Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
25
>ttir
íþróttir
Iþróttir
lidóm-
lolmes?
telja, var óeðlilega langur. Snipes fagnaði mjög,
þegar Holmes lá og dómarinn var ekkert aö flýta
sér að þvi að koma honum í „hlutlaust horn”
Það liðu margar sekúndur áður en talningin
hófst. Dýrmætar sekúndur fyrir Holmes. Hann
fékk mikinn tíma til að jafna sig.
Leikurinn hélt áfram og I 11. lotu var það
Snipes, sem fékk að kenna á þungum höggum
risans Holmes. Stóra : myndin efst á siðunni
•sýnir eitt þeirra vel. Snipes átti ekkert svar og
hringdómarinn, Rudy Ortega, stöðvaði leikinn
réttilega. Holmes sigraði því á tæknilegu rot-
höggi. Hafði þó sjaldan komizt i erfiðari raun á
keppnisferli sínum. Hefur þó tvivegis veríð
sleginn í gólfið áður. 1973 sló Kevin Isaacks
hann niður en það var á fyrsta árí Holmes sem
atvinnumanns. Earnie Shavers lék sama leik
1979.
Ekki var öllu lokið þó leikur þeirra Holmes og
Snipes værí á enda. Þeir komu saman í sjón-
varpsviðtal nokkru siðar og var þá ekki á Snipes
að sjá að hann væri miður sin eftir högg Holmes
i 11. lotu. Hafði reyndar mótmælt mjög, þegar
leikurinn var stöðvaður. Til átaka kom milli
bróður Holmes og stjóra Snipes, Nick Ratteni.
Snipes ætlaði að hjálpa sinum manni. Stóð
snöggt upp en á sama tíma var aðstoðarmaður
að klippa vafningsböndin af höndum hans.
Skærín stungust á kaf i handlegg Snipes. Ljótt
sár og Snipes fluttur I skyndi á sjúkrahús.
Verður frá keppni i nokkra mánuði svo þessi
keppni Holmes og Snipes um heimsmeistaratitil-
inn í þungavigt var á fleiri en einn hátt sögu-
legur.
-hsím.
Ingi Bjöm
aftur í Val
Ingi Björn Albertsson, sem þjálfaði
og lék með FH í 1. deildinni i knatt-
spyrnu í sumar, hefur tilkynnt félaga-
skipti yfir í sitt gamla félag, Val.
Ingi Björn gekk yfir í FH þegar hann
tók við liðinu sl. vetur, en tókst ekki að
halda þvi i 1. deildinni eins og kunnugt
■er. Búizt hafði verið við að hann yrði
áfram með FH — jafnvel þótt um 2.
deild væri að ræða — en nú er víst að
svo verður ekki.
. -klp-
Guðsteinn út
eftir áramót?
—og þá þyngist róðurinn hjá Reykjavíkur-
meisturum Fram íkörfuknattleik
Kolbeinn Kristinsson, liðstjórí
Reykjavíkurmeistara Fram í körfu-
knattleik karla sagði í viðtali við
DB&Vísi sl. mánudag, að Framarar
yrðu að sigra í þrem næstu leikjum
sínum, ef þeir eigi að láta sig dreyma
um íslandsmeistaratitilinn.
Leikir þessir eru við Val, KR og
Njarðvík og er sá fyrsti þeirra á laugar-
daginn við bikarmeistara Vals. Leikur-
inn við KR er þann 13. desember, en
við Njarðvík eftir áramót.
. í leiknum við Njarðvík verða Fram-
arar án Guðsteins Ingimarssonar, sem
hefur verið einn bezti maður liðsins í
haust. Hann er að fara til útlanda og
verður þar í a.m.k. tvo mánuði og án
hans verður róðurinn hjá Fram erfiður.
Það er þó bót í máÚ að Viðar Þor-
kelsson sem slasaðist í haust er
byrjaður að æfa aftur, og Davíð
Arnar, sem kom frá Ármanni er lík-
legur til að mæta í slaginn eftir ára-
mótin.
-klp-
Samþykktu
132 met
Á ársþingi Frjálsiþróttasambands ís-
lands um helgina voru staðfest og
samþykkt hvorki meira né minna en
132 íslandsmet í hinum ýmsu greinum.
Eru þetta allt met sem hafa verið slegin
síðan á síðasta ársþingi FRÍ.
Mörg af þessum metum eru stór-
glæsileg og nægir þar að nefna stangar-
stökksmet Sigurðar T. Sigurðssonar,
kúluvarps- og kringlukastsmet
Guðrúnar Ingólfsdóttur, met Þórdísar
Gisladóttur í hástökki kvenna, sprett-
hlaupsmet Oddnýjar Árnadóttur og
met Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti,
svo að eitthvað sé nefnt af þessum 132
metum.
-klp-
Guðsteinn lngimarsson
Danir hér eftir jól
Næsta viðfangsefni islenzka lands-
liðsins i handknattleik karla verða þrir
landsleikir við Dani hér heima á milli
jóla og nýárs.
Danska liðið er sterkt um þessar
mundir og það kom vel í ljós í leikjum
liösins við Sviþjóð á dögunum. í fyrri
leiknum sem var í Danmörku sigruðu
Svíar með eins marks mun 21—20 en i
síðari leiknum, sem var í Svíþjóð
daginn eftir sigruðu Danir með tveim
mörkumeða20—18. -klp-
Docherty enn rekinn
Tommy Docherty, hinn kunni fram-
kvæmdastjórí enska 3ju deildar-liðsins
Prcston var reklnn í gær sex mánuðum
eftir að félagiö sótti hann til Ástraliu.
Preston, eitt frægasta lið enskrar knatt-
spyrau, er nú þríðja neðst í 3. deild.
Hefur aðeins unnið þrjá lelki af 17
undir stjóra Docherty. Alan Kelly
tekur við stjórainni hjá Preston.
Tommy Docherty var á yngri árum
skozkur landsliðsmaöur, frægur leik-
maður með Preston og Arsenal. Síðan
stjórí fjölmargra liða, Chelsea,
Rotherham, QPR, Aston Villa, Porto,
Portúgal, Hull, skozka landsliðsins,
Man. Utd., Derby og QPR áður en
hann hélt til Ástralíu.
-hsim.
Tapaði í sjonvarpssal
Kanadamaðurinn Steve Podborski
hefur þegar tapað sinni fyrstu keppni á
þessum vetrí fyrir koilegum sinum í
alpagreinunum á skiðum. Það gerði
hann meira að se'gja hálfum mánuði
áður en World Cup keppnin byrjaði.
Podborski tók þá þátt í þrekprófi
ásamt mörgum þekktum skíðaköppum
í beinni upptöku í sjónvarpssal í
Austurríki. Þar var keppnin svo mikil
og hörð, að Podborski leið út af og
varðaðfásúrefniástaðnum. -klp-
Bók með
þessu merk'
má skipta
í bóka-
verslunum!
Rókókóstólar,
renessancestólar,
hornskápar, símaborð,
speglar.
Sófasett í úrvali.
SKIPTIBO
Kaupið bækumar
i bókavetslunum
IZólítrwim
Hverfisgötu 76 — Sfmi 15102
KYNNINGARFUNDUR
RAUÐA KROSS fSLANDS
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands efnir til kynningar-
fundar laugardaginn 5. desember kl. 15.00 i fundarsal
Rauða kross íslands að Nóatúni 21.
Dagskrá:
1. Vetrarstarf Reykjavikurdeildar.
a) Almennt deildarstarf.
b) Sjálfboöastarf.
2. Fyrirspurnir og almennar umræður.
3. Önnurmál.
öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Reykjavíkurdeild RKÍ
Bama-skíðasett
m/öryggisbindingum
Stærðir90—90 cm
Verð kr. 530.-
PÓSTSENDUM Opið laugardag
til kl. 4
Laugavegi 13
Simi 13508