Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 196. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST1982. Skreið fyrir hálfan annan milljarð óseld —Nígería enn lokuð—ekki búist við breytingu fyrr en í fyrsta lagi í október Skreið fyrir um eitt hundrað milljónir dollara, um einn og hálfan milljarð íslenskra króna, er nú óseld í landinu. Hefur nær engin hreyfing verið á skreiðarmálum gagnvart Nígeríu allt frá því í apríl í vor. „Það er ljóst að það er einhver hreyfing að koma á þessi mál núna. En það er líka jafnljóst að sú hreyf- ing verður ekki í samræmi við okkar þarfir,” sagði Magnús Friögeirsson framkvæmdastjóri hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. ,,Það verður ekki fyrr en í október eða nóvember sem búast má við að skreiðarmálin komist á góöan hraða,” sagöi Magnús ennfremur. Aðrir sem þekkja til skreiðarmála í Nígeríu og DV ræddi við voru á svipuöu máli og Magnús. Ekki er búist við að losni aö ráði um þá tregöu sem verið hef ur á innflutningi Nígeríumanna fyrr en í fyrsta lagi í október. -KMU. Sprengjaí gardiÞjóö- viljans — sjá baksíðu „Stríðs- ástand íKaup- mannahöfn,f — sjá erl. fréttir bls. 8-9 Heimsókn í hunda- fangelsið íKeflavík — sjá bls. 3 Vigdísá fundReagans — sjá bls.4 Rimlarokk áHrauninu Rimlarokk heitir eitt lag- anna sem hljómsveit fanga af Litla-Hrauni er nú að œfa fyrir vœntanlega hljóm- plötuupptöku. Er stefnt að því að tólf laga plata verði komin á markað fyrir nœstu jól. — Myndina tók Ragnar Th. Sigurðsson um helgina er rokkgrúppan var á œfingu í vinnuskála Hraunsins. ívar Steindórsson leikur á bassa, Halldór Fannar Ell- ertsson á orgel, á trommun- um er fyrrverandi fangi, Rúnar Pétur Geirsson og gítarleikarinn er Sœvar Marinó Ciecielski. -KMU. — sjánánarbls.5 Æði hljóp á fertugan mann Mikið æðí hljóp í fertugan mann á smurbrauðstofunni Birninum á Njálsgötu 49 um kvöldmatarleytiö í gær. Hafði maðurinn komið inn á smurbrauöstofuna ásamt fleira fólki. Kom upp ósætti sem varð til þess að hann greip hnif og otaöl aö gestum staðarins. Var lögreglan kvödd á staðinn og dreif að mikið lög- reglulið. Vel gekk að handsama manninn. Hann er búsettur í Kópa- vogi og hefur áður komið við sögu lögreglunnar og þá mesí vegna óregiu. Hann gistir nú fangageymsl- ur lögreglunnar en málið er á rann- sóknarstigi. Amyndinnimásjá hvar maðurinn er settur inn í lögreglubíl fyrir utan veitingastofuna. JGH/DV-myndS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.