Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST1982.
17
Lesendur Lesendur
Bréfrttarl kvartar nndan því að bókstaflega engin aðstaða sé á Keflavíkurflug-
velll fyrir þá sem annað hvort eru að taka á móti eða kveðja ástvini sina eða kunn-
ingja.
6321—9428 hringdi:
„Eg get ekki orða bundizt vegna
þeirrar „þjónustu” sem gestum flug-
vallarins í KeÐavík er boðið upp á. Ég
þurfti um daginn að fara með farþega
út á Keflavíkurflugvöll. Þetta var um
kl. 6 um morguninn og hugðist ég fá
mé’r kaffi þegar ég var búinn að
kveðja gestinn. Mér láöist að athuga
hvenær kaffistofan væri opin áður en
ég lagði af stað. Eg spurði konu sem
var að vinna þama á vellinum hvenær
veitingastofan væri opnuð og tjáöi hún
mér að það yrði kl. 6.45. Þama stóð ég
og þó ég heföi viljaö biða eftir því að
veitingastofan væri opnuö þá var engin
aðstaða til þess. I flugstöðinni eru
engir stólar, bókstaflega ekki neitt. Nú
kemur það oft fyrir að flugvélum
seinkar og þurfa þá þeir sem bíða eftir
vinum eða kunningjum úr fluginu að
hima uppi við vegg eöa þá að sitja á
gólfinu. Þetta finnst mér alveg for-
kastanlegt. Þennan sama dag um
kvöldiö þurfti ég aö sækja frænku mina
út á flugvöll. — Flugvélinni seinkaði og
ekki var hægt að setjast niður því að
veitingastofan var ekki opin. Henni
LOK
LOK
OG
LÆS
er lokað kl. 19.15. Hvemig stendur á
því að ekki er hægt að hafa veitinga-
stofuna opna á meðan á flugi stendur?
Þaö er þó sjálfsögö þjónusta aö hafa þó
ekki væri nema sjálfsala þama þar
sem fólk gæti fengið sér hressingu á
meöan beðiö er.”
ERFIÐIR TÍMAR
Hörður Andrésson, 4460—2784, skrifar:
Víst eru erfiðir tímar í dag. Loðnan
er horfin. Þorskurinn að veröa búinn
og verðbólgan 50 ef ekki 60%. Sjávarút-
veginum mætti vegna betur. Stein-
grímur er ágætis maður en hann
verður að athuga að hann er ekki for-
maður neinnar frímúrarareglu heldur
ráðherra sem verður að segja nei,
þegar það á við. Fjölgun fiskiskipa er
brjálæðisleg. Er ég þá sammála
flokksbróður mínum, Kjartani
Jóhannssyni, um aö fjölga ekki skipum
nema til endurnýjunar þeirra sem af-
skrifuö eru, og smíða skipin hér á
landi.
Svo þetta að leyfa einum og einum
karli aö gera út handónýtan bát sem er
ekkert nema tap árum saman. Það á
að hafa útgerðina stærri og veiga-
meiri. Eg veit um einn kunningja sem
keypti trillu. Hann fór hingað og
þangað og óð í peningum. Fékk bæði
peninga til styrktar útgerðinni og til að
geta haldið rekstri áfram og lifði eins
og greifi. Þetta er einn af þeim mönn-
um sem kann að spila á kerfið.
Netaveiðar ætti að leggja niður. Að
vera að róa eins og Jesú Kristur, drag-
andi úr haf inu oft á tiðum ónýta vöru.
Við Islendingar fjárfestum mikiö í
virkjunum og er ég hlynntur því að
virkja hverja einustu sprænu. Þó
verður að hafa einhvern hemil á svo að
við sjáum fyrir endann á skuldunum.
Einni virkjun mætti sleppa og þá á ég
við þessa blessuðu Kröflu. Menn hafa
velt því fyrir sér af hverju sú virkjun
getur ekki gengið því að nú gengur allt
ágætlega í Svartsengi. Þar gegnir öðru
máli því þar er gufan þéttari og
stabílli. I Kröflu er gufan hins vegar
þurrari og þarf því geysilegt magn til
þess að vélarnar virki.
Nú hafa sjálfstæðismenn unnið mik-
inn kosningasigur og á eftir að koma i
ljós hvernig þeir standa sig. Þó lízt
mér ekki nógu vel á nýja borgarstjór-
ann. Ef einhvern tíma hefur verið
afturhaldsmaður í Sjálfstæðisflokkn-
um þá er það hann Davíð Oddsson.
Hann ætlar aö lækka skatta i Reykja-
vík og jafnframt því að taka rándýrt
land meðfram sjávarsíðunni eignar-
námi. Þaö gerir hann ekki peninga-
laus. Þaö er klárt mál að þama yrði
húsgrunnurinn dýr. Ég er hræddur um
að þar sé nokkuð langt niöur á fast land
og því tel ég skynsamlegra að byggja
uppi við Rauöavatn þótt jaröfræð-
ingar segi að þar sé hreyf ing.
Ekki skal ég fullyrða að Davíð eigi
ekki sínagóðu punkta.Hannsemur að
minnsta kosti góð leikrit. En hann ætti
ekki aö lækka skatta borgarbúa. Eöa
ætlar hann þá að draga saman fram-
kvæmdir og minnka atvinnuna?
Atvinnuleysi er það versta, sem getur
komiö fyrir nokkra þjóð.
inga Sigrún, hafðu samband
v/ð
Birgit
og
Ritu
Rita Marshall skrifar:
Við — vinkona mín Birgit Lovquist
og ég, eigum í vandræðum með að hafa
uppi á vinkonu okkar frá Islandi. Hún
heitir Inga Sigrún Qariot og átti síðast
þegar við vissum heima í Kötlufelli í
Reykjavík. Þar sem að við höfum ekki
hugmynd um hversu mikið það kostar
að auglýsa í dagblöðum ykkar von-
umst við til þess að það hafist upp á
henni á þennan hátt.
Ri+.a í'arshall I Rt. 1 r,ox 11 1 Accord, N.Y. 12404 USA Au.:ust 9th, 1982
Gentlenen:
V/e - nv nirlfriend, Rricit Lovquist, and I have a problen. e are lookinc for a friervi of ours from Iceland* Her nane is Inga Sigrum Clariot, last address vas in Reykjavik, Kotlafield(?). We would like to know how much it would cost to put an advertisenent into your newspaper, hoping we find her this way? V/e do not speak any Icelandic and hope you understand ínglish.
V'e would like to put the followúnc; ad into your paper in :lnclish and in Icelandic:
INGt SIGRTTV CLARIOT 7A:'~ ^CHTACT HRIGIT OR RITA.
Hone to her frorr vou.
Very truly yours,
\a\ci lpOA0>«aC(
w1*8
__________
nmiGiDi
sHV ,lutt aö
Aðalkennari
er Þorgerfnir Gudmundsdóttir (Hogga)
nýútskrifabur danskennari frá
Rockford College í Bandaríkjunum.
5 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 1. sept.
Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f.h. og 17—19 e.h.
Afhending skírteina að Skúlatúni 4, fjórðu hæð, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17—20 e.h.
Líkamsþjálfun
Ballettskála
Ecklu Scheving
SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350
OPIÐ
fimmtudaga
til kl. 20.00.
Aðra virka daga
kl. 17.00.
Verið velkomin
TINNA
hárgreiðslustofa
Furugerði 3 sími 32935
Frá grunnskólum
Vestmannaeyja
Við barnaskóla Vestmannaeyja vantar tvo til
þrjá almenna kennara í 6.-7. bekk, einn raun-
greinakennara, einn tónmenntakennara, einn
sérkennara. Upplýsingar: Eiríkur Guðnason,
skólastjóri, sími 98-1944 og 1793.
Við Hamarsskóla vantar : einn almennan
kennara, einn tónmenntakennara. Uppl.:
Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, súni 98-2644
og 2265. Skólastjórar.
Lögtök
Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu
þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti fyrir apríl, maí og júní 1982, svo og
söluskattshækkunum, álögðum 27. maí 1982 — 18.
ágúst 1982; vörugjaldi af innlendri framleiðslu
fyrir apríl, maí og júní 1982.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
19. ágúst 1982