Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Oháða verkalýðshreyf ingin í Póllandi tveggja ára í dag:
Herstjómin sýndi
styrk sinn í gær
— Mótmælin verða talin mælikvarði á styrkleika neðanjarðarhreyf ingar Einmgar
Stjóm pólsku herlaganna leitaöist í
gær við að sýna mátt sinn, ef það
mætti verða til þess að hræða
almenning i landinu frá því að taka
þátt í fyrirhuguðum mótmælum í
dag, á tveggja ára afmæli Einingar,
óháðu verkalýðshreyfingarinnar í
landinu.
Yfirvöld voru með mikinn
lögregluviðbúnaö í gær í Varsjá og
Gdansk, fæðingarborg Einingar, svo
og í öðrum stórum iðnaðarborgum
landsins.
1 ájónvarpinu voru sýndar myndir
af sprengiefni, bareflum, keðjum og
öðrum vopnum. Var sagt í frétt sjón-
varpsins að vopn þessi hefðu fundist í
íbúð í Varsjá og þau hefðiáttað nota
gegn lögreglunni í motmæiunum-
Afmæli Einingar kemur til með að
verða eins konar uppgjör á styrk-
leika stjórnvalda annars vegar og
hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar ‘
hins vegar. Stjórnvöld hafa í yfirlýs-
ingum reynt aö sýna fram á að þeir
er að mótmælunum standa séu öfga-'
menn sem endurspepli ekki skoðanir
almennra félaga í Einingu.
Zbigniew Bujak, einn þeirra
leiötoga sem fara enn huldu höföi,
hefur í dreifibréfum lýst því að
mótmælin kunni að valda þátta-
skilum í starfi hreyfingar hans og að
andstaðan gegn herlögunum í fram-
tíðinni muni velta á því hversu
mikinn stuðning mótmælin fá.
Talsmaður lögreglunnar í Varsjá
sagði að skotvopn hefðu fundizt í
íbúðum þar og komið hefði í ijós að
þeir er að mótmælunum standa
hefðu undirbúið neyðarþjónustu til
aö annast hjúkrun særöra þannig að
ljóst væri að þeir byggju sig undir
átök.
1 dreifibréfum hafa mótmælendur
verið hvattir til að safnast saman á
f jórum torgum í miðborginni og bíða
þar frekari fyrirmæla. I gærkvöldi
flutti lögreglan brynvagna, vatns-
dælur og herbíla ýmiss konar að
þessum stöðum, greinilega við öllu
búin. Oeirðalögreglumenn með
hjálma á höfði og hermenn voru á
verði á götum úti. Skipuleggjendur
mótmælanna hafa sagt aö þau eigi að
fara friðsamlega fram en eigi aö
sýna fullan styrkleika Einingar nú,
átta mánuöum eftir aö herlög tóku
gildi í landinu og samtökin voru
bönnuö.
Skæruliðar
tengdir
aröbum?
Irsku skæruliðarnir þrír sem
franska lögreglan handtók í
París um helgina hafa verið
ákærðir fyrir ólöglegan vopna-
burð.
Mary Reid, Michael Plunkett
og Stephen King voru ákærð fyrir
að hafa í höndum vopn, sprengi-
efni og fölsuð skjöl. Að auki voru
þau ákærð fyrir að vera í glæp-
samlegum félagsskap. Franskir
fjölmiðlar halda því fram að
þetta geti þýtt aö þremenning-
arnlr séu í sambandi við franskar
eða arabískar hryðjuverkahreyf-
ingar.
Lögreglar í Dublin hefur borið
kennsl á þremenníngana. Þau
eru öll fædd í írlandi, eru um þrí-
tugt og írska lögreglan segír þau
vera félaga í Þjóðfreisisher íra
sem er vinstrisinnaður skæru-
liðahópur.
Perezde
Cuellarí
heim-
sókntil
Moskvu
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna,
mun heimsækja Sovétríkin í byrjun
september að því er sovéska f réttastof-
an Tass skýrði frá í gær.
Búist er við að framkvæmdast jórinn
muni ræða við sovéska leiðtoga um
Miðausturlönd, afvopnunarmál og
Afghanistan.
Reiknað er með að heimsóknin eigi
sér stað einhvem tíu fyrstu daga
mánaðarins og verður hún fyrsta
heimsókn de Cuellar til Moskvu eftir
að hann tók við embætti framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.
Diplómötum þykir líklegt að ráða-
menn í Kreml muni reyna að beina
umræðunni frá Afghanistan og að til-
lögum Sovétmanna um afvopnunar-
mál svo og aö innrás Israels í Líbanon.
Sovétmenn hafa ekki gefiö til kynna að
neinna breytinga sé að vænta á stefnu
þeirra gagnvart Afghanistan og á
hemaðaríhlutun þeirra í landinu.
Lögregla beitir vatnsdælum gegn mótmælendum í Póllandi nýverið. Úttast er að tU átaka kunni að koma í dag, á
tveggja ára afmæU Einingar.
Schmidt
áframí
minni-
hluta *
stjóm?
Helmut Schmidt, kanslari Vestur-
Þýskalands, hefur í hyggju að stjóraa
áfram með minnihlutastjórn ef sam-
starfsmenn hans í ríkisstjórninni,
frjálslyndir, hætta aðild að stjórn
hans, að því er heimildir nátengdar
honumsögðu ígær.
Heimildarmenn þessir tjáðu sig um
fréttir þess efnis að samsteypustjórn
Schmidts stæði nú frammi fyrir sínum
mesta innanbúðarvanda til þessa. Þeir
sögðu að Schmidt hefði ekki í hyggju
að boða til kosninga fyrr en kjörtíma-
bilinu lýkur árið 1984.
Pólitískir fréttaskýrendur segja að
þetta þýði að Schmidt muni ekki Iáta af
embætti fyrr en vantrauststillaga hafi
veriö samþykkt gegn honum.
Fréttir um þessa afstöðu Schmidts
em túlkaðar sem aðvöran til Frjáls-
lynda demókrataflokksins, samstarfs-
flokks Schmidts. Vaxandi óánægju
hefur gætt meðal frjálslyndra með
stjómarsamstarfið við Sósíaldemó-
krataflokkinn, flokk Schmidts.
Lucyí
Dallas-
þáttunum
erorðin jWmL/
móðir yilHU
Lucy úr Dallas-sjónvarpsþáttunum
vinsælu eða Charlene Tilton, eins og
hún heitir í raunveruleikanum, er orð-
in móöir.
Á dögunum fæddi hún velskapaða
dóttur sem gefið var nafnið Cherish
Lee. Eiginmaður hinnar 21 árs gömlu
Charlene var viðstaddur fæðinguna.
Hann heitir Johnny Lee og er kunnur
hljómlistarmaöur vestra.
Þrátt fyrir fæðinguna kemur Lucy
ekki til meö að sjást ófrísk í Dallas-
þáttunum. Síöustu mánuöina hafa
verið teknir upp utanhússatriði í Dall-
as-þáttunum þar sem Lucy hefur ekki
verið með. „Charlene þoldi ekki hitann
þarna niður frá í Texas og þar sem að-
eins er myndað andlit hennar í seinni-
tíð var eins vel hægt að gera það í
Hollywood-stúdíóunum,” segir Jon
Mercedes, framkvæmdastjóri Char-
lene Tilton.
,,Nú hefur Dallas fengið sitt fyrsta
raunveralega bamabarn,” varð Leon-
ard Katzman, framleiðanda Dallas-
þáttanna, að orði er hann heyrði tíð-
indin.
Francis
Pymí
hádegis-
verði hjá
Genscher
Francis Pym, utanríkisráöherra
Bretlands, flaug í gær til Bonn þar sem
hann átti hádegisverðarfund með
Hans-Dietrich Genscher, hinum
vestur-þýska starfsbróður sínum.
Aðalumræðuefnið á fundi þeirra
vora samskipti Bandarikjanna og
Evrópu. Utanríkisráðherramir urðu
sammála um að gera yrði allt sem
mögulegt væri til að koma í veg fyrir
að vandamál Sovét-blokkarinnar yrðu
að vandamálum bandalags vestrænna
þjóða.
Ráðherramir ræddu einnig fram-
vinduna í afvopnunarviðræðum aust-
urs og vesturs, öryggismálaráðstefn-
una í Madrid og möguleikann á
afvopnunarráðstefnuEvrópu.
Ráðherramir urðu ásáttir um að
gera allt sem í þeirra valdi stæði til að
tryggja aö Spánn og Portúgal fengju
aðild aö Efnahagsbandalagi Evrópu á
þeim tíma sem stefnt hefur verið að.
Umsjón:
Gunnlaugur
A.Jónsson
Spadolini
kynnir
stefnu
stjómar-
sinnar
42. ríkisstjóm Italiu frá stríðslokum
mun í dag kynna stefnu sína í ítalska
þinginu. Markmiðiö er að styrkja það
sem Giovanni Spadolini forsætisráð-
herra hefur nefnt „veikustu stofnun í
Evrópu”.
Stefna stjómarinnar er mjög áþekk
stefnu fyrri stjórnar Spadolinis sem
skipuð var sömu flokkum og hin nýja
stjórn hans. Fyrri stjóm hans féll
snemma í þessum mánuöi, þegar sjö
ráðherrar sósíalista sögðu sig úr
stjóminni, er baráttumál þeirra við
fjárlagagerð náði ekki fram að ganga.
Baráttan gegn verðbólgu, atvinnu-
leysi og til styrktar stöðu stjómarinn-
ar í þinginu eru meginviðfangsefni
hinnar nýju stjórnar Spadolini fyrst í
staö.
Spadolini sagði í gær að það sem
varð stjóm hans að falli fyrr í mánuð-
inum hefði mátt rekja til þess sem
hann nefndi „stjómarfarslega veilu”.
Dolly
Parton
ermeð
krabba-
mein
Country-söngkonan Dolly Parton
hefur aflýst öllum fyrirhuguðum
hljómleikum. Hún hefur verið lögð inn
á krabbameinss júkrahús í Ne w York.
Hin 36 ára gamla söngkona, sem er
ein hinna allra vinsælustu í Bandaríkj-
unum, hefur árum saman kennt sjúk-
leika í móöurlífi og í síöustu viku
ágeröust svo veikindi hennar að leggja
varð hana í skyndi inn á sjúkrahús.
Hún hafði nýveriö skipulagt fyrsta
stóra hljómleikaferðalag sitt í tvö og
hálft ár er veikindi hennar færðust á
nýtt og alvarlegt stig.
Dolly Parton hefur haft nóg að gera
við kvikmyndaleik að undanfömu og
nú síðast hefur hún gert stormandi
lukku i gamanleiknum Bezta litla
hórahúsið í Texas, en þar leikur hún
með B urt Reynolds.
Burton
segist
orðinn
alveg
frískur
Richard Burton, kvikmyndaleik-
arinn góðkunni, segist nú vera orðinn
alveg frískur. En heyrzt hafði að hann
væri lagstur í drykkju eina ferðina
enn. Hann neitar því hins vegar að
svo hafi verið.
„Eg hef legið á sjúkrahúsi í Los
Angeles í nokkrar vikur. Það var
vegna þess að ég átti í erfiðleikum með
vöðvana í hnakkanum. Ég hef ekki
bragðað áfengi í marga mánuði. I raun
ekki síðan ég var í London og heimsótti
Liz Taylor. Eg skal játa að þar fékk ég
mér einn. En núna er því líka lokið,”
segir Burton.
Hann var um daginn í New York þar
sem hann sá Kate dóttur sína koma
fram á Broadway í einu af aðalhlut-
verkunum í leikritinu „Present
Laughter” eftir Noel Coward.
Burton hefur að undanfömu staðið í
ástarsambandi við rúmlega tvítuga
stúlku. Um það mál vill hann sem
minnst við fjölmiöla ræða, segir
stúlkuna of unga og saklausa til að
hafa gott af kastljósi fjölmiðlanna.