Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. HITAVEITA SUÐURNESJA vill ráöa tilstarfa: 1. Laghentan mann vanan pípulögnum 2. Vélvirkja. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekku- stíg 36, 230 Njarðvík, fyrir 10. október 1982. r Vi Evrópuráðið býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og verð- andi verkmenntakennara á árinu 1983. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar (húsnæði og fæði) á styrk- tímanum, sem getur orðið frá 2 vikum og upp í sex mánuði. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26—50 ára og hafa stundaö kennslu við verkmenntaskóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrirtæki í а. m.k. þrjúár. Sérstök umsóknareyðublöð í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu б, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. september 1982. Menntamálaráðuneytið 22. ágúst 1982 KENNARAR Kennara vantar að grunnskólanum Búðardal. Helztu kennslugreinar stærðfræði í 7.-9. bekk. Gott húsnæði fyrir hendi. . Upplýsingar gefur skólastjóri í símum: 93-4133 og 4124. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst. Sveitarstjóri Laxárdalshrepps. - REYKVÍKINGAR Borgarafundur um málefni þroskaheftra verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 20.30. Fundarstjóri verður Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar. Ávörp flytja: Borgarstjórinn í Reykjavík Davíð Oddsson og Margrét Margeirsdóttir fulltrúi félagsmálaráð- herra. Frummælendur eru: Unnur Hermannsdóttir formaður Foreldrafélags barna með sérþarfir, Magnús Kristinsson for- maður Styrktarfélags vangefinna, Ásta Baldvinsdóttir félagsráðgjafi, Guðmundur Ragnarsson viðskiptafræðingur, Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri og Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri. Á eftir framsöguerindum verða frjálsar umræður. Allir þeir, sem áhuga hafa á málefnum þroska- heftra eru hvattir til þess að koma á fundinn. BLAÐBURÐARBÖRN óskast íeftirtalin hverfi: • Rauðarárholt • Arnarnes • Bergstaðastræti • Gunnarsbraut • Þórsgata • Skipasund og Sæviðarsund • Álftamýri • Skarphéðinsgata • Miðbær • Laugavegur, jafnar tölur 18—120 • Grettisgata • Sóleyjargata og Fjólugata KRAKKAR skrifið ykkur á biðlista. AFGREIÐSLA SÍM127022 Tillaga iðnþróunar- og orkumálanefndar á Fjórðungsþingi: Vilja orkufrek- an iðnad á Eyja- fjarðarsvæðið „Þingið bendir á þá staðreynd aö fari svo, að sá stóriönaður sem rísa mun upp 1 landinu, í framhaldi af áformuöum stórvirkjunum, verði staðsettur á suðvesturhorni lands- ins, muni i kjölfarið gæta vaxandi byggðaröskunar,” segir m.a. í til- lögu um staðarval orkuiðnaðar, sem liggur fyrir Fjórðungsþingi Norð- lendinga en það hefst á Sauðárkróki á fimmtudaginn. I tillögunni er bent á þá „stað- reynd” aö orkuiðnaður verði í vax- andi mæli undirstöðuatvinnuvegur í þjóðarbúskapnum viö hlið hefðbund- inna atvinnugreina. Bent er á að staðarval orkufreks iðnaðar hafi ekki síður undirstöðugildi í búsetu- þróun í landinu en staðsetning stórút- gerðar og vinnslustöðva sjávarút- vegs og landbúnaðar. Síðan segir orðrétt í tillögunni: „Því telur Fjórðungsþingið eitt meginverkefnið i byggðamótun Norðurlands að stuðla að því að í fram- haldi Blönduvirkjunar og meö tilliti tQ væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar, verði staðsett á Norðurlandi, td. á :Eyja- fjarðarsvæðá næsta stóríðjuver á sviöi orkufreks iðnaöar. Jafnframt leggur þingið áherzlu á að haldið sé áfram athugun á uppbygg- ingu stærri iönaöar sem viöast á Norðuríandi, þar sem aðstæöur eru fyrir hendi. 1 því sambandi er bent á steinullarverksmiöju á Sauðárkróki og pappírsverksmiðju á Húsavík.” -GS/Akureyrí UM EITTHUNDRAÐ MANNS SÆKIR FJÓRÐUNGSÞING NORÐLENDINGA ÁSAUÐÁRKRÓKI 24. Fjórðungsþing Norðlendinga hefst í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki nk. fimmtudagskvöld. Bjami Aðalgeirsson, fráfarandi formaöur Fjórðungssambandsins, setur þingið, en síðan verða kosnir starfsmenn þess. Fyrir þinginu liggur tillaga um að Magnús Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, verði þingforseti og Jón Guömundsson, oddviti Oslandi, verði varaþingforseti. Sama tiilaga gerir ráð fyrir Stefáni Gestssyni, oddvita Arnarstöðum, og Aðalheiði Amórsdóttur, bæjarfulltrúa Sauðár- króki, sem þingskrifurum. Þá liggur fyrir þinginu tillaga um Björn Bjömsson, skólastjóra á Sauðár- króki, sem þingritara. Hátt í eitt hundrað manns á rétt til setu á þinginu, en þar að auki sækja margir gestir þingstaðinn. Það verður því gestkvæmt á Sauöárkróki þingdagana en þinginu lýkur með veizlu bæjarstjómar Sauöárkróks á laugardagskvöldið. Margvísleg málefni liggja fyrir þinginu en búast má við að atvinnu- mál verði þungamiðjan í þingstörf- um. -GS/Akureyri Hræddi böm í Öskjuhlíðinni Mikið lögreglulið var samankomið í öskjuhliðinni í fyrri viku við leit að manni sem þar hræddi börn með ýmiss konar afbrigðilegum tiltækjum. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir ítrek- aða leit. Um sex lögreglubílar tóku þátt i leitinni. Einnig tók flugmaður einn sem var þarna á flugi sig til og, aðstoðaði við leitina.DV-mynd S. — JGH. Bók um þorskastríöin fær góöa dóma í Bretlandi Rit Hannesar Jónssonai sendi- herra um þorskastríöin, Friends in Conflict: the Anglo-Icelandic Cod Wars and the Law of the Sca, hefur hlotiö góða dóma í brezkum blöðum. Pófessor D. C. Watt við Lundúna- háskóla skrifar m.a. í blaðið The Daily Telegraph að rit Hannesar ætti að vera skyldulesning allra þing- manna, æðri embættismanna og fréttamanna í Bretlandi. Ritdómari blaðsins, Lloyd’s list, skrifar að bók Hannesar byggi ekki aðeins á mikilli lagalegri þekkingu heldur einnig reynslu af sambandi deiluaðila. 1 maímánuði siöastliönum hélt Hannes Jónsson fyrirlestra við laga- deild The London School of Econom- ics og í The Royal Institute og Inter- national Affairs um þorskastríðin og þróun haf réttarmála. -gb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.