Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Castro vill taka á móti munaðarlaus- um börnum fráBeirút Kúba hefur boðizt til aö taka á móti 500 palestínskum munaðarleysingj- um og stofna fyrir þau skóla er nefndist „Orrustan um Beirút.” Fidel Castro, forseti Kúbu, sendl Yasser Arafat, leiðtoga PLX), boð um þetta í gter. „Við teljum að þessi hógværa tilraun þjóðar okkar muni aö ein- hverju marki lina áhrif árása Ísraelsmanna,” sagði Castro. Hann sagði að her Palestinumanna yrði ekki sigraður, en það væri nauö- synlegt fyrir leiðtoga Palestínu- manna, hermenn þeirra og Fidel Castro, forseti Kúbu, vill taka á móti 500 palestínskum börnum og veita þeim menntun í skóia er yrði nefndur „Orrustan um Beirút”. palestínsku þjóðina „að endurskipu- leggja baráttuna í hvaða formi sem hún annars yrði og halda henni síðan áfram....” Mikil ólga í Líbanon í kjölfar forsetakosninga: FRESTUNA FLUTNINGUM Brottflutningi um þrjú þúsund liðs- manna PLO og Sýrlandshers land- leiðina til Damaskus hefur verið frestað af tæknilegum ástæðum. Talsmaður Israelshers sagði að hins vegar myndi brottflutningur sjóleið- ina halda áfram í dag. Mikil óiga er nú í Líbanon í kjölfar forsetakosninganna í landinu og hafa borizt fréttir af hörðum bardögum í landinu. Heimildir greinir á um hverjir eigist þar við. Ýmist er því haldið fram aö það séu Sýrlendingar sem eigi í höggi við kristna líbanska hægrimenn eliegar að þaö séu Isra- elsmenn sem berjist viö Sýr- lendinga. Talið er að bardagar þessir hafi orðið þess valdandi að fyrirhug- uðum brottflutningi liösmanna PLO og Sýrlendinga til Damaskus hefur nú verið frestað. Bandarískir landgönguliöar komu til Líbanon í morgun til aö sjá þar um eftirlit með brottflutningi skæruliða ásamt ítölskum, frönskum og líbönskum gæzlusveitum. Eyðileggingin í Beirút er gífurleg eftir árásir Israelsmanna á borgina, árásir sem kostað hafa þá samúð og stuðn- ing víða um heim. Uppbyggingarstarfið er hins vegar hafiö i Beirút, en eftir er að sjá hvort varanlegur friður hefur náðst. Mikil fækkun flóttamanna frá Víetnam Mjög dró úr fjölda flóttamanna frá Víetnam síðastliðna þrjá mánuði. Að sögn starfsmanna Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna er megin- ástæðan sú að stjómvöld í Hanoi hafa gripið til harðari aðgerða en áður tii að koma í veg fyrir straum flóttamanna úrlandinu. Talsmaöur Flóttamannastofnunar- innar sagði að í síðasta mánuði heföi aðeins komið 5303 flóttamenn frá Víet- nam og væri þaö lægsta júlí-talan yfir flóttamenn frá Víetnam síðan 1977. A tímabilinu maí til og með júh' komu tæplega 15 þúsund flóttamenn að landi í Suðaustur-Asíu frá Víetnam en á sama tíma í fyrra voru þeir næstum 30 þúsund. Enn eru um 43 þúsund Víetnamar í flóttamannabúðum í Suðaustur-Asíu og bíða þess þar að komast til þriðja lands, einkum Bandaríkjanna, Frakk- lands og Kanada. Liðsauki lögreglu til Sikileyjar vegna mafíumorða ítalska innanríkisráðuneytið ákvað í gær að senda rúmlega 150 manna liðsauka lögreglu og rann- sóknarmanna til Sikileyjar eftir að mafían haföi skotið til bana sitt 98. fórnarlamb á þessu ári. Faðir og sonur voru í gær skotnir tll bana á útimarkaði í Palermo á Sikiley. Lögreglan segir að a.m.k. tiu manns hafi verið viðstaddir þegar feðganir féllu fyrir kúlum úr vél- byssu manns, sem skaut fimm skotum að þeim. Enginn hinna við- stöddu hefur treyst sér til að bera vitni í málinu. Morðin eru talin eiga rætur sínar að rekja til umfangsmikillar heróín- verzlunar, sem mafíufjölskyldur á Sikiley keppast um. Spadolini forsætisráðherra sendi nýverið helzta sérfræðing lögregl- unnar í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum til Sikileyjar til að stjórna baráttunni þar. Nýtt vandamál hjá SAS-flugfélaginu: Flugfreyjumar em ofgamlar Flugfreyjur SAS-flugfélagsins eru að verða of gamlar. Ef engin breyt- ing verður á þá fá farþegar SAS á millilandaleiðum ekki að sjá flug- freyju undir 45 ára aldri eftir tíu ár. Þetta kemur fram í grein sem for- maður starfsmannafélags SAS ritar í danska dagblaðið Pohtiken fyrir skömmu. Meginástæða þess hvenúg komiö er felst í því að flugfreyjumar eru lengur í starfinu en áður. Þeir dagar eru liðnir þegar þær flugu aðeins í skamman tíma og biðu þess eins og sá rétti stigi um borð og kvæntist þeim síðan. Nú halda giftar flug- freyjur óhikað áfram að fljúga. Fjöl- skyldan þarfnast teknanna og það leiðir til þess að meira er af „göml- um” flugfreyjum í starfi en áður. ,,Alveg eins og 45 ára gömul ballettdansmær getur tæpast vænzt þess að fá að dansa í Svanavatninu, ættu flugfreyjur á þessum aldri að snúa aftur til jarðarínnar,” segir einn af talsmönnum SAS í samtali vð Politiken og er greinilega allt annað en ánægður með hvernig komið er. Rétt er að taka fram að með „gömlu” flugfreyjum hjá SAS mun átt við flugfreyjur sem eru á milli 30 og 40 ára gamlar. Meðalaldur flug- freyja hjá SAS mun nú vera 33 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.