Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGOST1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „Góöaveizlu giöra skal” o I Súlnasal Hótel Sögu var mikið um að vera mánudagskvöldið síðasta. Voru þar saman komin 160 manns úr ýmsum áttum. Eitt áttu þó allir sam- eiginlegt — að vera prúðbúnir. Enda engin furöa. Forsætisráöherra bauð þar til kvöldverðar í tilefni af heim- sókn Ankers Jörgensens og konu hans Ingrid — forsætisráðherra- hjóna frá Danmörku. Matseðillinn var heldur ekki af lakara taginu. Boðið var upp á kjöt- seyði, glóðaða skelfiskrétti, heilsteiktr an lambahrygg og eftirrétturinn var Grand Mamier rjómaís. Margt hefur verið á dagskrá hjá dönsku gest- unum í þessari Islandsheimsókn þeirra. Vmist hefur þar verið um að ræða viðræður við valdhafa hér á landi, eða skemmtiferðir út á land. Var hjónunum meðal annars boðiö til Akureyrar, Mývatns og Húsa- víkur. Og einnig flugu þau til Vest- mannaeyja. Létt hefur verið yfir þessum ágætu gestum islenzku þjóðarinnar og án efa eru siikar heimsóknir til þess aö treysta vináttubönd þjóða heimsins. -GSG. Þeir voru broshýrir Úlafur Jó- hannesson utanríkisráóherra og Hjörieifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra. Enda engin furða, eftir mikil fundahöld að undanförnu. Hár rœðast þeir við hr. Pótur Sigurgeirsson biskup og Hörður Bjarnason, fyrrverandi húsa- meistari ríkisins. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti íslands, ræðir við Ingrid Jörgensen. mmrnm Við veizluborðið má meðal annars þekkja Pétur Thorsteinsson sendi- herra, Magnús Torfa Ólafsson, blaðfulltrúa ríkisstjórnarinnar og Gylfa Þ. Gislason, prófessor. DV-myndir: Þó. G. Davið Oddsson borgarstjóri og Ragnar Amalds fjármálaráðherra voru lóttirí lundí veizlunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.