Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982. 13 milljarða króna, ég tala nú ekki um meðan ástandiö á öðrum flugvöllum landsins er jafn ömurlegt og raun er á. Þama er nefnilega vel gerlegt aö afgreiða fjórar flugvélar í einu, það hef ég sjálfur séö nú nýlega, en svo mikil þröng verður sjaldan og kemur ekki fyrir nema hluta af sumrinu. Eldhætta? Það er alltaf alvarlegt þegar eldur kemur upp á flugvöllum. Flugvél með fulla vængi af eldsneyti veldur stóru báli, hvort sem það er á Kefla- víkurvelli eða annars staðar. Samt fljúga menn. Hvað þetta snertir hefur flugstöðin á Keflavíkurvelli reisa nýja flugstöð. Það sé niðuriæg j- andi að fara í gegnum herstöð á leiö til landsins eða frá því. Menn tala meira að segja um grátt og nöturiegt umhverfi. Hér er best aö ræða sérstaklega um þá Islendinga, sem sætta sig við dvöl ameríska hersins á Islandi, svo- kallaðs vamarliðs, en hins vegar um þá sem eru honum andvígir. Ef menn telja herinn æskilegan, ættu þeir ekki að skammast sín fyrir hann, heldur ætti það að vekja þeim öryggiskennd að sannfæra sig sem oftast um það með eigin augum, að „Það er engin þörf á nýrri flugstöð á ^ Keflavíkurflugvelli um fyrirsjáanlega framtíð,” segir Páll Bergþórsson í grein sinni. bæði kosti og galla. Það er óheppi- legt, hvaö mikiö timbur er í húsinu. Hitt er mikilvægt, að þarna eru allir farþegar á jarðhæö, og með nógu mörgum neyðarútgöngum til sem flestra hliöa er því hægt að bjarga fólki út á bersvæði á örskömmum tíma. Ef þessir útgangar eru ekki nógu margir eða heppilegir, ber að bæta úr því áður en ausið er fé í nýja byggingu. Og ef það telst öryggis- atriði, væri bæði ódýrt og meinalaust aö rífa ranghalana, sem liggja frá flugstöðinni í áttina til flugvélanna. Samkrull við herinn? Margir hafa það mjög á oddi, aö þaö sé nauösynlegt aö aöskilja al- menna flugið og herflugið með því að landiö sé variö. Kvartanir þessara manna um návist hersins á flugvell- inum hljóta því að eiga sér aðrar og annarlegri orsakir. Þessar ástæður eru ef til vill auðfundnar, ef vel er að gáð, en það er óþarfi að ræða þær hér. Aðalatriðið er, að röksemdir þeirra fyrir nýrri og stórri flugstöð eru byggðar á fölskum forsendum, þeir tala þvert um hug sér, þegar þeir lýsa andstyggð sinni á því að umgangast herinn. Hér verður nefni- lega ekki gert ráð fyrir að það nagi samvisku þeirra að sjá þann her, sem þeir unu við og hafa sumir kallaö hingað, þó að auðvitað geti þaö hent einstöku mann, líkt og Júdas forðum. Hinir sem eru andvígir dvöl hers- ins í landinu, eru það varla vegna andúðar á þeim mönnum, sem hing- að hafa veriö sendir, eða því um- hverfi sem þeir lifa í. Þeir telja fyrst og fremst, að af hernum stafi stór- kostleg hætta og engin vörn, ef þjóðirnar steypa sér út í brjálæði styrjaldar. Fyrir þessum herstöðva- andstæðingum er herinn nákvæm- lega jafn óæskilegur, hvort sem þeir leiða hann augum oftar eða sjaldnar. Vegna þessara manna er því ný og flennistór flugstöð óþörf, ekki síst þar sem hún er af Bandaríkjamönn- um talin æskileg til að grípa til hennar í ófriði. Varla getur nokkur friðarsinni verið hrifinn af þeim vígbúnaði. Verður fé til f lugmála ekki öðruvísi betur varið? Rétt er það, menn segja að Bandaríkjamenn ætli að leggja fram mikið fé til fyrirhugaðrar flug- stöðvar. En ekki yrði hún okkur að kostnaðarlausu, og með núverandi verðlagi yrði sú fjárhæð nærri hálfur milljarður nýkróna. Á sama tíma er stórkostlega vanrækt að koma upp frumstæðustu öryggistækjum og að- stöðu á öörum flugvöllum landsins. Þetta er áreiöanlega fáum ljósara en flugmálaráðherranum Steingrími Hermannssyni, ef mig misminnir ekki um afstöðu hans í flugráði, þegar ég sat þar fundi fyrir nokkrum árum. Mér er líka minnisstæð sú af- staða Alberts Guðmundssonar í flug- ráði, aö flugaöstöðu úti um land þyrfti að stórbæta, þó ekki væri nema vegna þeirra Reykvíkinga, sem þangað þyrftu að ferðast að ddd sé minnst á aðra. Þó að ekki séu fleiri nefndir, get ég fullyrt, að að svipaðri niðurstöðu komist flestir, sem kynna sér verulega íslensk flugmál. I þessu ljósi séð er það óðs manns æöi að bruðla með takmarkaöa fjármuni þjóðarinnar til þess að byggja flenni- stóra Versalahöll á Keflavíkurflug- velli.aðóþörfu. Páll Bergþórsson. „Það er reyndar sönnun fyrir því að flugstöðin sé nógu stór, að hvorki slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli né Flug- leiðir skuli hafa séð ástæðu til að dreifa lendingum og brottförum véla meira á sólarhringinn en gert er.” Friedrich Engels og August Bebels um kvennakúgun og kvennabaráttu. Þar er fyrst til að taka að Marx sjálfur skrifaði afar lítið um málið og það litla sem hann skrifaöi stingur mjög í stúf við önnur fræðirit hans. Á öllum öörum sviðum fræöimennsku sinnar, en þau vorumörg, (hagfræði, félagsfræði, saga, heimspeki) var Marx afar vandaður og nákvæmur vísindamaður. Hann kafaði ævinlega tU botns í hverju máli og lét aldrei eftir sér fræðUegan slappleika. Samt er ekki annað hægt aö segja en að hann hafi farið á handahlaupum yfir „kvennaspursmálið”. Varla er unnt að skilja það á annan veg en svo aö hann hafi ekki haft áhuga á málinu eða þá að hann hafi viljað ýta mál- efnum kvenna frá sér af persónu- legum ástæðum. Djúp umfjöllun um stööu kvenna hefði að öUum líkindum hróflaö um of við persónulegum högum hans og trúlega orðið til þess aö hann hefði orðið að endurskoða margt í lífi sinu þ.á.m. hvort rétt væri að fræðistörfin heföu ætið skU- yrðislausan forgang fram yfir fjöl- skylduna, konu og börn. Jenný kona hans virðist ekki hafa verið sérlega sæl í hjónabandinu, að minnsta kosti verður Karli í bréfum tU Engels tíð- rætt um „táraflóð” konu sinnar og slæmar heimUisástæöur. Stundum er svo langt gengiö að hann verður að gera hlé á vinnu sinni. Eg held að engin kona undrist táraflóð Jennýjar þegar vitað er að á fyrstu hjóna- bandsárunum fæddi hún hvert barnið á fætur öðru sem ekki voru lífvæn vegna fátæktar þeirra hjóna. I bréfi tU Engels segir hann m.a.: „Kona mín hefur loks fætt. Barnið var ekki lífvænt og dó strax. Það er út af fyrir sig engin ólukka. Þó er þaö svo bæði vegna kringumstæðnanna sem höfðu mikU áhrif á ímyndunar- afl mitt og eins það sem á undan gekk. Þetta er aUt mjög erf itt og ekki hægt aö segja frá í bréfi.” (Lauslega þýtt). Látum þetta nægja um ástæður þess að Marx tók svo létt á kvenna- pólitíkinni en skoöum aðeins nánar hvaö hann segir um hana þó aö lítiö sé. Hann gerir ekki úttekt á hinni ólaunuöu kvennavinnu (reproduk- tion) og reiknar ekki út verðmæti hennar. Hann telur þó að konur eigi ekki að vinna kauplaust fremur en karlar, lausnin aö hans mati er aö losa konur við heimilisþ-ældóminn. Ekki er útskýrt hvernig það skuU gert utan það að koma upp félags- legri aöstöðu þar sem öU mannleg samskipti geti farið fram, þar með taUð barnauppeldi. Þá áttu konur aö verða jafn frjálsar og karlar tU að taka þátt í framleiðslunni og verða fjárhagslega sjálfstæðar sem hann réttUega telur grundvallarmannrétt- indi. Marx fer hörðum orðum um fjölskylduna og telur hana upp- sprettu kvennakúgunar, samt f jaUar hann aö öðru leyti afar lauslega og loðið um samband karls og konu. Þrátt fyrir að stefnt sé að upplausn fjölskyldunnar og að konur losni við heimUisþrældóminn er gert ráð fyrir fjölskyldulífi og parsambandi. En um leiö og einkaeignin hverfur munu skapast möguleikar fyrir verka- lýöinn á „mannúðlegri þróun” og samband karla og kvenna verður ,,hið eina náttúrlega og eölUega sam- band manna í mUU”. Þetta er undarleg rómantík og upphafning á sambandi kynjanna og út í hött ef Utið er tU raunveruleikans á þessum tíma. Það er ekkert sem bendir tU þess að verkamenn hafi verið betri eða göfugri heimUisfeður en borgaralegir karlar, margir þeirra víluðu ekki fyrir sér að hella sér í drykkjuskap og yfirgefa konu og börn. Mæðumar þraukuðu hins vegar ævinlega og vom hjá bömum sínum jafnvel þó að þær yrðu að selja sig á götunni tU að hafa í sig og á og dugði varla til. Um þessar aöstæður verkakvenna í Rússlandi um alda- mót skrifuðu sósíalísku feðumir lítið, ef nokkuö. Það geröi aftur á móti félagi þeirra Alexandra Kollontay. Um lagalegt réttleysi kvenna skrifaði Karl Marx ekki stafkrók og heldur ekki um getnaðarvamir. Hins vegar ræðir hann um frjálst kynlíf kvenna sem sjálfsagt mál, í þeim efnum eigi konur ekki að þurfa að óttast afleiöingarnar þar sem sam- félagið muni sjá um hugsanleg börn. Ekkert vandamál það. Á eftir tímanum Það er ekki aðeins aö Karl Marx hafi látið það vera að fjalla af viti um kvennapólitík heldur var hann þar í mörgum greinum á eftir tím- anum. Margir sósíalistar, bæði karlar og konur í Evrópu og Banda- rUcjunum fjölluðu miklu ýtarlegar um kvennapólitík en hann gerði. I þessu sambandi er fróðlegt að bera saman afstöðu og málflutning kven- kyns sósíalista í Þýskalandi annars vegar og Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum hins vegar. Hinar fyrrtöldu viröast vera býsna ósjálf- stæðar gagnvart karlkyns félögum sínum, þær eru sífellt að höfða til karla og biðja þá að viöurkenna sig sem fullgildar manneskjur. Hinar síöarnefndu tóku miklu alvarlegar og sjálfstæðar á málunum. Er þar fremst í flokki enska blaöakonan Harriet Martineaus sem skrifaði árið 1837 bókina Society in Amerika. Þar greinir hún frábærlega vel og -skilmerkilega framkvæmd banda- rísks demókratisma og tengir saman stéttabaráttu, kvennabaráttu og kynþáttabaráttu löngu áður en Marx hóf að skrifa um þjóöfélagsmál og miklu betur frá kvennasjónarmiði séð en hann gerði nokkum tíma. Um svipað leyti bendir franska skáld- konan George Sands á að fyrir konum sé kvennabaráttan jafn mikilvæg annarri pólitískri baráttu en í augum karla, jafnt sósíalista sem annarra, sé hún ævinlega hliðar- barátta sem stöðugt megi bíða. Síðast en ekki síst vil ég nefna Kvennaávarpið sem 100 konur í Seneca Falls í Bandaríkjunum sömdu og gáfu út áriö 1848, sama ár og Marx og Engels gáfu út hið fræga Kommúnistaávarp. Kvennaávarpiö var sjálfstæðisyfirlýsing kvenna (Declaration of Sentiments) og þar kveður við annan tón en hjá þýsku sósíalistunum. Bandarisku konumar lýsa sambandi kynjanna sem valda- mynstri þar sem karlar hafa vald yfir konum óháð stéttarstöðu. Fyrir þeim var sagan stööug barátta kvenna til að losna undan valdi karla. Stéttabaráttan var þessari baráttu til viðbótar. Af skrifum þeirra Marx, Engels og Bebels mætti ætla að þeim hefði verið meö öllu ókunnugt um þessar kvennapólitísku hræringar en svo1 getur vitaskuld ekki verið. Þeir hafa verið ósammála sjónarmiðum kvennanna, sennilega flokkaö þau undir borgaraskap og þar meö í and- stöðu við verkalýösbaráttu. Fyltt upp ígötín Hvað sem því líður vom á kvenna- pólitískum kenningum Marx of mörg göt til að við svo búið mætti standa. Rit Engels um uppruna fjölskyld- unnar og upphaf kvennakúgunar bætti mikið úr skák en sá sem fyrstur tók kvennapólitíkina alvarlega og skrifaði um hana heila bók var August Bebel. Bókin heitir Konan og sósíalisminn (Die Frau und der Sozialismus) og kom fyrst út 1878 og varð gífurlega vinsæl meöal kvenna. Hún hefur verið gefin út meira en 160 sinnum og verið þýdd á flest tungu- mál í heimi. Ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum bókarinnar er fyrst og fremst sú að höfundinum var mikil alvara og enginn vafi er á að Bebel hafi viljaö konum allt hið besta. Taliö er að hann hafi fengið hugmyndina að bókinni eftir viðræður við Louise Otto-Peters eiginkonu góðvinar síns en hún var mikil kvenfrelsiskona í sínu heima- landi. Hvað sem því líður þá varð bók Bebels ásamt ritum Engels sá efniviður sem dugði til að fylla upp í götótta kvennapólitík Marx. Þarna voru sósíalistar komnir með í hend- umar fyrirmyndarkenningu um þaö hvemig konur ættu að verða til upp- fyllingar í stéttabaráttunni og við- hengi við byltingarsinnaða pólitík. Þetta kann að virðast í mótsögn við það sem ég var að segja um alvöru og heiöarleik Bebels gagnvart konum. Svo er ekki, frá hans sjónar- miöað séð var þetta hið eina rétta, hann skildi þrátt fyrir allt ekki innsta eðli raunvemlegrar kvenna- baráttu, af því, að hann var ekki kona. Ósambærilegar stærðir Auk þess að smiöa sér fullkomna fræðikenningu var tilgangur Bebels með bókinni einnig sá að mynda samstöðu með konum og verka- mönnum enda hefst bókin svona: , JConan og verkamaðurinn eiga það sameiginlegt aö vera kúguð”. Þannig átti að rígbinda kvennapóli- tík við stéttapólitík í eitt skipti fyrir öll. Enn þann dag í dag finnst mér margar sósíalskar konur hafa strandað frammi fyrir þessum boðskap Bebels. Hvað er raunveru- lega verið að segja þarna? Hvað er verið að bera saman? Ef við rifjum upp skilgreiningu Marx á verka- manni þá er hann skilgreindur út frá stöðu sinni í framleiðslunni, þ.e. stéttastöðu sinni. Kúgun verka- m£uinsins á sér því rætur í hinu kapí- talíska hagkerfi, þ.e. afstöðu kapítal- istans til verkamannsins. Kona er hins vegar kvenkyns manneskja, og meö því að bera saman verkamann og konu er f ullyrt að kúgun begg ja sé sama eðlis, auk þess sem meö þessu er sagt aö kúgarinn sé aðeins einn og hinn sami, kapítalistinn. Þetta var í fyrsta skipti í félagslegum vísindum að bornar voru saman og lagðar að jöfnu tvær ósambærilegar stærðir. Annars vegar mannfræði- og líf- fræðileg stærð (kynið) og hins vegar félagsleg stærð (stétt). Síöan hafa bæði borgaralegir og sósíalskir fræðimenn endurtekiö þennan vill- andi samanburð á fjölmörgum sviðum og ég tel ekki vafa á að það hefur orðið kvennabaráttu til mikils skaöa og er mál að linni. Hvaða konur eru borgarar? Eg hef hér rakið nokkra helstu vankanta á sósíalskri kvennapólitík og vonast til að það megi verða öðrum konum aö einhverju liði. Ekki veitir af þar sem fræðileg umræða um kvennapólitík er í lágmarki hér á landi. Eg vil einnig bæta því við að konur skyldu varast að taka mikið mark á kenningunum um andstæða hagsmuni svokallaðra borgaralegra kvenna og verkakvenna. Það er afar hæpið að tala um borgaralegar konur, þær sjálfar eiga ekki atvinnu- tækin og eru því ekki borgarar sam- kvæmt sósíalskri skilgreiningu. Hins vegar njóta sumar konur efnislegra gæða umfram aðrar en það er næstum alltaf vegna stöðu sinnar sem eiginkonur eða dætur ríkra karia. Og þaö er allt annar hand- leggur. Helga Sigurjónsdóttir kennari. „Hvað sem því líður þá varð bók Bebels ásamt ritum Engels sá efniviður sem dugði til að fylla upp í götótta kvennapólitík Marx. Þarna voru sósíalistar komnir með í hend- urnar fyrirmyndarkenningu um það hvernig konur ættu að verða til uppfyllingar í stétta- baráttunni og viðhengi við byltingasinnaða pólitík.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.