Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Síða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. Bragi Eiríksson: „HOLLYWOOD ER ALLTAF VINSÆLT’ „Straumurinn liggur mest í Þórs- kaffi, Hollywood, Oöal og Broadway,” sagði Bragi Eiríksson. „Aðsóknin að Broadway hefur minnkað mikið frá því fyrst að stað- urinn var opnaður. Það var greini- legt að aðsóknin datt niður í Þórs- kaffi fyrst eftir að Broadway opnaði, en hefur aukizt aftur. Síðasta hálfa árið í Oðali hefur einnig verið óvenju gott. Þá er einnig áberandi hvað Hollywood er alltaf vinsælt. Þangað er straumur fólks jafnt á virkum dögumsemumhelgar.” — Hvenær fer fólká staðina? „Það leggur ekki af stað fyrr en klukkan ellefu til hálftólf. Annars erum við leigubílstjórarnir sammála um það að sjónvarpið hefur mikil áhrif. Ef það er til dæmis góð mynd er ekki farið fyrr en hún er búin.” — Finnst þér menn horfa í vega- lengdirnar? „Já, alveg áberandi. Ef fólk er eitt á ferð er farið á þá staði sem eru næstir. Breiðholtsbúar fara þannig áberandi mest í Broadway. Og fyrst viö erum að tala um vegalengdir er greinilegt aö fólk rúntar ekki á milli staða nema að litlu leyti. Helzt ef það kemur á stað sem er hálftómur. Þá hikar það ekki við að fara annaö. Að lokum langar mig td aö skjóta þvi að hve aðstaöan er almennt léleg hjá okkur leigubilstjórum fyrir utan hús- in, erfitt að komast aðþeim.” -JGH „Straumurinn liggur mest i Þórskaffi, Hollywood, Öðal og Broadway.” DV-myndir: EinarÓlason. Sigurlaugur Sigurðsson: „Oftast raðir við Hollywood og Óðal” „Ætli Hollywood og Óðal séu ekki vinsælustu staðirnir. Þar eru ailtaf raðir og margir þurfa frá að hverfa.” „Hollywood og Óðal eru vinsclustu staðirnir að minu mati.” „Ætli Hollywood og Oöal séu ekki vinsælustu staðirnir. Þar eru alltaf raðir og margir þurfa frá að hverfa,” sagði Sigurlaugur Sigurðs- son. ,,Þá eru Þórskaffi og Broadway líka vinsælir staðir. Fannst þó áber- andi að aösóknin minnkaði í Þórs- kaffi fyrst eftir að Broadway opnaði. En það jafnaði sig fljótt aftur. ” — Hvenærferfólkástaöina? „Fólk fer ekki fyrr en eftir ellefu. Hefur breytzt mikið eftir að nýju opnunarreglumar komu. Þá er það einnig áberandi að menn eru famir að horfa í vegalengdimar, þannig að farið er á næstu staði frekar en þá semerufjær.” -JGH. Krist ján Kristjónsson: .Sumarið verið óvenju „Held að Þórskaffi sé einna vinsæl- ast. Hollywood og Oðal em einnig mjög vinsælir. Vissulega er Broad- way líka vinsælt, en áberandi hvað dregið hefur úr aösókn þar frá því að staðurinn opnaði,” sagöi Kristján Kristjónsson. ,,Annars finnst mér líka alltaf vera reytingur á Sögu, sér- staklega á vetuma. Það sem mér finnst einkenna skemmtanahaldiö í sumar er hve miklu færri eru á ferð- inni heldur en í vetur, þannig aösum- arið hefur verið óvenju lélegt.” — Hvenær fer fólk á staðina? „Traffikin byrjar upp úr ellefu, lélegt’ ekki fyrr. Fólk tekur þá mikinn kipp. Staðirnir fyllast því svo til á sama klukkutímanum. ” — Horfa menn í vegalengdirnar? „Alveg greinilega. Þeir sem búa í vesturbænum fara frekar á staðina í miðbænum heldur en til dæmis upp í Breiðholt. Og sama á þá við Breið- holtsbúa. Þeir fara mest í Broadway. Þetta er þó auövitað ekki algilt, fer líka eftir því hvort margir em saman í leigubíl. Þá er ekki eins horft í vega- lengdimar. Nú, og þá er einnig áber- andi hvað fólk fer mikið á skemmti- staðinaummánaðamót.” -JGH Sigríður Jónsdóttir: „Hollywood og Óðal eru vinsælustu staðimir” „Hollywood og Oðal eru vinsælustu. staðirnir að mínu mati,” sagði Sig-' ríður Jónsdóttir. „Þórskaffi og Bfoadway em einnig vinsælir. Broadway var mjög vinsælt rétt á eftir að það opnaði, en aðsóknin hef- ur minnkaö þar. Þetta hefur svona jafnast meira því aösóknin í Þórs- kaffi minnkaöi áberandi mikið þegar Broadway opnaði, en svo virðist sem gestimir séu komnir þangað aftur. ” — Hvenær f er fólk á staðina ? „Þegar sjónvarpið er búið. Bíó- myndin hefur mjög mikið að segja, og ef hún er góð er horft á hana alla.” — Horfir fólk í vegalengdirnar? ,,Alveg tvimælalaust. Greinilega þó minna, ef hópur er að fara út að skemmta sér. Þá kemur minna í hvers hlut og þá er líka rúntað á milli staða, ef biðraðir em famar að myndast.” -JGH. 15 TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauðagerði, sími 33560 AUKIN LANAKJOR A Nú geta allir eignast WARTBURG Stóra bílinn á lága verðinu, með sérstökum lánakjörum. STÓR - HÁR - STERKUR Þeir sem kaupa einu sinni kaupa hann aftur og aftur. Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bíla. Fallegar og vandaðar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tiiboð. □DDDDODDDQDDOODDDDDDnDDaDODQDaODDQDDDDDODDDDD j Sjúkrahús ! j Skagfirðinga j Sauðárkróki óskar að ráða röntgentækni strax, § til 1. marz 1983. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 95- § g 5270. ' D □ DDDDDDDDDDDDDaODDaDDDDDDDDaDDaDDDaaDDDaDDDDDD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.