Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. tistaðir Uvaða skaaiaj ^ HVTl. vinsðBlastir- eru vin rabbað við nokkw Leigubillinn rennur upp að húsinu og flautar. Einhver í samkvæminu tekur á rás út að glugga og kallar „bíllinn erkominn”.Allir hlaupa upp til handa og fóta. Húsráðandi tekur öskubakkana og lætur vatn i þá, svona til að hafa öryggið í lagi. Þröng er við fatahengið. Sumir hafá „blandað á staðnum” til að hafa með „Tel að straumurinn llggi í Þórskaffi. Og þá er alltaf mjög góð aðsékn í Oðal og Hollywood.” sér í flösku. Og svo er þeytzt út í leigubíl. Þessi sem alltaf þarf að tala við leigubílstjórana sezt í framsætið, auðvitað. Leigubílstjórinn, sem er á litlum fimm manna leigubíl, segir hæverskri röddu: „Og hvert á svo að aka?” Þessi í framsætinu hefur ekki svar á reiðum höndum. Reddar sér þó út úr því. Spyr leigubílstjórann nefni- lega á hvaða skemmtistað straumur- inn liggi. Hvaða staðir séu vinsælast- ir. Og DV tók þennan í framsætinu á orðinu og spui’ði nokkra leigubíl- stjóra þessarar sömu spurningar. Flestir þeirra virtust vera á einu máli rnn það að Hollywood, Oðal og Þórskaffi væru vinsælustu staðimir. Broadway kæmi rétt á eftir. Sigtún væri óhemju vinsælt hjá yngra fólk- inu á laugardögum, en Klúbburinn væri númer eitt á fimmtudögum. Alltaf reytingur á Sögu sögðu sumir, Sigurður Guðnason: „ Tel aö straumurínn liggi í Þórskaffí” „Tel að straumurínn liggi í Þórs- kaffi. Og þá er alltaf mjög góð að- sókn í Oöal og Hollywood. Mér finnst þessir staðir vera greinilega vin- sælastir. Broadway er einnig vinsæll staður, en aðsóknin hefur minnkað talsvert frá því það opnaði. Það var til dæmis greinilegt að þeir sem stunduðu Þórskaffi fóru í Broadway til að byrja með en þeir hafa aftur snúið sér að Þórskaffi. Einnig finnst mér áberandi hvaö Sigtún er vinsælt hjá ungu fólki á laugardagskvöldum og Klúbburinn á fimmtudögum,” sagði Sigurður Guðnason. — H venær f er fólkið á staðina ? „Það er greinilegt aö menn byrja ekki að hreyfa sig fyrr en um klukkan hálftólf. Áberandi til dæmis að sjónvarpið hefur áhrif. Sé góð mynd í því er ekki farið fyrr en hún erbúin.” — Horfa menn í vegalengdirnar? ,,Ekki finnst mér það. Ætli fólk sér á einhvern ákveðinn stað, sækir það hann. Hef því ekki orðiö var við að farið sé á þá staði, sem eru næstir í hverfinu.” _ -JGH sérstaklega yfir vetrarmánuðina, enda væru þar þá mörg einkasam- kvæmi. Og allir minntust þeir líka á að aösóknin að Broadway hefði minnkað talsvert frá því fyrst að staðurinn var opnaður. Við birtum svör nokkurra leigubílstjóra hér á eftir. -JGH „Held að Þórskaffi sé einna vinsæl- ast. Hollywood og Öðal eru einnig mjög vinsælir. Vissulega er Broad- way líka vinsælt, en áberandi hvað dregið hefur úr aðsókn þar frá því staðurinn opnaði.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.