Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JONI1982.
43
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Tíma-Krumma
eykst fiskur
um hrygg
Krumminn á baksíðu Tím-
ans sendi Jónasi Kristjáns-
syni ritstjóra DV kveðju á
föstudaginn. Þar vitnar
krummi í leiðara blaðsins þar
sem segir: „Eftir því sem
Israelsmönnum jókst fiskur
um hrygg, jukust bemaðar-
yfirburðir þeirra í heims-
hlutanum”. Siðan segir
kramminn: „Þetta er senni-
lega aiveg rétt hjá Jónasi, en
það er nú samt betra að iáta
mönnum vaxa fisk um
hrygg.”
Ábending krumma er vin-
samleg. Rétt er þó að benda
honum á Islenzkt orðtakasafn
eftir Halldór Halldórsson.
Þar segir á bls. 143: „Vaxa
fiskur um hrygg” eflast að
völdum, áhrifum o.s.frv.”.
Orðtakið er kunnugt frá 18.
öld... Frá sömu öld eru einn-
ig dæmi um afbrígðin: aukast |
fiskur um hrygg og vaxa
börkur um hrygg.”
Banka-
sameining
á Akureyri
Þau stórmerki era í deigl-
unni að þrír bankar sameinist
með fleirum um byggingu
stórhýsis á auðu lóðinni við
Geislagötu á Akureyri, næst
Ráðhústorgi. Bæjarráð hefur
samþykkt að gefa ríkissjóði
(bæjarfógeta), verkalýös-
félögunum, KEA, Alþýðu-
bankanum, Búnaðarbankan-
um og Iðnaðarbankanum
sameiginlega kost á að
bygg ja á lóðinni.
Ekki veit ég hvað KEA ætl-
ar að brambolta með, en
beinast liggur við að hafa
þaraa innlánsdeildina og þar
með fjórðu peningastofnun-
ina.
Það verður gaman „að fara
i bankann” i höfuðstað
Norðurlands þegar nýja hús-
ið verður komið i not. Þá geta
menn valið sér góða gang-
stéttarhellu á Ráðhústorginu
og hoppað inn í einhvera af
bönkunum fimm við torgið,
innlánsdeild KEA eða annan
af sparisjóðunum tveim. Alla
vega verður nóg af peningum
viö þetta merkilega torg.
Annars þyrfti varla að um-
kringja það með átta um-
svifamiklum peningastofnun-
um.
Höfðingjar í boði
þjóðarinnar
Ingiríður, fyrram Dana-
drottning, var hér á ferð á
dögunum í boði forseta og
þjóðarinnar. Varð nokkurt
tUstand af því, eins og siða-
reglur gera ráð fyrir.
Þegar drottningin var ferj-
uð yfir hafið tU íslands, urðu
fjórir farþegar með sömu
Flugleiðavél of seinir um
borð og var búið að loka á
eftir drottningu, þegar þá
bar að. Ekki kom tU mála að
opna á ný og lengdist því
ferð fjórmenninganna tU
næstu nætur. Dvöldu þeir
þangað tU áfram í kóngsins
Kaupmannahöfn i boði flug-
félagsins, en fengu síðan
næturferð heim.
Á þeysu um landið fylgd-
ust fjölmiðlar með, ýmist úr
fjaríægð eða nálægð. Að
minnsta kosti á Austfjörðum
komst Morgunblaðið í návigi
við drottningu, þar sem gest-
gjafar tóku í senn á móti
hennar hátign Ingiríði og
Elinu Pálmadóttur blaða-
manni, sem þangað kom
einnig í boði þjóðarinnar, á
öðrum lögreglubUnum, sem
fylgdi drottningu.
Chester-
field fékk
uppreisn
Vestmannaeyingar, sem
era gestgjafar af Guðs náð,
bjuggu sig að vanda vel und-
ir móttökur þegar von var á
Ingiríði drottningu i síðustu
viku. Meðal þess sem þeir
höfðu spurair af i háttum
gestsins var að drottningin
notaði vindlinga. Var auðvit-
að ákveðið að hafa slika
vindlinga sem hún vildi á
boðstólum og enga haUærís-
vindlinga. Nú brá hins vegar
svo við að uppáhald
drottningarinnar, Chester-
field, fannst ekki i Eyjum.
Eftir fyrirspurair í landi
fannst búð i höfuðborginni,
þar sem gjaraan eru boðnar
sjaldgæfar tóbakstegundir.
En þar sem skammur timi
var til stefnu var flugvél
mönnuð og send eftir nokkr-
um pökkum. Má nærri geta
að ekki hafa áður verið
reyktir dýrari vindlingar en
Chesterfield i veizlu Eyja-
manna með fyrrverandi
Danadrottningu.
Umsjón: Herbert
Guðmundsson
Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir
Britania Hospital:
Ný kvikmynd frá Lindsay
Anderson eftír langt hlé
Það vekur ætíð athygli þegar
Lindsay Anderson sendir frá sér nýja
kikvmynd, enda einn vandvirkasti
og merkilegasti leikstjóri sem Bret-
ar eiga í dag. Þessa dagana er verið
aö frumsýna í London nýjustu mynd
hans: Britania Hospital.
Myndin er snörp ádeila á brezkt
samfélag nútímans. Tilgangslaust líf
Bretans, þar sem yfirborðsmennsk-
an og heimskan eru í hávegum höfð,
er dregið sundur og saman í háði.
Bretinn setur markið hátt í heimi,
semsiglir hraðbyri niður á við.
Britannia Hospital er fyrsta mynd
Andersons síðan 0, Lucky Man, sem
hann gerði á sjöunda áratugnum.
Anderson er enn í þessari mynd jafn
óvæginn og gagnrýninn á lífið og
tilveruna og hann var í If.. . fyrir
næstum fimmtán árum, þar sem
skólakerfið var skotmarkið.
I samvinnu við David Sherwin,
sem skrifaði líka handrítin af tveim-
ur fyrrnefndum myndum hans, tekst
þeim félögum vel upp. Á bráð-
skemmtilegan hátt er dregin upp
mynd af einum degi á Brítannia
Hospital og það er enginn venjulegur
dagur, því að drottningarinnar er
von í heimsókn. Ringulreiðin og
stjómleysið er í algleymi. Allir vilja
sinn hlut stærstan.
Það er Malcolm McDowell sem
leikur aöalhlutverkið, Mick Travers,
en það var einmitt nafn söguhetjunn-
ar bæði í If.. . og O, Lucky Man og
hafa sumir viljað kalla Britannia
Hospital síðustu mynd í „þríleik”
Andersons. HK.
Lindsay Anderson, fáar en eftirtekt- Malcolm McDowell leikur aðalblutverkið í Britania Hospital, en hann lék
arverðar kvikmyndir. einnig aðalhlutverk i myndum Anderson U.. . og O Lucky Man.
TIL SÖLU
Nýlegur 17 feta
Shetland-bátur
með Chrysler 55 LP mótor.
Einnig fylgir kerra meö dráttarspili og vindblæja
meö gluggum. Uppl. í símum: 84863 - 39015 og 81780.
Þjónustuverkstæðið
verður ^
lokað vegna sumarleyfa
frá 19. júlí til 3. ágúst.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
TIL SÖLU O/dsmobile I
Cutlas Brougham
ÁRG. 1980, EIIMIM SÁ GLÆSILEGASTI OG MEÐ ÖLLU.
8 cyl. (302 cub) meö FM, EM stereó, útvarps- og
kassettutæki, rafdrifin sæti, upphalarar, út-
varpsstöng, rafmagnslæsingar og fleira.
Ekinn 13.400 mílur.
Upplýsingar í síma 25101 milli kl. 9 og 6 og 39931
eftir kl. 7.