Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981.
7
>ctt ctu FKrryin«u IOn»u
ifla ftcnnan cfUlivOu linn
Ida. Undanþ**» F«crcyin*a
Lesendur
Lesendur
Um laxveidar Færeyinga:
Eru f rændur f rændum verstir?
—sitt sýnist hverjum
Grimur Guttormsson skrifar:
Mig langar til þess að koma á
framfæri mótmælum vegna orða
Jakobs V. Hafstein, á baksíðu Dag-
blaðsins & Vísis 26. nóvember sl. í
þeirri grein lætur Jakob að því liggja,
að Færeyingar hafi veitt 900 tonn af
íslenzkum laxi.
Hið sanna í málinu er að síðastliðið
sumar voru íslendingar í Færeyjum
að kanna laxveiðar Færeyinga.
Athugaðir voru 8000 laxar af 700
tonnum og þar af var möguleiki á að
7 laxar væru frá íslandi. Voru þeir
sendir til íslands til rannsóknar og
reyndist enginn þeirra vera íslenzkur.
Þetta er sami áróðurinn hjá Jakobi
V. Hafstein og hann beitti gegn fær-
eyska skipinu sem var á Akureyri í
sumar. Jakob sendi þá lögregluna á
Akureyri um borð f skipið á þeim for-
sendum að það væri með 60 tonn af
laxiílestinni.
Það kom í ljös að í skipinu var alls
enginn fiskur af neinu tagi enda
hafði skipið verið á leið á þorsk-
veiðar, þegar það kom við á Akureyri
vegna vélarbilunar.
í öllum sínum skrifum um lax-
veiðar Færeyinga hefur Jakob Haf-
stein aldrei gert greinarmun á réttu og
röngu, heldur hlaupið í fjölmiðla
með hvaða fleipur sem er.
Þetta eru einkennileg vinnubrögð
hjá manni, er á sæti í nefnd, sem ætl-
að er að rannsaka ástæðurnar fyrir
hruni íslenzka laxastofnsins, hvað
eru staðreyndir í sambandi við lax-
veiðar Færeyinga og hvort þeir eiga
hlut að máli hvað það hrun varðar.
Tromp Jakobs V. Hafstein á að
vera að útiloka Færeyinga frá veiðum
á íslenzkum miðum, en sá kvóti er nú
ekki meiri en svo að ef Færeyingar
bæta við sig nokkrum tonnum af
laxi, myndi það vega upp á móti.
Ég vil til gamans geta þess, að
bróðir minn heitinn, Absalon Eyst-
uroy, stóð fyrir færeysku söfnuninni
DV greinin, sem birtist i blaðinu 26. nóv. sl. og bréfritari vitnar i.
Vestmannaeyingum til handa, þegar
gaus i Eyjum.
Hann var einnig formaður meist-
arafélags Færeyinga á sínum tíma, og
þegar þorskastríðið stóð sem hæst,
lét hann taka fyrir alla viðgerð á
brezkum togurum sem höfðu verið á
íslandsmiðum.
Færeyingar voru jafnframt fyrstir
allra til þess að viðurkenna íslenzka
200 mílna fiskveiðilögsögu.
Við væntum sanngirni af frændum
okkar og finnst við eiga kröfu á því.
Sjónarmið
Jakobs V. Hafstein:
,,Ég á ekki staf í fyrirsögninni um
þessi 900 tonn. Það er fréttamanns-
ins, Atla Steinarssonar,” sagði
Jakob V. Hafstein, þegar honum
hafði verið lesið bréf Gríms Gutt-
ormssonar, „en allt annað, sem
kemur fram í bréfi Gríms er meira
eða minna misskilningur og málinu
óviðkomandi.
Það alvarlega er sú staðreynd að
Færeyingar veiða á ársgrundvelli
rúmlega 1000 tonn af laxi, sem er um
5-föld ársveiði íslendinga á góðu lax-
veiðiári.
Eftir þvi sem ég kynnist málflutn-
ingi Gríms betur og framferði Færey-
inga í þessum efnum, sannfærist ég
enn betur um fiskiræktarlegan ráns-
feng þeirra, frá íslendingum, Norð-
mönnum, Svíum, Skotum og írum.
Þetta er mergurinn málsins,” lauk
Jakob máli sínu.
Rétt til upprifjunar skal þess getið
að Jakob V. Hafstein er í þriggja *
manna nefnd, er landbúnaðarráð-
herra, Pálmi Jónsson, skipaði „til
þess að leita færra leiða til könnunar
á hlutdeild íslenzka laxastofnsins í
afla þeirra þjóða, sem laxveiðar
stunda á norðaustanverðu Atlants-
hafi”, eins og segir í skipunarbréf-
inu. Hinir nefndarmennirnir eru:
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður
nefndarinnar og formaður Lands-
sambands veiðifélaga, og dr. Björn
Jóhannesson. -FG.
Laxveiði í sjó ieikur íslendinga grátt:
Hafa Færeyingar veitt
900 tonn af ísl. laxi?
- Nefnd sem kamiar Hrun ísL bxastofnsins vill a» öHum fiskveiJlsamningum
Færeyinga hér við land verði sagt upp
NÝR
UTMYNDAUSTI
ÓKEYPIS
Komið, hringið eóa skrifiö
og fáiö nýja MICROMA
litmyndalistann ókeypis.
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISTARl
LAUGAVEGI39 REYKJAVÍK SÍM113462
BAKARÍ - MÖTUNEYTI
Til sölu ýmsar vélar og hlutir úr bakaríi, þar á meðal tvær
Hobart hærirvélar, Rondo útrúllingsvél, brekkuvél og
gufuketill.
Uppl. í síma 51208 og 78708, eftir kl. 19.00 í dag og næstu
daga.
Bankastræti 8 — Sími 27510
• Spilar hvaða lag sem
er með aðeins einum fingri.
• Engin sérstök þjálfun
eða hœfileiki nauðsynlegur
OPIÐ TIL KL. 4 Á MORGUN
í : 3 BY G G 1 Nl GAY 0R1 I r)
HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600.
BUCHTAL
Eigum nú fyrirliggjandi flestar gerðir af
hinum viðurkenndu v-þýsku vegg- og
gólffUsum, fyrsta flokks vara á viðráðan-
legu verði.
Ath. að Buchtalflísarnar
eru bœði frostheldar og
eldfastar.
Ótrúlega hagstœðir greiðslu-
skilmálar, allt niður f 20% út-
borgun og eftirstöðvar til allt
að NÍU mánaða.
Opið mánud.—miðvd. 8-18
opið fimmtudag 8-22
opið föstudag 8-22
opið laugardag 9-16
•
INNKEYRSLA FRÁ
FRAMNESVEGI
Ævar R. Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA
Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR
ÁJÖRÐU
■
Síðan sögur hófust hafa lifað frásagnir
um fólk, sem öðlaðist þekkingu án að-
stoðar skynfæranna. Þessi óvenjulega
bók hefur að geyma fjölda sagna af
slíku fólki, dularfullar furöusögur, sem
allar eru hver annarri ótrúlegri, en einnig
allar vottfestar og sannar.
Enginn íslendingur hefur kynnt sér
þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar-
an. Þessar óvenjulegu sögur bera því
glöggt vitni hve víða hann hefur leitað
fanga og hve þekking hans á þessum
málum er yfirgripsmikil.
Ruth Montgomery er vel kunn hér á
landi af fyrri bókum sínum: „Framsýni
og forspáC, „í leit aö sannleikanum“ og
„Lífið eftir dauðann“. Þessi bók hennar
er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti
hennar fjallar um þaö, sem höfundur-
inn kýs að kalla „skiptisálir“ og hlutverk
þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru
meðal okkar, háþróaðar verur, sem hafa
tileinkað sér Ijósa vitund um tilgang lífs-
ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á
meðal okkar og leitast við aö hjálpa
okkur. Þetta fólk leitast við að þroska
meö okkur lífsskoðun, sem stuðlar að
kjarki og góðleika.
SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SE
SKUGGSJA BÓKABÚO OLIVERS STEINS SF