Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982. 11 Hayskapur ar v/ðast hvar vat á vag kominn, anda akki sainna vænna, komíO að mánaðamótum ágústs og saptembar. Enda þótt skepnur sóu að mestu komnar út fyrir bœjarmörk Reykjavfkur, eru margir sam stunda búskap sem aukastarf. Þeir þurfa sam aðrir bændur að hayja fyrir fónað sinn. Þessi bóndi véibatt hey sitt i túninu við versiunarmiðstöðina Glœsibœ ígóða veðrinu um helgina. ' DV-mynd S. „Það vantar bara að síldin láti sjá sig” — segir Gunnar Þór hjá Stíganda í Ólafsfirði „Það er allt klárt hjá okkur, það vantar ekki annað en síldin fari að láta sjá sig, þá byrjum við aö salta,” sagði Gunnar Þór Magnússon hjá Stíganda hf. í Olaf sf irði í samtali viö DV. Sl. haust var saltaö í 2.700 tunnur af síld hjá Stíganda. Þá var fyrsta sildin söltuð 7. september og sagðist Gunnar eiga von á aö hún yrði í við seinna á ferðinni í ár. Lítils háttar varð vart við síld á Húnaflóa fyrir skömmu en hún varmögur og ekki saltanleg. Samkvæmt upplýsingum Alfreðs Jónssonar í Grímsey, þá hafa fengist ein og tvær tunnur af síld viö eyjuna í lagnet á undanförnum dögum, sem notuð er i beitu. A miðvikudag sást vaðandi síld við eyjuna og einnig voru hnísur og höfrungar við torfuna, að sögnAlfreös. Á sQdarárunum margfrægu var saltaö mikið af sUd hjá Stíganda i Olafsfirði, þannig að allur búnaður var þartU staðar. „Viðgátumh'tiönotaðaf þessu gamla dóti, því nú eru breyttir tímar og aðrar kröfur geröar. Þá vorum við með 40-50 „kerlingar” við söltun undir berum himni, en nú verður söltunin að fara fram innan- dyra. I fyrra voru venjulega um 20 „kerlingar” við söltunina hjá okkur og þær gátu lítiö annað notað en bjóðin af gamla búnaðinum,” sagði Gunnar Þór Magnússon. -GS/Ólafsfirði. Miunismerkið um Knud Rasmussen eftir Sigurjón Ólafsson hefur verið sett upp í Qaqortoq. Norrænafélagið: Gaf minnismerki um Knud Rasmussen Tværóvenjulegar bækurfrá löunni: Ástands- barniðog „Vangefna” stúlkan Meöal útgáfubóka Iöunnar í haust verða tvær nokkuð óvenjulegar heimildabækur. önnur er endurminningabók eftir Róbert Maitsland. Hann fæddist hér á landi 1943, á islenska móður en bandarískan föður, er sumsé svokaUað ástandsbam. Lýsir hann rysjóttu og nokkuð óvenjulegu lífi sínu af miklu hispursleysi. Hann hefur búið bæði austur í Flóa og í ReykjavUc, en er í bUi sestur að í Kaupmannahöfn. Hin bókin er sönn saga af stúlku, sem fæddist mjög fötluö og auk þess máUaus. Hún var úrskurðuð van- gefin, en þegar hún var orðin 15—16 ára kom í ljós að hún var prýðilega greind. Hafði hún þá verið á Kópa- vogshæli í nærri áratug. Starfsmaður þar, Trausti Olafsson kennari, hefur skrásett bókina. Að sögn útgefanda er hún, ,átakanleg en borin upp af bjartsýni”, og nefnist „Á leið til annarra manna”. -ihh. I hófi sem bæjarstjóm Qaqortoq (Julianeháb) hélt gestum sínum við hátíöarhöld tU minningar um að þúsund ár voru liðin frá iandnámi Eir&s rauða, afhenti Hjálmar Olafs- son, formaður Norræna félagsins, bæjarstjórninni minnisvarða um Knud Rasmussen. I ræðu sem Hjálmar Olafsson hélt af þessu tilefni sagði hann meðal annars: „Nú hafið þið, grænlenskir, reist Norðurlandamanni — landnámsmann- inum Eiríki rauða — veglegan minnis- varða í BrattahUð. Okkur langar tU að minna á annan Norðurlandabúa. Hann starfaði i þessu landi í 30 ár og vakti athygU heimsins á Ufnaðarháttum ykkar, list og lífsskoðunum með svo eftirminnilegum og dýrðlegum hætti, að hann má ef tU viU þess vegna telja kunnastan og ástsælastan mann sem á Grænlandi hefur Ufað og starfað. ” Minnismerkið sýnir Knud Rasmussen með hundaæki og er eftir Sigurjón Olafsson myndhöggvara. -ÓEF. HEILSURÆKT OG HEILSUVERND Verslunarmannafélag Reykjavíkur gengst fyrir námskeiði í heilsurækt og heilsuvernd fyrir félagsmenn sína. Námskeiðiö verður á miðvikudögum ki. 18.30— 20.30 og hefst 8. sept. n.k. Farið verður yfir eftirfarandi efni: 1. Starfsstöður og líkamsbeitingu. 2. Streita-fyrirbygging og meðferð. 3. Leikfimi á vinnustað. 4. Næring og fæðuval. Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og verður endurgjaldslaust. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu V.R. í síma 26344 til 6. sept. Nánari upplýsingar um námskeiðið veittar í sama síma. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Ritvél Ólympíu- leikanna í Los Angeles 1984 BROTHER hefir verið kjörin ritvél Ólympíuleikanna í Los Angeles 1984. Við eigum nú 6 gerðir skólaritvéla frá BROTHER: Gerð De Luxe 250TR án rafmagns m/ásláttarstillingu, föstum dálkastilli og sjálfvirkri vagn- færslu áfram kr. 2290,- Gerð De Luxe 650TR án rafmagns m/ásláttarstillingu, föstum dálkastilli, sjálfvirkri vagnfærslu áfram og segmentskiftingu kr. 2600.- jGerð De Luxe 660 TR ún rafmagns |m/ásláttarstillingu, lausum dálkastilli, sjálfvirkri vagnfærslu áfram og segmentskiftingu kr. 2950.- Gerð QM 3600, rafmagnsvél m/ásláttarstillingu, lausum dálkastilli, sjálfvirkri vagnfærslu áfram og afturábak, kasettulitarbandi og leiðréttingu kr. 5970.- Gerð 5713 rafmagnsvél m/ásláttarstillingu, lausum dálkastilli, sjálfvirkri vagnfærslu áfram og afturábak, sjálfvirkri lokopnun, pappírshalara, kasettulitarbandi, segmentskiftingu og leiðréttingu kr. 7685.- Ábyrgð á öllum vélum. Borgarfell hf. Skólavörðustíg 23 sími 11372

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.