Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. írjálst, áháð dugblað Útgáfufólag: Fijíto fjölmlStun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvæmdastjóri og útgéfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. AOstoflarritstJóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Auglýsingastjórar: PéU Stefénsson og Ingótfur P. Stainsson. Ritstjórn: Siöumúla 12-14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, éskriftir. smáauglýsingar, skrtfstofa: Þverholti 11. Simi ritstjómar 86811-og 27022. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HHmir hf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Sketfunni 10. Áskriftarverð ó ménuði 100 kr. Verð (lausasöiu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Biðlundí velgengni Einna ljósasti þáttur velgengni þessa sameinaða dag- blaðs er auglýsingaflóðið, sem hefur sett efnisskipan þess úr skorðum fyrstu dagana og gerir enn. Ekki má búast við, að þetta breytist að ráði á þeim tæpu þremur vikum, sem lifa til jóla. Fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir, að auglýsendur í hvoru dagblaði um sig vildu auglýsa í hinu sameinaða blaði. Hins vegar kom á óvart, hversu fljótir nýir aug- lýsendur voru að taka við sér og hinir fyrri að auka við sig. Á móti hefur blaðið takmarkaða möguleika á stækk- un að sinni. Valda því bæði hinar gífurlegu annir starfsfólks við undirbúning prentunar og svo ýmsir tæknilegir þröskuldar á borð við stærð og afkastagetu vélakosts. Til að byrja með getum við aðeins haft tvöfalt blað á laugardögum. Við gerum ráð fyrir að geta komið út 48 síðna eins litar blaði á mánudögum og allt að 40 síðna tveggja lita blöðum aðra daga vikunnar. Þetta er of lítið. Sem betur fer er efnismagn hins sameinaða dagblaðs þó mun meira en var fyrir í hvoru blaði um sig, þrátt fyrir auglýsingaflóðið og stækkunartakmörkin, sem hér hefur verið lýst. Lesendur fá mun meira lesefni en áður. Þessi aukning er í bili ekki eins mikil og við hefðum kosið. Hún verður meiri, þegar auglýsingaflóðinu linnir að tæplega þrem vikum liðnum. Þá loksins fær sameinaða dagblaðið sinn eiginlega og ráðgerða heild- arsvip. Jafnframt höfum við verið að gera tilraunir með skipan efnis í blaðið og verðum að halda því áfram næstu daga. Fyrir bragðið hafa sumir efnisþættir verið á ferðinni um blaðið og jafnvel út úr því og inn í það. Af þessu leiðir, að lesendur hafa ekki að öllu leyti getað gengið að ákveðnum efnisþáttum á föstum stöðum í blaðinu. Þetta stendur þó til bóta, því að tímabili tilraunanna fer senn að ljúka og blaðið að fest- ast í formi. í millibilsástandinu, sem hér hefur verið lýst, biðjum við lesendur um biðlund og þolinmæði. Sameinað dag- blað verður ekki endanlega fullskapað á einum degi, allra sízt á tíma hins fjöruga viðskiptalífs aðventunnar. Áskrifendur fyrirrennaranna hafa haldið tryggð við hið sameinaða dagblað. Þar að auki hafa margir nýir bætzt við, sem áður voru að hvorugu blaðinu áskrif- endur, en keyptu kannski í lausasölu annað hvort eða bæði. Lausasalan hefur einnig verið meiri en spáð var fyrirfram. Við vitum ekki enn, hvort því ræður eðlileg forvitni um nýjungar. Við vitum ekki, hvort þetta fólk bætist í hóp hinna varanlegu lesenda, en vonum það auðvitað. i Ef hinir gömlu og nýju kaupendur sýna hinu samein- aða dagblaði biðlund á tíma auglýsingaflóðs, tækni- þröskulda og tilrauna, erum við sannfærð um, að innan skamms nær blaðið því efnismagni og efnisvali, sem þeir eiga skilið. Við stefnum að því að gefa út blað, sem felur í sér alla efnisþætti fyrirrennaranna. Við ætlum aðeins að fella niður tvíverknaðinn, sem áður var. Þetta hefur okkur tekizt að mestu leyti, en ekki öllu. Þar á ofan stefnum við að nýjum efnisþáttum og auknum. Við teljum okkur vel í stakk búna til þess, um leið og rýmið fer að aukast á síðum blaðsins. Eins og lesendur bíðum við þess með eftirvæntingu. Og teljum dagana til jóla. J.Kr. KVENNAVÖLD Enginn sem ég hef heyrt ræða hugsanleg kvennaframboð við sveit- arstjórnarkosningar á vori komanda, hefur mælt því mót að hlutur kvenna i stjórnsýslu landsins sé óeðlilega lítill og valdaleysi þeirra, bæði í póli- tískum flokkum og verkalýðsfé- lögum þess vegna svo til algert. Enginn hefur heldur í mín eyru ekki talið rétt að þessu þyrfti að breyta. Það þyrfti að auka áhrif kvenna í pólitískum flokkum, í stjórnum verkalýðsfélaga og verkalýðssam- banda og áhrifastöðum víða í stjórn- kerfinu. Reyndar hef ég stundum ef- ast um heilindi sumra þeirra karl- manna sem þetta segja. Ég held að mörgum þeirra finnist allt harla gott eins og það er. Að minnsta kosti hef ég engan pólitíkus, sem stendur fram- arlega í flokki, heyrt segjast vilja gefa konu eftir sæti sitt. En þetta er útúr- dúr og skiptir ekki meginmáli. Hitt skiptir meginmáli að gaum- gæfa þær leiðir sem til greina koma fyrir konur til að fá þau eðlilegu og sjálfsögðu völd sem þeim ber í þjóð- félaginu. Og þá fer bæði karla og konur að greinaá. Þrjú sjónarmið Aðallega eru það þrjú sjónarmið sem uppi eru. Fyrst það að konur skuli vinna enn betur en áður að því að koma sér á framfæri og sem hæst í valdakerfi þeirra pólitísku flokka sem starfa í landinu. í annan stað eru þeir sem telja þá leið illfæra og ef til vill ófæra. Pólitísku flokkarnir séu það sterkar og vallgrónar karlveldis- stofnanir að valdhafarnir þar muni fara létt með að halda konum í hæfi- legri fjarlægð og valdalausum innan flokkanna jafnvel þó að virkum konum fjölgaði þar eitthvað og þeim yrðu falin ábyrgðarstörf í talsverðum Kjallarinn Helga Sigurjónsdóttir mæli, s.s. formennska í nefndum og ráðum eða seta á Alþingi og í sveitar- stjórnum. Sumar konur í þessum hópi telja sig þó enn geta átt samleið með sínum flokkum en eru hlynntari kvennaframboði sem lið i því að kenna pólitískri flokksforystu ákveðna lexíu í þeirri von að afstaða þeirra til kvenna breytist. Þriðja sjónarmiðið er svo það að enginn hinna pllitísku flokka hafi þannig stefnu og starfshætti að sé í nægilega miklu samræmi við þá póli- tík sem þær eru sem óðast að móta. Ekki aðeins hér á landi heldur hvar- vetna í þeim löndum þar sem kvenna- hreyfingin nýja hefur fest rætur. Pólitík þessi hefur enn ekki hlotið viðurkennt nafn. Við erum margar sem viljum kalla hana kvennapólitík sem byggist á kvennamenningu. Öðrum finnst það of þröng skil- greining og hræðast jafnvel þessi orð telja að þau geti valdið misskilningi. Hvað um það, við getum allt eins nefnt þessa pólitfk (eða hugsjónir) mannúðarpólitík eða lífspólitík. Að vísu er að finna i stefnuskrám fiokkanna margt sem er í góðu sam- ræmi við þessa pólitfk, sérstaklega í stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Framkvæmdir og viðhorf of margra í þeim flokki eru aftur á móti I svo hrópandi mótsögn við kvenna- eða mannúðarpólitíkina að um þá má segja eins og Hallgrímur Pétursson sagði forðum um toppmennina í hinu forna gyðinglega karlveldi: „Hræsnarar þeir sem hrekki og synd hylja þó undir frómleiksmynd” Konur geta sameinast Af starfi mínu í sumar að undir- búningi kvennaframboðs í Reykjavík tel ég ljóst að þær konur sem aðhyll- ast tvö hin síðari sjónarmið, geti og vilji vinna saman að framgangi kvennapólitíkur (mannúðarpólitíkur) sem tekur mið af reynslu og lífi kvenna og miðar að því að breyta þeim lífsskilyrðum sem tækni- og vísindahyggja karlveldisins hefur þröngvað öllu mannkyni inní. Hvort sem einhverjar af þessum konum hyggja á að starfa síðar með sínum gamla flokki skiptir ekki höfuðmáli eins og sakir standa. Þær eins og hinar sem gert hafa endanlega upp og sagt skilið við flokkapólitík karlveld- isins eins og hún leggur sig, finna og skilja að eigi að stemma stigu við mannfjandsamlegri drápspólitík valdhafa heimsins, hvort sem þeir teljast kapítalistar eða sósíalistar, er ekki nema um eitt að velja. Að láta þá sem ekki hafa skapað þennan heim heldur reynt að gera lífið í honum eins bærilegt og unnt er fá Flest félög innan ASÍ, sem áttu aðild að sameiginlegri kröfugerð Alþýðusambandsins og stóðu að sameiginlegum viðræðum um samningamál undir forsæti ASÍ- forystunnar, hafa nú fjallað um hið óvænta skammtímasamkomulag. Hjá sumum félaganna hefur fundar- sókn verið með eindæmum slæm. Hjá öðrum hefur stór hluti fundar- manna ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins — setið hjá. Hjá enn öðrum hefur samkomulagið verið samþykkt með 3—5 atkvæða mun. Á fundi í verkalýðsfélagi Eskifjarðar var samkomulagið samþykkt með því, að einn félagsmaður greiddi því at- kvæði. Allir aðrir sátu hjá! Þessar undirtektir verkafólks virðast hafa komið ASÍ forystunni í opna skjöldu. Svo er að sjá, sem Ásmundur Stefánsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björn Þórhallsson og þeir félagar hafi vænst þess, að verkafólk tæki því með húrrahrópum og lófataki þegar sú ákvörðun var tekin af innsta kjarna ASÍ- forystunnar fyrir tilstilli forseta og varaforsta sambandsins að hafa forystu um að öllum kröfugerðum verkalýðshreyfingarinnar skyldi ýtt út af samningaborðinu — þeim blásið burtu eins og rykkornum — og í staðinn gert samkomulag um hluti. sem engum hafði einu sinni dottið í hug að orða í félögunum. Svo sannfærðir voru þessir menn um að verkafólk vildi nú engu fórna fyrir bætt kjör og almenningur yrði því úrræði fegnastur, að menn framlengdu bara úrræðaleysið, að þeir töldu sig ekki einu sinni þurfa að hafa samráð við 72ja manna samninganefnd ASÍ um efni bráða- birgðasamkomulagsins, heldur stilltu samninganefndarmönnum einfald- lega upp við vegg eins og frammi fyrir aftökusveit, þegar 72ja manna nefndin kom til Iöngu boðaðs fundar i Reykjavík, þar sem átti að marka stefnuna I samningamálunum. Þegar sá fundur kom saman var ASÍ- forystan búin að ganga frá öllum hlutum þannig, að samninganefndar- menn höfðu ekki lengur neitt val — urðu bara að beygja sig fyrir gerðum hlut. Og forystan hélt að hún yrði hyUt fyrir vikið af alm^nnu félagsfólki 'verkalýðsfélaganna! Niðurstaðan er ekki aðeins áfall fyrir ríkisstjórnar- meirihlutann í Alþýðusambandinu, sem var þarna að semja við sig sjálfan, heldur til vitnis um það hyldýpi, sem orðið er milli launa- fólksins annars vegar og hinnar há- skólamenntuðu forystusveitar þess hins vegar, sem sjálf starfar á allt öörum kjörum og út frá allt öðrum forsendum, en fólkið I verkalýðs- félögunum. „Auðvitað harðneita allir þessir menn því, að póli- tik hafi verið með í spilinu, þegar þeir ákváðu án samráðs við samninganefnd ASÍ að henda öllum kjara- kröfum sambandsins fyrir björg fyrir 3,25% — en þeim yfirlýsingum trúir enginn maður,” segir Sighvatur Björgvinsson, sem telur „tölvur” á toppnum í ASÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.