Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST1982. Spurningin Ertu hlynnt(ur) því að hafa sjónvarpið opið allt árið eins og nú er rœtt um? (Spurt á Gjögri) Jóhanna Thorarensen, húsmóðir: Nei, ekkert frekar. Sakna þess til dæmis ekki á sumrin en tel þaö nauösynlegt á vetuma. Þá mætti vera meira af íslensku efni í því eins og fréttaþáttum. Adolph Thorarensen, flugvallarstjóri: Nei. Saknaði til dæmis sumarlokunar- innar ekkert. Tel að það mætti vera lokaö yfir alla sumarmánuðina min vegna. Guðmundur Jónsson, verkamaður: Eg veit þaö ekki. Ég saknaöi þess ekki í sumar. Þaö mætti vera lokaö allt sumariö min vegna. Kamilla Thorarensen, húsmóðir: Já, mjög svo. Saknaði þess geysilega mikiö í sumar. Horfi mjög mikið á þaö. Þá sakna ég Dallas-þáttanna, vil fá þá semfyrst. Agnes Gisladóttir, húsmóðir: Ja, ég er nú svona frekar hlynnt því. Þaö er oft gaman að horfa á þaö en þó fer þetta útlenda garg óskaplega i taugarnar á mér. Skömm að því aö ekkl skuli fleiri íslenskir gamanþættir vera sýndir. Axri Thorarensen, grásleppukari og vitavöröur: Þaö get ég varla sagt. Saknaöi þess alls ekki i sumar og þaö meina ég. Finnst aö þeir ættu aö hug- leiða aö stytta útsendingartima út- varpsins um 15 klukkustundir á dag. Hafa fréttir og veður fyrst og fremst. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ósmekkleg áras á Úhen DiUlen Doff revíuleikflokkinn — og hljómsveit Björgvins Halldórssonar Gisli Rúnar Jónsson, leikstjóri Ullen Dúllen Doff Revíuleikflokksins hringdi: „Ég sé mig knúinn til að gera athugasemd viö ákveöin atriði sem komu fram í lesendabréfi DV þann 17. ágúst sl. sem bar þá smekklegu yfirskrift: „Plötuðu stelpur á Blönduósi.” Hvaö varðar alla málavöxtu þess misskilnings sem varö á Blönduósi vii ég vísa til bréfs Björgvins Hali- dórssonar sem birtist á lesendasíöu DV þann 20 ágúst sl. Þar komu fram svo ekki verður um villst aö rétt og heiöarlega hefur veriö staðið að öll- um viðskiptum og samskiptum Ullen Dúllen Doff revíuleikhópsins og hljómsveitar Björgvins Halldórsson- ar við fólk úti á landi. Bréfritari fyrrnefnda bréfsins sér sig knúinn til þess aö skrifa undir nafnnúmeri og hef ég því með fyrir- hafnarlítilli eftirgrennslan komist aö raun um aö hann heitir Sævar Bjömsson, til heimilis að Álfhólsvegi 45 í Kópavogi. Hann hefur séö brýna ástæðu til aö tjá sig um þennan atburö sem átti sér staö fyrir noröan, en hins vegar ekki séö ástæðu til þess að skrifa undir fullu nafni. Ég hef haft samband viö áöur- nefndan Sævar símleiðis og vildi hann í því samtali gera sem minnst úr sínum hlut í þessum tilskrifum DV og vill heimfæra túlkunina á atburöinum upp á skrásetjara les- endasíöunnar sem hann segir aö hafi í meginatriðum haft rangt eftir sér. Hvaða hugarfar sem kann að búa aö baki tilskrifum Sævars, og hann vildi ekkert tjá sig um frekar, þá kvaöst hann aöspurður hvorki vera skyldur né venslaður þáttakendun- um í þessum harmleik í Miögarði. Heldur hafi hann aðeins haft spumir af atburðinum og fundið sig knúinn til þess aö tjá sig um hann en kveður hann aö vísu allan hafa veriö smærri í sniðum heldur en birtist á lesenda- síðu DV. Eftir aö ég og Björgvin Halldórs- son höfðum haft tal af Sævari kvaöst hann fús til þess aö leiörétta bréfiö sem hann hringdi inn og skrásett var af umsjónarmanni lesendasíðunnar. Skrásetjari lesendasíðunnar haföi síöan samband viö Sævar til aö skrá eftir honum leiöréttingu en hann hafði í áðurnefndu simtali kveöist fús til aö gera en þá kemur á daginn aö hann reynist ekki maður til þess aö standa við orö sín þrátt fyrir yfirlýst- an vilja. Þar af leiðandi veröa til- skrif hans í DV að teljast gjörsam- lega ómerk og dauö. Fyrir hönd Ullen Dúllen Doff revíuleikhópsins og hljómsveitar Björgvins Halldórssonar neyöist ég til þess aö gera þessa smávægilegu athugasemd við þetta lesendabréf þar sem þaö eru fyrstu viöbrögö frá almenningi sem við höfum fengið vegna ferðar okkar út á landsbyggð- ina. Viö höfum verið í þrjár vikur á ferð um landið og í hvívetna komiö rétt og heiðarlega fram viö alla þá sem einhver viöskipti hafa haft viö okkur. Mér þykir þaö tilhneyging hjá skrásetjara lesendasíöunnar aö draga einkum fram þaö sem beinlín- WKIV er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — IMú býður VIKAIM nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og jress vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. selst jafnt og jrétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. [ ’P hefur sína eigjn verðskrá yfir auglýsingar. IL-i Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá A UGLÝSINGADEILD VIKUNNAR i síma 85320 (beinn sími) eða 27022 „TOMTRUGL 77 — segir Björgvin Halldórsson um þá staðhæfingu sem fram kom i lesendabréfi sl. þriðjudag að hann ásamt Ullen dúllen doff f lokknum hafi platað stúlkur á Blönduósi Björgvin Halldórsson söngvari bringdi: Eg vil leiörétta þessa endemis vit- leysu sem kom fram í lescndabréfi þann 17. ágúst sl. Bréfiö nefndist „Plötuöu stelpur á Blönduósi”. Þar er þvi haldiö fram aö viö heföum af tómri illkvittni plataö stúlkur á Blönduósi. 1 fyrsta lagi gáfum viö ekki nein ósköp af miöum. Máliö var þaö aö viö þurft- um aö koma pakka i póst á Blönduósi og þar reyndist ein stúlka á pósthúsinu þar alveg sérlega liöleg og almennileg og gáfum viö henni boösmiöa á dans- leik í Miögaröi. Einhverjum fleiri gáfum viö boösmiöa þar sem þaö fólk haíöi sýnt okkur frábæra kurteisi og Ijúfmennsku. Þegar svo þessum boösmiöum var framvisaö (þeir voru i öörum lit cn hinir aögöngumiöamir) þá vísuöu dyraveröirnir þeim frá. En þaö var vegna þess aö dyraveröirnir vissu ekki aö þetta voru boösmiöar. Þetta var leiöinlegur misskilningur og var hann leiöréttur seinna uir kvöldiö. Ailar komust þær inn. Ein stulkan var búin aö kaupa sig inn en hún fékk andviröi aögöngumiöans endurgreitt aö hluta. Þannig aö sú staöhæfing sem fram kemur i áöur nefndu lesendabréf i er algjörlega úr lausú lofti gripin. Ferö okkar hringinn í kringum landiö hefur i alla staöi gengiö mæta- vel og höfum viö ekki lent í neinu leiöindamáli. Þykir okkur þvi semmeð þessu lcsendabrcfi sé ómaklega aö okkurvegiö. | Björgvin Halldorsson og llllen dúllen doff: ,Plötuóu stelpurá Blönduósi" | — „Þetta finnst mér undarlegur húmor, "segir bréf ritari m.a. í bréfi sínu ■ k‘'" i StAcaltrA, ru is höfðar til verri manns lesenda blaösins. Einkum og sérílagi getur tveggja til þriggja oröa setning sem gjörsamlega er tekin úr samhengi orkaö tvímælis þegar aö hún er sett innan gæsalappa og notuð sem fyrir- sögn eins og gert var í umræddu les- endabréfi. AF HVERJU? Umsjónarmaður lesendasiöunn- ar haföi samband við Sævar út af ummælum Gísla Rúnars, leik- stjóra. Sævar staðfesti að um- sjónarmaður hefði rétt eftir sér haft um alla málavöxtu. Énn kvað Sævar þeirri spurningu ósvarað hvers vegna stúlkunni hefði aðeins verið endurgreiddur helmingur af andvirðf aðgöngumiðans sem hún hafði talið elga að gUda sem boðs- miða. A iesendasiðunni kemur oft fram gagnrýni á menn og málefni. Hlut- verk umsjónarmanns lesendasíð- unnar er að koma sjónarmiðum lesenda á framfæri. Þessa skyldu sina rækti hann i þvi tUviki sem GR J vitnar tU. AUtaf er reynt að ná sambandi við þá sem hlut eiga að máli, þótt ekki takist það i öUum tUvlkum. Dylgjur GRJ um meinfýsni um- sjónarmanns eru ósanngjamar og meðöUu vísaöábug. Eiisabet Guðbjömsdóttir. Sigurður býðst tU þess að taka að sér að greiða úr heimUisbókhaldinu sem komið var í flækju. HEIMIUSBÓKHALD Sigurður Axelsson, Laugamesvegi 83, hringdi og sagðist hafa tekiö aö sér í tómstundum sínum aö sjá um heimUis- bókhald fyrir fólk. Sigurður kvaöst eiga tölvu sem hann m.a. notaði tU þess aö greiða úr flækjum heimUisbók- halds og hefði tölvunotkunin gefið góöa raun. Veröið á slíkri þjónustu veröur háö samkomulagi og sagöist hann fuU- yrða aö þetta yröi ekki dýrt. Því vUl hann biðja 4028-0707 sem hringdi inn lesendabréfið „Víxlar og reikningar og Lesendur Elísabet Gunnarsdóttir aUt í hnút” um aö hafa samband viö sig ef hún hefði enn áhuga á aö fá greitt úr heimilisbókhald’nu. Sími Siguröar er 39747.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.