Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR31. AGUST1982.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Gaukamir gala í Óðali
Á fimmtudagskvöldi tvinnuöust
saman tvær fæðingar; Hljómsveitin
Gaukamir átti sitt Reykjavíkur-
debut á Oöali og bassaleikara hljóm-
sveitarinnar, Jóni Magnúsi Einars-
syni, fæddist hans fyrsta barn sama
kvöld.
Fyrir hljómleikana spuröu blaða-
menn DV trommarann Halla
Hrafns: , Jlvaö er þér efst í huga,
Halli?”
„Barniöhans Jóns.”
„En Einar Hrafns, hvaö er þér efst
íhuga?”
„Bamið mitt. Ég vona aö þaö verði
nýtur þjóöfélagsþegn. ”
Húsfyllir var á Oðali þetta kvöld.
Brátt var þröngt setinn bekkurinn í
Hlöðunni. „Síðasta spurning,
Egill....”
„Magasýrurnar, blessaöur vertu,
magasýmmar, og þurr vermúð.”
Pókerfeisið á Jóni Magnúsi gaf til-
efni til athugasemda frá Einarí:
„Jón er k jölf estan í hljómsveitinni,
rólegur og traustur.” Enda hafa
hljómleikagestir varla ráöið af svip
hans hvar hugurinn var.
„Dr. Gaukur,
I presume..."
Nú eiga allir kúnstnerar sitt „off-”
eða jafnvel „off-off-”. I sumar um
verslunarmannahelgina komu
Gaukarnir fram í Atlavík. „Var
þetta hörð barátta? ”
„Já, og mikil lífsreynsla,” Asgeir
hefur orðið, „því skyndilega hittu
Gaukamir á gaukinn sjálfan,
Austfjarða-gaukinn sjálfan. Viö
vorum þarna inni í myrkviðinu
þegar allt í einu sprettur fram maöur
og spyr sem Stanley forðum:
„Gaukarnir, vænti ég.” Við urðum
nokkuö hvumsa við, fylgdaríausir í
Hallormsstaðarskógi og játtum
þessu. Drengurinn kynnti sig og
sagöist heita Gaukur. Hann reyndist
nú eins og nafnihans, hálfgerður
flautaþyrill í kvennamálum. ”
Blaðamenn DV króuðu Halla
Hrafns af eftir hljómleikana.
Hvemig er nafnið Gaukarnir til kom-
ið?”
„Að verpa í
annarra hreiður... "
„Þú veist hvemig þetta er. Mér er
gaukur hliðstæða við gosa. Menn tala
gjarnan um að aðrir séu miklir
gosar. Gaukar verða aldrei menn.
Þeir verpa í annarra hreiður og
þannig erum við. Við fáum lánuð öll
okkar hljóðfæri og eigum fátt nema
kostinn Gaukinn sem flutti okkur
Ásgeir Sverrisson,
gitarleikari Gaukanna.
hringveginn hér í sumar og prýðir
enn götur bæjaríns eftir þá ævintýra-
reisu.”
Halli rauk á brott. Gaukamir léku í
rúman hálftima í Hlöðunni og var
mjög vel tekið. I Hlöðunni rikti mikil
stemmning enda troðfullt. Gaukarn-
ir voru hressilegir ásýndum en
einnig töluvert taugastrekktir, enda
f jölgun mannkynsins í aösigi.
Ásgeir Sverrisson og Einar
Hrafnsson léku á gítarana. Ásgeir
lék mest ryþma í fyrstu lögunum en
tók nokkur góð sóló í þeim síðar'i.
Einar „sólaði” grimmt allan tímann.
Jón M. Einarsson lék á bassann og
fórst það vel úr hendi. Haraldur var
eitthvað feiminn við að beita öllum
sínum kröftum á trommusettið en
stóð samt vel fýrir sínu. Rödd Egils
söngvara er mjög sérkennileg og var
söngkerfið stillt á þann veg að rödd
hans var frekar dimm og hæfði það
textunumvel.
„Sigltyfir Volgu"
Fyrsta lag Gaukanna var hið
klassíska „Siglt yfir Volgu”. Strax í
því lagi komu séreinkenni Gaukanna
í Ijós. Eins og dr. Jónmundur Brekk-
ans sagði „Þessir piltar leika tónlist
„Islenskur pervert h/f"
Og þá var tími til kominn aö leika
Islenskan pervert h/f. Það lag fjall-
ar um sjálfan Egil söngvara. Dr.
Jónmundur kommenteraöi á text-
ann: „Hann er eins og að lesa aðra
hverja síðu Helgar-Tímans aftur á
bak.”
Sannkallað „sálargras” sagði ein-
hver, hvað sem það þýðir. Gaukamir
léku nú af mikJafn #afti. Er text-
amir heyrðust var á hreinu að yrkis-
efnið var sótt í íslenskan vemleika,
t.d. lagið „um staðinn hérna á móti”
les: Hótel Borg. „Nei, nei, nei, ég fer
aldrei þangað aftur, ég fer bara
heim.” En síðar í textanum viður-
kennir Egill aö allir þurfa að hafa
samastað. Hróðmar Ingi Sigur-
björnsson gítarleikarí hafði þetta að
segja um Gaukana: „Það er svo
margt gott sem þeir gera, að það er
út i hött að nefna eitthvað eitt.”
„Sprengjuverkamaður"
Næsta lag Gaukanna var
„Sprengjuverkamaður”. Þetta var
kraftmikill „verkalýðssöngur” eins
og Egill sagði, sem varð til fyrir mis-
skilning Einars Hrafnssonar. Einar
lék slæd-gitarsóló í þessu lagi. Man
ég vart eftir að hafa séð það ágæta
hljóðfærí síðustu ár. Er hér var kom-
ið sögu svissaði Egill yfir á ensku:
„textinn er fullur af einföldum sann-
indum og mér finnst enskan passa
betur í því tilfelli”. Gaukamir vom
komnir í mikið stuð. Sólóin komu
sem af færíbandi og Ásgeir farinn að
keppa við Einar í þeim efnum. Báðir
em þeir góðir gítaristar. Allt í einu
flugu Gaukamir burt, tónleikunum
lokið en áhorfendur staðráðnir í því
að fá þá aftur. Eftir langvinnt lófa-
tak féllust þeir á, af stöku lítillæti, að
leika „Hei, feiti!!”
„Tímamótalag"
Luigi, poppfréttaritari hafði þetta
að segja: „Hljómsveitinni var
snimmhendis boðið að spila í Alþýðu-
húsinu í Vestmannaeyjum, og þar
eru menn vandir að virðingu sinni.
Ef „Hei feiti” kæmist á plötu
yrði það tímamótalag í íslenskri
poppsögu.” Rétt er það. En maður
lifandi, hvílíkur texti! Gaukarnir
áttu salinn undir lokin. „Hei feiti”,
þeirra langbesta lag, kveikti svo um
munaöi í Oöali. Og þá er bara að bíða
eftir f yrstu plötunni.
ás/-gb.
Egiii Hotgason, söngvari Gaukanna.
eins og þá sem var í tísku fyrir 10
árum og ferst það vel úr hendi. Eg er
viss um aö þeir hafa aldrei heyrt
minnst á nýbylgju eða pönk.”
Hvað sem því líður var tónlistin
skemmtilega ólík tískubólum ársins.
Eins og einn hljómleikagesta, Ragn-
heiður Gyða Jónsdóttir dagskrárfull-
trúi, sagði: „Það er hressilegt að
heyra rokk/popp því á Stór-
Reykjavíkursvæðinu verður ekki
þverfótaðfyrir pönkurum.”
Næst kom Lagið um Tuma. Egill
kynnti lagið og minnti áhorfendur á
þá uppljóstrun að lífvörður Breta-
drottningar væri öðruvísi en við hin.
Egill sagði Tuma einnig litillega sér-
sinna. Eigi veit ég það svo gjörla en
hitt veit ég að textinn var afskaplega
elskulegur. Gítaramir nutu sín vel í
laginu. Riffin skemmtilega gamal-
dags og gott sóló. Áhorfendur voru
vel með á nótunum er hér var komiö
sögu. Svitinn bogaði af Agli söngvara
og skemmti hann sér greinilega hið
besta.