Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Page 4
DV. FIMMTUDAGUR 26. AGUST1982.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Bitlingakrónprins kommanna
Gullkistuvöröur Alþýöubandalags-
ins, Ingi R. Helgason, er smám
saman að afhenda bitlingakrónprinsi
flokksins fleiri ráð og nefndir. Þaö er
ekki nóg meö aö Ragnar fái hina og
þessa bitlinga í arf frá Inga, heldur
sér Ingi R. til þess, aö Ragnar fái
ýmislegtíviöbót.
Nú síðast skipaði Ingi R. svo fyrir,
að Ragnar skyldi verða stjórnarfor-
maður í Sjúkrasamlagi Reykjavík-
ur. Svavar formaður emjaði fyrst í
stað og benti á, að Guðjón Hansen,
tryggingafræðingur, hefði gegnt
þessu starfi lengi og ekkert verið
undan honum kvartað. En gullkistu-
vörðurinn hélt fast við sitt og skipaði
heilbrigðisráðherra að koma Ragn-
ari í stöðuna strax. Svavar sendi
málið til Tryggingaráðs til aö um-
sagnar, en þar fékk Ragnar aöeins
atkvæði fulltrúa Alþýðubandalags-
ins. Aðrir vildu hafa Guöjón áfram. í
framhaldi af því skipaði Svavar
auðvitað Ragnar í stöðuna.
Þetta siðleysi er í fullu samræmi
við annað þegar kommúnistar eru
annars vegar. Þeir ætla að ná
kverkataki á heilbrigðisþjónustunni
og nota hana í áróðursskyni nú þegar
ítök þeirra í verkalýðshreyfingunni
fara þverrandi. Ef einhver vogar sér
að minnact á sparnað í ríkiskerfinu
öskrar Svavar á móti: Hvar á að
spara? Á kannski að spara í heil-
brigöiskerfinu og láta sjúkt fólk
borga fyrir læknismeðferð og sjúkra-
hússvist?
Það er segin saga að andmælendur
lyppast niður og hafa hljótt um sig
eftir þessar ákúrur. Kommúnistum
virðist hafa tekist að telja stórum
hluta almennings trú um að þeim
peningum, sem varið er til heil-
brigðismála, sé varpað af himnum
ofan en komi ekki beint úr vösum
skattborgaranna. Hins vegar er nú
svo komið i þessu kerfi, undir stjórn
Svavars, að áframhaldandi f járaust-
ur út í loftið setur þjóðina á höfuðið.
Parkinsonlögmálið tröllríður öllu því
kerfi sem kennt er við læknis- og
sjúkraþjónustu. Þetta viðurkenna
allir, sem vit hafa á hlutunum, og
Steingrímur Hermannsson þar að
auki. Ef þetta tröllaukna kerfi verð-
ur ekki skoriö upp hið bráðasta líður
ekki á löngu þar til viö sitjum uppi
með álíka óskapnað á þessu sviði og
Svíar og Danir.
Ingi R. Helgason er hins vegar
ekki að velta þessum hlutum fyrir
sér þegar hann lætur sklpa Ragnar
Árnason stjórnarformann Sjúkra-
samlagsins. Ingi er maðurinn sem
situr bak við tjöldin og kippir í spotta
svo að strengbrúðurnar dansa. Á til-
tölulega fáum árum sölsaði Ingi R.
undir sig meiri völd í þessu þjóð-
félagi en almenningur hefur hug-
mynd um. Sléttur og felldur stundaði
hann stórfellt brask í Alþýðubankan-
um, gein yfir sjóðum verkalýðs-
félaga, sá um að afla ÞjóðvUjanum
tekna eftir duldum leiðum og sýslaði
við fleira en rúm er tU að telja upp
hér. Ingi er heUinn bak við f jármála-
brask ÞjóðvUjans og Álþýðubanda-
lagsins. Og hann er sá maöur, sem
hefur mest áhrif á orð og gerðir
Svavars Gestssonar. Menn ættu að
fylgjast vel með næsta leik kommún-
ista i heUbrigðiskerfinu. Hans getur
verið skemmra að bíða en margur
hyggur og þar munu fingraför Inga
R. væntanlega verða enn augljósari
ennú.
Sem kunnugt er hækkaði Ingi R.
Helgason mjög í tign i hafi þegar
hann gerðist sérstakur spíon Hjör-
leifs Guttormssonar í álmálinu. Að
vísu hefur það aldrei fengist uppgef-
ið hversu miklar greiðslur runnu tU
Inga vegna margvíslegra leyniþjón-
ustustarfa hér heima, í Ástraiíu og á
höfunum þar á mUli. Orðrómur er á
kreiki um að samningarnir hafi svo
sannarlega verið í gUdi þegar rcikn-
ingar Inga R. voru greiddir og verð-
bætur síður en svo skertar. Og aUa-
vega taldi guUkistuvörðurinn sig
loks hafa efni á að sleppa taki af
ýmsum kommasjóðum og fá
Ragnari þá i hendur. En hvað
skeður ef áform Hjörleifs um meiri-
hlutaeign íslendinga að álverinu í
Straumsvik ná fram að ganga?
Kemur þá nema einn maöur tU
greina sem forstjóri þess fyrirtækis?
Svarthöfði
Trillukarlamir hafa fengið torgsölu-
leyfi og ættu Akureyringar því að fá
soðninguna glænýja. Þessi gutti,
ÞorkeU Pálsson, er með nokkra
væna á borðið.
Akureyri:
Trillu-
karlarnir
fá „torg-
söluleyfi”
Bæjarráð Akureyrar hefur heimU-
að triUukörlum á Akureyri fisksölu á
Torfunefsbryggju og við verbúðirnar
áOddeyrartanga.
Eins og fram hefur komið í DV
sóttu trUlukarlarnir um þetta leyfi á
dögunum, eftir að sýnt var að Hjalt-
eyringum yrði heimiluð fisksala á
Ráöhústorgi. Sagði einn trUlukarl-
anna í samtali við DV, að fisksalan
gæti orðiö góð búbót i afialeysinu því
aö fiskurinn hækkaði um nær 100% í
verði, fyrir það eitt, að rétta hann
yflr borðið og skera af honum
hausinn!
Oft er erfiðleikum bundiö fyrir
Akureyringa aö veröa sér úti um
nýjan fisk, en nú ætti að verða bót á
því — ef á annað borö er bein aö fá úr
sjó. -GS/Akureyri.
Hagurbænda
í Skagaf irði
I frétt DV um lok heyskapar í
Skagaflröi sl. fimmtudag, brengl-
aðist niðurlag nokkuð. I fréttinni stóð
aö bændur væru ánægðir með sinn
hag. Ekki er víst að svo sé í öUum til-
fellum. I handriti fréttaritara, sem
sendi fréttina, sagði að hey væru góð
í sumar, enda veitti bændum ekki af
því að eitthvað gengi þeim i haginn.
„ Þeir mælast til þess
að mörg hundruð menn
verði atvinnulausir"
— segir Haukur Þorsteinsson, formaður starfsmannaf élags
Slippstöðvarinnar hfum þá sem vilja stöðva skipasmíðar innanlands
fara hér á landi, að láta ekki það slys henda að stöðva skipasmíðar um
óákveðinn tíma”, segir Haukur Þorsteinsson.
P' Ráðamenn Slippstöðvarinnar á
Akureyri hafa áhyggjur af framtíð-
inni, þar sem engin trygg verkefni
eru framundan í nýsmíði hjá stöð-
inni, eins og fram hefur komiö í DV.
Benda ráðamenn stöðvarinnar á að
þótt íslenskar skipasmiöastöövar
haldi áfram nýsmíöi næstu 5 ár með
svipuðum afköstum og verið hefur,
þá nái þær ekki að gera betur en
anna um 35% af endumýjunarþörf
fiskveiðiflotans, jafnvel þótt á sama
tíma sé gert ráð fyrir því að flotinn
minnkium25%.
350 manns starfa hjá Slippstööinni
á Akureyri og sjá þeir nú fram
ótryggar atvinnuhorfur. Hvað segja
þeir? Við gefum Hauki Þorsteins-
syni, formanni starfsmannafélags
stöðvarinnar, orðið:
„Ef maöur fer aö hugsa um þá að-
stööu sem íslenskum skipasmíðaiðn-
aði og einnig viðgerðum og viöhaldi
flotans er búinn, þá kemur margt
uppíhugann.
Mest stingandi er þó sú staðreynd,
hvað ríkisstjórnir allra tíma, hverju
nafni sem þær nefnast, svo og stjórn-
málamenn og embættismenn, hafa
sýnt þessari atvinnugrein lítinn
skilning. Samt er þaö staðreynd, aö
sjávarútvegur hefur verið okkar
aöalatvinnugrein. Þar af leiðandi
þarf stóran og fullkominn fiskiskipa-
flota, sem þurft hefur að endurnýja
og halda við. Þeim þætti hefur ráða-
mönnum ekki þótt ástæða til aö sinna
hér innanlands, nema að mjög tak-
mörkuðu leyti, þótt öll skilyrði séu til
þess, ef rétt væri á málum haldið.
Nánast um módei-
smíði að ræða
Einnig má það furðu sæta að ekki
skuli vera til heildarstefna um
endumýjun fiskiskipaflotans. Um
leið mætti tryggja íslenskum skipa-
smíðastöðvum næg verkefni fram í
tímann, t.d. með raðsmíðaverkefn-
um, sem m.a. lækka byggingar-
kostnað til muna. Um leið væri hægt
að styrkja samkeppnisaöstöðu stöðv-
anna.
Eins og málum hefur verið háttaö
um árabil, og er enn, þá hefur nánast
verið um módelsmiöi skipa að ræða
hér innanlands. Allir er til þekkja
vita að módelsmíði er mun dýrari en
raösmíði. Trúlega getur engin skipa-
smíðastöð í heiminum tekið þátt í
slíku ævintýri. Þá hefur þetta stefnu-
leysi stjórnvalda orsakað mikla
óvissu um verkefni og þá um leið
ógnað atvinnuöryggi í þessari grein.
Gagnrýna
innflutninginn
Við sem í þessari iðn störfum hljót-
um að gagnrýna þann skefjalausa
innf lutning á skipum, bæði nýjum, og
nú upp á síðkastið gömlu rusli. Þá
hefur einnig borið á innflutningi á
skipsskrokkum og skipshlutum.
Einnig er óþolandi, á sama tíma og
verkefnaskortur er hér innanlands,
þá sé viðgerðarverkefnum leyft að
fara úr landi. Og heyrst hefur að þeir
aðilar sem fara með skip sín til út-
landa til viðgerða fái betri fyrir-
greiðslu peningastofnana en ef verk-
efnið væri unnið hér heima.
Oft hefur verið sagt aö viö séum
ekki samkeppnisfærir hvað verð
áhrærir, hvorki í nýsmíðum né
viðgerðum. I þeirri umræðu skulu
menn hafa það hugfast aö ekki er
jafnræði í því máli, þar sem í mörg-
um tilfellum er um stórfellda niður-
greiöslu í skipasmiðaiönaöi aö ræða
hjá þeim þjóðum sem við skiptum
við.
Vonandi fljótfærni
hjá sjómannasamtökunum
I þeirri umfjöllun síðustu mánuði
um aö flotinn sé oröinn allt of stór og
þar af leiðandi þurfi aö stöðva allan
innflutning skipa og nýsmíði innan-
lands í 2 ár, ber margt aö athuga.
Að sjálfsögðu skal hætta öllum inn-
flutningi, og þótt fyrr hefði veriö. En
þeir sem mæla meö því að stöðva
skipasmiðar innanlands, eins og
sjómannasamtökin voru að mælast
til, gera þaö vonandi í fljótfæmi.
Þessir menn eru um leiö að mælast
til þess að mörg hundruð menn veröi
atvinnulausir. Ef t.d. Slippstöðin hf.
hættir nýsmíðum, þá hefur sá stóri
hópur er þar vinnur ekki í önnur hús
að venda. Allavega ekki hér á Akur-
eyri, eins og atvinnuhorfur er nú.
Allir, sem til þekkja, vita einnig að
þó svo nýsmíðin yrði ekki stoppuð
nema í 2 ár, þá fer þessi starfsemi
ekki af stað aftur með því að ýta á
takka. T.d. væri líklegt aö reyndustu
starfsmenn stöðvarinnar yrðu komn-
ir í önnur störf, trúlega vítt og breitt
um landið, og þeir kæmu ekki aftur.
Það tæki mörg ár að þjálfa upp
mannskap í það starf, sem skipa-
smíðar eru.
Einnig ber að líta á þá staðreynd
aö þó svo aö allar íslenskar skipa-
smíöastöðvar störfuðu meö fullum
afköstum, þá eru þær það afkastalitl-
ar aö þær fullnægja ekki nema aö
litlu leyti endumýjunarþörf flotans.
Meö hliðsjón af þessu vil ég skora á
rikisstjórnina og alla þá aöila, sem
með málefni skipasmíðaiönaðar fara
hér í landi, að láta ekki það slys
henda aö stöðva skipasmíöar innan-
lands um óákveðinn tíma,” sagði
HaukurÞorsteinsson. -GS/Akureyri