Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Béchir Gemayel reynir að friðmæiast við múhameðstrúarmenn eftir að hafa herjaðá þá um langt skeið. Ekki fríðvænlegt í Ubanon þrátt fyrir brottfór PLO Béchir Gemayel var kosinn forseti Líbanon á dögunum. Gemayel er for- ingi hinna hægri-sinnuðu Falangista. Hann er aðeins 34 ára að aldri og tók við forystu Falangista af föður sínum. Hann náði því næst undirtök- unum meðal kristinna manna er hann sigraði heri annarra foringja og neyddi þá til undirgefni. Gemayel fékk hreinan meirihluta 92 manna þings Líbanons og eitt atkvæði að auki. Tvísýnt var hvort Gemayel næði kjöri allt fram á síðustu stundu því vinstri menn og múhameðstrúarmenn mættu ekki á þingfund. Samkvæmt stjórnarskrá Líbanon á forseti landsins að vera úr röðum kristinna manna. Andstæð- ingar Gemayels gátu ekki komið sér saman um mótframbjóöanda og því hlaut Gemayel kosningu, næsta auöveldlega. Olía á eldinn? Gemayel sagði í viðtali eftir að ljóst var aö hann hafði verið kosinn forseti að hann vonaðist til aö tími friðar og öryggis væri kominn í Líbanon. I austurhluta Beirút var mikill fögnuður, kirkjuklukkum var hringt í ákafa og hermenn skutu úr byssum sínum upp í loftið. I vesturhlutanum réðust vinstri- sinnar á heimili þingmanna sem kusu Gemayel. Meðal annars var heimili Kamelal-assad stórskemmt. Gemayel er elskaður af Falang- istum en að sama skapi hataöur af vinstrimönnum og múhameðstrúar- mönnum. I borgarastríðinu sem stóð frá 1975—1976, og hefur í raun aldrei endaö, tók hann þátt í bardögum á götum úti. Ljóst er að erfitt verður fyrir vinstri- og múhameðstrúar- menn aö búa viö stjóm hans, enda tók hann beinan þátt í hryðju- verkum. Utvarp vinstri manna Moura- bitoun sagði um úrslit kosninganna að þetta væri ,,smánardagur” og leiðtogi Drúsa, Walíd Jumblatt, sagði „Þetta er svartur dagur í sögu —Béchir Gemayel forseti mun tæpast sit ja á friðarstóli Líbanon. .. bardaganum er ekki lok- ið.” Sem sagt: Öldungis er óvíst að ófriðnum sé lokið í Líbanon þrátt fyrir brottflutning Palestínu- skæruliða. Kosningin íþinginu Megn ólykt var af kosningu forsetans. Israelsmenn sitja um Beirút og þeir eru vitaskuld hrifnir af honum. Sem áöur segir skrópuðu vinstri- og múhameðstrúarmenn upp til hópa. En þó að svo væri varð að fresta kosningunni æ ofan í æ. Jafn- vel daginn sem Gemayel var kosinn tókst í fyrstu ekki að fá nægilegan fjölda þingmanna til að taka þátt í kosningu. Bróðir nýkjörins forseta fór þá á stúfana og neyddi nokkra þingmenn til að koma í þingið og kjósa. Það tókst í annarri tilraun, hann fékk stuðning 57 af 92 kjósendum. 62 þing- menn voru viðstaddir. Gemayel tekur við af Sarkis for- seta, sem allir gátu sætt sig við, er hann var kosinn fyrir sex árxun. Gemayel mun taka við embætti 23. september næstkomandi. Er ljóst var að Gemayel hafði verið kosinn fögnuðu stuðningsmenn honum ákaft og einnig sérstaklega föður hans Pierre Gemayel sem stofnaði Falangistaflokkinn á 4. áratugnum. Viðtal í Le Monde Nokkrum dögum fyrir forseta- kosninguna átti Lucien George, blaðamaður Le Monde, viðtal við Béchir Gemayel. Blaðamaður Le Monde spurði Gemayel að því hvort hann væri ekki hræddur við að taka við embætti forseta í skugga erlendrar hersetu. Hann svaraði: , ,Það eru margir skuggar á Líbanon: Sýrlenzkir, ísraelskir og palest ínskir. Á að láta forsetastólinn standa auðan. . Nei, þvert á möti, nú er nauösynlegra en nokkru sinni Faðir Bóchirs, Pierre, stofnaði hreyfingu Falangista sem hafði á sér fasískt yfirbragð hér áður fyrr a.m.k. á fjórða áratugnum. Walid Jumblatt, foringi Drúsa, er einnig sonur fyrrum foringja síns hóps. fyrr að nýr maður taki við embætti forseta til þess að hægt sé að ráöast gegn vandamálunum sem eru: að tryggja brottflutning allra erlendra herja frá landinu, endurreisa landið sem hefur veriö tætt í sundur í stríðinu og endurskipuleggja ríkið.” Er hann var spurður að því hvaða áhrif herseta Israels hefði á kosn- ingu forsetans sagði hann að nærvera þeirra væri honum í óhag vegna þess að hún væri sterkasta röksemd óvina hans gegn honum. Allur erlendur her fari burt Gemayel segir í viðtalinu að ef Palestínuarabar fari ekki að öllu leyti frá Líbanon muni hann bregðast skjótt við og sjá um að þeir fari. Hann segir aö hann muni ekki leyfa neinum erlendum her að verða áfram í Líbanon. Næst muni hann snúa sér að því að losna við Israels- menn og Sýrlendinga. Blaðamaður Le Monde spurði hann hvort hann muni skipa ríkisstjórn á heföbundinn líbanskan hátt, þ.e. helming múhameðstrúar og helming kristinn. Gemayel svaraði spurningunni ekki beint en sagði að stjórnin yröi ekki hefðbundin því nú skyldi ráðast í framkvæmdir sem ekki hefði veriö gerðar upp á síðkastið. Forgangs- verkefni væri að koma á reglu og öryggi, réttlæti. Aö stjómin ætti ekki að hugleiða fyrst og fremst við hvaða aöila (múhameöstrúar eða kristna) væri að eiga heldur gera það sem réttast væri. Hann sagði að það ætti ekki að skipta ríkið máli í samskiptum við einstaklinga og hópa hvaöa trú þeir aöhylltust. „Frelsuðu svæðin fyrirmynd" Hann sagði að stjómarfar á þeim svæðum sem Falangistar hefðu haft á sínu valdi undanfarin ár væri til fyrirmyndar fyrir allt ríkið. Hann vísaöi á bug öllu tali um að kristnir menn vildu stofna eigið ríki. Um breytingar á stjórnarfari sagði hann að í skúffum Falangista væru margar tillögur allt frá hug- myndum um sterkari miðstýringu til lauslegs sambandsríkis. Hann sagðist ekki taka eina lausn fram yfir aðra. Það væri tæknilegt vandamál og það þyrfti að ná þjóðar- samstöðu. Er hann var spurður um hvort hann ætlaði enn að leysa upp her sinn er hann yrði kosinn sagði hann aö líkast til yrði hann leystur upp um síðir og þeir sem hæfastir væruteknir í líbanska herinn. Land f relsis.. miðað við hin ríkin Hann segir að stríð hafi kennt sér og sínum mönnum mikiö. Það hafi víkkað pólitískan sjóndeildarhring til muna. „Við afneitum kyrrstöðu- stefnu og berjumst gegn linleika, málamiðlunum, ófuilkomnum lausnum og spillingu.” „Frelsuðu svæöin (þ.e. þau sem kristnir menn ráöa yfir) hafa búiö við öryggi, þökk sé líbönskum her- mönnum, og við munum láta öryggið ná til annarra hluta landsins, um leið og þau frelsast (.. úr höndum Palest ínumanna). Við erum stoltir yfir því að hafa tryggt öryggi og frelsi við ákaflega erfiðar aöstæöur sem sköp- uðust af því að stríðsástand ríkti og að við börðumst gegn hryðjuverkum. Líbanon er í raun og veru land frelsis. Þaö er þaö sem gerir landið sérstakt ef miðað er við alræðis- löndin allt í kringum okkur.” Gemayel hefur um nokkurt skeið verið mun hlýorðaðri í garö múhameöstrúarmanna enhannvar áður. Er greinilegt að hann reynir allt sem hann getur til að þeir ráöist ekki strax að honum er hann sezt í forsetastól. Hann segir um múhameðstrúarmenn: „Eg hef aldrei hætt aö vera mjög jákvæður í garð múhameðstrúarmanna. I sál sérhvers kristins manns í Líbanon er svolitið af Islam. Og það gerir okkur ólíka öðrum kristnum mönnum.” Gemayel reynir hvaö hann getur að fegra sjálfan sig en hvað sem því líöur er ólíklegt að hann sitji á friöar- stóli. Sár borgarastríðsins eru síöur en svo gróin og líkast til munu múhameðstrúarmenn ekki viður- kenna hinn nýja forseta. Trúarleiðtogar Sunníta hafa skoraö á trúbræður sína að standa á- allan hátt gegn hersetu Israels- manna og neita allri samvinnu við stuðningsmenn þeirra. Meðal þeirra er Béchir Gemayel. Ölíklegt má því telja að kosning Gemayel auki líkur á friði I Líbanon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.