Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
13
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Islenskur ullarfaf naður vekur
athygli utan lands sem innan
Haustfundur ullariðnaðarins var
haldinn fyrir skömmu. Árlega koma
á þessum árstíma saman ullarfram-
leiðendur og seljendur og bera saman
sin plögg. Að þessu sinni þótti for-
ráðamönnum tilvalið að bjóða gest-
um að haustfundi loknum á tískusýn.-
ingu i Hollywood og að sjálfsögðu
var tískufatnaðurinn úr ull. Hér var
um sömu sýningu að ræða og sýnd
var í tengslum við heimsókn forseta
íslands til Oslóar og Stokkhólms 1
októbermánuði.
„Viðbrögð gesta á tískusýning-
unum bæði í Osló og Stokkhólmi
voru afar góð,” sagði Jens Pétur
Hjaltested hjá Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins í stuttu spjalli við blaða-
mann DV.
„Sýningarnar komu mjög á óvart
og í Noregi höfðu menn á orði að þeir
hefðu ekki átt von á því að sjá svona
fínar flíkur frá okkar litla íslandi.
Menn hafa sjálfsagt eingöngu átt von
á fslensku lopapeysunni og þvi undr-
ast fjölbreytt úrval á kvenfatnaði
okkar, kjólum, drögtum og kápum,”
sagði Jens Pétur.
Við landar metum spámenn i eigin
landi og dáumst að þessum glæsilega
íslenska tískufatnaði, sem fleygt
hefur fram á skömmum tíma. Lopa-
peysur og skinnkápur hafa reynst
skjólgóður fatnaður árum saman og
fallegur þar að auki. Úrvalið hefur
aukist gífurlega og snið og mynstur
uppfylla tiskukröfur nútímans.
Hand- og vélprjónaður kvenfatnaður
svo sem kjólar, dragtir og peysur úr
finna bandi en áður og fleirí litum
en hefðbundnum sauðalitum hafa
vakið athygli. Má þvi með sanni
segja, að íslenskur tiskufatnaður
spanni nú yfir allt sviðið, frá sport-
fatnaði yfir í glæsileg samkvæmisföt.
Myndirnar sem fylgja orðum
okkar til frekari skýringar voru tekn-
ar á tfskusýningunni í Hollywood á
dögunum, að loknum haustfundi ull-
ariðnaðarins. -ÞG.
| Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamiega sendið okkur þennan svarseftil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar
i fjolskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
1 tæki.
1 Nafn áskrifanda
1---------------------------------------------------------
I
i
ii
.1 Sími
Heimili
d----------------------
J
i Fjöldi heimilisfólks.
í
Kostnaður í nóvembermánuði 1981.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
iUpplýsingaseðill
! til samanburðar á heimiliskostnaði
Kvenskór
Kuldaskór
NÝ SENDING AF SPARISKÓM TEKIN UPP í DAG
Teg.1002
Litur: svart og hvítt leður
Stærðir: 36-40 Verð kr. 310.
Teg. 1004
Litur: dökkblátt leður
m/gráu
Stærðir: 3 1/2 - 7 1/2
Verð kr. 295.-
Teg. 1003
Litur: svart og bordo leður
Stærðir: 36-40 Verð kr. 320.-
Teg.100
Litur: grátt, dökkblátt
og dökkbrúnt leður.
Stærðir: 3 1/2 - 7 1/2
Verð kr. 330.-
sfSs**
Teg. 5523
Litur: beige, bordo og
dökkblátt leður,
loðfóðraðir
Stærðir: 3 1/2-7 1/2
Verð kr. 590.-
Teg. 452
Litur: drappað leður,
loðfóðraðir
Stærðir: 3 1/2 - 7 1/2
Verð kr. 599.-
Teg. 453
Lhur: drappað leður,
loðfóðraðir
Stærðir: 3 1/2 - 7 1/2
Verð kr. 599.-
Teg. 4407
Litur: beige og bordo
rúskinn með
nylonstönguðum bol
Stærðir: 3 1/2-7 1/2
Verð kr. 520.-
a Sendum í póstkröfu V|«u muyaruoy u
® STJÖRNUSKÓBÚDIN
Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795
Opið laugardag til kl. 16.