Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Íþrí Sveinn bar af í frjálsu glímunni —á Karatemótinu stóra á dögunum Shotokan-karatefélagiö i Reykjavík gekkst fyrir miklu móti á dögunum. Mættu þar til leiks 80 manns frá þrem félögum í Reykjavík, Kópavogi og Sel- fossi. Keppt var i fimm greinum karla og kvenna og gekk þetta þannig á mótinu: Fyrst var keppt i Kihon, en það eru undirstöðuatrið íþróttarinnar. Kepp- endur voru 44. Úrslit urðu þessi: 1. Lárus Aðalsteinsson SKF 22 stig 2. ómar Tryggvason SKF 21 stig 3. Úlfar Sigurðsson KDG 19,5 stig 4. Guðmundur Halldórsson KDG 18 stig Næst var keppt í Kata kvenna, en Kata eru ýmsar hreyfingar (högg, spörk og varnir) gerðar í ákveðinni röð: 1. Hjördís Harðardóttir SKF 22 stig 2. Sandra Grétarsdóttir SKF 19,5 stig 3. Elín Eva Grímsdóttir SKF 18 stig 4. Guðný Atladóttir KDG 17 stig Hópkata var næst á dagskrá, en það er ný keppnisgrein hér, en þar gera þrír Kata saman og er þá dæmt m.a. eftir samræmingu. Þar kepptu 3 lið og fór svo að stúlkurnar báru sigur úr býtum: 1. Hjördís Harðardóttir SKF Elín Eva Grimsdóttir SKF Sandra Gréiarsdóttir SKF 23,5 stig 2. Elís Kjartansson KFS Guðjón Gunnarsson KFS Dagur Hilmarsson SKF 23 stig Síðan var komið að Kata karla og voru keppendur þar 13. Þátttaka var takmörkuð við 4. kyu og þar undir. Selfoss náði þar góðum árangri og hlaut 1. og 3. sætið. 1. Guðjón Gunnarsson KFS 21,5 stig 2. Sveinn Grímsson SKF 20 stig 3. Elís Kjartansson KFS 18,5 stig 4. Hreiðar Gunnlaugsson SKF 17,5 stig Að lokum var komið að Kumite sem er frjáls glíma, en þar sigrar sá sem fyrri er til að ná höggi eða sparki 3—5 sm frá líkama andstæðingsins, skiptir þar miklu máli hve mikinn kraft kepp- andinn leggur í höggið og hvernig að því er unnið tæknilega séð. Þátttaka var takmörkuð 4.—9. kyu. Sveinn Grímsson hafði mikla yfirburði í keppnínni og sigraði alla andstæðinga sína með ippon sem er fullnaðarsigur. 1. Sveinn Grimsson 4. kyu SKF 2. KristinnRagnarsson7.kyuSKF 3. Dagur Hilmarsson 7. kyu SKF Ullarpeysur á íslandi en þúsund krónu seðla í bunkum fyrir fyrstu sætin í Danmörku „Eg er þreytt eftir þessa keppni og Norðurlandamótið á íslandi og ætla að taka mér minnst tveggja mánaða frí. Ef það tekst verður það lengsta fri sem ég; hef tekið i mörg ár.” Þetta sagði badmintonkonan fræga, Lena Köppen eftir sigurinn í einliðaleik kvenna á Skandinavian Open mótinu i Danmörku um síðustu helgi, en þangað fór hún beint frá Norðurlandamótinu i Laugardalshöllinni. Lena sigraði Zhang Ai Ling í úr- slitaleiknum í einliðaleik kvenna, 11—6 Tottenham gegnForest í gær var dreglð 1 átta liða úrslit ensku deildakeppninnar. Niðurstaðan varð þessi. Everton eða Ipswich — Watford Liverpool eða Arsenal — Bamsley Aston VUIa — WBA eða C. Palace Tottenham — Nottingham Forest. -hsím. Það þarf bæði mikla einbeitingu og nákvæmni i keppni i karate. og 12—11. Morten Frost sem varð Norðurlandameistari hér sigraði í ein- liðaleik karla, en þar lék hann við heimsmeistarann Prakash Padukone frá Indlandi og tók hann 17—14 og 15—10. Fyrir sigurinn hér á íslandi fengu þau Lena og Morten, verðlaunapeninga og íslenzkar ullarpeysur, en Skandinavian Open er atvinnumannakeppni og þar eru beinharðir peningar í boði. Fékk Morten 14.500 krónur danskar í sinn hlut, en hann var einnig með í tvíliða- leiknum. Lena fékk aftur á móti 12.000 krónur fyrir sinn sigur svo hún ætti að hafa efni á þvi að taka sér þetta lang- þráða frí sitt núna. -klp- Lena Köppen. Einn af úrslitaleikjunum í Suður- landsriðlinum i 2. deildinni i körfu- Óvinsæll sjón- varpsþulur! ítalskur sjónvarpsíþróttafrétta- maður var skotinn í fæturna er hann var að koma frá að lýsa leik i Avellino á ítaliu á sunnudaginn. Tveir ungir piltar hófu skothríðina á íþróttaþulinn, hinn 47 ára gamla Luigi Necco, þegar hann kom að bíl sínum, en á bílinn höfðu þeir málað ýmis slag- orð. Þeir voru handteknir og gáfu þá skýringu á þessu að Necco hefði gert litið úr uppáhalds liði þeirra og átrún- aöargoðum, i lýsingu skömmu áður. Þulurinn var lagður inn á sjúkrahús og mun í það minnsta missa annan fót- inn. -klp- knattleik verður i kvöld 1 Vestmanna- eyjum. Þar eigast við einu taplausu liðin í riðlinum, ÍV og FH. Eyjaskeggjar ætla sér upp í 1. deild og hafa því fengið til liðs við sig stóran og mikinn Banda- ríkjamann sem á að hjálpa þeim þang- að. Þeir hjá FH eru aftur á móti án út- lendings. Þeir vilja samt ekki vera minni menn en eyjaskeggjar og ætla því að vera með einn enskukennara og einn dönskukennara í liðinu hjá sér í leikn- um í kvöld. Þetta eru þeir Einar G. Bollason, sem sér um dönskuna í Flensborg í Hafnarfirði, og Ingvar J. Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sem sér um enskuna í sama skóla. Telja FH-ingar að þeir vegi vel upp á móti þeim bandariska hvað varðar útlensk- una, hæðina og meðalþyngdina þegar út í leikinn verður komið. -klp- Bjarga arínnH Larry Holmes, sem hefur verikð hinn krýndi konungur hnefaleikanna frá þvi Muhammad Ali réð þar rikjum, varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt gegn nær óþekktum blökkumanni, Renaldo Snipes, í Pittsburgh i síðasta mánuði. Það var keppni, sem allir sérfræðingar töldu létta fyrir hinn 32ja ára Holmes þrátt fyrir þá staðreynd, að Snipes hafði ekki tapað leik sem atvinnumaður. Keppt 22 sinnum og unnið alla leikina, flesta á rothöggi. En það var lika gegn jafnóþekktum þungavigtarmönnum og hann var sjálfur. Svo kom stóra stundin, keppni viö sjálf- an heimsmeistarann. Keppni þeirra var sjónvarpaö beint i Banda- ríkjunum og á ferðalagi þar á sama tima horfði undirritaður á leik þeirra á skjánum. Talið var að 50 milljónir manna hafi fylgzt með leiknum á þann hátt. Það var hörkuleikur þó gæðin væru ekki hin sömu og þegar Ali dansaði á tánum í hringnum. Renaldo Snipes bar greinilega ekki neina virð- ingu fyrír hinum þekkta mótherja sinum. Stóð vel fyrir sinu og hló að heimsmeistaranum, þegar honum misheppnaðist högg. Það kom oft fyrir. Eftir því sem loturnar urðu fleiri kom í Ijós að Holmes var farinn að bera mikla virðingu fyrir hinum 7 árum yngri mótherja sinum. Svo hófst sjöunda lotan og allt í einu kom Snipes heljar- höggi á heimsmeistarann. Holmes steinlá en komst á fætur aftur, þegar hringdómarinn hafði taliö upp að átta. Snipes tókst ekki að fylgja högginu mikla eftir þær sekúndur, sem eftir lifðu lotunnar. Ég er ekki frá þvi að hringdómar- inn hafi bjargað Holmes. Timi sá, sem hann gaf heimsmeistaranum áður en hann byrjaði að Snipes á sjúkrabörum eftir skærastunguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.