Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST1982. 5 Hljómplata f rá föngum á Hrauninu væntanleg á markað: KEMST RIMLAROKKK) Á VINSÆLDALISTA? O Olympia [RÆÆUMMy®. KJARAIVI HF [ ÁRMÚLI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022 Nýbrúá Markarfljóti Vegageröin er nú farin aö huga aö nýrri brú á Markarfljót. Hafa starfs- menn Vegagerðarinnar veriö aö athuga væntanlegt brúarstæði. Ný Markarfljóstbrú er hugsuö nokkru sunnar en gamla brúin. Er áætlaö aö nýja brúin veröi reist á móts við Seljalandsfoss. Myndi þá þjóöveg- urinn frá Eyjafjöllum liggja beint út i staö þess aö beygja norður við bæinn Seljaland. Enn eru þó nokkur ár í nýja Markar- fljótsbrú. Aö sögn Helga Hallgrímsson- ar hjá Vegagerðinni gera fram- kvæmdaáætlanir ráö fyrir brúnni á tímabilinuÍ987 til 1990. GanJa Markarfljótsbrúin var tekin í notkun áriö 1933 en vígö árið eftir. Hún er 242 metrar á lengd og enn í röö lengstu búa á Islandi. -KMU. /--------------------—-N SKÓLARITVÉLAR Ovenjuleg hljómplata kemur á markaö fyrir næstu jól. Er það hljóm- plata sem fangar á Litla-Hrauni gefa út. Hljómsveit, sem stofnuð var um miöjan ágúst síöastliðinn, æfir nú á fullu innan veggja fangelsisins fyrir upptöku. Platan veröur tekin upp í upptökusal á bænum Glóru í Hraun- geröishreppi en hann er í eigu Ölafs Þórarinssonar hljóðfæraleikara. Olaf- ur er kunnur fyrir aö hafa leikiö með hl jómsveitunum Mánum og Kaktus. Fangahljómsveitina skipa: Ivar Steindórsson, leikur á bassa, Rúnar Pétur Geirsson er á trommunum — Rúnar er reyndar fyrrverandi fangi. Gítarleikari er Sævar Marinó Ciecielski en hljómborösleikari, söng- vari og aöaldrifkrafturinn er Halldór Fannar Eliertsson. 011 lög og textar eru eftir fanga. Hér er um rokk aö ræöa og þeir sem heyrt hafa telja tónlistina bara nokkuð góða. „Þetta er blandað rokk. Og lögin eru melódísk,” sagöi einn viömælanda blaösins. Eitt lagana á plötunni væntanlegu heitir Rimlarokk. Annað lag sem vera átti á plötunni, en hætt var viö aö hafa, heitir , JComdu og skoðaðu í sakaskrá mína”. Textarnir tengjast fangavistinni. Fjalla þeir meöal annars um innilok- un, einmanaleik, áfengisneyslu og pilluát, einnig ferilinn. Tólf lög veröa á plötunni. Platan veröur gefin út á ábyrgö fanganna en hugsanlegur hagnaður mun renna til góögeröarmála, þar á meðal til rekst- urs heimila Vemdar. Aö sögn Bjöms Einarssonar, starfs- manns Vemdar, hafa Helgi Gunnars- son fangelsisstjóri, dómsmálaráð- Gítarleikarinn, laga- og textahöfund- urinn Sævar Ciecielski. Halldór Fannar Ellertsson, frum- kvöðullinn að fangahijómsveitinni. Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferöarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leiðréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aóeins er á stærri gerðum ritvéla. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. VERKSTÆÐI - VERSLUN Sprautum alla bíla — önnumst réttingar. Seljum allt til sprautunar og þrifa bílsins. Erum með alla liti á míkrófilmum bæði cellulosa og olíu-acryl. 7-9-13 FYRIR VÍNIL-ÁKLÆÐI OG GÚMMÍLISTA ALTINAUTOVOKS 100% árangur með þessu fræga danska bóni — sparar tíma og peninga — mikil og góð reynsla hérlendis. BÍLAMÁLUN —VERSLUN FUNAHÖFÐA 8. SÍMI85930. Hljómsveitin á æfingu i vinnuskála Litla-Hrauns. ívar Steindórsson er á bassa, Halldór Fannar Ellertsson á orgeli, Rúnar Pétur Geirsson á trommum og Sævar Marinó Ciecielski á gítar. DV-myndir: Ragnar Th. Sigurösson. herra og embættismenn ráðuneytisins sýnt máli þessu sérstakan velvilja. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.