Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Side 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Brottflutningur PLO er aðeins eitt af markmið- um ísraels í Líbanon — ísraelsku hersveitimar búa sig undir vetursetu í Líbanon tsraelskir hermenn stöðva bílalest gæzlusveita Sameinuöu þjóöanna í Libanon. tsraelsmenn viröast gefa tilkynna að sveitirnar séu ekki velkomnar. Jafnvel þegar síðustu Palestínu- skæruliöarnir verða famir frá Beirút þá hafa Israelsmenn aöeins náö einu af markmiðum sinum í Líbanon. Brottflutningur Frelsissamtaka Palestínumanna frá höfuðborg Lábanons er aöeins eitt skref á lengri leið í augum ríkisstjómar Israels. Áður en Israelsmenn kalla innrás- arlið sitt heim stefna þeir að því að hrekja út úr landinu þær sveitir PLO- manna, sem enn era í Norður- Líbanon, svo og þær sýrlenzku her- sveitir sem verið hafa í landinu síðan 1976. Israelsmenn gera sér vonir um að sterk stjórn komist til valda í Beirút, stjórn sem sé fær um að sjá til þess að ýmsir skæruliðahópar vaði ekki uppi í landinu. ísraelsmenn ætla að þvinga fram friðarsátt- mála Hver svo sem veröur sú stjóm sem tekur við völdum í Líbanon má ljóst vera aö Israelsmenn munu þvinga hana til að undirrita friðarsáttmála, í stíl við sáttmála Israels og Egypta- lands. Þá munu Israelsmenn sækjast eftir að stunda verzlun við Líbanon. ,JEins og sést þá erum viö aðeins rétt byrjaðir að glíma við vandamál- in í Líbanon,” sagði einn af starfs- mönnum ísraelska utanríkisráðu- neytisins. Ljóst er af útbúnaði ísraelska hers- ins að hann hefur a.m.k. undirbúið sig undir vetursetu í Líbanon. Á næsta stigi baráttunnar munu Israelsmenn beina athyglinni að Norður-Líbanon og Bekaa-dalnum í Austur-Líbanon. Áætlaö er að um fimm þúsund manna herlið PLO sé á strandlengjunni við Trípólí og um 1500 manna herlið nærri Baalbek í norðurhluta dalsins. Þetta herlið er því næstum eins fjölmennt og þær hersveitir PLO sem nú er tekið að flytja frá Beirút og það hefur gert ísraelsku hersveitunum ýmsar skráveifur á liönum vikum. Israelsmenn segjast vilja fara samningaleiðina en ef sú leið reynist ekki fær þá verður Menachem Begin að ihuga hemaðarleiðina til þess að standa viö margítrekað heit sitt um að hrekja alla „hryðjuverkamenn” útúrLíbanon. Israelski herinn er þegar sagður hafa styrkt stöðu sína fyrir norðan Beirút. Skyndiárásir skæruliða frá Bekaa-dalnum hafa orðið til þess að Ariel Sharon, vamarmálaráðherra Israels, hefur sent harðorða aðvörun til ráöamanna í Damaskus. Sharon hefur í hótunum Sharon grunar sýrlenzku hersveit- irnar í Bekaa og þær PLO-sveitir sem þar eru um að ætla að notfæra sér það hálfsmánaðartímabil, sem reiknað er með að brottflutningur sveita PLO frá Beirút taki, til aö auka á skærur gegn Israelsmönnum í Suður-Bekaa. Boðskapur Sharons til Damaskus var á þá leið að Israelsmenn myndu ekki telja hendur sínar bundnar ef Sýrlendingar létu skæramar við- gangast áfram. Israelsmenn myndu svara af hörku ef árásunum linnti ekki. Áætlað er að Sýrlendingar séu með um 30 þúsund manna herlið í Líbanon. Það kom þangað í umboði Árababandaiagsins og átti að gegna starfi friöargæzlusveita vegna borg- arastyrjaldar krístinna manna og múhameðstrúarmanna í landinu. Staða sýrlenzku hersveitanna hefur verið styrkt með nýjum og öflugum vopnum. 25 km til Damaskus Sýrlendingar hafa fyrr gert kröfur til landsvæðis í Líbanon og þeir telja það nauðsynlegt fyrir sig að hafa herliö í Bekaa-dalnum til að verja leiðina til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, sem er í aðeins 25 kíló- metra fjarlægð frá landamæram Libanons. Sharon segir að Sýrlendingar verði annað hvort að hverfa á brott frið- samlega eða að „taka afleiðingun- um” af því að hafa hersveitir Israels við þröskuld höfuðborgarinnar. Þegar hefur orðiö breyting á upp- haflegum markmiöum Israels í Suður-Libanon. I upphafi sögðust þeir ætla aö reka sveitir PLO 40 kiló- metra frá landamærum Israels. öryggisbelti þetta var síðan lengt í 45 kílómetra og Israelsmenn lýstu því yfir aö flóttamannabúðir Palestínumanna yröu ekki í framtíð- inni leyfðar á svæðinu enda litu þeir á þær sem uppeldishreiður skæraliða. Israelska ríkisstjórnin viröist hafa Gunnlaugur A. Jónsson gefiö upp á bátinn upphaflega áætlun sína um að alþjóðiegar friðargæzlu- sveitir héldu uppi lögum og reglu í Suður-Líbanon. Að undanförnu hefur borið talsvert á því að Israelsmenn hafi viljað takmarka ferðir gæzlu- sveita Sameinuöu þjóðanna um Suð- ur-Líbanon og virðast með því gefa til kynna að þær séu ekki lengur vel- komnar. Haddad majór fyllir tómarúmið Tómarúmið er nú fyllt af hersveit- um hins kristna majórs Saad Hadd- ad. Hann er háður Israelsmönnum með allar nauðsynjar, allt frá mat- vælum og lyfjum til vopna. Haddad hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar í norður til Sídon. Israelsmenn hafa ekki gert J)að ljóst hvort þeir vilji að Haddad gegni núverandi hlutverki sínuáfram. Ekki er ótrúlegt að þeir vilji fyrst bíða þess aö um hægist í Beirút og aö nýr forseti verði kosinn í stað Eliasar Sarkis, núverandi forseta Líbanon. Tengsl Israels við Suður-Líbanon hafa aukizt hratt. Sjálfvirk síma- þjónusta hefur verið tekin í gagnið, þúsundir Líbanonbúa hafa bókað miða í nýjum skrifstofum ísraelska flugfélagsins EL AL í Sídon og ferðast síðan til flugvalla í Israel til þess að komast þaöan út í heim. Eitt- hvað hefur verið um það að ferða- menn frá Libanon haf ii heimsótt Isr- ael og strandferðir frá Tel Aviv til Suöur-Líbanons eru f ullbókaðar. Mikill útflutningur til Líbanons Gideon Patt verzlunarmálaráð- herra segir að reiknaö sé með að út- flutningur til Líbanons í júlí og ágúst muni gefa Israelsmönnum um tólf milljónir dollara í aðra hönd, en það er meira en heils árs útflutningur til Egyptalands. Bandaríkjamönnum er mjög áfram um að viðræðum Egypta og Arlel Sharon, varnarmálaráöherra Israels. Hann hefur í hótunum við Sýrlendinga. Israelsmanna um sjálfstjómarmál Palestínumanna verði haldið áfram hið fyrsta og vonast til aö styrjöldin í Iibanon hafi ekki spillt þar fyrir. Ráðamenn í Kairó segjast ekki munu hefja viðræður á ný fyrr en ísraelsku hersveitirnar séu famar frá Líbanon. En meðan Egyptar halda að sér höndum hefur Begin lýst því yfir að stjóm hans muni halda áfram að auka búsetu gyöinga á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdanár. -GAJ. Fangabúðir sem tsraelsmenn hafa sett upp i Suður-Libanon. 1 sveitunum eru um sjö þúsund Palestinumenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.