Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Side 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982.
Neytendur Neytendur Neytendur . Neytendur
NÝ BÓK UM GÓDA OG
SLÆMA DAGA ÆVINNAR
— eftir Einar Þorstein Ásgeirsson
Eins og lesendum dagblaða mun ef-
laust kunnugt hefur verið í gangi þjón-
usta við gerð bíóryþma. Orðið bíó-
ryþmi merkir lífstaktur, eða meö öðr-
um orðum stutt tímabil, sem endur-
taka sig í lífi hvers manns. Hingaö til
hefur þessi lífstaktur verið handunn-
inn fyrir fólk af kunnáttumönnum og
þá í dýrara lagi. Nú er hins vegar ráðin
bót á þessu, þar sem út er komin bók-
in: „Lífstíðar bíóryþminn þinn” eftir
Einar Þorstein Ásgeirsson. Bókin kost-
ar 200 krónur og fæst hjá útgefanda.
Spannar hún yfir 100 ár. Getur eigandi
bókarinnar farið bæði fram og aftur í
tímann og m.a. fundið út varúðardaga,
en einmitt þá eru mestar iíkur á að
viökomandi verði fyrir áföllum. Þá er
oft hægt að koma í veg fyrir þau með
því að halda sig heima fyrir við bóka-
lestur á hættudögum, sem fundnir eru
út í slíkri bíóryþmabók.
Sem f yrr segir inniheldur bókin rúm-
lega eitthundrað samfelld ár af bíó-
ryþmalínum sem sýna alla varúöar-
daga ævinnar og öll góð og slæm tíma-
bil. Ryþmrnn skiptist í þrjá þætti,
likamlegt ástand, tilfinningar og hugs-
un.
Hvernig við notum bókina
Fremst í bókinni eru leiöbeiningar á
íslenzku sem vikið verður að síðar.
Fyrir aftan þær eru 86 blaðsíður með
bíóryþma, eða hálfgerðu línuriti. Laus
blöð fylgja meö og á þeim eru
mánuðirnir, sem við klippum út og lím-
umá.
Næst er að finna út hve marga daga
einstakiingurinn hefur lifað. Segjum
sem svo að hann hafi lifað í 10.000
daga. Þá er sú tala fundin, afmæiis-
dagur og mánuður klipptur út og
afmælisdagurinn látinn nema
nákvæmlega við töluna 10.000 ef það er
dagafjöldinn af lífi þessa einstaklings.
Þegar þessu lýkur þá er leikur einn að
lima mánuöina aftur og fram i tímann,
hverja í sína áttina frá fæðingar-
mánuðinum.
Síöan er leikurinn í því fólginn að
fylgjast meö þremur linum sem liggja
ýmist fyrir ofan eða neðan miðlínuna,
sem merkt er 0. Línumar byrja allar á
sama stað við fæðingu, síðan standast
þær ekki á aftur fyrr en eftir 58 ár og 67
daga. Línurnar eða kúrfumar skerast
á ýmsa vegu þar sem taktarnir þrír
eru mislangir. 1. takturinn er slétt lína,
sem merkir líkamlegt ástand og
endurtaka kúrfumar úr sléttu línunum
sig á 23 daga fresti. 2. taktur er slitin
lína, sem merkir tilfinningaástand. Sú
lina endurtekur sig á 28 daga fresti. Að
síðustu er það 3. takturinn, sem er lína
og punktur á víxl, sem tákn fýrir
hugarstarfsemina, þar er kúrfan eins
á 33 daga fresti.
Við finnum út góða
og slæma daga
Hver lína skiptist í þrennt. Þegar
hún er fyrir ofan miðlinu sem merkt er
O, þá er starfsemi líkamans virk. Þeg-
ar lína er á miðlínu, þá eru varúðar-
dagar (eitthvaö gæti komið fyrir og
verra ef margar línur lenda á miðlínu
sama dag). Þegar línan er fyrir neðan
miðlinu, þá er líkaminn óvirkari en
væri línan fyrir ofan miðju.
Dæmi: Þegar líkamstakturinn er
virkur, þá er nægilegur viðnámsþrótt-
ur í líkamanum, hann er tilbúinn í
erfiða vinnu, mikil ferðalög eða skurð-
aðgerðir og annað sem er mikið álag á
likama.
Þegar varúðardagur er hjá líkams-
takti (slétta línan á miölinu) þá getur
átt sér stað slys, eða sjúkdómsástand
geturversnað.
Þegar óvirki hlutinn er, þ.e. línan er
fyrir neðan miölinu, þá er líkaminn
kraftlítill. Ráðlagt að fást við róleg
viðfangsefni, reyna ekki á líkamann.
Þarna var einungis tekinn fyrir
líkamstakturinn, en svipað er að segja
um tilfinninga - og hugarstarfsemi-
taktinn.
Hægt að finna út
hverjir eiga saman
Bíóryþma má einnig nota til að velja
saman fólk til ýmissa starfa eöa til að
áætla hvemig fólk reynist í sambúð.
Þá eru bornir saman taktar viökom-
andi fólks, hver fyrir sig.
Sem dæmi má nefna aö ef munurinn
á milli fæðingardaga þeirra er marg-
feldi af 14 dögum, þá er samræmis-
stuöullinn 0%. Það þýðir að virki hluti
Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður
og höfundur bókarinnar „Lífstíðar
bíóryþmi”.
taktsins fellur nákvæmlega saman við
óvirkan hluta takts annars manns.
Falli taktarnir hins vegar alveg sam-
an, þá er samræmisstuðullinn milli
viðkomandi 100%!
I sambúð eða samvinnu er það eink-
um samræmi á tilfinningasviðinu sem
er afgerandi, og því er samanburður á
tilfinningatöktum þýðingarmestur. Al-
mennt má segja aö 25% munur og
minna milli einstaklinga sé ekki góður.
Frá 25—75% er munurinn í lagi, en frá
75—100% . mjöggóöur.
Einar Þorsteinn Ásgeirsson, útgef-
anai bókarinnar, veitir fúslega tilsögn
við notkun hennar í gegnum síma.
-RR.
Lífstiðar bíóryþmi nefnist nýútgefin bók eftir Einar Þorstein Ásgeirsson. 1 bókinni getur bver einstaklingur fundið út
sina óheilla- og ánægjudaga á lifsleiðinni. DV-mynd: RR
Salöt og salatsósur
Salatsósur
Ólífuolía, sítrónusafi og saxaður
laukur.
Þeyttur rjómi, sítrónusafi og sykur.
Jafnmikiö af ediki og vatni, bragð-
bætt með sykri og salti.
Þeyttur rjómi, blandaður með
tómatsósu.
3 msk. edik, 4 msk. matarolia, 3 msk.
tómatsósa, litill rifinn laukur, sykur,
salt og pipar.
3 msk. matarolía, 2 msk. edik, 2 msk.
vatn, 2 tsk. sykur, salt, söxuð
steinselja eða dill.
1 dl rjómi, 2 tsk. sitrónusafi, 1 tsk.
sykur.
1 dl súrmjólk, 1 msk. rjómi, 1 tsk.
sykur.
Safi úr ebmi sítrónu, safi úr einni
appelsinu, 2 msk. sykur, 1 egg, 1 dl
þeytturrjómi.
Egg og sykur þeytt saman, appels-
ínu-ogsítrónusafa hrært saman við.
Þeytt yfir sjóðandi vatni, þar til sós-
an þykknar. Alveg kælt og þeyttum
r jóma hrært saman við.
Veizlusalat
3 meðalstórir tómatar
1 salathöfuð
3 radisur
30grænar baunir
5 aspargusleggir
50 g oliusósa
ldlþeyttur rjómi
Salatblöðin eru skoluö vel og lögð á
fat, tómatsneiöar lagðar yfir.
Radísurnar eru saxaöar og þeim
blandað saman við grænar baunir og
því stráð yfir tómatana. Aspargus-
leggjunum raðaö yfir. Rjómanum er
hrært saman við oliusósuna og hún
sett yfir aspargusinn.
Tómat- og
kartöflusalat
300 g tómatar
300 g kaldar soðnar kartöflur
300 g baunir
100 g svartar eða grænar ólíf ur
50 g kapers
5 sardinur
Sósa:
Mataroiía, vínedik, salt og pipar.
Kartöflurnar afhýddarog skomar í
teninga. Hverjum tómat skipt í femt.
Tómatar, kartöflur og baunir látnar í
skál og ólífum raðað ofaná. Sósan er
útbúin úr tveimur hlutum af matar-
olíu á móti einum af vínediki og
kryddað eftir smekk. Sósunni heilt
yfir salatið og öllu blandað vel sam-
an, skreytt með sardínum.
I ELDHUSINU
Talið við ný
fædd böm
Strax við fæðingu finnur barn ótal
möguleika tungumálsins. Fyrst
skynjar það róandi hjal síðan gefur
þaö merki með snöggum hreyfingum
þegar því bregður við hávær hljóð.
Það er afar mikilvægt að tala við
börnin þótt þau séu nýfædd. Þau
skilja og heyra miklu meira en þau
geta tjáð sig um. Fljótlega reynir
bamið að herma eftir orðum sem það
heyrir og eru því böm seinni til að
tala ef ekki er talaö við þau.
Bam byrjar snemma að gefa frá
sér hljóö til að beina að sér athygl-
inni. Þeim mun meira sem sagt er
viö barnið, þeim mun fleiri hljóð
reynir það aö gefa frá sér. Bamið
fylgir áhugasamt eftir, með augun-
um, öllum hreyfingum í kring um
sig. Með brosi og hjali reynir þaö að
vera í sambandi við umhverfið.
Barnið lærir smám saman að þekkja
raddir foreldra sinna og fljótlega
finnur það traust í röddum þeirra.
Þegar bamiö eldist er mikilvægt
að nota hvert tækifæri til að kenna
því hvað hinir ýmsu hlutir heita,
hvað maður gerir og hvers vegna.
Það er ekki nóg að vinna verkið fyrir
framan bamið, það lærir engin heiti
nema þau séu borin fram um leið og
bamið fylgist með heimilisstörfum
eða hlutum sem það virðir fyrir sér.
ÞýttúrHelse-RR