Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 36
NYJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARIFILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
Deilt um
vextina
— Harðarí reglur
í peningamálum?
I stjómarliðinu er ágreiningur um
hvort vexti skuli hækka. Málið
verður að likindum tekið fyrir á
ríkisstjórnarfundi á morgun.
Framsóknarmenn leggjast gegn
vaxtahækkun. Sjálfstæðismenn og
alþýðubandalagsmenn hafa hins
vegar ekki talið útilokað að einhver
vaxtahækkun yrði um næstu mán-
aðamót. Seðlabankinn mun hafa lagt
til aö vextir hækkuðu nú um ein 5
prósentustig. Augljóst virðist að það
verður ekki samþykkt í stjómarliö-
inu, heldur yrði vaxtahækkun mjög
lítil eðaengin.
Frekari aðgerðir í peningamálum
eru ræddar, meðal annars harðari
reglur um yfirdrátt viðskiptabanka í
Seðlabankanum. Ætlunin er að
draga úr aukningu útlána banka-
kerfisins.
-HH.
Ákæra á hendur
Hallgrími
Inga Hallgrímssyni:
Manndráps-
tilraun,
líkamsárás
og tilraun
til nauðgunar
Rikissaksóknari gaf út ákæru á
hendur Hallgrími Inga Hallgríms-
syni um síðustu mánaðamót. Er
Hallgrímur ákærður fyrir tilraun til
manndráps, líkamsárás og tilraun til
nauögunar. j
Hér er komið svokallað Þverholts-
mál. Ráðizt var á unglingsstúlku að
kvöldi 4. desember í fyrra i húsa-
sundi í Þverholti í Reykjavík.
Hallgrímur Ingi situr nú á Iitla-
Hrauni. Hann var á sínum tíma úr-
skurðaöurí gæzlutil 12. október.
Vitnaleiðslur hefjast í málinu á
næstunni. Dómari verður Jón
Abraham Olafsson sakadómari.
-KMU.
LOKI
Nú er von tii þess að
árvissum óförum halskra
rallkappa hér só lokið. \
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
AUGLÝSINGAR SÍDUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR ! SKRIFSTOFA ] ÞVERHOLTI 11 27022
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1982.
Skipun Ragnars Ámasonar í stöðu formanns stjómar
Sjúkrasamlagsins:
ff
ÞAÐERPOUnSK
LYKT AF ÞESSU"
ff
segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
t,” segir Svavar Gestsson
,,Ég held að það megi líta svo á aö
það sé töluverð pólitísk lykt af
þessu,” sagöi Jóhanna Sigurðardótt-
ir, alþingismaður og tryggingaráðu-
nautur, er hún var innt áUts á skipun
Ragnars Ámasonar í stöðu formanns
stjómar Sjúkrasamlagsins.
Meirihluti Tryggingaráðs, Jó-
hanna Siguröardóttir, Gunnar
MöUer, Þóra Þorleifsdóttir og
Guðmundur H. Garðarsson, mæltu
með því að Guöjón Hansen yrði
áfram formaður stjórnarinnar. Einn
ráðsmanna, Stefán Jónsson, alþing-
ismaður Alþýðubandalagsins, mælti
með Ragnari Arnasyni. Félagsmála-
ráðherra Svavar Gestsson skipaöi
Ragnar formann stjórnarinnar og
Guðjón Hansen varaformann.
Gunnar Hansen er trygginga-
fræðingur og því halda ýmsir því
fram aö þama sé gengiö fram hjá
fagmanni og póUtískur gæðingur
skipaður í hans staö.
Guðjón Hansen sagði í samtaU viö
DV að hann vildi ekkert segja um
þetta mál. „Þetta er afskaplega Utið
mál af minni hálfu. Eg býst við því
að ráöherra hafi skipaö mann sem
hanntreystibetur.”
Svavar Gestsson félagsmálaráð-
herra sagði um þetta mál: „Varð-
andi Ragnar Ámason skal þess getið
að hann hefur starfað um nokkurt
skeið að undirbúningi á breytingu á
heilsugæzlukerfi i Reykjavík. Það er
úr númerakerfi í heilsugæzlukerfi og
hann hefur náð samkomulagi við
heimiUslæknafélagið og fleiri aðila.
Það er mjög mikilvægt vegna þess að
um langt árabil hefur verið vonlaust
aö ná samkomulagi um fyrirkomu-
lag þessara mála. Þetta hefur Ragn-
ari Ámasyni tekizt. Þetta er mikil-
vægt skref og sjúkrasamlagið er auö-
vitað lykilaðiU í þessu máU. Það hef-
ur enginn unnið að þessu í jafn mikl-
um mæU og Ragnar Ámason og því
held ég aö þaö sé sjálfsagt og ég held
ég megi segja eðUlegt að hann fylgi
þessu verki eftir. Það er meginskýr-
ingin á því að hann er skipaður for-
maður, auk þess er Guðjón Hansen
áfram í stjóminni sem varafor-
maöur.”
ás.
Grétar Sigurður Árnason var í gær fluttur úr Hegningarhús-
inu við Skólavörðustíg tii yfirheyrsiu hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins í Kópavogi. Ljósmyndari DV náði með-
fylgjandi mynd er bíll Rannsóknarlögreglunnar var að aka
frá Hegningarhúsinu með Grótar, sem situr í aftursæti bíls-
ins. Yfirheyrslan var stutt. Framburður Grótars er óbreyttur.
KMU/DV-mynd: S.
ítalskur rallkappi í farbann
lalski raUkappinn Bmno Penna hef-
ur verið settur í farbann frá Islandi
vegna svikamáls. Hefur vegabréfið
verið tekið af honum.
Bílaleiga Akureyrar kærði i gær
f jóra menn úr hópi ítalska raUkeppnis-
Uðsins sem hingað kom til að taka þátt
í LjómaraUi. Taldi Bílaleigan aö kíló-
metramælar hefðu verið teknir úr
sambandi á tveim bfium sem raUmenn
höföu tekið á leigu. Voru bílamir not-
aðir sem aðstoöarbílar.
Rallmennimir viðurkenndu við yfir-
heyrslu hjá lögreglunni aö hafa tekið
mælana úr sambandi. Sættust þeir á aö
greiöa Bilaleigunni áætlað leigugjald.
Var ekki taUn ástæða til að gera meira
úr máli annarra en raUkappans Bruno
Penna, sem var skráður leigutaki ann-
ars bílsins. Leigutaki hins bílsins var
hins vegar farinn af landi brott.
„Það var augljóst að þeir höfðu tekið
mælana úr sambandi,” sagði Baldur
Ágústsson, eigandi Bílaleigu Akureyr-
ar, isamtali viðDV.
„Þeir gleymdu að tengja mæU ann-
ars bílsins aftur. A hinum bíinum
sýndi mælirinn aðeins 170 kílómetra.
Við vissum að það gat ekki staðizt.
Þegar við bentum þeim á þetta vildu
þeir ekkert við okkur ræða. Því
ákváðum við að kæra þá,” sagði
Baldur.
Bmno Penna náði beztum árangri
Italanna í LjómaraUi. Að sögn Amars
Guðmundssonar, deildarstjóra hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, verður
reynt að hraða máli hans.
-KMU.
I