Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 3
3 Horft til haustsins. Sumri hallar og senn er kominn september. Þaö er því með nokkurri eftirsjá sem stúlkan horfir á eftir allt of stuttu sumri. Hundurinn lœtur sér þó fátt um finnast og angurvœrðin er fjarri honum. Hann sperrir eyrun og rgnir á Ijósmgndarann. Myndin var tekin á Hellu fyrir stuttu. DV-mynd: EJ. DV. MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1982. TUTTUGU ÞÚSUND MANNS HAFA SÉÐ OKKAR Á MILLI AösókninaðkvikmyndHrafiisGunn- sýnd á Húsavík, á Laugum, í laugssonar, Okkar á milli — í hita og Mývatnssveit og á Egilsstöðum. þunga dagsins, hefur verið með Forráðamenn kvikmyndahusanna ágætum. Eftir tíu fyrstu sýningar- tveggjaíReykjavíkvorusammálaum dagana hafa rösklega tuttugu þúsund að oft hefði aðsókn að íslenzkum manns séð myndina. Kvikmyndin er kvikmyndum verið dræm í byrjun en nú til' sýningar í Háskólabíói og aukizt síðar. Aðsóknin að Okkar á milli Laugarásbíói í Reykjavík og í Borgar- hefur hins vegar verið óvenju góð bíói á Akureyri. Hún hefur einnig verið fyrstusýningardagana. -SKJ. Seiðarannsóknir í Selá Vegna greinar í DV 10. ágúst sl. um veiði í Vopnafjarðaránum skal eftir- faranditekiöfram: I niðurlagi greinarinnar er sagt að ekkert hafi verið gert í rannsóknum í Selá. Þetta er ekki rétt. 1 Selánni hefur veiðimálastjóm annazt seiðarann- sóknir og aðrar athuganir sl. 4 ár og hefur sýnt verulegan áhuga á ræktunarmálum þar. öll samskipti við Veiðimálastofnunina hafa verið hin beztu. F.h. veiðiklúbbsins Strengs Gunnar Sv. Jónsson formaður. Vandans er að leita hjá ríkisstjóminni —segir í ályktun Farmanna- og f iskimannasambandsins Meginorsaka þess vanda sem ríkisstjómin á nú við að glíma er að leita hjá ríkisstjóminni sjálfri, — segir í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Farmanna- og fiski- mannasambands Islands um efna- hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar. Þar segir einnig að ríkisstjórnin hafi ekki reynzt þess megnug að taka á efnahagsvanda þjóöarinnar á þann hátt að ekki þurfi stöðugt að beita þeim úr sér gengnu úrræðum, sem gengisfelling og launaskerðing séu, þar sem gengisskráning sýni ekki annað en hvernig tekizt hefur við stjórn efnahagsmála innanlands. Farmanna- og fiskimanna- sambandið sér sig knúiö til aö mótmæla þeim bráðabirgðalögum og yfirlýsingu ríkisstjómarinnar sem nú hefur séð dagsins ijós. Sambandið er á móti því að gengið sé á gerða kjarasamninga og þeir skertir með lögboði, eins og gert verður 1. desember næstkomandi og telur frá- leitt að sett skuli ákveðið hámark á fiskverð er nema skuli hækkun verð- bóta á laun hinn 1. september næst- komandi. Segir í ályktuninni að ekki sé nema tæpt á þeim vandamálum, sem herja á útgerðina og sjómanna- stéttina. -ÖEF. Seðlabankinn samþykkir af urðalán til innlendrar skipasmíði: Nýsmföin verður 20% ódýrari fyrir vikiö Bankastjórn Seðlabanka íslands samþykkti fyrir helgina, að veita svonefnd „afurðalán” til innlendrar skipasmíði. Verða lánin veitt í íslenzkum krónum með 29% vöxtum. Eru þetta sambærileg lán og fisk- og ullariðnaöurinn njóta. „Þetta gerbreytir okkar samkeppnisaöstöðu, nú erum við tilbúnir til að keppa við erlendar skipa- smíðastöðvar,” sagöi Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar, um þessa nýju lánafýrir- greiðslu, í samtali við DV fyrir helgina. ,,Fram til þessa hefur öll okkar nýsmíði verið fyrir bandaríska dollara og það vita allir hvað þróun hans hefur verið óhagstæð fyrir okkur gagnvart íslenzku krónunni. Eg get nefnt sem dæmi, að með nýja lánakerfinu hefði Örvar, skuttogari sem við erum ný- búnir að afhenda á Skagaströnd, oröiö um 13 m. kr. ódýrari, eða sem svarar um 15,20% af heildarverðinu, ef miðaö er við þróun dollarans á smíöatím- Þetta er því mikil búbót fyrir okkur, en vandi skipasmíðaiðnaðarins er ekki leystur. Þessi lán koma ekki til greiðslu fyrr en Fiskveiðisjóður hefur skrifað upp á smíðasamninga. Þar stendur hnífurinn í kúnni núna, þannig aö öll okkar verkefni ern komin á lokastig og atvinna 350 starfsn'.ama í hættu,” sagði Gunnar Ragnars í lok sam- talsins. -GS/Akureyri. Kosið til kirkju- þings í september Kosningar til kirkjuþings munu fara fram í september samkvæmt nýjum lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslenzku þjóðkirkjunnar. ' Á kirkjuþingi eiga sæti 20 kjömir þingfulltrúar, þar af eru 18 kosnir í 8 kjördæmum, 9 prestar og 9 leikmenn. Kosningarétt í kjöri leikmanna hafa allir sóknamefiidarmaui og safnaöar- fulltrúar landsins. Kjörstjóm við kosn- ingar kirkjuþings hefur samið kjör- skrá og liggur hún frammi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og á biskups- stofu fram til 8. september nk. Einnig hefur próföstum landsins veriö sent eintak kjörskrárinnar. Kærur tilbreyt- inga á kjörskránni þurfa að hafa borizt kirkjumálaráöuneytinu fyrir 9. september. Að lokinni endanlegri gerð kjörskrár verða kjörgögn send þeim, er kosn- ingarétt eiga og er stefnt að þvi að kosningu verði lokið um mánaðamót september/október. -ÓEF. ARGENTINA prTið SKÓLASKÓRNIR med hinum geysi- sterka sóla komnir aftur. Verd kr. 417.00 Sportvöruverslun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44— sími 11783 FLJÚGANDI FURÐUHLUTUR? Nei ekki alveg. Þetta er ein af ljósaflautunum sem fást í Mílunni. Vorum aö fá gífurlegt úrval af ljósa- flautum, rafhlöðuljósum og tölvum í reiöhjól. Einnig teinaglit og fl. í miklu úrvali. Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Milan Verzlun — Verkstæði Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin). Sími 13830.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.