Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. Bjóöa fíest is- lenzk fyrírtæki hættunni heim? Aökoman i skartgripa verzlun Jóhannesar Leifssonar, Laugavegi 30, eftir innbrot aðfaranótt sl. laugardags. Baldur Ágústsson heur sérhaft sig í þjófa- og brunavörnum og segir nu.: ,pUlt of mörg þessra fyrirtsekja geyma síðan verðmæti sín í vei aðgengilegum hillum og skúffum, i stað þess að koma þeim fyrir i Öruggum næturgeymslum, þótt ekkiséannað.” DV-myndS Innbrot í skartgripaverzlanir í Reykjavik hafa verið daglegt brauð undanfariö eins og fram hefur komið í fréttum fjölmiðla. Kennir þar margra sameiginlegra grasa. Fæstummun því hafa komið á óvart, þegar sami' maðurinn reyndist hafa flest innbrot- anna á samvizkunni. Það hefur þó vakið furðu manna að ekki hafa öryggisráöstafanir í þessum verðmunaverzlunum reynzt vera upp á marga fiska. Sumar hverjar virðast þær jahivel hafa boðiö hættunni heim. I mörgum þeirra mun t.d. hafa verið til- tölulega auðvelt aö komast inn um bakglugga. I hvert skiptið á fætur ööru kom síðan fram, að allar hillur og skúffur höfðu verið tæmdar. Af h verj u eru gull og gersemar geymd líkt og bækur í bókaskáp — við kring- umstæöur sem hlýtur að mega líkja við paradís þjófanna? Er sem margir eig- endur skartgripaverzlana hafi undan- farið flotiö hægt að feigðarósi í þeim efnum, án þess að hreyfa legg né lið til öryggisráðstafana. Hvað segja tryggingafélögin? Hvað segja tryggingafélögin um þennan hátt? Almennar tryggingar hf. leiöbeina um Öryggisráöstafanir og setja viöskiptavinum sínum ákveðin skilyrði í þeim efnum. öll veita trygg- ingafélögin ráögjöf í öryggismálum fyrirtækja. Kröfur þeirra í garð við- skiptavina eru þó misjafnar, jafnvel svo til engar. Ábyrgð hf., tryggingafélag bindind- ismanna, hefur hvatt viöskiptavini sína til ýmissa ráðstafana, svo sem að setja upp þjófavamarkerfi og geyma dýra muni í öruggri næturgeymslu. En fram að þessu hefur félagið ekki gert öryggisþætti aö skilyrði. Þetta hefur verið afstaöa flestra félaganna en nú er komið mun ákveðnara hljóð í strokkinn. Hjá Sjóvátryggingafélagi Islands var okkur sagt að tryggingafélögin muni nú taka til athugunar hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja svona tjón. Hjá Tryggingu hf. kom fram að tryggingafélögin þyrftu að taka hönd- um saman um að veita alls ekki slíkar tryggingar nema lágmarksöryggis væri gætt, ekki sízt þar sem verzlað er með dýra muni. Hörð orð í garð lögreglunnar Aðfaranótt sL laugardags var brotizt inn í skartgripaverzlun Jóhannesar Leifssonar, á Laugavegi 30. „Það var allt gull hreinsaö út úr verzluninni. Um tjónið get ég ekki fullyrt, en segja mætti mér að útsöluverð vamingsins væri um ein milljón króna,” sagði Jóhannes í DV í fyrradag. Síöar segir hann: ,,Ég hef veriðmeð þjófavarnarbjöllu í verzluninni, en hún var ekki í gangi núna. Bjallan hefur ekki veriðsettá.” Jóhannes var harðorður í garö lög- reglunnar: „Það á aö vera lögreglunn- ar aö halda uppi reglu en það virðist ekki vera vakt við Laugaveginn að næturlagi. Þessi innbrot í gullvöm- verzlanir hafa flest verið framin við Laugaveginn eða Bankastræti. Það er ekki nóg að keyra einu sinni eða tvisv- ar eftir Laugaveginum að nóttu til í lögreglubíl. Það verður að skipuleggja vaktir gangandi lögreglumanna. Með- an löggæzlan er ekki meiri bíðum við bara eftir næsta innbroti. ” „Víða er pottur brotinn," segir Bjarki Elíasson, yfirlög- regluþjónn ,,Auk venjulegrar löggæzlu eram viö með sérstakan mann, Grétar Norð- f jörð, sem vinnur eingöngu að afbrota- vömum á vegum lögreglunnar,” sagði Bjarki Elíasson, fyrilögregluþjónn í Reykjavík. „Grétar hefur þráfaldlega bent, einmitt gullsmiöum og skart- gripasölum, á nauðsynlegar varúðar- ráöstafanir í þessum efnum, Iíkt og hann hefur f arið í f jölmörg önnur f yrir- tæki og fundaö með mönnum. Þótt flestir hafi bragöizt vel við og gert úr- bætur, er víða pottur brotinn. I því sambandi má geta þess, að margir þeirra, sem fyrir tjóni hafa orðið, hafa látið þessar aðvaranir eins og vind um eyrun þjóta. Hafa ber í huga að í Reykjavík eru milli 40 og 50 skartgripaverzlanir. Við gerum okkar bezta og m.a. er Grétar líka á sérstöku nætureftirliti á óeinkenndum bíl, en meira þarf ef duga skal. Það er framskilyrði að öryggisráð- stafanir verzlana og annarra fyrir- tækja séu í lagi. Ekkert eftirlit getur komið í veg fyrir innbrot, ef svo er ekki.” Hættunni boðið heim Baldur Ágústsson hefur sérhæft sig í alhliða þjónustu á sviði þjófa- og brunavarna. Fyrirtæki hans, Vari er eina islenzka fyrirtækið sem eingöngu veitir slíka fyrirgreiöslu. Baldri finnst við eiga langt í land í þessum efnum: ,»Ekki bara gullsmiðir, heldur flest íslenzk fyrirtæki bjóða hættunni heim. Þetta er skiljanlegt vegna þess að inn- brotsþjófar hér hafa verið fáir og smá- ir. Hingað til hafa fíkniefni líka verið svo til óþekkt hér á landi en nú eru þau orðin hvati að innbrotum. Annar orsakavaldur að slæmu ástandi í öryggismálum fyrirtækja er sá að tryggingafélögin hafa ekki gert kröfur um fullkominn öryggisbúnað þeirra, þrátt fyrir að eiga þar hags- munaaðgæta. Hér á Islandi hefur tíðkazt aö gull og önnur verðmæti liggi bara á bak við kannski 6 millimetra gler í lélega frá- gengnum húsakynnum. Þetta er auð- vitað aldeilis fráleitt. Allt of mörg þessara fyrirtækja geyma síðan verð- mæti sín í vel aðgengilegum hillum og skúffum, í stað þess að koma þeim fyr- ir í öruggum næturgeymslum, þótt ekki sé annaö. Sumir bera því við að það sé allt of mikil fyrirhöfn. Ef við lítum nú á hvað tíðkast hjá gullsmiðum erlendis, t.d. í London, þá era þeir í fyrsta lagi í traustum húsa- kynnum. Læsingar og skrár erutraust- ar. Öryggisgler er í gluggum. Þjófa- bjöllukerfi er tengt m.a. öllum glugg- um og huröum. Jafnframt era öryggis- net eða grindur fyrir öllum gluggum aö næturlagi — jafnvel sumstaðar lika á daginn. Auk alls þessa er verðmætum komið fyrir í sérstökum öryggisnætur- geymslum. tslenzku tryggingafélögin hafa ekki gefið öryggisráðstöfunum nægan gaum hingað til. Þau hafa m.a. ekki veitt fyrirtækjum, þar sem þess háttar er í góðu horfi, neinn markverðan af- slátt. Hvað þá að öryggisráðstafanir séu almennt tryggingaskilyrði. Síöast en ekki sízt er áríðandi aö þjófavamir séu skipulagðar sem heild fyrir hvert fyrirtæki.” -FG. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Stungið af með Anker Heimsókn Anker Jörgensen hingaö til lands er mikil himnasending fyrir Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra. Nú, þegar bráðabirgðaráð- stafanir rikisstjórnarinnar eru á allra vörum er forsætisráðherra á þeytingi vítt og breitt um landið meö Anker. Á meðan Svavar og Stein- grímur, Ragnar og Tómas, reyna að halda uppi vörnum fyrir ríkisstjórn- ina, skiptast þeir Anker og Gunnar á gamansögum á yfirreið sinni. Gunn- ar er ekki i kallfæri pressunnar og svo einkennilega vill til að Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson guf- uðu hreinlega upp um leið og ríkis- stjórnin hætti við að springa. Af þessu leiðir, að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn eru vart orðaðir við þær óvinsælu ráðstafanir sem stjórnin greiptil. Ekki er vafi á, að vel fer á með for- sætisráðherrunum tveimur. Anker, þessi litli naggur, hefur sýnt það og sannað á undanföraum árum að hann er sleipur stjórnmálamaöur og vinsæll meðal þegna sinna. Honum hefur tekist á einhvern óskiljanlegan hátt að halda þannig á spöðunum að Danir bera höfuðið hátt þótt ástandið sé ekki björgulegt. Landið er að sökkva í erlendar skuldir og atvinnu- leysið heldur stöðugt áfram að auk- ast. Búið er að þjarma svo að efna- mönnum í Danmörku með skattaof- sóknum að þar má enginn eiga meira en spjarirnar utan á sig. Alvarlegum glæpum f jölgar óhugnanlega í Dana- veldi og þar er líka vinsæl íþrótt að gera út á styrktarkerfið. Þrátt fyrir þessa óáran eru Danir stórhrifnir af Anker Jörgensen. Hann hvetur fólk til dáða og neitar að gefast upp fyrir erfiðleikunum sem við er að etja. Ekki er vafi á að Gunn- ar Thoroddsen mun fara í smiðju Ankers þessa dagana. Astandið hér ætti ekki að koma þeim danska ókunnuglega fyrir sjónir, nema hvað atvinnuleysið vantar. En eflaust verður þess ekki langt að bíða að við jöfnum metin við Dani á því sviði iíka. Á meðan Gunnar heldur veislur til heiðurs Anker og Pálmi og Friðjón felast til fjalla, stígur Eggert Hauk- dal fram á sviðið á nýjan leik. Bónd- inn á Bergþórshvoli er nú endanlega búinn að gefast upp á rikisstjórninni. Hann tekur ekki í mál að styðja hana lengur, jafnvel þótt lofað yrði að byggja tvær nýjar brýr yfir ölfusá. Hann er hreinlega ekki til viðtals um frekari stuðning við stjóm sem hefur innbyrðis menn á borð við Hjörleif Guttormsson og Steingrim Her- mannsson. Eggert Haukdal henr oft orðið fyr- ir aðkasti vegna stuðningsins við ríkisstjóraina og hann óspart sakað- ur um að hafa gert þennan stuðning að söluvöra. Má vera að eitthvað sé til í þvi en hvaða þingmaður hefur hreinan skjöld hvað varðar stuðning við aðgerðir eða aðgerðarleysi rikis- stjóraa yfirleitt? En það er ekki vafi á að yfirlýsingar Eggerts þessa dag- ana munu falla í kramið h já kjósend- um hans. Þeir eru ekki margir þing- mennirnir okkar sem þora að láta örla á nokkru sjálfstæði i orðum eða gerðum. Þessir fáu sem ekki láta teyma sig á asnaeyrunum í það óend- anlega vekja eftirtekt og jafnvel að- dáun. Og það er víst engin lygi þótt sagt sé að fleiri stjóraarliðum en Eggert Haukdal blöskrar flugmála- stefna Steingrims og orkustefna Hjörleifs. Meðan Eggert lætur móðan mása er ekkert lát á gleðinni hjá Gunnari og Anker. Eflaust er Gunnar búinn að þýða hin fleygu orð; Vilji er allt sem þarf, á dönsku. Það getur hins vegar vafist fyrir honum að skýra út fyrir Anker að annars sé það nú fyrst og fremst Haukdal sem hafi tekið þessi orð bókstaflega, seint og síðar meir. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.