Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 10
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Utlönd
IND-
LAND
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982.
SPiLUNG SEM NÆR UT
YFIR GRÖF OG DAUÐA
Begin sekir Khomeini YOfXi en Aralat
vlngast vid andófsmemi i útíegó
Nýlega birti dagblað nokkurt í
Nýju Delhi stutt lesendabréf sem
sýnir á nöturlegan hátt þá ofboðslegu
spillingu sem nú rikir á Indlandi.
I bréfinu klaga syrgjandi ættingjar
yfir óvæntum töfum sem urðu á lik-
brennslu og stöfuðu af því að sá sem
seldi þeim viðinn i kistuna hafði
gegnvætt viðinn með vami, en hann er
seldur eftir vigt. Báðu ættingjarnir
viðkomandi yfirvöld að koma í veg
fyrir frekari svik og spillingu í þessum
málum.
En þar sem „viðkomandi
yfirvöld” eru sjálf hluti af gjörspilltu
þjóðfélagi er meira en hæpið að þau
vildu skipta sér af málinu — jafnvel
þótt þau læsu bréfið. Viðurinn svikni
er þeim bara sem dropi í hafið.
Indverskt þjóðfélag er gegnumsýrt
af spillingu og eru allir sammála um
að ástandið hafi aldrei verið verra en
nú. Fyrrverandi sendiherra Banda-
ríkjanna á Indlandi orðaði það
þannig að þarna virtist stjórnleysi
geta gengið, en margir Indverjar
óttast að ekki einu sinni það geti
gengið lengur.
— Spillingin er nú komin á það stig
að það þykir ekki lengur neinn
hnekkir þótt myrkraverkin komist
upp, segir stjórnmálamaður sem
reynir ekki að sverja af sér sinn þátt í
spillingunni. Hann segir ennfremur
að það þýði ekkert að taka þátt i
stjórnmálum nema viðkomandi
myrtir þúsundum saman.
viðurkenni spillinguna sem sjálf-
sagðan hlut.
Óþarfíað skammast sín
Það vantar heldur ekki að upp
komist um persónulega spillingu.
Daglega birta blöð og tímarit dæmi um
hana —■ birta nöfn þeirra sem flæktir
eru i hneykslismál ásamt óyggjandi
sönnunum. Oft eru það háttsettir em-
bættismenn sem í hlut eiga.
— 1 venjulegu þjóðfélagi myndu
yfirvöld strax krefjast rannsóknar á
þessum málum. Einnig yrði við-
komandi embættismanni strax vikið úr
embætti, segir indverskur blaðamaður
og kennari við blaðamannaháskóla. —
En hér gerist ekkert. Menn kippa sér
ekki einu sinni upp við slíkt.
Blaðamaðurinn álítur að hér þurfi
ckki rannsóknarblaðamanna við, sem
vinna að því að Ijóstra upp spilling-
unni lieldur blaðamanna sem reyna að
linna skýringu á þjóðfélagskerfi sem
leggur opinberi. blessun sína yfir hana.
Spillingin er yfirvöldum svo eðlileg
að jafnvel ráðherrar hafa orðið
milljónamæringar á ólöglegum við-
skiptum og svikum. Einn af þeim ráð-
herrum sem mest hefur verið ásakaður
fyrir slíkt greiddi tímariti í Nýju Delhi
tæpar 200.000 krónur fyrir að birta
lofgrein um sig. Hann skrifaði siðan
upphæð þessa á opinberan reikning og
var greiðslan flokkuð undir útgjöld i
sambandi við ráðgefandi þjónustu.
Ný lög stuðla að
enn meirí spillingu
Opinber þjónusta fæst aðeins með
mútum. Þeir sem mikils mega sín geta
grætt þúsundir króna á „veittri
þjónustu”. Aðrir verða að láta sér
nægja minna. Menn verða jafnvel að
greiða lestarvörðum aukaskilding fyrir
að fá það sæti í Iestinni sem miðinn
segir til um.
Ný kosningalög hafa nú hrundið af
stað enn alvarlegri spillingu sem
veldur nánari samvinnu stjórnmála-
manna, iðnjöfra og undirheimakónga.
Samkvæmt þessum lögum má
kostnaður í sambandi við kosninga-
baráttu ekki fara upp fyrir vissa
upphæð , en hann er a.m.k. tíu sinnum
hærri en hámarksupphæðin leyfir. Stór
hluti af kosningabaráttu frambjóðenda
er því greiddur með ólöglegum hætti og
er ekki óalgengt að þekktir glæpamenn
„styrki” frambjóðanda gegn því
skilyrði að hann sjái í gegnum fingur
sér við þá ef hann nær kosningu.
Nýju Iögin banna líka framlög at-
vinnurekenda en afleiðing þess er sú að
iðnrekendur gefa í kosningasjóði gegn
loforði frambjóðenda um að hygla
fyrirtækjum þeirra að kosningum
loknum.
ísraelsmenn selja Ayatollah Khom-
eini í íran varahluti í flugvélar og
skriðdreka ásamt skotfærum. Það er
þessi birgðasala sem hefur leitt til
þess að írönum vegnar nú betur í
stríði sínu við íraka í Khuzitan.
Þessar fréttir birtust í janúarútgáfu
mánaðarritsins ,,The Middle East”.
Ritið byggir fréttina á langvarandi
könnun sem leitt hefur í Ijós að
umfangsmikil vopnasala fer fram á
milli Begins og Khomeinis.
Það er þessi vopnasala sem hefir
leitt til þess að samband Khomeinis
við Yassir Arafat, leiðtoga frelsis-
hreyfingar Palestínumanna, PLO,
fer mjög kólnandi. Arafat var einn af
þeim fyrstu sem fóru til Teheran til
að óska Khomeini til hamingju með
íslömsku byltinguna. Sem sönnun
fyrir órjúfandi vináttu þeirra tók
Arafat að sér forstöðu ísraelskrar
viðskiptanefndar í Teheran og
dró fána fsraels og Palestinumanna’
að húni fyrir utan bústað hennar.
Arafat lét mynda sig á svölunum og
áttu fánarnir að tákna að íslamska
byltingin stuðlaði að því að
Palestínumenn endurheimtu hluta af
sínu forna föðurlandi.
Lýstu yfír stuðningi
sínum við Mujahedin
En á meðan öryggisverðir Khom-
einis fóru herferð gegn andófsmönn-
um í september í fyrra fóru útsend-
Irönum 250 hjólbarða áPhanton-her-
þotur þeirra sem byggðar eru i
Bandaríkjunum.
Sýríenzkur vopnasali
snuðaði Khomeini —
öruggaraað verzla
við ísraelsmenn
The Middle East fullyrðir ennfrem-
ur að ísraelsmenn hafi ennfremur
annazt sölu á varahlutum í ameríska
M-60 skriðdreka, vél í M-48 skrið-
dreka og vélum í Scorpion skriðdreka
sem eru brezkir að gerð.
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC
komst í skýrslur sem sýndu að þessir
varahlutir voru fluttir með vöru-
flutningabíl til Nimes-flugvallarins í
S-Frakklandi 24. okt. 1980. Síðan
var þeim komið um borð í DC-8 þotu
frá Luxemborgar flugfélaginu Cargo-
lux. (Sbr. greinar Helgarpóstsins um
hergagnaflutninga Cargolux til Mið-
austurlanda, 28. ág. og 4. sept. sl.)
Frönsk yfirvöld merktu vöruna sem
borgaralega og var henni síðan
flogið til Teheran.
í febrúar 1981 hafði sýrlenzkur
vopnasali, Ahmed Sarabki, rúmar
500 milljónir króna af írönskum yftr-
völdum í sambandi við vopnakaup
sem fara áttu fram í gegnum Brasilíu.
Það hefur þvi verið mun öruggara
fyrir frani að verzla við hina traustu
ísraelsmenn.
arar PLO frá Teheran og tóku upp
viðræður við Bani Sadr, hinn land-
fiótta fyrrverandi forseta írans, og
leiðtoga Mujahedin skæruliða,
Rajavi. Fóru fundir þeirra fram i
París og samtímis gaf PLO í Beirút út
stuðningsyfirlýsingu við „bræður
okkar og systur” í Mujahedin.
Mikilvægustu upplýsingarnar um
leynilega vopnasölu milli Tel Aviv
og Teheran fengust í júlí í fyrra eri
flutningavél af gerðinni C134
hrapaði í Kákasusfjöllunum eftir að
sovézk herþota reyndi að stöðva
hana. The Middle East segir að flug-
vélin hafi þá verið í þriðja leiðangri
sínum af 12 áætluðum ferðum með
vörur frá ísrael til frans. Vó farmur
hennar 360 tonn og var vopnaflutn-
ingur þessi að andvirði 270 milljónir
króna. Svisslendingurinn Andreas
Jenni sem átti nána samvinnu við
hinn brezka flugstjóra vélarinnar
sagði eftir slysið að hann hefði fengið
tæpar sex milljónir króna í fyrirfram-
greiðslu fyrir farminn.
ísraelskt fyrirtæki í London gekk
frá flutningunum.
Bæði fsrae) og íran hafa reynt að
bera þessar upplýsingar um leynilega
vopnasölu á milli landanna til baka.
En The Middle. East vitnar líka í
bandarískar heimildir sem sýna að
fsraelsmenn hafa selt Khomeini
vopn. Fyrrverandi starfsmaður
bandariska utanrikisráðuneytisins
staðfesti I ágúst 1980 að a.m.k. ein
hergagnaafhending hefði farið fram.
ísrael hafði snúið sér til Bandaríkj-
anna í sambandi við söluna. afhendinguna, segir starfsmaðurinn.
— Þeir sneru sér ekki til okkar Seinna fengust heimildir fyrir því
fyrr en þeir voru komnir af stað með að á þessum tíma seldu ísraelsmenn
Þessi mynd var tekin á maðan aiit lék i lyndl é milli Khomektis og Ara-
fats. En nú hefur Arafat anúbct é sveif með þeim sem steypa vilja
stjórn Khomeinis af stóM.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982.
11
VIÐTAUÐ:
..MIKILL HELGIDOMUR...
—... að leika Sölku Völku,” segir Guðrún Gísladóttir leikkona
,,Það er óhætt að segja að þetta sé
mjög dramatískt hlutverk og það er
ákaflega krefjandi. En ég hef ekki
ennþá gert mér grein fyrir því á hvaða
hæfileika mína reynir. Það er kannski
fyrst og fremst ástæða til þess að
skrökvaekki neinu í þessu hlutverki.”
Þessi orð mælir Guðrún Gisladóttir
leikkona og á við hlutverk sitt í
sýningu Leikfélags Reykjavikur á
Sölku Völku Halldórs Laxness. Hún
leikur þar sjálfa Sölku, en leikritið var
frumsýnt við frábærar undirtekir
áhorfenda í gærkvöldi.
„Það er óskaplega erfitt að útskýra
það hvernig persóna Salka Valka er.
Hún er mjög óljós — og eflaust er hún
jafn óljós persónuleiki og ég er sjálf.
Hún er bæði sterk og veik, falleg og
ljót og að mínu mati ákaflega
mannleg.”
Slíkur persónuleiki sem Salka er
ætti því að vera til í raunveruleikanum?
„Já, það held ég að sé óhætt að
fullyrða. Ég þekki persónulega
nokkrar sem búa yfir svipuðum eigin-
leikum og hún gerir.”
Um hvað fjallar leikritið?
„Það fjallar um Sölku (að sjálf-
sögðu) og líf hennar í litlu sveitaþorpi á
fyrri hluta þessarar aldar. Þetta er
stúlka sem á erfiða æsku og er dálílið
feimin, en á endanum brýtur hún af sér
þá fjötra og verður, ef svo má. að orði
komast, frjáls — sem fléttast inn í störf
hennar: Fyrst er hún ósköp venjuleg
fiskistúlka, en verður seinna meir báts-
eigandi.
Síðan fléttast ástin óneitanlega inn í
atburðarás leikrisins. Hún verður ást-
fangin, hún elskar.”
Hvernig er að leggja texta Laxness
sér i munn?
„Textinn er náttúrlega allur tekinn
Guðrún í hlutverki Sölku á sviði Iðnó.
Myndin er tekin á æfingu.
_ DV-mynd Bjurnlcifur.
Geysismálið:
Áhrif raufar-
innar á gos-
virkni könnuð
„Við höfum
óskað álitsgerðar
sérfróðra manna
um hvaða áhrif
raufin hefur á gos-
virkni Geysis,”
sagði Hallvarður
Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóti
er DV leitaði frétta
af stöðu rann-
sóknar Geysis-
málsins.
, .Yfirheyrslur
eru langt komnar.
Ég á von á því að
málið verði sent
ríkissaksóknara til
ákvörðunar innan
skamms,” sagði
Hallvarður.
-KMU.
Rannsóknarlög-
reglan hefur óskað
álitsgerðar sér-
fróðra manna um
hvaða áhrif raufin
umdeilda hefur á
gosvirkni Geysis.
DV-mynd
Friðþjófur.
, yxyyfœiny
Fæstí apótekinu. ~
EÐLlLEGAR
HÆGDIR
úr bókinni og er því ómengaður að þvi
leyti. Þetta er upprunalegur texti
skáldsins. Þetta er ákaflega góður texti
og það er gaman að segja hann. Hann
nýtur sín mjög vel á sviði. Og þó þessi
texti sé orðinn um 50 ára gamall, þá er
það oft á tíðum svo að leikendurnir
gera sér ekki grein fyrir því. Þetta er
sígildur texti og á mörgum stöðum en
ekki hægt að gera sér grein fyrir þvi að
þarséi þettagamall texti.”
Er það eitthvað öðruvisi að leika
verk Halldórs en verk annarra
höfunda?
„Það er náttúrulega öðruvísi að því
leyti að einstaklingur eins og Salka
Valka kemur ekki fyrir í verkum
annarra höfunda. En fyrir mig, sem
aldrei hef leikið neitt áður eftir
Laxness, þá er þetta dálítið mikill
helgidómur."
Ádeila?
„Já, það er heilmikii þjóðfélagsá-
deila í verkinu. 1 því er verið að knýja
fram kröfur sem varla eru orðnar að
raunveruleika enn þann dag í dag. Svo
er líka mikið fjallað um réttindi
kvenna, mál sem eru aftur að komast i
sviðsljósið einmitt um þessar mundir.”
-SER.
Styrkið og fegríð fíkamann a
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva-
bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi —
NÝJUNG: SOLARIUM
Höfum fengið solarium lampa
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32 *nnr'tun upplýsingar alla virka daga
kl. 13—22 í síma 83295.
♦*
*
*
#
«
*
*
*
*
***************************
VALS
getraunm
er í Helgarblaði DV
á bls 11. blað 2
V
***************************
*♦
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*