Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNI1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
NÝTT TILBOÐ FRÁ PLO
VEKUR VONIR UM FRIÐ
— Palestínuskæruliðar bjóðast til að af henda líbanska hernum vopn sín
ef ísraelsmenn draga sig til baka 5 km f rá Beirút
Frelsissamtök Palestínumanna,
PLO, hafa sett fram nýja tillögu sem
vonir eru bundnar viö að komið geti í
veg fyrir að úrslitaorrusta ísraelska
innrásarliðsins í Líbanon og
Palestínuskæruliða verði háö inni í
Beirút, höfuðborg Líbanons.
PLO-menn hafa boðizt til að láta
vopn sín af hendi við stjómarher
Líbanons og verða á brott með fimm
þúsund liðsmenn sína frá Beirút.
I staðinn krefjast Palestínumenn
þess að Israelsmenn dragi herlið sitt
til baka í fimm kilómetra fjarlægð
frá borginni þannig að brottflutning-
urinn gæti átt sér staö án áhættu.
Svo virtist sem þetta nýja tilboð
PLO uppfylli þau skilyrði sem
ísraelska ríkisstjórnin kraföist á
fundi sínum í gær. Miklar vonir eru
bundnar við að þetta tilboð geti
forðað Beirútborg frá algjörri eyöi-
leggingu og frekara mannfalli
óbreyttra borgara.
Nýja tilboöið var sett fram eftir
stööuga fundi í gærkvöldi á milli leið-
toga PLO og ráöherra úr stjórn
Líbanons, þar á meðal Shafiq Al-
Wazzan forsætisráðherra sem
bauðst til að segja af sér embætti á
föstudag.
Israelsmenn höfðu í gær hvatt
Palestínumenn til að leggja niður
vopn eða eiga á hættu algera útrým-
ingu ella. Israelskir embættismenn
sögðu í gærkvöldi að svo virtist sem
vopnahlé sem komið var á síöastlið-
inn föstudag væri haldið.
Eftir langan ríkisstjómarfund í
gær tilkynntu Israelsmenn að þeir
gætu fallizt á að Palestínuskæruliðar
afhentu stjómarher Líbanons vopn
sín og að þeir fengju síðan að fara frá
Beirút undir vemd Rauða krossins
til Sýrlands. Áætlað er að á milii
fimm og sex þúsund vopnaðir liðs-
menn PLO séu í Beirút.
Philip Habib, sérlegur sendimaður
Bandaríkjastjórnar í Libanondeil-
unni, hefur undanfarna daga verið i
Beirút þar sem hann hefur reynt aö
miöla málum.
Ariel Sharon, varnarmálaráö-
herra Israels, sagði í gær að Israels-
stjórn hefði ekki útilokaö mögu-
Jeikann á að beita valdi gegn skæru-
liöum í Beirút. Hann sagði að
ísraelska stjórnin „legði sig alla
fram um að fá palestínsku hryðju-
verkamennina frá Beirút án
bardaga.” Hann bætti því við að ef
skæruliðar legðu niður vopn myndu
þeirbjargalífisínu.
Sharon sagði aö ekki væri fyrir
nein stjómarsamþykkt í Israel um
að ekki yrði ráðizt inn í Beirút. Hann
sagöi þó að ísraelska stjórnin yrði að
samþykkja slika árás áöur en hún
yrðigerð.
Mannfjöldinn krafðist þess að Lech
Walesa yrði látinn laus.
PÓLVERJAR
MINNAST
ÓEIRÐA1956
Guðsþjónustur og minningarhátiðir
eru á dagskrá í borginni Poznan í vest-
urhluta Póllands í dag til minningar
um óeirðimar sem uröu þar árið 1956
er meira en s jötíu manns létu lífiö.
Kertaljós loguðu í nótt við tvö minn-
ismerki um óeiröirnar á torgi i mið-
borg Poznan. Kransar veröa í dag
lagðir við verksmiðjur þar sem flestir
verkamannanna létu lífið í óeirðunum.
Mörg hundmð stuðningsmenn Ein-
ingar, sem tóku í gær þátt í hinni opin-
beru minningarhátíð, kröfðust þess að
Lech Walesa, hinn fangelsaði leiðtogi
samtakanna, yrði látinn laus. Fólkið
lirópaði: „Látið Lech Walesa lausan”
er þaö gekk framhjá minnismerki sem
Eining, samtök hinna óháöu verka-
lýðsfélaga í Póllandi, lét reisa í fyrra.
Á sams konar hátíð í fy rra hlýddu 150
þúsund Pólverjará LechWalesaflytja
ávarp í Poznan. Þar lýsti hann því yfir
að Pólverjar heföu stigiö fyrsta skrefiö
í átt til alvöru frelsis verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Israelsklr hermann halda fyrlr eyrun um lelö og þeir senda sprengikúlur
sínar í átt að Beirút. Vopnahléð hefur aö mestu verið haldið um helgina.
NÝKOMIÐ- NÝKOMIO- NÝKOMIP-
M/LE-€>UR3ðL-A
TEGH05
str-^v^ (
U'TÍR TJósbrÚnt
LE-ÐUR ‘
M/6ÚMMÍStX.fl 06 ÍNWLE66Í
TEG: 2.207 —71/
mSjöOJO
m/6ÚmmÍS0LA OG INNLE66Í
TEGM75
St R: 40'4-5/4 r\~2/\
LlTlR'- BRlJNT JUJjO
le-dur —
SKÓVERZLÞÓRÐAR PÉTURSSONflR ÍÆstrStissÍmí: