Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGOST1982. Neytendur Neytendur Neytendur Ölystug kartafla, hýði dökkt og kartaflan bragðdauf. Enda hafa margir neytendur kvartað yfir nýju islensku kartöflunum. Kartöf lurnar lækka: Neytendur kvarta yfír slæmum kartöfíum — annað fyrirkomulag við dreifingu æskilegra segir yf irmatsmaður Margir neytendur hafa komið að máli viðokkurogkvartaðyfirnýju ís- lensku kartöflunum, sem komu á markaðinn um miðjan ágúst. Kartöflurnar eru óásjálegar, hýðið dökkt og þykkt, og kartöflumar bragð- daufar. Nokkrir viömælenda okkar hafa hreinlega hent kartöflunum án þess að bragða á þeim og sagt að útlitið eitt á kartöflunum sé nægileg ástæða til aö leggja þær sér ekki til munns. Kartöflumar eru ljótar ósoönar og ekki batna þær við suðu. Von er að fólk sé vonsvikið því að alltaf hefur það verið tilhlökkunarefni að fá nýjar ís- lenskar kartöflur siösumars. Kartöflurnar lækka Þessi kartöflusending var heldur ekki gefin, 2 1/2 kg poki kostaði kr. 44.25 og5 kg. pokikr. 87.30. Síðastliðinn mánudag (23.8.)lækkuðu kartöflurnar í verði og kosta, þó aöeins þessa viku, 2 1/2 kg 24.70 og 5 kg kr. 48.60. A mánu- dag munu kartöflumar lækka enn meira í verði, en ekki vitað hve mikið að sögn starfsmanns hjá Grænmetis- verzlun landbúnaðarins. En hvers vegna er þessi uppskera svo slæm sem raun ber vitni? Við höfð- umsambandvið Eðwald B.Malmquist, yfirmatsmann garöávaxta, og hafði hann m.a. þetta að segja: „Það er rétt að við höfum fengið kvartanir yfir þessari kartöflusend- ingu, sem kom til Reykjavíkur 12.—14. ágúst sl. Það hefur margoft sýnt sig aö fyrsta sumaruppskeran er mjög við- kvæm. Vélaupptakan, núningurinn við fragtlosun og pökkun geta farið illa með svo viðkvæma vöru sem þessar kartöflurem.” Teknarof fljótt upp Yfirmatsmaðurinn var spurður hvort hann teldi að kartöflurnar hefðu verið teknar upp of fljótt og svaraði hann því játandi. „Það hefur oft verið rætt að heppi- legra væri með fyrstu uppskeruna á haustin að setja kartöflumar beint í kassa og dreifa þeim í kössunum í verslanir, vegna þess hve varan þolir illa allt hnjask. En þessu fyrirkomu- lagi fylgir nokkur grunnkostnaður, fjárfesting í sérstökum kössum.” Sem hver á að greiða ? „Framleiðendur yrðu sjálfsagt að standa undir þeim kostnaði,” sagði Eðwald B. Malmquist, en þar sem þetta fyrirkomulag hefði aðeins verið á umræöustigi væri margt óráðið enn í þessu máli. En vonandi verður eitt- hvað betra fyrirkomulag haft á með- ferð og dreifingu á viðkvæmum kartöflum í framtíðinni og strax næsta haust áður en fyrsta uppskera berst til neytenda. -ÞG. „Bakpokar eru heppttegustu skóla- töskuraar,” stendur i grein um hrygginn i blaðinu Httse. Pokarair leggjast að bakinu og hendurnar eru frjálsar. DV-mynd-RTh. SKOLATASK AN ÞARF AÐ VERA LÉTT — hifigum að hrygg bamsins Nú fer sumarfríunum að ljúka og skólamir að hefja göngu sína. Skóla- töskumar eru teknar fram eða fyrsta skólataskan er keypt. Það er mikilvægt fyrir heilsu bamsins að það gangi ekki með of mikiö í tösk- unni, sem getur leitt af sér bakverk. Beztu skólatöskumar eru bakpok- ar. Þeir liggja þétt að líkamanum og hendurnar era frjálsar. Taskan veröur að vera viö hæfi barnsins, ekki of stór. Endingargott efni verður að vera í töskunni og ólarnar eiga að vera breiðar svo að þær særi ekkiaxlirnar. Minnstu skólabömin geta auðveld- lega borið 2—3 kíló en það er of mikiö daglega. Það er líkt og ef fullorðinn gengi með 7—8 kíló af bókum hvern dag. Foreldrar verða að hafa eftirlit með þessu, börnum hættir til aö ganga á milli heimilis og skóla með sömu bækumar svo vikum skiptir, án þess að hafa þörf fyrir þær. Margt fleira en bækur þyngja skólatöskuna. Það er mikilvægt aö kenna barninu að skilja óþarfa hluti eftir heima. Það er jafn mMvægt'Og aö kenna baminu að bursta tennum- ar daglega. Hinar góðu venjur, sem geta vemdað hrygg bamsins, lærast þeg- ar á skólaaldri. Góðu venjumar koma ekki af sjálfu sér, þær þarf að læra. öðru máli gegnir um slæmar venjur og það sem þeim fylgir er slæmur hryggur. Það næstum segir sig sjálft. Þýtt úr Helse RR Verkamenn og vörubflstjóri óskast strax. LOFTORKA Uppl. í síma 50877. ***£&££&* athucid, erum fiutt a*ö Aðalkennari er Þorgerður Gunnarsdóttir (Hogga) nýútskrifa&ur danskennari frá Rockford College í Bandaríkjunum. 5 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 1. sept. Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f.h. og 17—19 e.h. Afhending skírteina aö Skúlatúni 4, fjóröu hæö, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17—20 e.h. Líkamsþjálfun Ballettskola Eddn Seheving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350 AFSLATTAR KORT hafa verið send út til félagsmanna KRON. Kortin eru 7 taisins og gilda frá 25. ágúst til 16. desember. Hægt er að ganga i félagið i öllum verslunum KRON og á skrifstofu félagsins, Laugavegi 91, þar sem kortin eru afhent. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort. KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.