Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
11
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf
Geðlæknir í
Banda-
ríkjunum
seturfram
nýja
kenningu
milljónir dala í
happdrætti
Vann fimm
Þann 21. júlí 1976 batt húsmóðir í
Arizona, Wendy Jones að nafni,
enda á llf eiginmanns síns með því að
skjóta hann til bana, þar sem hann lá
sofandi. Frægur geðlæknir, Otto
Bendheim frá Phoenix, var fenginn
til að meta geðheilbrigði konunnar
þegar málið kom fyrir rétt. Honum
fannst hún vera fullkomlega andlega
heilbrigð. Hins vegar hefði eigin-
maður hennar ekki verið það.
Otto Bendhekn spfaUar vM Mfendy Jones t skrifstofu tögfnafUngs
hennar. Vftnisburður hans leiddi til þess að hún hlaut aðeins tveggja ára
varðhald fyrir að drepa eiginmann sinn.
Bendheim stundar fjaUgöngur af kappi, þótt hann sé kominn um sjötugt.
„Rannsóknin verður eð beinast að fómariamblnu engu siður en sak-
borningnum, " segir hann.
Jones-hjónin höfðu verið gift í sjö
ár, og frá upphafi hafði maðurinn
barið konu sina oft og iðulega. Bend-
heim geðlæknir leitaði upplýsinga hjá
vinum og ættingja hins látna og
komst að þeirri niðurstöðu að hann
hefði verið „kynferðislega geggjaður
og haldinn ofsóknaræði. „Bendheim
lagði fram svo sannnfærandi gögn að
kviðdómur taldi frú Jones hafa
miklar málsbætur. Hún hefði framið
manndráp en ekki morð. Fangelsis-
dómur hennar hljóðaði aðeins upp á
tvö ár en hefði að öðrum kosti orðið
fimm eðasexár.
„Sálræn
líkskoðun"
Síðan hefur Otto Bendheim beitt
þessari aðferð til að fá dóma mildaða
í fleiri morðmálum, Venjulega er þar
um konur að ræða, sem beittar hafa
verið ofbeldi af eiginmönnum sínum.
Hann kallar aðferðina „sálræna lík-
skoðun” og er hún i þvi fólgin að afla
eins mikilla upplýsinga og hægt er
um allt lífshlaup hins myrta. Þar með
er talið umhverfi hans og erfðir.
Röksemdafærslan er síðan, að
þegar öll kurl komi til grafar, hafi sá
(eða sú) myrta að nokkru leyti kallað
yfir sig ógæfuna.
Þessi túlkun getur auðsæilega haft
djúpar afleiðingar fyrir viðhorf
dómsvaldsins. Að sjálfsögðu hefur
Bendham sætt gagnrýni. Til dæmis
sagði ákærandinn í Wendy Jones
málinu, að Bendham tæki allt of
mikið mark á sakborningnum, þeirri
ákærðu.
Fókk hugmyndina
úr skáldsögu
En Bendham segist sjaldnast taka
að sér mál af þessu tagi fyrir bæna-
stað sakborninganna heldur geri
hann það oftast fyrir tilmæli dómara,
sem eigi að vera óvilhallir.
Hann fékk hugmyndina að þessari
varnaraðferð þegar hann las skáld-
sögu frá 1920 eftir Austurríkismann-
inn Franz Werfel. „Sökin er ekki
morðingjans heldur fórnarlambsins
(Not the Murderer, the Victim is
Guilty.)” Þar segir frá feðrum, sem
drepnir voru af sonum sínum, að
gefnu tilefni. En upphaflega notaði
hann þessa aðferð í sjálfsmorðsmáli.
Verkamaður í Arizona hafði framið
sjálfsmorð 1972. Bendheim sannaði
að sjálfsmorðið stafaði af örvænt-
ingu mannsins yfir vinnuslysi sem
gerði hann handlama og þar með
ófæran til að sjá fyrir fjölskyldunni.
Þessi úrskurður varð til þess að fjöl-
skylda hans fékk líftryggingu hans
útborgaða, sem ella hefði ekki orðið.
Sjötugur
og klrfur fjöll
Bendheim er fæddur í Frankfurt i
Þýskalandi, sonur leðurvörufram-
leiðanda. Hann lauk prófi 1 tauga- og
geðlækningum við Boston’s Massa-
chusetts General Hospital, en fluttist
síðan til Arizona þar sem hann býr
ennþá. Hann gegnir ýmsum
trúnaðarstöðum við opinberar stofn-
anir á sviði heilsugæslu, en tekur auk
þess einkasjúklinga. Klukkustund hjá
honum kostar 80 dollara eða milli
600 og 700 krónur íslenskar.
Þótt Bendheim sé nú að verða
sjötugur að aldri er hann mjög heilsu-
góður og hefur yndi af að klífa fjöll.
Oft er kona hans með í för. Hún
heitir Ronnie og þau hafa verið gift í
33 ár.
Þegar hann er spurður hvernig
hann fari að því að vera svona hress
segir hann hiklaust: ,,Ég hef svo
skemmtilegaatvinnu. ”
Vinnufélagar hans kalla hann Louie ljósaperu. Ekki vegna þess að hann sé svo sérlega skarpur
eða hugmyndaríkur heldar vegna starfs sins í skrifstofubyggingu á Manhattan. Það felst aðallega í
því að skipta um perur. Og Louis Eisenberg, 53 ára gamall, mætti líka til vinnu sinnar daginn sem
hann uppgötvaði að hann hafði unnið 5 milljónir Bandaríkjadala í ríkishappdrætti New York
borgar. Það var ekki fyrr en löngu seinna að Louis ljósapera fór að hugsa um að það væri eiginlega
eintóm vitleysa af milljónera að halda áfram að skipta um ljósaperur fyrir 225 dali á viku.
Eisenberg hefur þó ekki í hyggju að
skipta um ibúð. Hann býr 1 lftilli íbúð
i Brooklyn ásamt eiginkonu sinni,
Bernice. Hún fær heldur engan minka-
pels, þvi eins og hún sjálf segir elskar
hún dýr og gæti aldrei hugsað sér að
klæðast loðfeldi.
En hvað ætlar Eisenberg þá að gera
við alla peningana?
— Ég get að minnsta kosti hætt að
hegða mér eins og lítil mús sem snýst í
kringum sjálfa sig, segir hann. — Ég
hef eytt mestum hluta lífs míns 1 að
strita fyrir brauði mínu, en nú er
kominn tími til að njóta þess að eiga
fyrirtertum.
Bemice, Louis og móöir hans: FJöiskyidan hefur
sannarlega efniá tertum.