Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982.
■31'
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
„Bölvaðir
dónarnir"
Tvær konur voru að spjalla
saman: „Hvað ætlí karlmenn
tali um þegar þeir eru
saman?” spurði tinnur
þeirra.
„Ætli þeir taii ekki um
svipað og við kvenfólkið,”
svaraði hin.
Sú fyrri hugsaöi sig aðeins
um en sagði svo: „Btilvaðir
dónarnir!”
Margra manna
smekkur
Jörmundur Ingi eða Jtirgen
Ingi Hansen setur meiri svip
á bæinn en margur jafnaldri
hans úr hópi yngri bæjarbúa.
Jörmundur hefur tvisvar
boðið sig fram tii Alþingis og
tekið þátt í safnaðarstörfum
Ásatrúarfóiks auk þess að
eiga svtir á reiðum btindum
við flestum spurningum lífs-
gátunnar. Jörmundur Ingi er
oft á ferli um miðborg
Reykjavikur í þann mund er
skemmtistaðir loka. Kvtild
eitt stóð hann framan við
pósthúsið ásamt kunningja
sínum, Ingibergi Einarri
Þorkelssyni, sem lengi var
umboðsmaður skemmti-
krafta og vann sér meðal
annars til frægðar að kref jast
lögbanns við klukknahljómi í
Laugarneskirkju. Þeir félag-
ar ræddu um blandaðan arki-
tektúr í gtimlu og fögru húsi
Landsbankans og nýlegri
viðbyggingu sem blasti við
þeim handan við gtituna.
„Hver skyldi nú hafa teikn-
að þessi ósköp?” spurði Ingi-
bergur Einarr og kinkaði
kolli að umdeildri viðbygg-
ingu bankahússins og bætti
við: „Líklega eru það margir
menn!”
„Já, alveg örugglega!” tók
Jörmundur undir aö bragði:
„Það hefur enginn einn
maður svona afleitan
smekk.”
Síma forsætis-
ráðherra lokað
vegna vanskila
Skömmu eftir að dr. Gunn-
ar Thoroddsen myndaði
ríkisstjórn sina fór að bera á
símhringingum fólks að
næturþeli heim til ráðherr-
ans. Voru hér bæði á ferð
ráðleggingar um landsins
gagn og nauðsynjar og svo
líka kaldar kveðjur og
skammir. TU að tryggja
þeim hjónum svefnfrið greip
ráðuneytið tU þess bragðs að
taka símann úr sambandi
um nætur en tengja annað
númer í húsið tU notkunar
fyrir fjölskyldu ráðherrans
og nánustu samverkamenn.
HvUdi mikU leynd yfir þess-
um nýja sima og líkiega fuU-
mikU. Því að morgni tuttug-
asta dags næsta mánaðar
var símanum lokað vegna
vanskUa. Svo leynt hafði
siminn farið i ráöuneytinu aö
enginn maður mundi eftir að
borga af honum.
Strákurinn
Úlafur Thors
Vmissa grasa kennir i
komandi jólabókaflóði. Ljóst
er að stjórnmálamenn fara
ekki í jólaköttinn þessa
vertiðina því von er á bókum
um Albert Guðmundsson,
Ingólf Jónsson frá HeUu og
safni Austragreina frá
Magnúsi Kjartanssyni fyrr-
um ritstjóra og ráðherra.
Um siðustu jól komu einnig
bækur um stjórnmálamenn á
markaðinn. Samtalsbók dr.
Gunnars Thoroddsen, Stóra
bomban um Jónas Jónsson
frá Hriflu og miklð ritverk
um Olaf Thors. Í þvi sam-
bandi sagði Helgi Sæmunds-
son fyrrum ritstjóri Alþýðu-
blaösins þessa stigu um tvo
þá síðasttöldu:
Sktimmu eftir andlát Ólafs
Thors fóru j>eir Jónas frá
Hriflu og Helgi að leiði Óiafs
í kirkjugaröinum. Þar
staldraði Jónas við um stund
og varð hugsað til liðinna
daga. Þeir Ólafur elduðu oft
grátt silfur saman á pólitiska
sviðinu og með árunum lærði
Jónas að meta Ölaf bæði
sem forystumann Sjálf-
stæðisflokksins og óvenju
gáskafuUan grínista. Loks
snýr Jónas sér að sam-
ferðamanni sinum og segir
mæðulega:
„Er hann Ólafur minn
virkilega dáinn eða er þetta
enn cinn stráksskapurinn i
karlinum?”
Umsjón:
Kristján Már Unnarsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
James Caan og Marsha Mason í hlutverkum sínum i myndinni Chapter Two. Leikur þeirra er með ágætum, einkum
þess siðarnefnda.
St jömubíó, Allt er f ertugum fært:
LANGDREGIN EN VEL LEIKIN
Stjörnubíó: Allt er fertugum fœrt (Chapter
Two).
Stjórn: Robert Moore.
Handrít: Neil Simon.
Kvikmyndun: Richard Kratina.
Tónlist: Marvin Hamlisch.
Aöalhlutverk: James Caan, Marsha Mason,
Joe Bologna, Valeríe Harper, Debra Mooney,
Cheryl Bianchi.
Framleiðandi: Ray Stark.
George Schneider er rúmlega fer-
tugur rithöfundur. Hann hefur verið
hamingjusamlega giftur í tólf ár, er
kona hans deyr sviplega af slysför-
um.
Þannig er áhorfandinn leiddur inn
í kvikmyndina Chapter Two, sem nú
er til sýnis í Stjörnubíói. Viöfangs-
efni hennar er konumissir og hvemig
fertugur ekkill nær að koma sér á
réttan kjöl eftir áfallið. Myndin ber
því nafn með rentu; þáttur tvö — í
lífi manns sem er að koma sér að
nýju út í þjóðfélagiö eftir innilokun
og sorg við fráfall elskulegrar eigin-
konu.
Robert Moore, leikstjóri myndar-
innar, þreifar þannig á viðfangsefni
sínu að mynd hans sem heild er
miklu meira uppgjör mannsins viö
fortíðina en að hún sé nokkurn
tímann viljinn fyrir breyttum lífs-
háttum.
Rithöfundurinn á erfitt með aö
sætta sig við staðreyndir en Leo,
bróðir hans og trúasti vinur í þokka-
bót, gengur ötullega fram í því að
kynna bróðir sinn fyrir ungum og
fallegum stúlkum til þess að hann
megi gleyma því sem liðið er og æ
sækir á hugsanir hans. Það kemur þó
fljótlega í ljós að smekkur þeirra á
kvenfólki er afar ólíkur.
En þar kemur, eftir allt það upp-
gjör við liðna tíð sem George hefur
gengið í gegnum, að hann kynnist
ungri og aðlaðandi leikkonu. Hún er
nýskilin og svo fer aö þau fella hugi
saman og ákveða aö gifta sig og
hefja saman nýtt líf án þess að líta
um öxl.
Þau ganga í það heilaga eftir nokk-
urra daga kynni. Kemur raunar
fljótt á daginn að George getur ekki
gleymt sinni fyrri konu og eftir
sæmilega vel heppnaöa brúðkaups-
ferð nýju hjónanna virðast allar dyr
læsast á eftir honum. Hann getur
ekki sætt sig við konumissinn og ný
kona hans í lífinu virðist fáu geta
breytt þar um. Raunar er svo aö
hann krefst þess af síðari konu sinni
að hún sé í öllu lík í háttemi og sú
kona er hann missti.
Helzti kostur kvikmyndarinnar er
góður leikur þeirra James Caan í
hlutverki ekkilsins og Mörshu Mason
í hlutverki nýju konunnar í lífi hans.
Marsha hefur þó vinninginn að mínu
mati. Sumir monolókar hennar í
myndinni eru raunar frábærir og vel
til eftirbreytni þeim sem árlega taka
við óskarsverðlaunum fyrir leik sinn
í kvikmyndum. Þaö er því óhætt að
mæla með þessari mynd, þó ekki sé
nema vegna ágæts leiks aöalleikara
hennar.
Annar kostur sem ég fann við
myndina er að hún býr yfir ágætum
húmor, ef það nafn má nota yfir
kerskni. Kemur þar þáttur bróður
Georges til, sem á það til að svara oft
skemmtilega fyrir sig. Fyndin til-
svör eru því annað þeirra atriða sem
gera þessa mynd ágætt verk.
Það er þó einn löstur á myndinni
þrátt fyrir allt og hann er nokkuð
stór ef einungis er rýnt á hann einan
og sér. Efnisþráðurinn er helzt til
langdreginn og atburðasnauður. En
ég vil sem sagt meina að góður leikur
og snjöil tilsvör í þessari mynd bæti
þaðaðnokkruupp.
-Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Ríkisútvarpið — sjónvarp
auglýsir stöðu deildarverkfræðings lausa til umsóknar. Hlutverk
deildarverkfræðings er að veita tæknideild sjónvarpsins forstöðu og
sjá um innkaup og rekstur á tækjakosti þess.
Viökomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síöar en 1. október
1982.
Umsóknum ber að skila til sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðu-
blöðum sem þar fást, fyrir 10. september nk.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi: RARIK-82035, 132kV SUÐURLÍNA
niöurrekstur á staurum.
Verkið felst í niðurrekstri á tréstaurum á svæði
frá Hornafirði til Prestbakka. Verksvið eru í
Hornaf j ar ðarfl j óti, Skeiðará, Núpsvötnum,
Gígjukvísl og víðar. Fjöldi tréstaura er 345 stk.
Opnunardagur: mánudagur 13. september 1982
kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir
opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með fimmtudegi 19. ágúst 1982 og kosta kr.
300,- hvert eintak.
Reykjavík 17. ágúst 1982
Rafmagnsveitur ríkisins
m sENDiriG
af skrautfiskum
AÐALSTRÆTI4
(FlSCHERSUNDl)