona og ungir piltar í í kvöld fáum við mynd um amerfska ríkiskonu og ungan „gigolo” í Rómaborg. Heitir myndin „Vor í Róm” og er tekin 1961 og byggð á sögu eftir Tennessee Williams. Tennessee Williams var snillingur við að lýsa niðurbældum ástríðum, vonbrigðum og sjálfsblekkingum og trúlega kemst allt þetta til skila í myndinni, sem mun vera ágætlega stjómað af Jose Quintero. Aðalhlutverkið er leikið af Vivien Leigh. Hún mun hafa verið tæplega fimmtug þegar hún tók það að sér. Er hún auðug leikkona, sem finnur aldurinn færast yfir. Á ferðalagi í Róm missir hún eiginmann sinn og síðan situr hún í deyfð og drunga i þessari fögru borg, þangaö til henni birtist undurfagur ungur ítali. Er það Warren Beatty, sem túlkar hann. Strákurinn er í raun gerður út af greifafrú sem er afskaplega ráðsnjöU, enda veitir henni ekki af því að greifasetur hennar mun hafa brunnið Róm í stríðinu og hún hefur úr sáralitlu að moða. Ennfremur kemur við sögu ungur og leyndardómsfullur maður (Jeremy Spenser), sem tilbiður leikkonuna og stendur löngum stundum undir glugga hennar. Vivien Leigh fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í stórmyndinni „Á hverfanda hveli” og hún fékk líka óskarsverðlaun fyrir leik sinn í „Vagni girndarinnar” (A streetcar named desire) sem eins og „Vor f Róm” ereftir Tennessee Williams. En samkvæmt kvikmyndahand- bókum okkar er það Lotte Lenya, hin hagsýna og kaldrifjaöa greifafrú, sem leikur best í myndinni. Lotte Lenya er frá Vinarborg og gat sér frægð fyrir söng sinn í verkum Bertholds Brechts, „Túskildings- óperunni” og fleirum. Tónlistin við mörg þeirra er samin af Kurt Weill, en þau voru hjón, Kurt Weill og Lotte Lenya. -lhh. vexti. Á aðalfundi sjóðsins 1873 var samþykkt að hækka innlánsvexti úr 3 af hundraði upp i 3 1/2 af hundraði. Enda voru þeir sem þá áttu fé í sjóðn- um orðnir 274 og áttu til samans tæpa 15 þúsund rfkisdali. Þetta tilkynntu blöðin af mikilli gleði. Fleira verður á kvöldvökunni. Helga Þ. Stephensen les ljóð eftir Mariu Bjarnadóttur og kallast þau „Haustlitir.” Sigríður Schjiöth les frá- sögn Jónasar Rafnars yfirlæknis um afturgönguna Reykja-Duða, sem flakkaði um fyrir norðan, en til þess að gera ekki Norðlendingum of hátt undir höfði, verður það Árnesingakórinn sem lýkur vökunni með þvi að syngja lög eftir Stokkseyringana ísólf Pálsson og Pál ísólfsson. -ihh. Þórarínn frá Eiðum — áritar bækur / bóka- deild Pennans í dag Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum verður í bókadeild Pennans í Hallarmúla í dag, frá kl. 16.00-17.00, og áritar þar bók sfna, HORFT TIL LIÐINNA STUNDA, fyrir þá er þess óska. HORFT TIL LIÐINNA STUNDA er bráðfjörug bók sem ber vitni um skarp- skyggni Þórarins og skemmtilega frásagn- arlist hans. LÝSANDIKROSSAR Á LEIÐI LJÓS & ORKA Sudurlandsbraut 12 sími 84488 Veðrið Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir góðviðri um allt land. Bjart og kyrrt veður. Lítils háttar frost fyrir norðan, annars frostlaust að mestu. Kl. 61 morgun: Akureyri skýjað - 3, Bergen skýjað 1, Helsinki létt- skýjað 2, Kaupmannahöfn alskýjað 7, Osló skýjað 1, Reykjavik Iétt- skýjað -1, Stokkhólmur léttskýjað 3, Þórshöfn léttskýjað 1. Veðrið hér og þar Kl. 18 I gær: Aþena þrumuveður 12, Berlín alskýjað 2, Chicago alskýjað 2, Feneyjar heiðskírt 3, Frankfurt þokumóða 0, Nuuk alskýjað 1, London skýjað 10, Las 'Palmas heiðskirt 23, Mallorka hálf- skýjað 9, New York skýjað 11, Montreal skýjað 6, París skýjað 5, Malaga hálfskýjað 15, Vín snjó- koma, Winnipeg þokumóða -2. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 232 - 4. DESEMBER 1981 KL 09.15. Einingkl. 12.00 K«ip Sala Sala 1 Bandarfkjadolla 8,166 8,180 8,9*8 1 Steriingspund 15,878 15,922 17,514 1 KanadadoNar 6,919 6,940 7,634 1 Dönsk króna 1,1365 1,1399 1,2538 1 Norsk króna 1,4348 1,4390 1,5829 1 Sssnskkróna 1,4932 1,4976 1,6473 1 Rnnsktmark 1,8536 1,8591 2,0450 1 Franskur franki 1,4514 1,4557 1,6012 1 Batg. franki 0,2159 0,2166 0,2382 1 Svbsn. franki 4,6762 4,5897 5,0486 1 HoNanzk florina 3,3550 3,3649 3,7013 1 V.-þýzktmark 3,6706 3,6814 4,0495 1 Itötek Ifra 0,00684 0,00686 0,00754 1 Austurr. Sch. 0,6227 0,5242 0.5766 1 Portug. Escudo 0,1274 0,1278 0,1405 1 Spánakur paseti 0,0858 0,0860 0,0946 1 Japansktyan 0,03778 0,03789 0,04167 1 IraktDund 13,035 13,074 14,381 8DR (sárstök 9,5604 9,6886 | dréttarréttiodl) • 01/0f Sknsvari vegne gengbtkránlnger 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.