Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Page 8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Afbragð! Lögreglan! voru fegiiisorð Doziers hershöfðingja, sem hélt þó að sín hinzta stund væri upp runnin, því að byssu var beint að höfði hans, þegar lögreglan brauzt inn í f elustað Rauðu herdeildanna ff James Dozier hershöfðingja var bjargað ómeiddum úr höndum hryðjuverkamanna Rauðu herdeild- anna í gærkvöldi eftir sex vikna prísund. Við iæknisskoðun í gær- kvöldi lék honum einungis hugur á að vita eitt: Hve fljótt hann gæti hafið störf aftur í NATO-herstöðinni? Fölur og tekinn enheill á húfí Hershöfðinginn virtist fölur og tekinn eftir fangavistina en að öðru leyti við góða heilsu. Kona hans Judith og dóttir þeirra Cheryl voru staddar í V-Þýzkalandi þegar fréttist um björgun hans en flugu með her- flugvél strax í gærkvöldi til þess að hitta hann. Ronald Reagan, sem fyrir aðeins tiu dögum sagðist ekki vita hvort hershöfðinginn væri iífs eða liðinn, var meðal þeirra sem hringdu í Dozier til að færa honum hamingju- óskir sínar. — „Við samgleðjumst öll fjölskyldu hans þegar hann hefur nú verið heimtur úr helju,” sagði for- setinn við blaðamenn. „Frelsun hans er fagnaðartíðindi okkur öllum, sem trúum á lög og rétt til verndar frelsi okkar.” Dozier verður í sjúkrahúsi til læknisrannsóknar fyrst um sinn. James Dozier hershölóingi var fangi Rauðu herdeildanna i sex vikur, og safnaöi á meðan alskeggi, en varð fyrst fyrir eftii frclsunina í gær að biðja um rakstur og klippingu. Handfíjótt úrvalslið Það var tíu manna flokkur úr úr- valsliði ítölsku lögreglunnar, sérstak- lega stofnað til höfuðs hryðjuverka- mönnum, sem fann hershöfðingjann í áhlaupi á íbúð í bænum Padúa, sem er skammt frá Verona, þar sem hers- höðingjanum var rænt. Þeim hafði verið bent á íbúðina sem hugsan- legan felustað Rauðu herdeildanna en þindarlaust hefur verið leitað i samræmi við slíkar ábendingar undanfarnar sex vikur. Lögregluflokkurinn kom hryðju- verkamönnunum að óvörum. Svo snöggir voru mennirnir að brjóta sér leið og ryðjast inn í íbúðina að allt var um garð gengið á einni og hálfri mínútu. Einn hryðjuverkamannanna beindi skammbyssu að höfði hers- höfðingjans þegar að honum var komið, en hann var sleginn niður með byssuskefti áður en hann fékk gert gísl sínum mein. Fimm hryðju- verkamenn voru í ibúðinni, þrír karlar og tvær konur. ARMENAR MYRTU , TYRKNESKAN DIPLO MAT í LOS ANGELES — Lögreglan telur sig vera á slóð hryð juverkahópsins Lögreglan i Los Angeles hafði hendur i hári fjögurra manna, aðeins nokkrum stundum eftir að aðalræðis- maður Tyrkja í Los Angeles var myrtur. í simhringingu var morðinu lýst á hendur öfgasamtökum Armena. Fjórmenningarnir eru í haldi til yfir- heyrslu en engar ákærur hafa verið birtar þeim ennþá. Á meðan leitar lög- reglan tveggja flugumanna sem skutu tylft skota inn í bifreið Kemal Arikan konsúls, þar sem hann i gær var á leið í umferð borgarinnar en hafði beðið við umferðarljós. Hinn 54 ára Arikan er tveggja barna faðir en var einn á ferð í bílnum. Hann mun hafa látizt samstundis. Féll hinn látni fram á stýri bílsins, sem ók af stað, rakst á kyrrstæðan bíl en stöðv- aðist á tré. Furðu lostnir horfðu vegfarendur á morðingjana hlaupa niður hliðargötu og varpa frá sér byssunum. Þeim er lýst sem mönnum um hálfþrítugt. Eiginkonu hins ntyrta bar að fljót- lega og bar kennsl á mann sinn í gegnum brotinn bílgluggann og sundurgataða hurðina, áður en lögreglumenn leiddu hana burt. Eitt af blöðum borgarinnar fékk upphringingu ntanns sem lýsti drápinu á hendur „réttlætishefnendum armenska þjóðarmorðsins”, en öfga- samtök þau hafa staðið að sprengju- tilræðum í Los Angeles og morðum á Tvrkjum í París. Lögreglan í Los Angeles telur sig luma á nokkurri vit- neskju um félaga í þessum samtökum, sem segja að Tyrkir hafi myrt 1,5 milljónir Armena í fyrri heimsstyrjöld- Hershöfðinginn hafði legið bund- inn á bedda inni í tjaldi, sem slegið hafði verið upp í íbúðinni „Afbragð! ÓK, lögreglan!” varð honum að orði þegar hann sá bjargvætti sína. Úti fyrir höfðu leyniskyttur lögreglunnar blandað sér í hóp veg- farenda en til þeirra kasta kom þó aldrei. Hinir tíu skutu sundur lás íbúðarinnar og ruddust inn, íklæddir skotheldum vestum. Strax í forstof- unni yfirbuguðu þeir einn hryðju- verkamanninn. Hinir fjórir voru inni í stofunni þar sem Dozier var geymd- ur. Leitin að Dozier er sú umfangs- og viðamesta sem lögreglan hefur gert út á Ítalíu en hún beindist þó fyrst og fremst að Veróna og nágrenni. í Veróna og úthverfum, var leitað hús úr húsi. Fjöldi meintra félaga Rauðu herdeildanna var handtekinn. Ekkert fannst þó sporið sem rekja mætti til Dozier. En snemma í gær barst lögreglunni ábending frá heimild sem hún fæst ekki til að upplýsa hver sé. Það reyndist traust heimild. „Þegar lögreglan ruddist inn var byssu beint að höfði mér og ég var þess handviss að runnin væri upp mín síðasta stund,” sagði Dozier hers- höfðingi síðar. Þegar hann var kom- inn í öruggar hendur varð honum fyrst fyrir að biðja um rakstur og klippingu, en honum hafði safnazt alskegg í prísundinni. inni. Er nú hafin leit að meintum félögum í samtökunum. Sukru Elekdag, sendiherra Tyrk- lands í Washington, sagði að þessi „handahófskenndi, hugleysislegi og tilgangslausi verknaður sýndi að hryðjuverkamenn Armena hefðu komið sér fyrir i Bandaríkjunum.” Sagði hann að honum og Arikan hefði margsinnis verið hótað lífláti. Eldsprengju var varpað að heimili Arikans í Bel Air í Los Angeles fyrir ári en þá sakaði engan. Sprengja olli tjóni í ræðismannsskrifstofum hans í nóvember síðasta. Fyrri aðalræðis- maður Tyrklands í Los Angeles, Mehmet Baydar, og vararæðismaður- inn, Bahadir Demir, voru skotnir til bana á hóteli i Santa Barbara i janúar 1973. Mæðgurnar Cheryl og Judith Dozier voru staddar i V-Þýzkalandi, þegar þær fengu fréttirnar af frelsun hershöfðingjans og flugu strax til ítaliu. IRA-menn brottrækir Tveir stuðningsmenn írska lýðveldis- hersins IRA voru í gær gerðir brott- rækir úr Bandarikjunum og fluttir til Kanada. Mennirnir tveir, Owen Carron, þingmaður og Danny Morri- son, útgefandi á vegum Sinn Fein stjórnmálaarms IRA, eiga yfir höfði sér málsókn vegna tilraunar til að korn- ast inn í Bandaríkin á fölskum vega- bréfum. Þeir voru látnir lausir gegn 20 þúsund dollara tryggingu með því for- orði að þeir mættu fyrir rétt í Banda- ríkjunum i marz nk. Þeir sögðust ekk- ert hafa að óttast við réttarhöldin, en ef þeir verða fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og 20 þúsund dollara sekt. Carron og Morrison hafa verið í haldi í eina viku. Þeir sögðust hafa ætl- að að svara málflutningi lan Paisleys, leiðtoga norður írskra mótmælenda, en honum var sem kunnugt er neitað um vegabréfsáritun til Bandarikjanna. Reagan lítt hrifinn af djörfu myndun um. Reganlítthrifinn afdjörfum kvikmyndum Regan forseti gagnrýndi núna á dögunum nútímakvikmyndir og varð þá að orði: „Ég kunni betur við það þegar leikararnir voru í fötunum.” Sjálfur lék hann í um 50 kvik- myndum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Samt segir hann um þann sið, að endursýna gamiar myndir í sjónvarpinu — og þar á meðal hans eigin: „Það eru léleg dagskráratriði.” Hann minnist þess með eftirsjá, að í kvikmyndum áður voru ekki einu sinni hjón látin sjást saman í rúmi. Dæmdirfyrir þingmannsmorð Þrír arabískir bræður, allir drúsar, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi i Jerúsalem nú í vikunni fyrir morð á bedúinahöfðingja, þingntanni í lsraelsþingi fyrir ári. Bræðurnir eru synir sjeiks, sem tók sæti hins myrta á þingi, að honurn föllnum. Morðið spratt upp af deilum milli höfðingjanna, Sem í upphafi kjörtímabils höfðu samið um að skiptast á við setu á þinginu, cn bedúíninn vildi síðan ekki víkja l'yrir hinum eins og um hafði verið samið. Mikið atvinnu- leysiáSpáni Atvinnuleysi á Spáni er með því mesta sem gerist í ríkjum Vestur- Evrópu. í Iok siðasta árs voru 1,74 milljónir manna atvinnulausir þar í landi eða 13,57 prósent af vinnu- aflinu i landinu, samkvæmt tölum spænsku vinnumálastofnunarinnar. 1 árslok 1980 var tala atvinnulausra 1,42 milljónir en náði hámarki um mitt síðasta ár 1,78 milljónir. Baráttan gegn atvinnuleysinu hefur verið forgangsverkefni stjómar Calvo Sotello sem hefur lofað að skapa um 350 þúsund ný atvinnu- tækifæri á þessu ári. Það loforð er hornsteinn þess samkomulags sem hann gerði við atvinnurekendur og verkalýðsfélögin í júní sl. um að takmarka kauphækkanir á þessu ári við 11%. Atvinnuleysi er mest í þjónustu- greinum og meðal þeirra ungmenna sem eru að koma í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn. Finnarnir eru litt hrifnir af kuidanum, en þessi norski embættismaöur glottir yfir 46 gráðu gaddi. Ofkaltfyrir Finnana Utn 600 finnskir verkamenn sneru heim frá Rússlandi i fyrradag, þar sem þeir hafa unnið að verkefnum fyrir Sovétmenn. Þeir höfðu lagt nið- ur vinnu i mótmælaskyni við að þurfa að starfa utandyra i allt að 25 gráðu gaddi. Alls störfuðu í bænum Kostamus um 1800 Finnar, en um 1000 þeirra fóru í verkfall (í viku) í mótmæla- skyni við útivinnu i slíkum kulda. í Finnlandi er venja, að útivinna falli niður, þegar frostið fer niður fyrir 20 gráðu markið. Finnarnir i Kostamus buðust til þess að vinna i allt að 22 gráðu kulda, en ekki þegar kaldara væri. — Sovézkir verkamenn fá ekki frí frá útivinnu, fyrr en frost- ið er komið í 45 gráður á Celsíus. Samdráttur hjá fljótaprömmum Bonnstjórnin hefur ákveðið að reyna að hætta við frágang nýs skipa- skurðar sem tengir Rín og Dóná, þvi spáð er miklum samdrætti í umferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.