Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Síða 33
DV. FIMMTUDAGUR 26. AGUST1982.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Petor Falk ættí að hafa efniá að fá
sór nýjan frakka. Hann fókk stór-
ar fúigur fyrir að vera ekki með i
kvikmynd.
25mHljánr
fyrirekkert
Leikarinn Peter Falk, sem kunn-
astur er sem lögreglumaðurinn
Columbo, ætti að hafa efni á að
kaupa sér nýjan frakka. Hann hefur
nú fengið greiddar um 25 milljónir
króna fyrir að vera ekki með í kvik-
mynd. Columbo átti að leika aðal-
hlutverk í mynd um hornaboltaleik-
mann sem er á niðurleið. Sá tekur sig
til og æfir upp nýja tækni og kemst á
toppinn aftur. Hann verður einn af
bestu leikmönnum lands sins.
Upptökur á myndinni áttu að
hefjast í sumar, samkvæmt
samningum sem gerðir voru við
Ieikarann. Handritið er ekki tilbúið
og getur því ekki orðið af upptökum
fyrr en á næsta sumrí.
Columbo fór þó fram á að fá
samningsupphæð sína greidda.
Vinnuveitendur hans borguðu
peningana án nokkurra vífilengja.
Þeir voru nefnilega í vafa um aö þeir
hefðu valið rétta manninn i aðalhlut-
verkið. Siðasta mynd Columbos, þar
sem bann lék þjálfara tveggja hnefa-
leikamanna, þykir gersamlega mis-
heppnuð og hefur fengið mjög
siæmar viðtökur.
Einhver vandamái eru komin upp
i hjónabandi ieikarans Roberts
Redford og eiginkonunnar Lolu.
Robert
Redford
íútilegu
Leikarinn vinsæii, Robert
Redford, er sagður fluttur að
heiman. Fór hann til Utah í Banda-
rikjunum þar sem hann kveðst ætla
að lifa af því sem landið gefur af sér
og engu öðru. Segist Redford ætla að
vera þar svo lengi sem hann hefur
áhugaá.
Þessi sérkennilega útilega leikar-
ans er sögð til komin vegna erfið-
leika hans í hjónabandi. Þau hjónin
eru sögð orðin eitthvað þreytt hvort á
öðru en h jóuaband þeirra hefur verið
talið einkar hamingjuríkt enda
staðið í yfir ?0 ár. Ekki eru margar
Hollywoodstjörnur sem geta státað
af svo löngu hjónabandi. Eiginkona
Redfords heitir Lola.
ff1 Ége r systi ir
Romy Schneider”
— fullyröir austurrísk kona
Nú, f áum mánuðum eftir andiát leik-
konunnar Romy Schneider, hefur
austurrísk kona skotið upp kollinum,
sem fullyröir að hún sé hálfsystir leik-
konunnar.
Konan, Sascha María Darwin, 35
ára, segir að þær séu samfeöra. Faöir
Romy var leikarinn Wolf Albach-Retty
sem lézt 1967. Sascha segir að leikar-
inn hafi átt einn ástarfund meö móður
hennar, sem var júgóslavnesk, en hafi
aldrei skipt sér af þeim mæðgum né
aðstoðaö þær á nokkurn hátt.
I viðtali við þýzkt blað segir konan
að hún hafi kynnzt Romy 1965. Hún
hafi varað sig viö kvikmyndaiðnaðin-
um og beðið sig lengst allra orða að
þegja um leyndarmálið. Ef einhver
spyrði hana um samband þeirra, átti
Sascha að segja að þær væru einungis
vinkonur.
Eftir andlát Romy Schneider segist
Sascha ekki sjá neina ástæðu til annars
en að skýra frá þessu. Og telur að það
kunniað verða sér tilframdráttar.
«
Romy Schneider
Níræð i háskóla
Charlott Maartmann-Moe heitir
níræð, norsk kona. I fyrra innritaði
sú gamla sig í Blindem háskólann í
Osló og leggur þar stund á sálar-
fræði. Hefur hún nú lokið fyrsta
námsári og bíður spennt eftir að
takast á viö þaö næsta.
Hún kveðst áöur hafa lagt stund á
háskólanám. 1912 — tvítug að aldri
— hóf hún nám í heimspeki. Varðhún
að hætta því þar sem ekki þótti við-
eigandi aö kvenfólk legöi í langskóla-
nám. Það hafi verið áiitið ókvenlegt
og jafnvel syndsamlegt. Ekki var
það af peningaskorti sem hún hætti
námi því faðir hennar var vel stæður
útgerðarmaður. Það vora einungis
fordómarnir sem hröktu hana frá
námi.
En Chariott hætti ekki að afla sér
þekkingar. Hún hefur alla tíð lagt sig
fram við að fræðast. Talar hún nú
ágætlega ensku, þýzku og frönsku.
Frönsku lærði hún reyndar áður en
hún náði tökum á móðurmálinu —
norsku. Var það afi hennar sem
kenndi henni frönsku. Sá hét Charles
Racine og var franskur. Hann
starfaði sem prófessor við Svarta-
skóla og kenndi þar frönsku og heim-
speki.
Charlott hefur lengst af ævi sinnar
starfað sem hjúkrunarkona. Hún
kvæntist, 26 ára gömul, lækninum
Maartmann-Moe. Eignuðust þau
f jögur börn saman.
Charlott Maartmann-Moe leggur stund á háskólanám þrátt fyrir háan aldur.
Sophia Loren
Villhitta
Lorenáður
enhúndeyr
Sophia Loren er sögð í nokkrum
vanda stödd þessa dagana. Nunna
sú, sem fékk hana tU að matast i
fangelsinu á Italiu, liggur nú fyrir
dauöanum. Nunnan, Ciacinta, ann-
aðist leikkonuna af mikUli natni í
fangelsinu. Síöasta ósk hennar er sú
að fá aö hitta Loren og trúir hún ekki
öðru en leikkonan verði viö þeirri
hinstuósksinni.
Loren er hins vegar ekkert á því að
fara tU Italíu aftur eftir fangelsis-
dvölina sem var hin mesta pína. Hún
er nú stödd í Bandaríkjunum þar
sem hún hugleiðir aö stefna kvik-
myndaframleiðenda fyrir samnings-
rof.
Það er því alls óvíst hvort hin 71
árs gamla nunna fái að sjá uppá-
halds skjólstæðing sinn aftur. Hún
hefur starfað i fangelsinu í meira en
40 ár.
Mark Buckeley sýnir hór af-
leiðingar hnifsstungunnar sem
hann hlautá Spáni.
Stunginn
með hnífi
áSpáni
TU mikilla átaka kom á mUli
enskra og spænskra knattspyrnu-
áhugamanna þegar heimsmeistara-
keppnin stóð yfir á Spáni. Voru
nokkrir Bretar fluttir á sjúkrahús,
nær dauða en lífi. Voru þeir barðir
með lurkum og stungnir með hnífum.
Einn af þeim ensku, Mark Buckley
frá Derby, þurfti að gangast undir
mikla skurðaðgerð eftir hnifsstungur
frá einum blóðheitum. Hafnaöi
hnifurinn aðallega í brjósti piltsins
og þykir hann gæfusamur að lifa
árásina af.