Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Óeirðimar spruttu af tortryggni í garð lögreglunnar meirihluti íbúa af öðrum Íitarhætti en innfæddir. Þar er hlutfall at- vinnulausra hærra en víða og skortur á viðleitni til þess að skapa unglingum tómstundaiðju. Lögð er sérstök áhersla á, að þar í liggi grund- vallarástæðan fyrir spennunni milli hverfisbúa og lögreglunnar. Enn- fremur er bent á, að lögreglan hafi í mörg ár átt við erfið verkefni að glíma í þessum borgarhluta, þar sem unglingaafbrot hafi farið vaxandi. Það var tortryggni fólks af hörundsdökkum litarhætti í garð lög- reglu og yfirvalda, sem var aðalá- stæða óeirðanna í Brixtonhverfi Lundúna í apríl sl. vor. Ekki kynþáttamisrétti eða fordómar. Þetta er helsta niðurstaða umfangsmikillar skýrslu, sem Scarman lávarður hefur skilað stjórninni af rannsókn á orsökum ó- eirðanna miklu í Englandi síðasta vor. Verða að leysa fólagsvandamálin Þar er ályktað, að lögregla og stjórnmálamenn verði að snúa sér að þvi hið fyrsta að glíma við stórborg- arvandamálin og . sérstaklega þá aðstæðurnar í íbúðarhverfum hörundsdökkra, ef afstýra eigi í framtíðinni jafnvel enn blóðugri á- rekstrum og uppþotum. Bent er á, að t.d. í Brixton sé Scarman lávaröur í vlðræðum vUt blökkumenn fré Bríxton hverfí. Vekja traust að nýju Scarman lávarður gagnrýnir í skýrslunni framkomu lögreglunnar. Segir hann, að ekki sé unnt að loka augunum fyrir því, að dökkir ungljngar hafi sætt óþarfa afskiptum lögreglunnar og ónæði. Leggur hann til, að stjórn lögreglunnar og borgar- yfirvöld verði aö taka höndum saman um betri þjálfun og menntun lög- reglumanna, svo trúnaðartraust lög- reglunnar veröi endurheimt. Enn- fremur ráðleggur hann, að fjöldi ungra manna af hörundsdökkum lit- arhætti verði ráðnir til 1 I þessum borgarhlutum, þvi að slikt mundi hafa jákvæð áhrif á hverfisbúana. Óefrðasamt sumar , Eins og menn minnast af frétta- frásögnum spruttu óeirðirnar í Brixton út af því, að lögreglan hafði handtekið blökkuungling, sem lent hafði i hnífabardaga. Kvittur kom upp um, að fanginn hefði látið lífið i fangakjallaranum. Flokkur ung- menna fóru um, kveiktu í bílum og byggingum, brutust inn í verslanir og létu greipar sópa. Liðsauki var sendur lögreglunni og í þrjá daga logaði allt í óeirðum. 285 lög- reglumenn og 45 borgarar særðust og spjöll á mannvirkjum námu milljónum króna — Svipaðar óeirðir fylgdu sfðan í kjölfarið þetta sumar í öðrum stórborgum, eins og Liver- pool og Manchester. Lávarðurinn teiur, að sömu ástæður hafi legið rtilgrundvallar. Ekki ofharkaleg Þótt lögreglan sé gagnrýnd í skýrslunni fyrir að uppgötva ekki í tæka tíð, hvar skórinn kreppti og hve óvinsæl hún var orðin, er lokiö lofsorði á framgöngu hennar, eftir að til óeirðanna kom. Scarman lávarður vísar á bug öllu ámæli um, að lög- reglan hafi brugðið of hart við. SOVJET- UNIONEN VIKTIGE GASSFELTER VIKTIGE GASSLEDNINGER Lagning leiðshmnar í Siberíu er erfíðeate verkefrM. Þette kort sýnlr helstu gesloiðslur eustant/elds. en brotne fínen á eð sýne, hver geslelðslan mtríe 6 eð Uggje. Tumemtr tákne hnlxtu gesv/nnslusvæðtn. Gasleiðslan mikla, sem leggja skal frá Siberíu til Vestur-Evrópu, verður mesta mannvirki, sem austur og vestur hafa ráðist í, og verður sennilega skipað í sögunni til furðuverka veraldar. Hún skal liggja samkvæmt áætlunum frá Jamalskaga i Norður-' Síberíu suðvestur í gegnum Sovét- ríkin, Pólland og Tékkóslóvakíu alla leið til Bæjaralands í Vestur- Þýskalandi, þar sem hún tengist þvi gaskerfi, sem er til staðar í V-Evrópu. Þetta verður ein samfelld pípa, en ekkert smáræðis rör það. Fimm þúsund kílómetra langt og 56 tommur í þvermál. Með öllu því nauðsynlega kælikerfi og dælu- stöðvum, sem fylgir henni, mun lögn- in kosta 10 til 12 milljarða dollara samkvæmt kostnaðaráætlun. Enda á hún að geta séð Vestur-Evrópu fyrir 40 milijörðum rúmmetra af gasi ár- lega. Þar af fara 12—15 milljarðar til Hjálparíaust var það ekki §eríe§t V-Þýskalands, 10 milljarðar til Frakklands, 5 milljarðar til Belgíu og aðrir 5 milljarðar til Hollands, en afgangurinn til Ítalíu, Sviss og Austurríkis (hugsanlega einnig Svíþjóðar). Ætlunin er, að gasinu verði hleypt á 1985 i ársbyrjun. Til að byrja með er gengið út frá því, að leiðslan komi til með að liggja frá Urengoy-gassvæðunum í norðvestur Síberíu í gegnum Pólland og Tékkóslóvakíu til Waidhaus í V- Þýskalandi. Það er 3500 kilómetra vegalengd. Síðar má leggja leiðsluna til Jamalskagans.en mun taka lengri tíma og verður dýrt fyrirtæki, enda yfir óbyggðir að fara og hið eilífa frost á þeim slóðum veldur tækni- örðugleikum, sem enn hafa ekki verið leystir. Gassvæðið á Jamalskaga er það stærsta, sem menn vita af í heimin- um. Vonir standa til, að þar megi vinna 20 trilljónir rúmmetra af gasi að minnsta kosti. Hafa Rússar lengi alið á áætlunum um að nýta sér þessa auðlind, en hafa um leið viðurkennt, að það krefjist meiri tækni en þeir hafi yfir að ráða og meira fjármagns en þeir hafi bolmagn til. Þar i liggur ein ástæða þess, að V-Evrópa er tekin meö inn í áætlunina. V-Evrópa skal nefnilega leggja til fjármagn og þá aðallega í efni og tækjum, en Sóvétmenn munu jafna skuldina með gasinu. Aðal þröskuld- urinn í samningunum hingað til hefur verið ákvörðun gasverðsins, sem Sovétmenn eiga að fá, og svo hversu háa vexti eigi að reikna af lánunum. Nýjustu fréttir af samningaviðræð- unum greina frá því, að leyst hafi verið úr þeim hnútum, eða svo gott sem. Bróðurparturinn af lánunum mun koma frá V-Þýskalandi, sem fær ekki aðeins stærstan hlutann af gas- inu, heldur falla arðbærustu verkefn- in við lögn leiðslunnar í skaut þýsk- um verktökum og iðnfyrirtækjum. Sennilega mun Mannessmann-sam- steypan gera rörin í leiðsluna. Annars munu fyrirtæki í Frakklandi og á Ítalíu einnig fá verkefni við lagning- I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.