Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 31
DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ekki í ríkis- stígvéium Fyrir skömmu lézt í Kópa- vogi Ragnar Guöjónsson fyrrum forstööumaóur á Kvíabryggju viö Grundar- fjörð. Ragnar var óvenju vel látinn maður í starfi og er það samdóma álit þeirra sem tU þekktu að hann hafi með sinu lagi snúið mörgum ólánspUti tU betri vegar. Eitt sinn hljóp kergja í tvo unga vistmenn á Kviabryggju og tóku þeir á rás burt frá helmUinu álefðis tU ólafsvikur og voru báðfr í vinnufötunum. Þegar Ragnar frétti um strokið snaraðist hann óðara upp í Land Roverinn og elti strákana uppi. Þeir bjuggust við hinu versta þegar Ragnar birtist á þjóðveginum en hann segir við strokumenn- ina: „Þið getið mín vegna farið þangað sem þið vUjið en í nýj- um vaðstígvélum frá vist- heimUinu farið þið ekki fet.” Aö svo rnæltu tók Ragnar af þeim stigvélin og hélt að svo búnu aftur heim á Kvía- bryggju. En strokumennirnir tví- stigu um stund sárfættir á mölinni og voru þeirri stundu fegnastir þegar þeim tókst að snapa bUfar aftur heim á visthcimUið. Hefur ekki sést enn Erfiðleikar þeirra sem stunda atvinnurekstur á landsbyggðinni geta oft verið margvisiegir. Sandkom heyrði af einum aðUa sem stundar atvinnu- rekstur úti á landi en býr að mestu í Reykjavik. Fyrir nokkra auglýsti hann eftir starfsmanni tU að starfa við reksturinn úti á landi. Fljót- lega gaf sig fram maður í Reykjavík sem t jáði sig fúsan til að halda tU starfa út á land, en sá gaUi væri á gjöf njarðar að hann ætti enga peninga fyrir farinu og einnig væri lítið um peninga bjá f jöl- skyldunni sem ætlaði að verða eftir i bænum. Bað hinn væntanlegi starfsmaður um fyrirframgreiðslu launa tU að bjarga málinu. Atvinnurek- andinn brást vel vlð þessu, reiddi fram umbeðið fé. Nú eru liðnar nokkrar vikur, en ekki befur starfsmaðurinn væntanlegi sést enn i vinn- unni. Einstefna á Ara- götu og Odda- götu Tuttugu ára barátta ibú- anna við Aragötu og Odda- götu hefur nú loksins borið árangur. Lögregiustjórinn i Reykjavík hefur að fengnum tUlögum borgarráðs ákveðið að gera báðar þessar götur að einstefnuakstursgötum. Eru tilheyrandi umferðarskUti þegar komin upp.Einstefnaer á Aragötu tU norðurs en á Oddagötu tU suðurs. Margir þjóðkunnir menn búa við þessar tvær götur en húsin i hverfinu eru oft nefnd prófessorabústaðir. Háskól- inn lét enda skipuleggja hverfið, úthlutaði lóðunum og á forkaupsrétt að húsunum. Flaggað fyrir birtingu Nýlega var úthlutað lóðum á nýju byggingarsvæði fyrir einbýlishús i Laugarásnum. Fengu þar margir góöborgar- ar skika undir væntanlegar haUir og smáhaUir. Þessi út- hlutun rifjar upp fyrir Sand- korai sögu frá þeim árum þegar neðri hluti Laugaráss- ins var í bygglngu og kaUaður SnobbhUI. Þá fengu mörg helstu valmenni borgarinnar á þeim tima lóðir á svæðinu i svo sem seðlabankastjórar, stórkaupmenn, aflaklær, lyf- salar og fleiri pótintátar. Gekk mönnum misvel að byggja hús sin eftir efnum og ástæðum og ekki laust við að sumir hafi reist sér hurðarás umöxl. En mitt á mUli glæsUegra einbýlishúsa stóð eitt gamalt tréhús með bárujárai en var þvert á aUt skipulag og bjó þar eldri maður. Þar var fátt um íburð utan góð flaggstöng á miðju Iitlu túni. Fljótlega tóku nágrannar gamla mannsins eftir að hann dró fána að húni á hinum ýmsu dögum og var ekki að sjá neitt samhengi á mUli þeirra og lögskipaðra fánadaga Iýð- veldisins. OUi þetta nokkrum heUabrotum í hverfinu uns einn röggsamur húseigandi reið á vaðið og spurði þann gamla. Karlinn brosti íbygg- inn og leit niður á tær sér en sagði: „Jú, sjáðu tU. Ég flagga í hvert skipti sem nöfn ykkar hinna koma í uppboðsauglýs- ingum í Lögbirtingablaðinu.” Álver í Eyjafirði í landi Syðri- bakka í Sandkorai síðastliðinn þriðjudag var f jaUað um and- stöðu gegn álveri í Eyjafirði og vitnað tU orða bóndans á Araamesi, Jósavlns Arason- ar, í Akureyrarblaöinu Degi. Jósavin sagði: „Þeir fá ekk-' ert að fara hér inn fyrir tU þess að rannsaka hjá mér.” Bragi Guðbrandsson, ritari staðarvalsnefndar, hafði samband við umsjónarmann Sandkoras. Sagði Bragi það misskilning hjá Jósavin að Araaraes væri sá staður i Eyjafirði sem tU greina kæmi undir álver. Staðurinn væri í landi Syðribakka i Arnarnes- hreppi. Jörðin Syðribakki væriíeigu rikisins. Umsjón: Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Nýja bíó—Glímuskjálfti í Gaggó: Afburðaslök Nýja bkS, Glímuskjálfti í Gaggó (Fighting Chance) Stjórn: Kieth Merrill. Handrit: Eric Hendershot, Keith Merrill. Kvikmyndun: Reed Smoot. Tónlist: Merrill Jenson. Aöalhlutverk: Edward Hermann, Kathleon Lloyd, Lorenzo Lamas, Maureen McCormick. Framleiöandi: Kerth Merrill. Það hefur ærið oft verið þrauta- lending bandarískra kvikmynda- framleiðenda að gera myndir um menntaskólalíf (high-school) ung- linga í sínu heimalandi. Þær myndir eru undantekningalítið ódýrar í framleiðslu, hvað þá að dýra leikara þurfi að fá til að leika helztu hlut- verkin, og svo virðist sem þessar ræmur — hver svo sem gæði þeirra eru — gangi í böm og unglinga. Þannig hefur það oft reynzt happa- drjúgt að vinna slíkar myndir, því gróðinn sem af þeim hefur hlotizt hefur s jaldnast látið á sér standa. Þessar myndir lýsa oft á tíðum lífi og ástum krakkanna í þessum skól- um, samskiptum þeirra við kennara og aðall myndanna hefur jafnan ver- iö fjör, snjöll tilsvör og dálítil spenna. Þessar myndir hafa því oftast reynzt áhorfendunum líflegar og skemmtilegar og nægir í því sam- bandi að nefna kvikmyndina American Graffiti sem sýnd var hér á árum áður. Inn á milli, í slíkri fjöldafram- leiðslu sem þessar menntaskóla- myndir eru, verður að sjálfsögðu vart afskaplega slakra mynda. Þið vitið, þessar sem fá mann til að brosa að því einu hversu slæmar þær eru. Kvikmyndir Kvikmyndir Glimuskjálfti í gaggó er ein þess- ara mynda. Hún er ekki hið einasta innantóm heldur bæði leiðinleg og langdregin í þokkabót. Efnisþráðurinn er næsta enginn og það litla sem til er af honum er dreg- ið svo á langinn að undrun má sæta. Myndin byggist á keppni í fjöl- bragðaglímu milli nokkurra mennta- skóla. Strákarnir í þeim skóla sem fylgzt er með hafa ekki unnið höfuð- andstæðinga sina i ein niu ár og leggja allt kapp á að svo geti orðið áður en þeir útskrif ast. Og auðvitað gera allir sér grein fjTÍr lyktum myndarinnar. Með smáspennu milli hraustustu strákanna er myndin látin ná há- markí undir lokin og sá vinnur vitan- lega sem ólíklegri þótti í upphaf i. En það var ekki það einasta að mynd þessi væri langdregin og innantóm að efnisþræði. Kvik- myndatakan var sannkallað skóla- bókardæmi. Einhæfni var slik á þvi sviði að svo virtist sem alltaf væri verið að mynda sömu glímuna alla myndina út í gegn og var uppistaða þessarar myndar þó glima. Aukinheldur var leikur hlutað- eigandi persóna í glimunni varla til að státa af. Kannski má segja aö tón- listin i myndinni hafi borið þessa mynd uppi og gat hún þó varla talizt meira en sæmileg. Sem sagt: afburðaslök ræma, sem ekki er eyöandi augum á. -Sigmundur Erair Rúnarsson. Menning Menning Menning DENISE COLOMB „sannleikur í Ijósmyndum” Listasafn alþýðu og menningardeild franska sendiráðsins hafa nú tekið höndum saman og bjóða upp á fjöl- breytilega sýningu í salarkynnum safnsins. Meginuppistaða sýningar- innar eru ljósmyndir eftir frönsku listakonuna Denise Colomb, en auk þess eru grafíkverk eftir heimskunna listamenn eins og Picassó, Míró og Cesar. Þessu fylgja síðan listaverka- bækur af öllum stærðum og gerðum sem sýna vel breidd og gæði franskrar listaverka bóka útgáf u. Sýningin er sölusýning og stendur til kvöldsins 29. ágúst. Madame Colomb Denise Colomb, sem nú er orðin þekktur ljósmyndari, hóf feril sinn á ósköp venjulegan hátt. Hún eignaðist eina „Super Nettel 24X 36” og lék sér í fyrstu að því að taka ljósmyndir af f jöl- skyldunni. Hún kynntist síðan dular- fullum möguleikum myrkraherbergis- ins. En þó að ljósmyndir hennar hafi í fyrstu verið venjulegar, var fjölskylda hennar ekki eins venjuleg, því að bróöir hennar var gallerístjóri í París og þekkti persónulega listamenn eins og Picassó, Míró og Artaud. En ljós- mynd af þeim síðastnefnda var einmitt upphafiö að þessari ljósmyndaseríu, sem við sjáum nú í Listasafhi A.S.I. Þessar andlitsmyndir af listamönn- um eru svart-hvítar myndir sem teknar eru í nánasta umhverfi lista- mannsins. Og þegar listakonan var spurö hvers vegna hún hefði sérhæft sig í myndlistarmönnum svaraði hún því til að hún hefði ávallt hrifist af þessum sérstæðu möguleikum mynd- listarmannsins að geta búið til eða framkallað sinn myndheim á hvíta örkina. En eftir hverju sækist listakonan í ljósmyndum sínum? Sjálf segist hún ekki vita það. Hún segir aðeins að allt verði til af sjálfu sér, á því augnabliki sem myndin er tekin. Hún segist aðeins leita „sannleikans”. En þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er greinilega ákveðinn þráöur í þessum ljósmyndum, því að auösjáanlega má finna náið samspil milli listamannsins og verka hans. Þannig sjáum við listamenn eins og Riopelle, De Stael og Ubac setta inn í umhverfi, sem minnir óneitanlega á myndverk þeirra. Sjá má t.d. umhverfis De Stael málningarslettur sem gefa sterklega í skyn hans dýna- míska og efnismikla málverk. Sjá einnig Vasarely sem virðist nánast skoðaöur i gegnum hans eigin köldu og tilfinningalausu fagurfræði. Og Arp sem er orðinn, í myndum listakon- unnar, hluti af eigin listaverki. Þannig Ljósmynd af De Stael eftir Denise Colomb. gætum við haldið áfram því að lista- konan virðist vilja þræða þetta einstigi milli listamannsins og verka hans. Myndlist Gunnar B.Kvaran Þessi „heimildarskráning” á lista- manninum og verkum er kannski vel skiljanleg þegar haft er í huga aö Denise Colomb hefur lagt sig mjög fram við að gera heimildarseríur af fjarlægum þjóðum og ólíkum menningarlöndum þar sem „hlutur- inn” er ekki aöeins skoðaður með augum fagurkerans heldur með auga ljósmyndarans sem vill miðla þekk- ingu og nákvæmu inntaki. Hún hefur því þroskað hið sanna auga ljós- myndarans sem notar aðeins ljós- myndina sem tjáskiptamiðil. Mynd: GBK. Grafík Hér á sýningunni eru einnig til sýnis grafík og bækur eftir heimskunna höfunda. Er það skemmtilega til fallið og sýnir á áþreifanlegan hátt and- stæður myndlistarinnar og ljós- myndarinnar. Við kynnumst því grundvallarmun þessara tveggja tján- ingarmiðla, annars vegar myndlistinni sem „skapar” meö því að búa til sín form, og hins vegar ljósmyndinni, sem „skapar” með því aö velja og skrá áöur þekkt form og hluti. Þetta er einkar sterkt þegar haft er í huga að í nútímalist hefur samspil þessara tveggja andstæðna aldrei verið nánara. Þetta er því einkar lifandi og frísk sýning sem gefur að líta listaverk af alþjóðlegri stærðargráðu — einnig kemur lágt verð viðkomandi listmuna skemmtilega á óvart. -GBK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.