Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR4. DESEMBER 1981.
Dr. Gunnar Thoroddsen um stjómarmyndunina ísamtalsbók Vöku:
Hvorki langur né dul-
arfullur aðdragandi
„Ég gerði engar tilraunir til þess að
spilla fyrir stjórnarmyndun Geirs Hall-
grimssonar eða til þess að reyna sjálfur
að mynda stjórn, meðan hann hafði
umboð til þess. Sá möguleiki, sem ég
kannaði og kynnti þingflokki sjálf-
stæðismanna, kom ekki til sögunnar
fyrr en með samtölum framsóknar-
manna við mig þriðjudaginn 29.
janúar. Og ég itreka, að Geir hafnaði
honum,” segir Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra 1 Samtalsbókinni, sem
komin er út hjá bókaútgáfunni Vöku. Þar
ræðir Ólafúr Ragnarsson við dr. Gunnar.
Bæði síðdegisblöðin sögðu frá
undirbúningi að þessari stjórnarmynd-
un 31. janúar. Margir hafi haldið fram,
að stjórnarmyndunin hafi átt sér lengri
aðdraganda en fram kemur í Samtals-
bókinni.
Dr. Gunnar segir, að Tómas Árna-
son hafi vakið máls á þessum mögu-
leika rétt fyrir þingfund 29. janúar.
„Það kom fram, að þetta mál hefði
verið rætt við Geir Hallgrímsson, for-
mann Sjálfstæðisflokksins, daginn
áður,” segir Gunnar. „Geir hefði ekki
viljað sinna því, og varð þvi ekki frekar
af viðræðum þarra við hann.”
„Það má segja, að þingmenn Fram-
sóknarflokksins, sem töluðu við mig, siðan tekið málið í minar hendur,”
hafi gefið mér ábendingar, og ég hafi segirGunnar. -HH.
Þeir eru kampakátir yfir nýju bókinni, Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og
Ólafur Ragnarsson útgefandi: (Mynd Bjarnleifur).
Sambandshúsið:
SÍS HÆTTl VID AÐ SEUA
Margra mánaða samningaþjarki, um
kaup ríkissjóðs á Sambandshúsinu, er
nú loks lokið, þar sem SÍS hætti við að
selja fasteignina við Sölvhólsgötu.
Samkvæmt upplýsingum frá SÍS
náðist í júlí óformlegt samkomulag um
öll meginatriði viðvíkjandi kaupunum
milli fulltrúa rikissjóðs og Sambandsins.
Síðan hefur hið síðamefnda þurft að
biða eftir staðfestingu Stjórnarráðsins
á þvi að ríkisstjórnin hefði áhuga á
þessum kaupum. Hafði SÍS, að sögn,
reynt itrekað að fá fram svör stjórn-
valda um málið, en án árangurs. Því
var hætt við sölu á húsinu og verða
höfuðstöðvar SÍS því áfram við
' Sölvhólsgötu um einhvern tíma.
-JSS.
Að sjátfsögðu
leikur
ísland í
Póstsendum
Sportvöruverslun
ingóffs Óskarssonar
Klapparstíg 44. — Sími 11783.
HÉXER8ÓKIN
Sartland
Hiarta
tromp
HJARTA ER TROMP
eftir Barböru Cartland
Hin kornunga og fagra Cerlssa er
óskllgetin dóttir fransks hertoga
og enskrar hefðarmeyjar. Faðlr
hennar var tekinn af lífi í frönsku
stjómarbyltingunni og Cerissa ótt-
ast um líf sitt. Hún ákveður þvi að
flýja tll Englands. I Calais hlttir
hún dularfullan Englendlng, sem
lofar að hjálpa henni, en þegar til
Englands kemur, gerast margir og
óvæntir atburðir. — Bækur Bar-
böru Cartland eru spennandi og
hér hittir hún beint i hjartastað.
DRAUMAMAÐURINN HENNAR
eftir Theresu Charles
Lindu dreymdi alltaf sama draum-
inn, nótt eftir nótt, mánuð eftir
mánuö. Draumurinn var orðinn
henni sem veruleiki og einnig mað-
urinn í draumnum, sem hún var
oröin bundin sterkum, ósýnilegum
böndum. En svo kom Mark inn í líf
hennar; honum giftist hún og með
honum elgnaðist hún yndislegan
dreng. Þegar stríðlð brauzt út, flutti
hún út í sveit meö drenginn og fyrir
tilviljun hafna þau í þorpinu, sem
hún þekkti svo vel úr draumnum.
Og þar hitti hún draumamanninn
sinn, holdi klæddan...
3.
■Qkcote*
Qrauma
madurinn
hennar
Hulin
fortíd
HULIN FORTÍÐ
eftir Theresu Charles
Ung stúlka missir minnið í loftárás
á London, kynnist ungum flug-
manni og giftist honum. Fortiðin
er henni sem lokuð bók, en haltr-
andi fótatak í stiganum fyllir hana
óhugnanlegri skelfingu. Hún miss-
ir mann sinn eftir stutta sambúö
og litlu siðar veitlr henni eftirför
stórvaxinn maöur, sem haltrandi
styðst viö haekjur. Hann ávarpar
hana nafni, sem hún þekkir ekki,
og hún stirðnar upp af skeifingu,
er í Ijós kemur, að þessum manni
er hún gift. — Og framhaldið er
æsilega spennandil
VALD VILJANS
eftir Sigge Stark
Sif, dóttir Brunke óðalseiganda,
var hrífandi fögur, en drambsöm,
þrjósk og duttlungafull. Hún gaf
karlmönnunum óspart undir fót-
inn, en veittist erfitt að velja hinn
eina rótta.
Edward var ævintýramaður, glæsi-
menni meö dularfulla fortíð, einn
hinna nýríku, sem kunningjar
Brunke forstjóra litu niöur á. Hann
var óvenju viljasterkur og trúði á
vald viljans. En Sif og Edward
fundu bæði óþyrmilega fyrir því,
þegar örlögin tóku í taumana.
SIGGE STARK
VALD
VILJANS
SIGNE BJÖRNBERG
Hættulegur
leikur
HÆTTULEGUR LEIKUR
eftir Signe Björnberg
j Bergvík fannst stúlkunum eitt-
hvað sérstakt við tunglskin ágúst-
nóttanna. Þá var hver skógarstigur
umsetinn af ástföngnu ungu fólki
og hver bátskæna var notuð til aö
flytja rómantíska elskendur yfir
merlaðan, spegilsléttan vatnsflöt-
inn. Tunglskiniö og töfraáhrif þess
haföl sömu áhrlf á þær allar þrjár.
Elsu, dóttur dómarans, fröken
Mörtu og litlu .herragarðsstúlk-
una*. Allar þráðu þær Bertelsen
verkstjóra, — en hver með sínum
sérstaka hætti.
ÉG ELSKA ÞIG
eftir Else-Marie Nohr
Eva Ekman var ung og falleg, en
uppruni hennar var vægast sagt
dularfullur. Ekki var vitað um for-
eldra hennar, fæðingarstað eða
fæðingardag. Óljósar minningar
um mann, Ijóshæröan, bláeygan,
háan og spengilegan, blunda í und-
Irvitund hennar. Þennan mann tel-
ur hún hugsanlega vera föður sinn.
Álíka óljósar eru minningarnar um
móðurlna.
Þegar Eva fær heimsókn af ung-
um, geðþekkum manni, sem býðst
til að aöstoða hana viö ieltina að
móður hennar, fer hún meö honum
til Austurríkis. Hún veit hins vegar
ekkl, að meö þessari ferö stofnar
hún lífl sínu í bráöa hættu.
ELSE-MARIE NOHR
ÉGELSKÁtHQ
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE