Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
15
tækifæri til að reyna að skapa annan
og betri. Þessir menn eru konur.
Með þennan skilning í huga tel ég
að kvennaframboð hvar sem er sé
róttækt framboð og við sem höfum
starfað saman í sumar teljum að rót-
tækasta pólitíska aflið í heiminum í
dag sé einmitt að frnna í kvenna- eða
mannúðarpólitíkinni.
Þessi róttækni birtist m.a. í því að
farið er að spyrja annarra spurninga
en áður. (Reyndar eru þessar spurn-
ingar ekki nýjar af nálinni því að
kvennahreyfingin i Evrópu og
Bandarikjunum fram til 1930—1940
hafði komist að sömu niðurstöðu og
við nú.)
Nú er spurt um sjálf lífsskilyrðin
sem okkur er búin í heiminum. Þess
er spurt hvort leyfa eigi endalaust
brjáluðum tæknidýrkendum og
blindum vísindahyggjumönnum að
skipuleggja umhverfi okkar á þann
veg sem er hættulegt bæði líkams- og
sálarheill manna, umhverfi sem að
lokum mun ganga af okkur dauðum
ef ekki verður búið að myrka úr
okkur lífið á annan og verri hátt
áður.
Hvað vilja
karlmenn?
Nú vitum við vel að það er til urm-
ull af karlmönnum sem er á sama
máli og við (enda þótt þeir af eðli-
legum ástæðum skilji ekki kvenna-
menningu til fulls) og vill reka ámóta
pólitfk. Við teljum samt sem áður
heppilegast að við konur fáum að
vera í friði fyrir þeim við að móta
þessa pólitík fyrst um sinn. Við
teljum okkur geta betur dregið fram
þá kúgunarþætti sem karlveldið
(patriarkatið) hefur mótað og beitir
til að halda völdum. Margir þessara
kúgunarþátta bitna að sjálfsögðu lika
á körlum. En nóg um það í bili, ef ég
fer að fara nánar út í hugmynda-
fræðina er það efni í aðra grein.
Þessar hugleiðingar eru tilorðnar
vegna kjallaragreinar Bjargeyjar Elí-
asdóttur í DB 14. nóv., daginn
sem fjölmenni kvennafundurinn var
haldinn á Hótel Borg. Hún aðhyllist
það sjónarmið sem ég nefndi fyrst,
þ.e. að vandi bæði kvenna og karla
verði leystur innan núverandi flokka-
kerfis og þá að sjálfsögðu með því að
fylkja sér um þann flokk sem hún
fylgir, Alþýðubandalagið.
Hún' nefnir réttilega að alþýðu-
bandalagskonur hafi töluverð áhrif í
borgarstjórn Reykjavikur og að þær
hafi þar komið mörgu góðu til leiðar,
s.s. þvi að reist hafi verið óvenju-
mörg dagvistarheimili á yfirstand-
andi kjörtímabili, þær séu líka ásamt
konum úr samstarfsflokkunum, for-
menn mikilvægra nefnda og ráða
o.s.frv. Og því spyr hún eitthvað á þá
leið, hvers við þurfum framar við, og
hvort við séum að lítilsvirða það góða
og óeigingjarna starf sem þessar
konur hafa unnið?
Alltaf hœgt að
kippa f spottann
Úr því að Bjargey spyr svona er
ljóst að hún skilur ekki enn að við
teljum karlveldinu ekki ógnað hvað
þá heldur að það verði knésett
(hvorki í Alþýðubandálaginu né
öðrum flokkum) þó að konur „fái”
að vinna sæmilega vel að svoköll-
uðum „kvennamálum” um lengri
eða skemmri tíma. Bæði er að þessi
mál sem Alþýðubandalagið nefnir
oftast sem dæmi um ágæti núverandi
borgarstjórnarmeirihluta rista afar
grunnt. Þau eru víðsfjarri því að
snerta þann lifsgrundvöll sem tækni-
menn eftirstríðsáranna hafa skapað
og þá fjötra sem sá sami grundvöllur
hneppir allt fólk í. (Nema valdakarl-
ana sem þykir svo skelfing gaman að
skapa óskapnað ámóta og miðbæinn
í Kópavogi og Engihjallahverfíð). Og
eins hafa þessar ágætu konur enga
tryggingu fyrir því að Sigurjón for-
seti eða einhver annar valdakarl kippi
ekki í spottann þegar honum þykir
nóg komið. Eða hvað gerði ekki
Lenín gamli fljótlega eftir rússnesku
byltinguna þegar hann hljóp á sig og
„leyfði” alveg óvart Alexöndru Koll-
oritay að koma í gegn mjög frjáls-
lyndri hjúskaparlöggjöf strax árið
1918 þar sem skilnaðir voru leyfðir,
kveðið á um fræðslu um getnaðar-
varnir ,og frjálsar fóstureyðingar
leyfðar.
Jú, hann kippti í spottann, karl-
anginn og lét búa til nýja hjúskapar-
löggjöf þar sem talsvert var dregið í
land konum til bölvunar. Siðar kom
svo Stalín og bætti um betur og þá
þurfti ekki að spyrja að leikslokum.
Hvorki rússneska byltingin né
nokkur önnur þjóðfélagsbylting, svo
vitað sé, hefur tekið mið af sjónar-
miðum kvenna. Samt er það stað-
reynd að ævinlega eru konur mjög
virkar og duglegar á byltingatímum
og vissulega „mega” þær vera með
meðan á sjálfri orrahríðinni stendur
en þeim er ævinlega sópað af vett-
vangi eins fljótt og unnt er. Svipað
mynstur er að sjá í umbótaþjóðfélagi
okkar. Allt sem léttir konum og
börnum lífið svo og öðrum minni-
máttar kemst seint og illa í
framkvæmd og aldrei er nein
trygging fyrir því að ekki verði aftur
að þessum aðilum þrengt þegar karl-
veldinu hentar.
Hvarnig muitu konur
beita valdinu?
Það ætti því að vera deginum ljós-
ara að konur verða að hafa raunveru-
leg völd til að ráða yfir og skipuleggja
líf sitt og barna sinna á þann veg sem
er í samræmi við árþúsunda baráttu
mæðra og annarra kvenna fyrir varð-
veislu lífsins (lífspólitikinni/kvenna-
pólitíkinni). Þá loks hlýtur að linna
hinum gamla pólitíska hráskinnaieik
sem enn er leikinn með konur. Hvað
annað en pólitísk stefna grundvölluð
á reynslu og veruleik kvenna getur
tryggt þeim þessi völd? Raunveruleg
kvennavöld sem ekki verða hrifsuð af
þeim eftir hentugleikum og geðþótta
karlveldisins sem er fjandsamlegt líf-
inu sjálfu? Það er þetta sem við
stefnum að.
Vissulega er mér ljóst að stéttaand-
stæður eru eftir sem áður í fullu gildi
en í stéttgreiningu sinni á kapítalísku
þjóðfélagi gerði Karl Marx ekki ráð
fyrir konum. Þær standa að stórum
hluta utan við þá stéttgreiningu.
(Ekki meira um það hér, það er líka
efni í aðra grein).
Nú má vitaskuld hugsa sér að
konur myndu beita sínu eigin valda-
kerfi (þ.e. valdi sem mótast af lífs-
pólitík/kvennapólitík) jafnómannúð-
lega og karlveldið gerir og hefur gert
frá því að sögur hófust. Því viljum
við hins vegar ekki trúa enda þá til lít-
ils barist. Það yrði þá a.m.k. í fyrsta
sinn í veraldarsögunni sem mæður
gengju að því markvisst og meðvitað
að upphugsa sem ferlegust drápstæki
til að myrða þau börn sem þær sjálf-
ar hefðu gengið með, haft á brjósti
og fóstrað til manns. Hingað til hafa
mæður grátið yfir þeim börnum
sínum sem karlveldið hefur hrifsað af
þeim i byssu- og sprengjufóður.
Stuðningur við flokks-
pólitískar konur
Ég vil enda þessa grein með því að
taka skýrt fram að kvennaframboð
hvar sem er á landinu er alls ekki lít-
ilsvirðing við þær konur sem vinna
innan pólitísku fiokkanna. Það er
þvert á móti stuðningur við þær. Við
sem höllumst að því að kvennafram-
boð sé vænlegasta lausnin fyrir konur
núna, óskum öllum konum í póli-
tísku starfi og félagsstarfi góðs gengis
Þó að við séum ekki sammála fiokka-
pólitík þeirra vitum við af reynslu að
svo til allar konur sem fara að vinna á
pólitískum vettvangi taka upp þau
augljósu vandamál kvenna sem hvar-
vetna blasa við: Lág laun, léleg
vinnuaðstaða, tvö- og þrefalt vinnu-
álag, áhyggjur og ábyrgð á heimili,
skortur á dagvistarheimilum, ófull-
nægjandi skólar o.fi., o.fi. Það eru
hins vegar fáir ef nokkrir karlar sem
taka þessi mál upp af sjálfsdáðum
eða ótilneyddir og virðist þá ekki
skipta miklu máli hvort þeir standa
til hægri eða vinstri.
Að þessu leyti eru þeir sammála og
þeir eru sammála um miklu fieira
þvert á öll fiokksbönd. Og um eitt
eru ákaflega margir þeirra sammála
þessa dagana. Að vinna gegn
þeim konum sem nú hafa ákveðið að
stefna að kvennaframboði í tveimur
kaupstöðum. Vonandi eiga miklu
fieiri konur í sveitum og kaupstöðum
eftir að fara að dæmi Akureyrar- og
Reykjavíkurkvenan og bjóða fram
sérstaka kvennalista i sveitarstjórnat
kosningunum í vor.
Ég vil taka það fram að enda þótt
stundum sé í grein þessari sagt „við
álítum” þá er hér ekki um að ræða
túlkun á suimæinun:ii hugmsndum
þeirra kvenna er nú hafa ákveðið að
b.ióða fram í Reykjavik. bem kunn-
ugt er, er verið að vinna að hug-
myndafræðilegum grundvelli fyrir
það framboð en þær skoðanir sem ég
set hér fram hafa mikið verið ræddar
og finna mikinn hljómgrunn, bæði
hjá þeim konum og mörgum fleiri.
Helga Sigurjónsdóttir.
„Hvað annað en kvennapólitík, grundvölluð á
veruleika kvenna og reynslu þeirra getur tryggt
þeim þessi völd. Raunveruleg kvennavöld sem ekki
verða hrifsuð af þeim eftir geðþótta eða hentugleikum
valdakerfis sem er fjandsamlegt lífinu sjálfu?” segir
Helga Sigurjónsdóttir og telur, að kvennaframboð yrði
róttækt framboð.
Engin pólitík
í spilinul
Auðvitað fullyrða þessir menn, að
engin pólitík hafi verið í spilinu þeg-
ar ríkisstjórnarmeirihlutinn í Alþýðu-
sambandi íslands ákvað að henda
öllum kröfuatriðum verkalýðs-
hreyfingarinnar út í hafsauga en gera
þess í stað samkomulag um 3.25%
kauphækun til vors. Hvað annað?
Áttu menn von á öðru en að því yrði
haldið áfram?
f því sambandi langar mig að orða
nokkrar spurningar, sem eru að
vefjast fyrir fólki þessa dagana.
Skyldi það engin áhrif hafa haft á
afstöðu Asmundar Stefánssonar, for-
seta ASÍ, að hann á sér alnafna í mið-
stjórn Alþýðubandalagsins, sem fékk
næstflest atkvæði i miðstjórnarkjöri í
kjölfar samningagerðarinnar?
Skyldi forsetinn hafa verið
reiðubúin til slíkrar samningsgerðar
ef flokkur hans hefði staðið utan
rikisstjórnar?
Halda menn, að formanni Verka-
mannasambands íslands hafi þótt
hæfa að semja um 3,25%
launahækkun til verkafólks í sömu
vikunni og gengi var lækkað um
6,5% ef formaður fiokks hans hefði
ekki verið ráðherra?
Skyldi það engin áhrif hafa haft á
afstöðu Björns Þórhallssonar, að
honum skyldi hafa hlotnast varafor-
setasætið í ASÍ fyrir atbeina ríkis-
stjórnarsamstarfsins eins og Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, benti
á í ræðu á Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins?
Auðvitað harðneita allir þessir
menn því, að pólitík hafi verið með í
spilinu þegar þeir ákváðu án samráðs
við samninganefnd ASÍ að henda
öllum kjarakröfum sambandsins
fyrir björg fyrir 3,25% — en þeim
yfirlýsingum trúir enginn maður.
Áfangasigur
í stjórnmálaályktun flokks-
ráðsfundar Alþýðubandalagsins, sem
haldinn var á næstu dögum eftir að
umræddur samningur var gerður og
þar sem forseti ASÍ, Ásmundur
Stefánsson, fékk næstflest atkvæöi í
miðstjórnarkjöri í þakkarskyni, þá
segir, að þetta fyrirkomulag hafi
verið áfangasigur. Áfangasigur!
Eðvarð Sigurðsson, formaður Dags-
brúnar, kallaði samkomulagið
frestun á vandanum. Það óbreytta
verkafólk, sem jákvæðast heiti velur
því, kallar það skipulagt undanhald.
Á máli Ásmundar og
Alþýðubandalagsins heitir það á-
fangasigur að semja um 3,25%
kauphækkun í sömu viku og gengi er
fellt um 6,5%. Skyldu þeir ætla sér
að vinna annan svona áfangasigur í
vor? Ætli svarið ráðist af því hvort
Alþýðubandalagið situr þá enn i
ríkisstjórn?
Kjallarinn
Sighvatur Björgvinsson
Slagorð Alþýðubandalagsins í
síðustu kosningum var: Kjörseðillinn
er vopn í kjarabaráttunni. Einkunn
raunveruleikans er: Ríkisstjórnar-
aðild Alþýðubandalagsins er ávisun á
lakari lífskjör.
Rangur tími
AUs kyns viðbárur og afsakanir
hafa verið hafðar uppi af ríkis-
stjórnarmeirihlutanum í ASl um
samkomulagið. M.a. sú viðbára, að
tími til aðgerða hafi verið svo
óhentugur. Það má rétt vera, en
hvenær var það uppgötvað? Hver
réði tímasetningunni? Var það ekki
ASÍ-forystan sjálf, sem valdi þann
samningstima, að ákvarðanir um
aðgerðir hlytu að stefna á upphaf
vetrar 1981? Ég veit ekki betur. Og
var það ekki þessi sama forysta, sem
bað verkalýðsfélögin um að afla sér
verkfallsheimilda einmitt á þessum
sama tíma? Ég veit ekki betur.
Hvað um vorið — 15. maí, þegar
samningarnir eiga að renna út? Er
það hentugri tími til aðgerða? Þegar
vertíðinni er lokið! Þegar skrapið
stendur yfir hjá togurunum og mörg
frystihúsanna myndu fagna því að
losna undan launakostnaði á
óarðbærasta timanum. Þegar orlofs-
tími er að hefjast, skólafólk að koma
á vinnumarkaðinn en verkafólkið að
búa sig undir sumarleyfi! Heldur há-
skólaforystan í ASI, að skóla-
krakkarnir séu öflugustu liðs-
sveitirnar í verkfallsbaráttu af því að
hennar eigin reynsla af slikum á-
tökum takmarkast við að sitja á
rassinum á göngum og stigum í
menntamálaráðuneytinu?
Tomas Nielsen sagði um þá á-
kvörðun, þegar launuðu sér-
fræðingarnir voru leiddir til
forystustarfa í ASÍ, að slikt gæti ekki
gerst hjá Alþýðusamböndum annarra
Norðurlanda.
— Svona menn kaupum við, en
kjósum ekki, sagði þessi norræni
verkalýðsforingi.
Nú upplifir íslenzkt alþýðufólk
reynsluna af því að hafa kosið sér
tölvur á toppinn. Þær tölvur reikna
nú og reikna til þess að reyna að færa
mönnum heim sanninn um, að
undanhald og frestun sé áfangasigur
og kyrja þann söng óaflátanlega þótt
allur almenningur viti betur. Mesta
niðurlæging háskólaforystunnar í
ASÍ er þó líklega mynd af henni á-
samt texta, sem birtist í Tímanum
nýlega. í málgagni Framsóknar-
flokksins birtist mynd af forseta og
varaforsta ASÍ og undir henni stóð
eitthvað á þá leið, að mikill væri nú
munurinn á hve miklu betri og
skynsamari forysta þeirra fyrir
verkalýðshreyfinguna væri en forysta
forvera þeirra.
Já, Ásmundur og Björn. Hversu
miklu er ekki skynsamlegri að mati
Framsóknarflokksins forystá ykkar
fyirr ASÍ en manna eins og Snorra
Jónssonar, Björns Jónssonar,
Hannibals Valdimarssonar og
annarra „óskynsamra”
forystumanna íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar á árunum áður! Þvílíkur
munur að hafa tölvurnar á toppnum!
Sighvatur Björgvinsson,
alþingismaður.
Skrifað í skýin eftir
JÓHANNES R. SNORRASON
BOKMENNTAKYNNING
HJÁ EYMUNDSSON
EYMUNDSSON
Austurstræti 18
Höfundar verða 1 versluninni a
sama tíma og árita bækurnar.
1
'il
- - 1 Klukkan 3 til 5 í dag mun
1 JÓN SIGURBJÖRNSSON
- $ leikari lesa úr eftirtöldum
bókum:
- j
Fimmtán gírar áfram eftir
ÍNDRIÐA G.
ÞORSTEINSSON