Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 28. JUNI1982. BUICK SKYLARK 6 cyl.Ltd.81,260.000 OLDSM. CUTLASS BROGHAM DÍSIL 79,150.000 ALFA-SUD '78 55.000 GALANT 1600 GL. '80.105.000 CHRYSLER LE BARON 4D 79, 205.000 CH. MALIBU SEDAN 79; 140.000 FORDFUTURA sjálfsk. 78,115.000 MAZDA 929 '80,115.000 DATSUN CHERRY '80,85.000 OPEL ASCONA sjálfsk. 78,100.000 OPEL MÁNTA sjálfsk., 77, 95.000 FORDESCORT 78,70.000 DATSUN 280 C dísil '81.170.000 DAIHATSU CHARADE '80, 75.000 HONDA CIVIC sjálfsk. '81,120.000 CH. Malibu CL ST. 79,170.000 OPEL MANTA '77, 85.000 DATSUN 180 B '78, 85.000 TOYOTA CROWN dísil, '80,150.000 M. BENZ300 5cyl., '80, 250.000 MAZDA929 78, 80.000 DATSUN DÍSIL '80,160.000 CH. MALIBU 2D CL 78.140.000 CH. MALIBU CLASSIC 79,170.000 FORD FAIRMONT '78, 120.000 M. BENZ300D 79, 220.000 OLDSM: DELTA ROYAL D 78,140.000 CH. MAILBU st. '81,280.000 MAZDA 121 7887.000 CH. MALIBU 7033.000 SCOUT II 76, 110.000 OPELASCONA 77. 90,000 MAZDA929 76, 67.000 CH. MONTE CARLO '79, 210.000 SCOUT TRAVELLER disil '80, 350.000 LAND ROVER dísil, lengri gerð 5 d. '77, 130.000 SCOUTII 4cyl., Pick-up, '80,160.000 SIMCA 1307 77, 48.000 CH. SENDIFERDA, lengri gerð, 79,175.000 HONDA ACCORD '81,4 d., 135.000 MAZDA323 5d„ '80, 85.000 SUBARU 4x4 '80,120.000 CH. CAPRICE CLASSIC 78,180.000 0PIÐ LAUGARDAG kl. 13-17 Beinn simi 39810 ^ VÉLADEILD SAMBANDSIIIS Ármúla 3 Reykjavík uuLAMum i Sími38900 Á ftrilu— Ýmsirflytjendur: GÆÐAP0PP SEM HITTIR BEINT í MARK Á FULLU Það hefur færzt mjög í vöxt á sí6- ustu misserum aö gefa út á breiö- skífu vinsæl lög margra flytjenda, svonefndar safnplötur. Þetta hefur gefiö góöa raun í þaö minnsta ef marka má viðtökurnar. Sumpart má segja aö þessar safnplötur komi hér á landi í staö 2ja laga platnanna erlendis, því aö af einhverjum frem- ur óljósum ástæðum viröast Is- lendingar aldrei hafa verið ginn- keyptir fyrir smáskifunum. Trulega aldrei haft nennu í sér til þess aö bregöa þeim á fóninn. En meö safnplötunum bjóöast vin- sæl lög á stórri plötu í frumútgáfum og þó í flestum tilvikum sé farið að slá dulítið í lögin viröast menn ekki setja þaö fyrir sig. Nú bregður hins vegar svo viö á nýjustu safnplötunni, ,,Á fullu”, aö þar eru nokkur spánný lög sem eru í þann mund aö öðlast vinsældir eöa eiga jafnvel eftir aö hefja frægðarferil sinn. Frá sjónar- hóli neytandans hlýtur þetta aö vera fengur, en mig grunar aö þetta geti oröiö býsna tvíbent fyrir útgefend- ur: Hér er til aö mynda nýjasta lag Blondie, „Island (M Lost Souls” af plötunni „The Hunter”, sem er ný- komin út og manni þætti þaö ekkert skrýtiö þó Blondieplatan seldist eitt- hvaö minna fyrir bragöið. Annars hefur valiö á þessa plötu tekizt með afbrigðum vel og ég held þaö sé ekkert vafamál aö „Á fullu” er langbezta safnplatan sem hér hef- ur komiö út. Hún er að sönnu í þyngri kantinum, en þaö telst nú bara kost- ur enda nóg af léttmetinu annars staðar. Perlur poppsins eru hér dámargar og þrjú síðustu lög plöt- unnar eru hvert ööru bitastæðara: ,,Senses Working Overtime” meö XTC, „Promised You A Miracle” meö Simple Minds og „Visions of China”meðJapan. Þaö er athyglisverð ný jung og lofs- verö sem rutt hefur sér til rúms á siðustu safnplötum aö skjóta íslenzk- um lögum inn á milli þeirra útlendu. Á þessari plötu eru tvö islenzk lög: „Oti alla nóttina” meö Valla og víkingunum og „Stórir strákar fá raflost” meö Egó. Þá má og nefna annan athyglisveröan þátt varðandi síöustu safnplötur, en þaö er kynning á lítt þekktum flytjendum. Hér eru t.a.m. tvö lög sem lítt hafa heyrzt fyrr: „Listen” meö Stiff Little Fingers og „If You Leave Me Can I Come Too” meö áströlsku hljóm- sveitinni Mental As Anything, bæði í hópi beztu laga plötunnar. Og raun- ar má nefna „Puerto Rico” í þessu sambandi einnig, en þaö hefur þá sérstööu aö söngkonan er okkur aö góöu kunn. Hún heitir Shady Owens og sönghópurinn kallar sig Decoupage. Gæðapopp sem hittir beint í mark áfuDu. -Gsal Classix—La Veríté: STÓRISA NNLEIKUR í TÓNLISTARFORMI Uppá síðkastið hefur brezka hljóm- sveitin Classix Nouveaux vakiö tals- veröa athygli meöal poppunnenda hér- lendis og þaö veröskuldaöa. I fáum orðum sagt er „La Verité” líka einhver bezta platan sem út hefur komiö á þessu ári. Menn komast tæpast hjá því að taka eftir þessari hljómsveit, hvort heldur þaö er útlitið eöa tónlistin. Foringi hópsins, Sal Solo, er kúnurakaður leðurjakkatöffari og því eölilegt aö augun staönæmist viö þetta aUsbera höfuð. Tónlistin er lika þannig aö ósjálfrátt legguröu eyrun við. Því hefur veriö haldið á lofti aö Classix Nouveaux sé ein þessara hljómsveita sem flokka beri meö ný- rómantík. Þessari kenningu hafnarSal Solo og heldur því fram aö hljómsveit- in hafi leikið sína tónlist löngu áöur en nokkuð þaö varö til sem nú heitir ný- rómantík í tónlist. Hvaö um þaö. Class- ix Nouveaux leika poþptónlist þar sem svuntuþeysar eru áberandi og slíkt þykir nú ekki tiltökumál né sérstak- lega frumlegt nútUdags. Enda er þaö ekki hljóðfæraskipanin sem veldur aðdáun á Classix Nouveaux, heldur stíUinn! Þetta er dálítiö lokkandi tón- list þar sem hnuplaö er stefjum frá hin- um og öörum í því augnamiði að setja saman áheyrilega popptónlist. Og þaö er akkúrat þaö sem hljómsveitinnihef- ur tekizt listilega vel — og hnuplið er ósköp saklaust. Þekktustu lög plötunnar eru „Never Again” sem ereinhvers konar svuntu- þeysapopp a la sveitin-miUi-sanda og „Is It A Dream”, en fleiri lög eru sterk og heUlandi eins og t.ajn. titiUagiö „La Verité”, (sannleikur) og „I WiU Retum”. Classix Nouveaux hefur verið starf- andi í allmörg ár og á fyrst og fremst stóran aðdáendahóp á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum. Heima í Bretlandi hefur þeim ekki vegnað sér- lega vel svo ótrúlega sem það kann aö hljóma í þessu landi þar sem vagga svuntuþeysanna er. Hins vegar hefur þessari plötu veriö tekiö afburöavel í Bretlandi og ég held þaö sé engin goö- gá aö ætla Classix Nouveaux sess meö- al þeirra aUra stærstu í sínu heima- landi. Ef framhaldiö veröur í líkingu viö „La Verité” veröa fáir til þess aö standast Sal Solo og félögum snúning. Því má bæta við til fróöleiks aö mannabreytingar urðu nýlega i Classix Nouveaux, gítarleikarinn Gary hans staö kom finnskur gítaristi, Jimi Steadman yfirgaf hljómsveitina og í Sumen að nafni. -Gsal. BREGÐAST EKKI í VERK- UM GÖMLU MEISTARANNA John Williams — gitarsnillingurinn frægi, höfuðpaur Sky. Þaö kennir ýmissa grasa á nýjustu plötu Sky og víöa er komið við í smiöj- um tónlistarhöfunda sem þekktari eru á hinu klassíska sviöi. En meö klassík- inni flýtur þó eitt dægurlag eftir Hoagy Carmichael, sem hér á árum áöur var vinsæU lagahöfundur og samdi margar sykursætar melódíur, sem sumar hverjarheyrast enn í dag. Á fyrri þrem plötum Sky voru lög og verk eftir meöUmi hljómsveitarinnar ásamt einu eöa tveimur stefum eftir gömlu meistarana. En á Sky 4 skipta þeir alveg yfir í eldri verk þekktra höfunda, allt frá Bach til Theodorakis og er þaö helzta breytingin á ,,Sky 4” ef miðað er viö fyrri plöturnar. Utsetningar hafa þeir gert hver í sínu lagi og hefur hljómborösleikarinn Steve Gray v erið þar iðnastur. Þaö þarf engan aö undra aö Sky skuU taka þessa „klassísku” stefnu, fyrri plötur hafa aUar haft klassiskan blæ yfir tónUstinni, þó frumsamin hafi ver- iö, enda er höfuöpaur hljómsveitarinn- ar, gítarsniUingurinn John WiUiams, þekktastur sem klassískur gítarleikari en hefur snúiö sér aö léttari tónlist ásamt félögum sínum í hljómsveitinni. A Sky 4 eru 10 stef eöa Iög, nokkuð misjöfn að gæöum. Þaö er staðreynd aö mjög misjafnlega gengur aö útsetja verk gömlu meistaranna fyrir nútíma Irafmagnshljóðfæri svo vel fari. Platan byrjar á Masquerade eftú Khatchaturian. Þar hafa þeú félagar hitt á stef sem feUur vel aö stU þeirra og er virkUega skemmtilegt aö heyra hljómsveitúia leika sér aö því. Næstu tvö stef ganga ekki alveg upp hjá þeim, en þaö eru Ride Of The Valkyries eftir Wagner og March To The Scaffold eftú Berlioz, bæöi veröa of þúng í meðförum þeirra og hljóm- sveitin nær sér aldrei almennUega á strik. En í næstu tveimur verkum eru þeú á heimaslóðum, ef svo má aö oröi komast. Eru það To Yelasto Pedi eftir Theodorakis og Walsz No. 2 eftir Ravel, þar eru útsetningar góöar og hljómsveitin í toppformi. Seinni hUð plötunnar er jafnbetri og vel hefur tekizt með val og útsetning- ar. Byrjar hún á Fantasy eftú Bach, My GiseUe eftú Adam De La HaUe, Xango eftir VUla Lopos og Fantasia eftir Mudarra eru aUt verk sem eru eins og samin fyrir Sky. Platan endar svo á gamalU dægurflugu eftir Hoagy Carmichael, Skylark, sem í útsetningu Sky öðlastnýttlíf. Þótt flest á þessari plötu sé mjög vel gert og aUur hljóöfæraleikur pottþétt- ur, eins og við var aö búast, vúöist mér samt sem hljómsveitin hafi misst eitt- hvað af þeim léttleika sem einkenndi hana, sérstaklega á fyrstu plötunni. En þó Sky 4 sé þeirra þyngsta plata hingað tU er ómögulegt að segja tU um hvaö þeir taka næst fyrú, þaö gæti þess vegna verið algjör kúvending í efnisvali. Og ef þaö er einhver hljóm- sveit sem getur leikið hvaö sem er og gert þaö vel, þá er það Sky. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.