Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. Spurningin Ferðu ofttil kirkju? Júlíus Krisljinsson: O, nei, ekki geri ég það nú. Ég læt annaö og áhugaverðara sitjai fyrirrúmi. Jón G. Hreiðarsson: Nei, ákaflega sjaldan. Til hvers ætti maöur svo sem að vera að pína sig með því. Edda Þórarinsdóttir: Nei, ég fer mjög sjaldan til kirkju. Hákon tsaksson: Nei, en ég held ég hafí nú einhvern tímann kíkt inn á svona samkomu. Helgi Pélursson: Nei, en ég fer stund- um á páskunum. Að öðru leyti hef ég ekkitímatil þess. Ægir Agústsson: Eg fer nú frekar sjaldan í kirkjur. Það er þá aðallega á þessum stórhátíðum sem maður lætur sjá sig þarna fyrir siðasakir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesen Vegna Broadway: Fær fólk yfir fimm- tugt ekki inngöngu? Ragna Jónsdótlir hringdi: . hvaða aldurstakmark þeir setji. Jafn- linum. Merkja þær að ekki einungis í samtali við Dagblaðið & Vísi, framt segir Ólafur: „Ég vil fá spari- fólki undir aldri, heldur einnig 27.11., segir Ólafur Laufdal, eigandi búið hjónafólk á aldrinum 21 tii 50 okkur, sem eldri erum en 50 ára, hins nýja skemmtistaðar Broadway ára.” verði vísað frá? að veitingamenn séu sjálfráðir um Ég óska eftir skýringum á þessum Um Broadway: VERÐUR SÝNINGA- FÓLKIUNDIR TVÍ- TUGU HLEYPTINN? Ingunn Sævarsdóttir, Díana Ólafs- dóttir, Sólveig Adamsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Hjördis Eyjólfsdóttir og Vala Anganlýsdóttir standa að eftir- farandi fyrirspurn: Við erum 6 tvítugar sem viljum fá að vita á hvaða forsendum Ólafur Laufdal getur haft 21 árs aldurstak- mark á nýja skemmtistaðnum Broad- way, eins og m.a. kemur fram í við- tali við Ólaf í Morgunblaðinu 26.11. 'sl. Siðan viljum við vita hvers vegna þetta kemur ekki fram í auglýsing- unniísama blaði. Ætlar hann að hleypa þessu sýn- ingafólki inn, sem ekki einu sinni er orðið tvítugt? Það hefur hann gert 1 Hollywood, þar sem þetta fólk gengur óhindrað inn hvenær sem er. Vegna fyrirspuma um Broadway: Skemmtistaðurinn er ekki ætlaður yngsta fólkinu —segir Ólaf ur Lauf dal Blaðamaður DV hafði samband við Ólaf Laufdal, eiganda Broadway og Hollywood, vegna beggja þessara bréfa, sem eru það svipuð, að beinast liggur fyrir að svara þeim saman. „Löngum hefur verið kvartað und- an þvi, að ekki væri til skemmti- staður fyrir fólk sem komið er yfir 21 árs aldurinn en nú er það mál úr sög- unni. Sá skemmtistaður er kominn,” sagði Ólafur. Hann minnti jafnframt á að veit- ingamönnum er frjálst að setja ald- urstakmark hvar sem er ofan við lög- aldur þann sem heimilar aðgöngu að vínveitingahúsum. Ólafur sagði að lágmarksaldurinn Ólafur Laufdal og frú fá sér smá snúning á nýja skemmtistaðnum sin- um, Broadway. væri settur til þess að halda yngsta fólkinu frá, enda væru nægir staðir fyrir það, ekki sízt Hollywood, Hvað þessi efri aldurstakmörk varðaði, þá hefði hann alveg eins getað sagt áttrætt. Hér væri einungis um skila- boð að ræða, til yngra fólksins, um að því yrði ekki hleypt inn í Broad- way. „Sýningafólki undir 21 árs aldri verður hleypt inn, þegar það á að skemmta, en fer síðan út, að vinnu sinni lokinni,” sagði Ólafur Laufdal að lokum. -FG. öll tæki geta bilað — það er grundvöllur ábyrgðar, segir Nesco Ásta Jóhannsdóttir hringdi: Fyrir þrem árum og tveim mán- uðum keyptum við Grundig litsjónv- arpstæki hjá Nesco. Myndlampinn fór endanlega tveim mánuðum eftir að tækið fór úr ábyrgð, en hafði verið að smádofna lengi. Þegar við höfðum samband viö fyrirtækið, viðurkenndu þeir að tækið væri gallað, töldu sig hafa orðið vara við 2 slík af öllu sinu upp- lagi og fannst þeim ekki mikið til koma. Þjónustustjóri Nesco, Birgir Sig- mundsson, kvaðst ekkert vilja gera, nema senda lampann utan en við yrðum að borga kostnaðinn. þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur og vil ég vara fólk við því að skipta við þetta fyrirtæki. Með hliðsjón af því, að þeir viður- kenndu að tækið hefði verið gallað, finnst mér vera makalaust að þeir skuli ekki sjá sóma sinn í því að bæta okkur þetta, þrátt fyrir að þeir geti haldið sér i nýútrunna ábyrgð. Að auki finnst okkur öll viðbrögð Nesco vera til skammar. Þar var hvorki fyrir að finna lipurð né greið- vikni, heldur beinlfnis hortugheit. Þriggja ára ábyrgð á myndlampanum Blaðið hafði samband við Nesco, vegna skrifa þessara, og barst eftir- farandi bréf frá Birgi Sigmundssyni, afgreiðslu- og birgðastjóra fyrirtæk- isins: „Umrætt sjónvarpstæki var keypt 31. júli 1978 og afgreitt daginn eftir, þ.e. 1. ágúst 1978. Tækið var því komið liðlega 3 mánuði fram yfir 3ja ára myndlampaábyrgðina, er það kom á verkstæði okkar 5. nóvember s.l. Lögbundin og almenn ábyrgð hér- lendis er aðeins 1 ár, en við höfum veitt viðskiptavinum okkar 3ja ára ábyrgð á myndlömpum sjónvarps- tækja, til að reyna að tryggja hag þeirra sem bezt og firra þá hugsan- legum áföllum í lengstu lög. Er myndlampaábyrgð okkar þannig þre- falt lengri, en hjá flestum öðrum sjónvarpsseljendum, og ætti því að vera ljóst, aö við verðum að halda okkur við þau mörk, sem það endan- tega í slíkum málum, komi ekkert sér- stakt til. Sumir vilja skilja ábyrgð á þann veg, að ábyrgð sé tekin á, að tæki bili ekki á ábyrgðartímanum, og, að tæki séu „verksmiðjugölluð”, ef slíkt gerist. Þetta er, auðvitað, grundvall- armisskilningur. Útgangspunktur ábyrgðar er einmitt, að öll tæki geti bilað. Aðrir halda því fram, ef tæki bila á einn hátt eða annan, skömmu eftir að ábyrgð er útrunnin, að líkur séu til, að bilun hafi myndast áður en ábyrgð lauk. Slíkar hugleiðingar má skilja, en því miður er ógjörningur að leggja slík likindi til grundvallar í meðferð ábyrgðamála, einhvers staðar verður að draga skýr og afgerandi mörk, annars mætti teygja lopann í það óendanlega. Okkur þótti miður aö umræddur myndlampi skyldi ekki duga betur, enda slikt afar sjaldgæft, og iánuðum við eiganda tækisins, Helga Björns- syni, sem vera mun tengdasonur Ástu, svart-hvítt tæki strax, þegar í ljós kom, að nýr myndlampi sömu gerðar var ekki til á lager hjá okkur. í samráði við Ástu/Helga var farin ódýrasta leiðin við útvegun nýs lampa. Sú leið er, að senda bilaða lampann til verksmiðjanna og fá viðgerðan lampa i staðinn. Því miður tekur slikt nokkurn tíma. Þess má hér einnig geta, að Helgi, aðspurður, tjáði forstjóra NESCO, að ekki hefði hann handbæra pen- inga til greiðslu nýs myndlampa, og bauö forstjórinn honum þá, að fá lampann og viðgeröina með afborg- unum, eftir greiðslugetu hans. Ekki ætla ég að eltast við fullyrð- ingar um framkomu mína eða ann- arra starfsmanna NESCO, en eðlilega er það Ástu ekkert gleðiefni, að sjón- varp tengdasonar hennar skyldi bila svo sem raun ber vitni.” -FG. Hjá Nesco er mun lengri ábyrgð á sjónvarpstækjum en tiðkast hjá flest- um öðrum slíkum fyrirtækjum. Ábyrgð er hins vegar ekki allra melna bót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.